Auðvitað ertu kominn á Negrann!!!!
miðvikudagur, desember 31, 2003
  Jæja góðan dagin kæru Negra aðdáendur. Haffi McGunner mættur í hús og er brattur. Óli Stef Íþróttamaður Íslands og ég er nokkuð sammála því. En það vantaði Herminator(Hermann Hreiðarsson) í topp 3rjá!!!

Annars er nú lítið að frétta héðan úr Nesinu. Maður að velta fyrir sér Klippingu? eftir áramót og litun kannski í myndinni. Ekki er maðurinn að tala um ljósar eða stríppur heldur er ég að tala um minn náttúru lit Rautt!!!! Ég vona að Gunnlaugur klippi sig líka og láti stríppurnar hverfa....ha....Gunnlaugur.....


Maður er farin að sakna Hallarinnar eftir að hafa verið lengi frá vegna meiðsla. Sakna því að skilja kókglas á borði og það glas verður þar næstur tvær vikur. Þetta er ekki hérna. Síðan er auðvitað KingSize Bedið mitt í Hólminum en hérna er maður á einverjum planka sem er með þunna dýnu og lak. Ekki er ég með kodda en ég er með teppi? Kötturinn minn er með krabbamein og fær hún alla athyglina núna. Ég keypti mér kjúkling um dæginn og hann var hirtur af mér og gefið kettinum.

Tók mynd á leigu í gær sem hét Sólartár eða á útlensku Tears of the Sun. Þessi mynd skartar Bruce Willis töffarra með tvem téjum og Monicu Bellucci en sú belja var í Matrix 2 og í ógeðslegustu mynd sem ég hef séð á ævinni,Irrriversible. Sólartár er með betri myndum sem ég hef séð með Brucí síðan Dæ Hard 1,2,3. Flott atriði i myndinni og líka atriði sem er ekki fyrir viðkvæma.af 5stjörnum gef ég henni 3,5!

Ég fékk mjög góða jólagjöf frá Big Gau en hann gaf mér Justin Timberlake Live in London.
Þessi diskur er skildu eign allra sem hafa gaman af tónlist en þarna er Justin upp á sitt besta með lög eins og Rock Your Body, Seniorita,Cry Me A River og Like I Love You. Sjá JT eins og ég vill kalla hann á sviði er gaman gaman. Hvet alla að kaupa þennan disk en hann er skildueign á hverju heimili.

Haffi McGunner segir Farið hægt um gleðinnar dyr í kvöld og ég bið að heilsa 
þriðjudagur, desember 30, 2003
  Jæja gott fólk

Jólin að baki og vonandi allir búnir að hafa það gott, en ég er a.m.k búinn að hafa það mjög fínt þakka ykkur fyrir, var hjá mömmu á aðfangadag og jóladag og kom svo í hólminn annan í jólum, var að æfa með landsliðinu í fríinu og það var bara mjög gaman en endaði nú ekkert alltof vel. Varð veðurtepptur í gær og komst ekki í leikinn, því miður en svona er víst að búa á klakanum og það langt úti á landi. En það kemur verkefni eftir þetta.

Mínir menn í Liverpool máði góðu jafntefli á mót ManCity og Fowler,McManaman og Anelka voru víst menn leiksins hjá City, það væri nú ágætt að hafa Anelka í sínu liði núna en Neeiiii, höfum frekar Heskey til að renna á rassgatið..

Ekkert að frétta að þessu sinni en ég og Vaffarinn ætlum að koma með áramóta pistil, þar sem stiklað verður á stóru og kjósum við að kalla þetta NegraAnnáll 2003, bíðið bara spennt.

Síðar

HlynurB 
mánudagur, desember 29, 2003
  Jæja góða kveldið hólmarar. Haffi McGunner mættur hérna hinu megin við skaflanna. Maður er hér í góðu yfirlæti þar sem matur,ökkli og bringa eru mjög ofarlega í hurga. Nei þetta er ekki kjúklingurinn hjá Steina á Hyrnunni heldur mitt ástand þessa daganna. Mamma er að skipta um bleiu og gefa mér hafragraut og svo fer ég í þreksalin í Nesinu á hverjum degi að koma þessari löp í lag.

Lítið er nú að frétta héðan úr Nesinu. Mikill slagsmál voru á annan í Jólum. Voru þar nokkrir Skagamenn sem komu á Klettinn og byrjuðu að vera með læti,þetta voru reyndar sömu gaurar og lömdu Bandaríkjamanninn hjá Borgnesingum,en tveir bræður Sigurður Rauði og Þorsteinn Svarti tóku aðeins í þá. Þá hringdu Skagamennirnir úti á Skaga og kom svo bíll með 7skagamönnum heim til Sigurðs og lömdu þá bræður. Ekki var allt búið en heldur hringdi Sigurður úti á Skaga og fóru þeir bræður eftir þessum Skagamönnnum og hittu úti á Skaga félaga sína sem hann hafði hringt í. Skemmtileg saga?


Annars er maður kominn með Bobble Trobble á heilan og ég er búin að smita systkini mín og erum við heima á kvöldin í Bobble Trobble keppni? Kíkiði á Batmanog þið sjáið hvað ég er að tala um.

Haffarinn segir WESTSÆD!!!!!!! 
  Jó jó jó all you hós.
Jólin búin og æfingarnar byrjaðar aftur á fullu. Ekki veitir af þar sem ég er búinn að éta yfir mig af steikum. Reyndar var fyrsta æfing eftir jól alveg ógeðslega erfið og hef ég sjaldan lent í öðru eins.

Glæsilegur sigur hjá mínu liði í firmakeppninni. Hið vel þjálfaða lið Þórsness sópaði hinum liðunum undir teppið og stöppuðu vel á því. Þeir voru reyndar svo sigurvissir að þeir fögnuðu sigrinum daginn áður við mikla lukku í herbúðum liðsins. Reyndar var liðið þjálfaralaust þar sem ég lá heima í veikindum í gær en ímyndið ykkur bara yfirburðina sem liðið hefði ef þjálfarinn hefði verið á staðnum, uss. En þetta sýnir bara styrkleika liðsins og eru æfingarnar greinilega að skila sér. Reyndar var ofur-rokkarinn og leikstjórnandi liðsins, Laugi Skywalker e-ð slappur og hefur hann oft spilað betur. Hann eyddi víst meiri tíma á dollunni en á vellinum. En liðið má þakka Selinum fyrir sigur í þessu móti en hann tryggði liðinu framlengingu með háu og fallegu 3stiga skoti á lokasekúndu leiksins og tryggði liðinu svo sigur með tip-in á lokasekúndu framlengingarinnar eftir sóknarfrákast. Til hamingju mínir menn.

Allt á kafi í snjó þegar ég vaknaði í morgun. Fór að þjálfa kl. 1 og komst varla út úr innkeyrslunni heima þar sem micran var búin að snjóa í kaf. Við erum að tala um 30cm skafla:)
Setti bara í 4w drævið. Micran hlær bara að svona smáófærð. Frétti að Hlynur ætli að reyna að komast suður í landsleikinn í kvöld og sást síðast til hans fastur í skafli við kvennfélagsgarðinn. Góða ferð Lenny B;) Mase spilaði í gær með landsliðinu sem rúllaði yfir anstæðinga sína með meira en 20 stigum. Mikill fjöldi í Grafarvoginum í gær og körfunni mikið til framdráttar. Frikki Stef, sem er víst mikill Pearl Jam aðdáandi, fór á kostum og pakkaði þessum tittum saman undir körfunni.

Jæja, best að drulla sér heim úr Settunni áður en Micruna fennir í kaf í annað skipti í dag. Veriði blessuð.

