Auðvitað ertu kominn á Negrann!!!!
fimmtudagur, apríl 29, 2004
  Já það er aldeilis upp á manni tippið í dag. Kallinn ætlar að skella sér á tónleika í kvöld. Það eru tribute tónleikar vegna þess að Kurt Cobain skaut sig í hausinn fyrir nákvæmlega tíu árum síðan og ætla einhverjir rokkarar að taka sig saman og halda unplugged nirvana tónleika á Gauknum. Aðeins 500 kall inn, það er ekki neitt. Það er hætta á því að neminn verði með í för ásamt Hákoni og Magna, frítt föruneiti það en alls ekki ókeypis.

Ég hef ekki hugmynd um hvort að Hlynur sé kominn heim frá Benidorm en í rauninni er ég búinn að segja öllum að hann sé í Portúgal. Ekki veit ég af hverju ég hélt það. Maður er nú samt farinn að sakna strákanna. Tuðið í Hlyn allan daginn, þuklið sem maður fékk frá Sigga og óhljóðin í Haffa. Það verður erfitt í sumar að hitta þá ekki reglulega og er mig strax farið að hlakka til næsta veturs. Annars lýsi ég óformlega eftir