Vaffarinn will be catching you on the flipside. 
miðvikudagur, desember 24, 2003
  Sæl og blee. Haffi McGunner mættur í hús með pistill jólanna. Mikið hefur verið um að vera í hólminum já og heiminum síðan þessi merkilega síða fór í loftið og ég ætla mér að reyna að komast yfir flest af því.

Hlynur BB kemur með hugmynd af vefsíðu þar sem við getum drullað yfir mann og annan án þess að fá kvartanir. Síðan verður til þökk sé okkur en við sáum algjörlega um þetta sjálfir?

20 hermenn drepast í Írak.

Haffi McGunner drullar of mikið yfir ákveðinn leikmann í deildinni og verður Hlynur BB að taka út mikið af mínum texta.

Gitta Hau(Birgitta Haukdal) hættir með einhverjum í Spánafár.

Negrinn slasast á hendi og verður ekki meira með fram að áramótum.

Siggi Mase neitar að vaska upp.

Lýður V vinnur skoðunarkönnun Negrans og sýnir þar og sannar að hann á glæsilegustu kerrunna í Hólminum og þótt víða væri leitað. Micran gersigrar Volvoinn hans Sigga.

Siggi vaskar upp en samt bara diskana?

Jón Þór Eyþórsson verður að hætta keppni vegna bakmeiðsla og kýlis á hálsi.

Merkur dagur í lífi Gumma á Benzó þegar hann lætur oní sig 500ustu pulsuna.

Siggi vaskar nú upp bollana og glösin eftir að hafa neitað að gera það í viku. Nú var bara spurning hvenær hnífapörin færu í vaskin.

Nonni Mæju er fundinn. Hann fannst út í kannti á FRóðarheiði en þar var hann fastur á þessu bílhræji sínu. Nonna hafði verið lýst sem hræddum undum manni sem væri með hár og með mjaðmir á við 12ára stúlkubarn. Einnig á hann að hafa verið með Calla(Carlsberg) í einni hendi og ljósku í hinni.Nonni kom svo heim í Hólminn og hóf störf við að búa til kavíar.

Sigurður Þorvaldsson fer út í búð og kaupir sér uppþvottahanska fyrir síðasta stráið. Siggi klárar að vaska upp og við fögnum því með því að fara með Sigurð til Reykjarvíkur og hoppar hann þar á Rottwæler.wof wof..........

Saddam Hussein kemur fram í viðtali og segir að hann sé í felum......

Mýgrútsmenn halda lokahóf. Besti Leikmaður:Pálmi Þór Sævarsson
Efnilegsti Leikmaður:Þórarinn Lárus Língdal Jóhannesson
Mestu Framfarir :Ingólfur Haukur Vilhjálmsson
Besta ástundun :Aðalsteinn Ingvar Aðalsteinsson

Saddam Hussein er fundinn.....

Snæfell vinnur KFÍ og er kominn með jafn mörg sig fyrir áramót og liðið var með í fyrra......

Liverpool eru að standa sig skemmtilega vel og margir eru á því að Húlli sé búin að tapa sér eftir hjartaáfallið í fyrra. Þegar Owen eða Kewell eru ekki með þá skorar enginn nema Heskey af of til. Kewell verður til á móti Boltan annan í jólum. Leikur sem verður að vinnast. Liverpool menn við verðum að standa saman í þessari krísu.......

Jæja það er best að fara í sturtu og klæða sig í sparifötinn........Gleðileg Jól


Haffi McGunner#9
 
  Blessuð

Já jólin eru að koma Lýður minn, var að koma í Borgarnes City eftir erfiða ferð úr hólminum, bara snjóskaflar og læti, maður var nú orðinn nett pirraður á vatnaleiðinni á 40 km hraða. En ég ætla ekki að vera með neina neikvæðni á jólunum, það er alveg bannað.

Fór á landsliðsæfingu í gær og það var bara gaman, nýr þjálfari og eða þjálfarar því Friðrik Ragnars og Jón Guðmundss auk styrktarþjálfara, æfingin var nokkuð erfið eftir nammiátið enda spilað á öðrum hraða þarna en ég á venjast úr hólminum, en það er bara fínt fyrir mann að venjast því líka.

Þegar maður finnur lyktina af steikinni hennar mömmu, þá veit maður að jólin eru að koma og mikil tilhlökkun kominn í kallinn, best að vera ekki að lengja þetta neitt, eg vil bara óska öllum sem ég þekki og þekki ekki gleðilegra jóla, endilega hafiði það gott og veriði nú góð hvert við annað.

HlynurB 
þriðjudagur, desember 23, 2003
  Jólin að koma og allir í góðu skapi. Það er eins með Vaffarann. Maður er allur kominn í jólagallann og tilbúinn í steikina góðu.

Ætla ekkert að vera langorður að þessu sinni enda hefur pistlum og heimsóknum á síðuna fækkað töluvert í jólaösinni, skiljanlega. Vill bara óska öllum lesendum negrans gleðilegra jóla og hafið það sem allra best um hátíðarnar.

Minni svo alla á firmakeppni Snæfells milli hátíðana þar sem ég verð í hlutverki þjálfara Þórsnesliðsins í nýjum jakkafötum, með sleikt hárið og yfirvaraskegg að hætti Ron Jeremy.

Merry X-mas.

Vaffarinn. 
  Góðan daginn Hólmarar og aðrir Íslendingar. Haffi McGunner mættur með pistill hérna úr nafla alheimsins,Borgarnes City. Maður er að fara í Höfuðborgina og versla sér inn smá jólagjafir.

Ég er byrjaður að halda með Jón Sigurðssyni í Idol. Þessi maður er að fara á kostum með þessum lögum. Fyrst var það Flugvélar með Nýdönsk, svo var það þessi rosalegi Bee Gees slagari og með þessa rödd.USSSSSSSS Svo tók hann Fljúgðu Fljúgðu Fljúgðu með Stöðmönnum.

Mínir hæfileikar í NBA live 2004 eru byrjaðir að koma í ljós. Ég fór til eins pjakks á mánudagsins og tók einn pjakk með mér sem eiga að vera ágætir í NBA. En ég vann fyrri pjakkinn(Lárus Landrover) með 80stigum og síðan tók ég Ingólf með 15 stigum. Væri til í að fá smá keppni frá Gunnlaugi eða Guðmundi en ef það séu einhverjir sem verða í NBA live 2004 um jólinn að æfa sig eru það Gunnlaugur og Guðmundur.

Nú er bara einn dagur í jólinn svo mig langar að óska ykkur gleðilegrar jóla. Gleðileg ´Rauð´jól.


Hafþór Ingi Gunnarsson#9 
sunnudagur, desember 21, 2003
  Góðan daginn hólmarar

þessi líka flotti sunnudagur í dag, nei segi svona, djöfulsins kuldi... uss þetta er bara vitleysa.

Skellti mér yfir til fyrrum nágranna í gær, Högna Högna að spjalla, hann er alltaf jafn geðveikur sá maður en gaman að honum samt.

þarf að fara á landsliðsæfingu í rvk á morgun þannig að ég verð ekki með æfingu á morgun stelpur mínar, en ég skal redda einhverjum til að vera með ykkur.

Liverpool slapp fyrir horn, leiknum við Wolves var frestað, það' munaði litlu að við hefðum tapað fyrir enn einu skítaliðinu, en það verður víst að bíða betri tíma..

Skandall í Idolinu á föstudag, að Jón sigurðsson hafi ekki dottið út... maðurinn er ógeðslegur, ég kaus að sjálfsögðu minn mann, hann Kalla, ég vill losna við Tinnu Marine, djöfull er hún þreytandi!! Anna Katrín var áberandi best enda með besta lagið, svei mér þá ef ég tek ekki þetta lag þegar ég keppi í Idolinu á næsta ári... já þá verður gaman.. Samt fínt að Helgi Rafn datt út, frekar pirrandi týpa svo er hann líka uppáhaldskeppandinn hans Sigga, sem tímdi ekki að kjósa hann því hann ætlaði að nota peninginn til að smsa einhverjar tjellingar... vonandi að það hafi borgað sig hjá honum...

HlynurB 
laugardagur, desember 20, 2003
  stuð hjá nonna mæju.
vaffarinn. 
miðvikudagur, desember 17, 2003
  Þegar ég skrifaði síðast hér á nemann var Sadam laus, ég var í toppbaráttu með gráa gamminn hér á síðunni, Haffi var við góða heilsu, Eggert var enn Garðarsson, og ég var lélegastur í nba live. En síðan þá hefur ýmislegt gerst t.d. það að bumban fór illa með okkur og var Gummi "Halldórsson" að setjann skemtilega í spjaldið og ofaní @the buzzer. Helvítis tarfurinn hann Gummi magg. unnum Hauka á útivelli en það sem er aðalega í umræðunni er þessi blakleikur hér á mánudaginn þegar að liðið vonn tú trí Höttur (ég, Hlynur, Andres, Bjarne, Jón Þór og Gulli "veiki hlekkur") tók Bárð, kana tvo, Seniorinn, Hilmar og fleiri sem báðu mig um að nefna þá ekki á nafn. En samkvæmt síðu blaksambands íslands var þetta mesta kombakk í sögu blaks og mestu yfirburðir í 3ja setti. menn hafa beðið mig um að segja ekki frá leiknum en það er engum greiði gerður með að brjóta sjálfstraust síðara liðsins niður, þannig að við förum ekki yfir þetta play by play en þetta var dömur mínar og herrar ótrúlegt.

Leikur við KFÍ á morg og við vonumst til að það verði fært fyrir þá þannig að ekki þurfi að fresta leiknum.

Annars er bara einn búinn að kjósa háskólapakkan með Blink °182 og hver ætli það hafi verið?? Byrjar á B og endar á Nielsen.

Jæja það er komin tími á mig

Siggi Þorvalds
 
  Ja góðan daginn

Við félagarnir rifum okkur á fætur eldsnemma í morgun eða um 12 og það voru mikil átök, erfitt þetta líf.

Ég og McGunner vorum í NBA live 2004 í fjarveru Sigga Þ og Kroppsins Lýðs en þeir voru í ghettoinu að horfa á video, þetta gekk upp og ofan, byrjaði mjög sterkt og lagði Haffarann flatann á gólfið en þá tók við slæmur kafli þar sem McGunner rústaði mér 2 leiki í röð, algjör blowout, og ég er líka þetta litla tapsár og var alveg að springa úr pirring með Haffa tístandi við hliðina á mér. En maður kom sterkur til baka, fékk mér Steve Nash í mitt lið og tók seinustu leikina og gat þess vegna sofið um nóttina.. Nash er alveg hreint ágætur í þessum leik því í 12 mínútna leik skoraði hann 69 stig!! sem þykir bara ágætt...

Seinasti leikurinn fyrir fríið er á morgun við lið KFÍ en það er stefnan að taka þennan leik,sem verður erfitt, en þeir byggja leik sinn eingöngu á skotum fyrir utan, hef ég heyrt, enda með góðar skyttur, þannig að við verðum að vera tilbúnir í það.. Annars frétti ég að það væri einhvað hátíð í tónlistarskólanum á sama tíma sem er ekki nógu gott, ekki það að ég hafi einhvað á móti tónlistarskólanum þvert á móti, reyndar á ég glæsilegan feril á píanó að baki, kannski ekki mjög langan en sá ferill endaði í 2.bekk þegar ég fattaði að það var miklu skemmtilegra að leika sér í fótbolta. Það er nú ekki svo mikið að ske í þessum bæ að við þurfum að troða þessum fáu atburðum á sama dag, því það eru örugglega einhverjir sem myndu vilja mæta á báða atburðina en svona er lífið.
Þá bara verða allir að mæta og mynda góða stemmningu í þessum seinasta leik fyrir jól, vonandi fyllum við húsið.

Stelpurnar eru ekki sáttar við okkur fyrir að hafa gleymt að setja JustinT inní könnunina um tónlistina, þetta var ekki ásetningur við bara gleymdum þessu, en auðvitað hefði átt að vera einn flokkur fyrir menn eins og Micheal Jackson og fleiri, þeir sem fíla ekkert þarna kjósið bara það sem ykkur finnst skást af þessu en þarna eru nú samt ansi fínir valmöguleikar.

jæja bið að heilsa

HlynurB 
  Sæl og blessuð til sjávar og sveitar. Haffi McGunner mættur með rauðu broddanna. Langt er síðan ég skrifaði síðast pistil en ég hef verið mjög upptekin við það að meiðast. En ég er kominn með fréttir dagsins.

Liverpool eru að kúka mjög vel á bitan þessar mundir og gaman að sjá að bestu menn liðsins eru annað hvort ungir pjakkar sem eru með 100kall á viku eða markamaðurinn. Byrjunarliðið á að vera:Kirkí í markinu. Semi,Hyyp,Henni,Rís í vörninni .Steve-G,Murf,Talle,Smísí á miðjunni .Heskí og Ponni frammi!!! Dídí og EL HADJI eru á bekknum eftir frábæra framistöðu á laugardaginn og Ígor út en hann gaf Sáþhampton góða hornspyrnu þar sem félagi minn,rauðhausinn Svensson skoraði með skalla. Síðan er maður ekki alveg að fatta af hverju Dídí var aftastur þegar Liverpool tók hornspyrnunna eftir nokkrar sekúndur. Dídí er ekki hraðastur á 100metrunum. Sérstaklega þegar vinur minn Ormerod hljóp hann í kaf en Ormerod er nefnilega skemmtilega rauðskeggjaður. Þetta Sáþhampton lið er næruþví allt rautt með Strachan þjálfara fremstan í flokki.

Ég óska V-aranum til hamingju með sigurinn á síðustu skoðunarkönnun. Micran var þar efst eftir að hafa verið í keppni við Volann hans Sigga og Honduna hans Adda. Karmellan hans Sinorsins fékk ekki mikið af atkvæðum en Svarta Sálinn hans Hlyns var með í keppninni en komst í þriðja sætið.

Annars er það að frétta að leikurinn Bobble Trobble er að fara sigurför um heiminn en þið getið farið á hann á Batman.is.

Síðan eru við kapparnir búnir að vera að keppa í NBA Live 2004 síðustu daga og þar haf ég vinninginn en ég var að bursta ''BB'' í gær. Tók tvo leiki á móti honum og rústaði honum með samtals 60stigum.

Endilega að kíkja á leikinn á morgun en þetta er síðasti leikurinn fyrir áramót en það eru Ísfirðingar sem mæta í Fjárhúsið.

Haffi McGunner segir Upsætturnaránd

 
þriðjudagur, desember 16, 2003
  Jamm og jæja. Helgarfríið búið og loksins búinn að kaupa mér jakkaföt. Fékk þessi fínu föt í Retro. Ekkert spes búð en voru samt með þessi fínu jakkaföt sem kostuðu ekki nema 30 kall. Ekki mikið fyrir bláfátækan námsmann. Helsti kosturinn við þetta var að þetta voru fyrstu jakkafötin sem ég mátaði og búmm, keypti þau. Ekkert vesen.

Góður sigur á móti the bumbs á laugardaginn. Sannfærandi 6 stiga sigur hjá okkur, je minn eini. Vorum við lélegir eða hvað, sjjjiiii. Við vorum álíka lélegir í þessum leik eins og við vorum góðir á móti Haukum. Haffi meiddist illa í leiknum og verður líklega ekki leikfær á móti KFÍ. Svo meiddist Addi líka á æfingu í gær og verðum við líklega fámennir í næsta leik.

Sendi batakveðjur til Höllu systur en hún var í hálskirtlatöku í gær. Kosturinn við það er að nú ætti hún ekki að geta rifist við mig næstu 2 vikurnar eða svo ehhhehe:) Þetta er nú örugglega ekki besta tilfinning í heimi. Bannað að hlæja og gráta og svo spýtir hún bara blóði, jömmei. Can I get a cheesekake with that strawberry sauce.

Hvað er með Liverpool þessa dagana. Geta ekki rassgat. Ég væri stoltari af því að halda með Scunthorpe United heldur en þessum aumingjum. Ég held að það sé kominn tími á Húlla áður er þetta félag fer til andskotans. Það virðist bara ekki vera að ganga vel hjá mínum liðum þessa dagana en Lakers eru að missa flugið eftir góða byrjun. Skitu á sig á móti Dallas.

Gleður mig að tilkynna það að Micran var ótvíræður sigurvegari í síðustu könnun og vill ég þakka öllum þeim sem hafa stutt mig og bláu þrumuna í þessari baráttu og á þetta eftir að auka sjálfstraust okkar til muna. Ég vill þakka framleiðendum Micrunar, mömmu og pabba sem stóðu með okkur í gegnum súrt og sætt, vinum mínum og ekki síst Guði. Tileinka ég sigurinn Saddam Hussein. Takk fyrir og góða nótt.

Catch you on the flipside.

Vaff Vaff doggy style. 
mánudagur, desember 15, 2003
  Góðan daginn hólmarar

Var að koma af hótelinu þar sem Bjarki bróðir hringdi í mig að spjalla eins og gengur, eftir einhvað small talk um köfubolta og lífið í heild, þá kemur í ljós af hverju hann var í raun og veru að hringja, hann var að láta mig vita hvað hann vildi í jólagjöf, spurði mig hvort ég væri með blað og penna, því það væri nokkrir valmöguleikar fyrir mig en hann var búinn að setja niður þennan fína lista og ég er svo heppinn að fá að velja einhvað handa honuml..........................
Ég viðurkenni það að ég hef gert þetta sjálfur, sett niður óskir mínar á lista vonast til að fá þær í gjafir en nota bene ég var 7 ára og þetta var einhvað sem jólasveinninn átti að redda.
fyrir þá sem ekki vita það þa´er Bjarki 27 ára...
Þar sem ég veit að hann les þetta þá segi ég bara blessaður Bjarki minn

Vann á lengjunni 7100 kr, Easy seðill, just another day at the office.

Könnunin um bílana er búin, ég þakka þeim 16 sem kusu svörtu sálina, hún hugsar líka hlýtt til ykkar, En Vaffarinn vann þetta, þrátt fyrir að Addi hafi kosið sjálfan sig 35 sinnum, grunsamlegt að á fyrstu dögum könnurinnar var hann ekki með neitt.

Það er hins vegar kominn ný könnun sem snýst um tónlistarsmekk ykkar, ef þið fílið ekkert sem gefið er upp þarna þá hafiði samband við okkur, eða bara sálfræðing. Þarna verður fróðlegt að sjá, auðvitað fílar maður meira en einn valmöguleika í þessu, en þið bendið á þann sem að þér þykir bestur.

Endilega takið þátt.

Síðar

HlynurB 
sunnudagur, desember 14, 2003
  Góðan dag

Fínn Sunnudagur hérna í hólminum, ekkert kalt.... Neiiii, bara 10 stiga gaddur og maður er að frjósa, fínn dagur í gær, gerði ekki rassgat nema leika mér í NBA LIVE við þá smjattpatta Gulla,Cum og Snakkþór, byrjaði vel og var að vinna leiki og tala skít við þá og menn orðnir nett pirraðir, sérstaklega Gunnlaugur sem getur by the way ekkert í þessum leik. En þá tók Gummi uppá því að velja Stojakovic í sitt lið og rústaði þessu, ekki sáttur enda mun ég rústa honum næst... Engin Spurning... Þetta var bara Rugl Júgginn Predrag klikkaði ekki á skoti og Gummi var sáttur.

Traustur þáttur í gær um Jón Arnór, hann er snillingur, það er varla að maður trúi þessu ennþá, er ekki verið að grínast með aðstöðuna hjá liðinu, Gaurinn er fluttur í Paradís, engin Spurning.
Gaman að sjá þessar stjörnur hrósa honum, og þjálfararnir ætla greinilega að gefa honum tíma til að aðlagast. Bíð spenntur eftir að hann verði í hópnum í fyrsta sinn..

Samt var Nowitzki í Manutd bol, sem er ekki nógu gott, ég hefði nú haldið að alvöru þýskari myndi nú frekar halda með Liverpool þar sem Didi Hamann er einn af þeim sem er að gera í buxurnar þessa dagana...
Talandi um að gera í buxurnar, sá einhver leikinn hjá Liverpool í gær?? Þeir eru svo lélegir að það hálfa væri bannað innan 16 ára!! þetta er skelfilegt, með Heskey einan frammi, frakkarnir ungu og Otsemobor eru þeir einu sem einhvað geta, reyndar lofar þessi Otsemobor mjög góðu, spurning um að láta bara unglingaliðið spila... Jú þetta er vont, þetta er vont og það versnar... Houllier, ef þú lest sem ég veit þú gerir, drullaðu þér til Ástralíu að þjálfa Kengúrur í að hreinsa... Helvíti pirraður á þessu.

Best að fara heim og glápa á Enska boltann en Nallararnir eru víst að fara rústa Blackburn, Helvítið hann Beggi Sveins og reyndar líka Siggi Þ örugglega jafn montnir og vanalega útaf þessu liði, en þeir hafa svosem ástæðu til, annað en ég, McGunner og Kroppurinn Lýður

síðar

Hlynur 
föstudagur, desember 12, 2003
  Góðan daginn hólmarar

Mættur aftur eftir smá hvíld en hef bara verið upptekinn í NBA live og Fifa, gengur mjög vel í NBA en ekki alveg eins vel í FIFA en þar eru mörkin að láta bíða eftir sér en það kemur, Haffi Mc Gunner er búinn að hafa yfirhöndina í Fifa hingað til en það kemur þó fyrir að maður vinni hann í vítaspyrnukeppni. En hann er í bænum núna hann Haffi og maður notar bara tímann til að æfa sig.

Er í banni á móti Bumbunni á morgun en eins og þeir bræður Helgi Skalli og Guðmundur Sítt að aftan stóru Maggasynir hafa bent á þá bara einfaldlega treysti ég mér ekki í Gumma en hann er þekktur fyrir að vera mjög drullugur leikmaður og á það til að klípa menn fast í rassinn þegar dómarinn sér ekki til. En þeir eru pottþétt með gott lið, 2 leikmenn sem hafa verið valdir bestu menn íslandsmótsins, Óli Orms og Hemmi Hauks, þessi hópur í formi með 2 kana eins og flest lið hér á landi myndi alveg geta spilað í úrvalsdeild. Þannig að þetta verður fróðlegt.

Fínn leikur í gær hjá okkur, allir að spila ágætlega, Dondrell komst loksins í gang og svo var flæðið í sókninni miklu betra með Corey i tvistinum, því við höfum ekkert á móti því að hann fari einn á einn, það er bara miklu árangursríkara þegar boltinn er búinn að ganga svolítið á milli manna. Írinn Knái McGunner var mjög góður með mikilvæga þrista, mjög góða vörn og sjaldséð 6 fráköst en ég held að hann sé ekki en kominn heim til Gaua frænda síns, hann svífur einhvers staðar yfir hafnarfirði, þvílíkur gormur hann McGunner. Siggi á Brekku var líka fínn en lenti í villuvandræðum og hvarf útúr húsinu í smástund en hann ákvað að fara í göngutúr áður en hann tróð og það má víst ekki, en samt sweet troðsla hjá kallinum. Kiddi Óskars og Einar Þór hefðu mátt líta framhjá skrefunum þegar menn troða, þeir gera það a.m.k. í NBA.

Græddi á Lengjunni í gær, alltaf gaman að því Haukar Snæfell 2, Kr- Hamar 1 og Houston San Antonio 2, borðleggjandi, maður tippheimanna er samt tvímælalaust hinn Írski Gunnlaugur Pulsusali en hann tók sig til og vann á 2 seðla í röð, óskum honum til hamingju með það.

Verð að fara í pottinn með Lýð en hann sagðist ætla sýna mér hvað hann væri flottur kroppur, veit ekki hvort það sé rétt hjá honum samt.

HlynurB 
  Góðan daginn gott fólk, Vaffarinn mættur og er ennþá í sigurvímu. Fínn sigur í gær þar sem útlendingarnir okkar fóru hreinlega á kostum og var þetta sigur liðsheildarinnar. Við settum lok á körfuna, 5 metra hlið við 3ja stiga línuna og handjárnuðum Hafnfirðingana. Svo góð var vörnin.

Það verður bara stuttur pistill í dag þar sem það er alveg vitlaust að gera hjá mér í dag. Sá að Andrés var að kommenta í gestabókina varðandi nýju Snæfellssíðuna og tók ég þessari áskorun frá honum. Ég er búinn að fara inn á Vefhotel.com og kvarta yfir því að ekki skuli vera búið að opna Snaefellsport.is Hvet alla sem lesa þetta að fara inn á Vefhotel.com og kvarta yfir þessum seinagangi. En verið samt málefnaleg og kvittið undir með ykkar eigin nafni.

Pabbi var e-ð að kvarta líka í gestabókinni. kallinn svekktur að vera ekki í hópnum í gær þar sem við vorum bara 9 á skýrslu. Heyrðist mér hann vera að sækjast eftir því að vera í hópnum á móti bumbunni þar sem Nonni Mæju er týndur enn á ný. Ég lýsi hér með eftir Nonna og ef þið sjáið hann, látið okkur vita.

Er að gera mig kláran fyrir Reykjavíkurferð svo fleira verður það ekki í dag. Ég var pantaður sérstaklega í höfuðborgina af verslunareigendum þar sem Haffi er búinn að eyða allt of miklu í jólagjafir. Það er eins gott að hann kaupi e-ð flott fyrir Vaffarann:)

Catchyouontheflipside.

vAFFARiNN 
  Ja góða kveldið Hólmarar og þið þarna úti. Haffarinn mættur hér kl:00:32 og er sprækur og fínn í tauginu. Maður er hérna í teiti hjá Tomma og uncle Guja. Þeir eru hérna í góðu yfirlæti í sinni höll í Kópavogi. Alfreð Gíslasson:Totally frozen Hostige Son.

Haukaleikurinn fór okkur í hag í kvöld þar sem ''D'' var með 30stig en hann skoraði 6þrista og var helvíti öflugur í kvöld.

Áhorfendurnir voru eins og alltaf frábærir en það voru um 50manns á leiknum og voru 48 úr hólminum eða bara svona heitir aðdáendur. Allt liðið var að spila mjög vel í kvöld og komst vel frá leiknum. ''D'' með 30 stig og 7 kvikindi,Corey var með 23 drullukökur og 7 nólúkpassess, Siggi''Mase''Þ var með 10 drullukökur og Haffarinn einnig. Hlynur''BB'' var með 5 drullukökur og 11 köst. V-arinn var með þrist og Andrés var með 5 köst.

Annars er það að frétta að maður er að fara í Smárann á morgun að versla sér jólagjafir.

Heyrðiði maður er að fara að lúlla svo að maður verði ferskur og hreinn á morgun eins og textinn segir:''So fresh and so clean''

Wesssææææddd!!!!!

Haffarinn segir friður út. 
miðvikudagur, desember 10, 2003
  Góðan daginn gott fólk og gleðilegan snjó. Vaffarinn allur að komast í jólaskap með öllum þessum snjó. Ég held að Siggi og Hlynur séu týndir í snjónum enda hafa þeir ekki komið með pistil í langan tíma.

Maður er bara helvíti hress í dag. Búinn að þrífa herbergið mitt fyrir jólin og get ég loksins séð út um gluggan í fyrsta skipti í vetur, djöfull var orðið skítugt í verelsi Vaffarans. Er álíka hress í dag eins og ég var slappur í gær. Var með höfuðverk dauðans. Ég hef aldrei lent í öðru eins. Hélt ég væri að verða veikur en svo er sem betur fer ekki enda stórleikur framundan um helgina. Já, ég ætla að tala aðeins um þennan bumbuleik. Ég hef orðið var við að meðlimir bumbunar hafa verið að skoða síðuna okkar og komið með komment á leikinn. Reyndar held ég að það sé aðallega Gummi Magg sem er að trashtalka hérna. En það leynir sér ekki að það er kvíði í leikmönnum Snæfells fyrir því að mæta hinu heimsfræga liði bumbunar og sagði Hlynur mér í trúnaði að hann hafi viljandi látið reka sig út úr húsi gegn Njarðvík til að sleppa við þennan stórleik. Einhverjar sögur voru um það að leikurinn ætti að vera í Hólminum en það verður ekkert af því. Leikurinn verður spilaður á heimavelli bumbunar sem er DHL höllin.

Hinsvegar er það leikurinn á Ásvöllum annað kvöld gegn mínum gömlu félögum í Haukum. Ég hef ekki spilað á móti þeim þar síðan ég kom aftur í Snæfell þar sem ég var meiddur í fyrra. Ég get ekki beðið eftir að spila á móti þeim þarna en ég spilaði á móti þeim hérna heima í fyrra og vægast sagt skeit á mig og verður vonandi annað upp á teningnum á morgun. Það verður gaman að mæta Rana og Sæsa og kannski maður taki Dævar og Dingvar svona upp á gamla tíma. Þetta verður mikilvægur leikur og nú mæta allir á völlinn og hvetjið ykkar menn. Vænti þess að það verði sama stemmning og á móti ÍR og KR og verða vafalítið stuðningsmenn eins og Smári Tarfur á staðnum. Stuðningsmenn sem standa með liðinu gegnum súrt og sætt, vel orðað Smári.

Jæja, verð að þjóta. Er með föt í þurrkaranum heima og vona að ég sé ekki búinn að kveikja í Borgarbrautinni. Þangað til seinna,

Catch you on the flipside.

VaVaVaVaVaVaffarinn. 
mánudagur, desember 08, 2003
  Góðan og blessaðan daginn hólmarar. Haffi Gunn mættur eftir mjög skemmtilega ferð til Írlands.

Írlandsferðinn var mjög skemmtileg og voru þar mörg skemmtileg atriði sem ég náði á teipi. Colin Ferell var dálítið blautur og hann og Gunnlaugur náðu vel saman. Síðan kom leynigestur en það var enginn annar en Biggi Mikk. Biggi kom þarna og fór á kostum með brandara. Nicole Kidman var þarna í góðum gír en við Nicole náðum vel saman og kem ég í næsta Séð og Heyrt með Nicole en ég lamdi Lenny Kravitz en hann var eitthvað að hanga þarna hjá henni. Ég sagði bara:Lenny!!! drop your pants!!! Einnig komu í ferðina nokkrir menn sem höfðu skráð sig á heimasíðuna:Æm red and prád of it!!! Þeir komu þarna Gummi Ebbi Borgnesingur og Þormóður Kr-ingur en báðir eru þeir með eindæmum rauðir. Bjarki Baxter Borgnesingur kom einnig með í ferðina og alltaf gaman að honum þegar hann kemur með einhverja sögur af sér og rauða hárinu. Reyndar talaði Bjarki bara um Blátt en hann er helv.... Blár.Dabbi rúls!!!

Síðan kom maður í Höllina en þá var Hlynur BB búin að kaupa NBA Live2004. Hörkuleikur þar á ferðinni.

Annars er blakleikur í kvöld á æfingu. Eftir síðasta leik í blaki verður Bárður kóch að gefa hinum spilurunum séns á að spila en hann dró alla spilaranna niður á síðustu æfingu. Reyndar er Jón Þór ekki með svo það verður ekkert mál því hann ar sá sem klúðraði einhverju hjá okkar liði. Annars vona ég að Nonni Mæju mæti því hann verður góður í hávörninni. Síðan eru þarna smassarar í okkar liði þar sem Gunnlaugur og V-arinn fara fremstir en síðan er Haffarinn í að gefa upp og að mata þessa smassara. Síðan er Addi mjög skemmtilegur blakmaður og Bjarne Nielsen kann nú sitt hvað í blakinu. Corey Dickerson verður úti í horni reynir að bjarga einhverju. Annars er Spurning hvernig The Two Towers verða í kvöld en þeir eiga eftir að verða erfiðir.

Jæja best að fara að kíkja í höllinna.

Haffi McGunner segir:WESTSIDE!!!!!!! 
laugardagur, desember 06, 2003
  Leðrið mættur.
Afsakið biðina gott fólk en hér kemur loksins pistill eftir nokkra daga hvíld enda ennþá að jafna mig eftir aftanítökuna í Njarðvík. Best að segja sem minnst um þann leik. En ég get ekki setið á mér yfir einhverjum aumingja sem kommentaði hérna á síðasta pistli sem Haffi skrifaði. Einhver aumingi sem kallar sig maður þurfti að koma skoðunum sínum hérna á framfæri en var ekki meiri maður en það að geta ekki skrifað nafnið sitt undir. Alveg óþolandi þegar einhverjir hálfvitar halda þeir séu svona fyndnir að koma með svona komment. Ég myndi láta margt og mikið annað flakka núna ef ég vissi ekki að hálfur grunnskólinn í Stykkishólmi les þessa síðu svo með þessu þá bið ég alla þá sem ætla að vera sniðugir, þá að gera það undir eigin nafni. Annars getið þið bara farið á einkamál.is og þóttst vera 17 ára stelpur sem langar að kynnast feitum fimmtugum körlum og spjallað við þá. Það er húmor, ekki þetta. Þetta á líka við um gestabókina.

Úff, þetta var léttir. Búinn að losa úr mér allan pirringinn og get farið að anda léttar. Það er ekki að spyrja að Liverpool liðinu þessa dagana, alveg ömurlegir. Húlli var nú samt ánægður með drengina og var ég það svosem líka en ég er ekki sáttur við hann. Stillir liðinu alltaf upp eins og þeir eigi engan séns á sigri. Bara með einn framherja, tók hann svo útaf og setur miðjumann í framlínuna. Ég veit ekki mikið um fótbolta en ég veit að maður skorar ekki mörk svoleiðis. Ég hélt að pirringurinn væri búinn, greinilega ekki. Nú er ég hættur ég lofa.

Ég verð bara að biðjast afsökunar fyrir hönd liðsins til þeirra sem lögðu leið sína í Njarðvík til að horfa á okkur. Þá sérstaklega til Björns Ásgeirs sem mætir á alla leiki og er einn af okkar bestu stuðningsmönnum. Verð líka að þakka Pallaleigunni fyrir þeirra innlegg á leikjum og góða pistla eftir leiki. Þið verðið að lesa pistilinn eftir Njarðvíkurleikinn, mjög forvitnilegt.

Ætli maður hafi það ekki bara notalegt í kvöld, panti sér mat á Narfeyri (Sæi klikkar ekki), glápa á spænskuna og kannski eina ræmu. Og þið sem ætlið út á lífið í Reykjavík í kvöld, endilega látið okkur vita ef Nonni Mæju verður á ferðinni og sendið hann heim í Hólminn. Alveg ótrúlegt hvað maðurinn heldur að hann geti komist upp með. Nýkominn inn í liðshópinn, þá skrópar hann á æfingu. Aldeilis upp á honum tippið þessa dagana enda nýkominn með kellingu hehehe.

Ég hafði nú ekki mikið skemmtilegt að segja í dag enda megn pirraður þegar ég sá þetta komment. En svona er nú lífið og ekki getur maður endalaust verið að segja brandara og borða snúða. Verð að fara en þangað til................................................................................

Catch you on the flipside.

VVVVVVVVVVVVVVaffarinn
 
fimmtudagur, desember 04, 2003
  Haffi McGunner mættur eftir smá breik en ég fékk frí frá hinum ritstjórunum. Var að spila Medal of Honor.

Medal of Honor:Frontline var fyrsti leikurinn en þar var maður að drepa Þjóðverja í Frakklandi,Hollandi og Belgíu. Þar voru um 20 borð í þeim leik.

Medal of Honor:Rising Sun er síðan framhald þar sem maður fer til Fillipseyja að drepa Japana. Borðin eru núna bara 9 stykki og er ekki ég endurtek ekki nógu góður. Búið er að stytta leikinn en er búið að setja fullt að aukaefni. Ég var mjög vonsvikin af þessum leik. Samt sem áður er grafíkin og vopnin sem þú færð mjög töf.

Maður fór til Detlef í gær og horfði á Terminator 3:Rise of the Machine. Ég var búin að heyra bæði ljótt og fallegt um þessa mynd en ég var mjög hræddur um að þessi mynd mundi floppa. En þessi mynd var mjög góð. Flottar brellur og The Govenor stóð sig ótrúlega vel miðað við aldur. Samt var þessi mynd ekkert miðað við númer 2 en sú mynd var tær snilld!! Samt í nr3 var ég ekki sáttur við það að það er kominn nýr John Connor en Edward Furlong var hrikalegur í nr2 en þessi í nr3 var ekki að gera gott mót í þessari mynd.

En áður en við horfðum á myndina í gær horfðum við á Real Madrid-Atledíkó Madrid. Þessi leikur var sá besti sem ég hef séð í Spænska boltanum. Frændi minn á miðjunni hann ,Zidane var hrikalegur.

Síðan hvet ég alla að mæta til Njarðvíkur í kvöld til að kvetja okkur.

Nonni Mæju er mættur með Komback en hann verður í hópnum í kvöld en Detlef verður ekki með en hann er að drepast í bakinu.

Mínir menn í The Blazers unnu í nótt Indiana eftir framlengingu. Minn maður Damon Stoudomire var með 17drullukökur(stig),5jólakökur(stoðsendingar) og 4mjólkurkökur(fráköst).

Jæja maður er víst að far að spila í kveld og við erum að fara af stað.

Síííííjjjaaa.
Haffi Gunn#
 
miðvikudagur, desember 03, 2003
  Fór á Bubba Mortens Idol á Hótelinu í gær. Mætti aðeins of seint en ég var á æfingu til 9. Þegar ég svo labbaði inn sá ég að það var næstum tómt og þeir fáu sem voru þarna voru útum allt í salnum þannig að það leit út fyrir að vera minna en kanski það var. Settist hjá Hlyn (sem á heimsmetið í að vera snöggur í sturtu) Bée, Unni og Önnu mömmu Unnar. Þegar leið á tónleikana fór Bubbi að taka eftir stelpu sem var alltaf eitthvað að flissa. Nemahvað að Bubbi spyr stelpuna hvað hún heiti og stelpan svarar Drífa. Allt gott með það en Bubbi, hálf heyrnarlaus, heyrir Fríða og byrjar að tala eitthvað til Drífu en segir alltaf Fríða. Anna María reynir að leiðrétta Bubba og segir hátt og snjalt HÚN HEITIR DRÍFA EKKI FRÍÐA! En bubbi heyrir ekki hálfa heyrn og heldur áfram að kalla hana Fríðu og fleyri og fleyri fara að kalla á hann að hún heyti Drífa en allt kom fyrir ekki og Bubbi endar á að segja Fríða þetta lag er fyrir þig og allir í salnum sprínga úr hlátri. Bubbi hélt bara að hann væri svona sniðugur.

Þegar tónleikarnir voru svo búnir, en þeir voru í styttra lagi, sá ég líka svona helvíti fína skó á engu verði, það var eitthvað x-18 tilboð þarna á Hótelinu (heyrðu bíddu er x-18 ekki stelpuskór? stelpuskór sem eru komnir á hausinn? ég veit það ekki en þetta voru allavegna helvíti fínir stelpuskór og stórir), og ég skellti mér á par. Alltaf að græða.

Hótelið klikkar aldrei. Allavegna ekki hingað til. Fannta góður matur! Fínir Bubba tónleikar þar sem lagið Syneta stóð uppúr og svo skór á gjafaprís.

Vil minna fólk á að kjósa gráa vollann hérna á síðunni en hann er að tapa fyrir Bláa skrímslinu!

Til hamingju með nýja símann þinn Hlynur. Jú þið lesið rétt Hlynur lét verða að því að kaupa sér síma en hin var allur teipaður saman og var svona Birkir línumaður símanna eða kanski Guðmundur hornamaður.

Haffi McCanio er heima að spila nýja leikinn sinn en hann festi kaup á nýjum stríðsleik þar sem hann hleypur um og drepur Japani. Þannig að ég myndi ekki búast við mikið af pislum frá honum Haffa en hann gæti þó dottið inn seinna í dag og ég spái því að hann eigi eftir að tala aðeins um þennan nýjasta besta vin sinn.

Þið hefðuð átt að sjá Vaffarann á æfingu í gær hann póstaði upp í þriðja sinn á þessu tímabili en hin 2 skiptin voru í leik! Ekki nóg með það heldur eru þessi þrjú skipti þau einu þrjú á hans körfuboltaferli. Lýður samt rólegur á zzzzzzzz.

Bjarne reyndu svo að mæta með sjampó sem er ekki útrunnið en þessi nýliði er ekki allveg að fatta þetta! Hann er reyndar allur að koma til en Danni er samt ennþá vel á undan. Og ég veit að hann þakkar bara fyrir sig!

Fyrir þá sem ekki sáu leikinn á móti stjörnunni þá átti Jón Þór hrikalegt blokk (ekki jafn hrikalegt og þegar Guð-tvíburinn blokkaði Bjarne) á einhvern sem hélt sig verað leggjan í en nei þá kom Jón Þór, out of hvergi, og sagði give me that shitt!

Annars var Andres í miklu uppáhaldi hja pabba Corey en hann ætlaði að tapa sér þegar Addi stökk milli tveggja varnarlausra varnarmanna, tók double pump og lagði hann ofaní. Kallinn var klappandi allan leikinn og brosandi líka. Skemtilegur karakter.

Bjarne orð dagsins í dag er óútrunnið sjampoo.

Siggi Þorvalds

 
  Góðan daginn Negralesarar um allan heim

Loksins komin heim úr stórborginni, þar sem kallinn gerði nokkuð góða ferð að eigin mati og keypti sér 14 DVD myndir, ég var búinn að segja frá Farrelly brothers safninu 4 myndir þar, Green Mile, L.A. Confidental, Raging Bull, As good as it gets, Frailty, Summer of Sam, Full monty,U-turn, American History X og einhver ein í viðbót sem ég man ekki hvað er... allavega verður nóg að gera í höllinni næstu daga að glápa á þetta, svo keypti maður sér síma, kannski kominn tími til þar sem hinn er pantaður á þjóðminjasafnið.

Fór á Bubba í gær á hótelinu, alltaf gaman að honum en það hefðu að sjálfsögðu átt að vera fleiri á staðnum, en þetta var víst nánast ekkert auglýst hef ég heyrt, moment átti að sjálfsögðu hún Drífa með 13 ára hláturinn sinn sem Bubbi baunaði svo skemmtilega yfir. Svo var nú líka gaman að því þegar strengurinn á gítarnum hans slitnaði en hann var nú ekki lengi að redda því kallinn, en mikið helvíti er Bubbi orðinn feitur!! spurning um að fara að boxa aftur Bubbi minn.

já leikur á móti Njarðvík á morgun sem að mínu mati eru með besta lið landsins um þessar mundir, mikið af stórum leikmönnum og svo 2 frábæra bandaríska bakverði, svo hefur Guðmundur Jónsson verið að spila vel fyrir þá líka svo þetta verður erfitt, en alls ekki ómögulegt, ég traðka á punktinum hans Lýðs með því að hvetja alla hólmara og velunnara liðsins að skella sér til Njarðvíkur. Alltaf gaman þar...

Eitt sem verður að minnast á en það er blessuð gestabókin, það er alveg gjörsamlega óþolandi þegar börn og aðrir minna þroskaðir menn setja alla broskalla sem hægt er að setja með því sem þau eru að segja. Í guðanna bænum hættiði þessu, þetta er hvorki flott, fyndið né töff, bara pirrandi. Ok??

Síðar

HlynurB 
  Jamm og jæja. Allur snjórinn farinn enda jólin að koma. Jólalögin farin að hljóma, allavega heima hjá mér. Halla systir spilar alltaf einhvern helvítis jóladisk á hverjum einustu jólum. María Karey í aðalhlutverki og ég verð að viðurkenna að þetta er farið að fara í taugarnar á mér enda tjúnar hún græurnar í botn. Aðal lagið er auðvita All I want for Christmas is you. Hey, María Karey, All I want for Christmas is for you to shut up. Það gekk ekki vel að velja jakkaföt um helgina. Eftir alveg 10 mínútna leit þá gafst ég upp. Ég er ekki mikið fyrir það að fara í búðir, verð bara að viðurkenna það.

Stórleikur á morgun gegn Njarðvík. Hvet alla Hólmara á höfuðborgarsvæðinu og nálægt Víkinni (best að kalla þetta ekki drulluvík svo hún frænka mín fái ekki æðiskast eins og síðast) að mæta og hvetja ykkar menn. Þessi leikur er mjög mikilvægur og með sigri getum við verið einir í öðru sæti og ættum samkvæmt öllu að sitja þar um jólin.

Jæja, ég er alveg tómur í dag enda nývaknaður. Bið bara að heilsa ykkur og sjáumst annað kvöld þar sem ég mun Catch you on the flipside.

Vaffarinn.


 
þriðjudagur, desember 02, 2003
  Wezzzzææææædddddd. Bújakaze.Ezy nówww. Haffi Gunn mættur tvíelfdur eftir helgarfrí frá Negranum.

Nú er komin nýtt sport á Mánudögum á æfingu en það er hin geysilega skemmtileg íþrótt BLAK. Liðin skipuðu í gær:Stúdentar:Haffarinn,Siggarinn,Bjarne..inn,Addarinn,Detlefinn og Gunnlaugurinn. Gamlingjar voru í hinu liðinu en þetta voru allt reyndir kappar með Vigninn og Bárðinn en þeir voru langt frá sínu besta enda voru með smassara á hverju horni. ''D'' var með gömlu en hann komst ekki vel frá leiknum. Stúdentar unnu þessan leik með 2sigrum á móti 1 sigri gamlingjanna. Reyndar vantaði Samúel Örn Erlingsson í lið Gamlingjanna og þar er skarð fyrir Skildi.

Var að reyna að kaupa jólagjafir fyrir systkini mín en gékk ekki nógu vel. Reyndar er bróðir minn hann Halli Gunn á Batmanninum. Látið leita fyrir ykkur og srifiði Talibanar og það er hans hljómsveit,Einhverfir Talibanar. Hörkusveit þar sem Halli er lídsínger.

Pís ég þarf að fara að fara að þjálfa en þið munið fá feitan og ljótan pistill á morgun!!!!
Haffi Gunn kveður:Weezzzzæææddd!!!! 
mánudagur, desember 01, 2003
  góðan daginn gott fólk

Sit með Vaffaranum í tölvu í kringlunni, alveg að mega nördast hérna en það er víst stefnan að kaupa jakkaföt á Vaffið, það er nú ekki erfitt að finna einhvað sem lítur vel út á pilti, maður segir bara við afgreiðslumannin "áttu einhvað flott fyrir félaga minn, hann er rétt rúmlega 180 cm, soldið þybbinn með stóran rass".... ekkert mál, Stórar stelpur???? kannski ekki alveg.

Spiluðum frekar dapran leik í gær á móti stjörnuliði Garðabæjar, en í þeirra liði voru menn eins og Konrad Olavsson, Þorgils Óttar Mathiesen, Gústaf Bjarnason og fleiri harpix hetjur. En það er skemmst frá því að segja að við höfðum sigur í spennandi leik, 30-29 og var það engin annar en Bjarne Ómar Nielsen Laudrup Ólsen Rasmussen sem tryggði okkur sigurinn með skoti úr vinstra horninu, hann var að vísu lentur en dómarinn sá það ekki og dæmdi ekki línu. Ég var okkar besti maður með 6 mörk og 3 fiskuð vítaköst úr skyttustöðunni auk þess sem ég var oft að stimpla fyrir félaga mína eins og Haffa McGunner sem var með stórleik að því undanskildu að hann var með ofmikið harpix undir skónum en hann vissi ekki að það átti að setja þetta á hendurnar og fékk því oft dæmda á sig línu. Andrés átti ekki góðan leik á línunni og var aðeins með 2 mörk úr 38 skotum en hann átti ekkert svar við stimplunum Þorgils Óttar Mathiesen og fékk 2 mínútna brottvísun fyrir að því er virtist fullkomlega löglegt hnefahögg í andlitið, bara matsatriði að sögn dómarans.
Detlef Jón Þór Kíli Gonzales Duschaibayev átti ágætis leik á miðjunni og var að stjórna því vel að menn köstuðu vel á milli manna áður en sóknin hefst.

Lýður Vaffari var svo í markinu og fyllti vel útí það lét skjóta í sig 21 sinni, allt fyrir málstaðinn. Hann klóraði sér 167 sinnum í pungnum í leiknum og var það nokkuð undir meðaltalinu. Pungur, Pungur, Vasapungur, VaffaraPungur, viðstöðulauspungur eins og fólk man eftir úr 70 mínútum á Popptíví.

Var að kaupa mér DVD myndir, keypti safnið með Farrelly bræðrum, Something about Mary, Say it is´nt so, Me myself and Irene og Shallow Hal, ágætisræmur, þó engin meistaraverk, talandi um meistaraverk þá keypti ég líka Green Mile og L.A. Confidental, sígildar ræmur. Ég er ekki hættur og ætla að checka hvort þeir í BT eigi einhvað skemmtilegt.

Síðar

HlynurB
 
  Eina með öllu nema hráum, remúlaði undir og oná takk fyrir.
Snæfellingar gerðu góða ferð í Garðabæinn í gær og unnu í stórskemmtilegum leik. Ég fékk nú ekki að spila nema heilar níu mínútur og var það svosem bara ágætt. Það er nú samt merkilegt að bjarne Nielsen fékk að spila 28 mínútur og skaut 18 skotum, en hey Bjarne, þú skoraðir samt bara jafn mikið og ég......tehehehe. Bjarne var með ræpuna og starfsfólkið í Ásgarði ennþá að þrífa ræpuna eftir hann.

Er að skrifa þennan pistil á einhverju netkaffi hérna í Kringlunni. Eikkvað að meganördast hérna. Er að fara kaupa súddara og ætlar Lenny B að hjálpa til og leggja sit mat á hvað ég á að kaupa. Ætli ég endi ekki í grænu pilsi, endalaust hvað maðurinn hefur lélegan smekk. Svo vill hann bara fara í BT og Skífuna, hey Lýður, kaupum fleiri DVD myndir. Hlynur, hoppaðu upp í xxxxgatið á þér:)

Maður var að klára líffræðipróf og væntanlega eisaði maður það enda búinn að leggja þrotlausa vinnu í námið þessa önnina. Stendur til að fara til doktorsins á morgun. Verð að láta skoða helvítis löppina einu sinni enn, orðið frekar þreytandi. Þetta er spurning um að fara að bæta bara á sig 40 kílóum af spiki og fara að æfa línumann í handbolta. Eða bara varnamann, þá þarf ég bara að spila hálfan leikinn og aldrei að hlaupa neitt, bara að hrinda öllum í kringum mig. Nei ég veit, ég verð bara í marki. Því feitari sem ég er, því betri er ég. Og ég þarf aldrei að hlaupa neitt. Þetta er ekkert djók, það var leikur á milli Stjörnunnar og HK á undan okkar leik í gær og ég vissi ekki hvort þetta var meistaraflokkur eða bara einhverjir gaukar að leika sér í handbolta. Ég hef í sjálfu sér ekki neitt vit á handbolta en ég er nokkuð viss um að það þarf ekki að vera í formi til að spila þessa íþrótt. Það var meirihluti leikmanna allavega 15 kílóum of þungur. Kannski er bara svona kúl að vera feitur í handbolta, ekki veit ég hvað er í gangi. Svo dettur þessu kjánum í hug að segja að handbolti sé vinsælli en körfubolti og ætla ég ekki út í þá sálma núna en ég á pottþétt eftir að taka pistil á næstunni um það.

Jæja, þetta er orðinn dýrasti pistill sem ég hef skrifað frá upphafi nemans enda er kellingin á netkaffinu alveg með skeiðklukkuna á mér.

Catch you on the flipside.

Vaffarinn. 
Negri Nemi
Netfang heimasíðunnar
negrinemi8@hotmail.comGóðir Linkar

Arsenal síðan
Baggalútur
Heimasíða Snæfells
Pearl Jam
ÍR Ruslið
Sport.is
Skallinn
KR-TubRatz
Meira Pearl Jam
Pearl Jam Textar

Liverpool Síðan
Pallaleigan
Free Guestbook from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Free Vote Caster from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Hit Counters
Weblog Commenting by HaloScan.com

Gamlir pistlar
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 /

Powered by Blogger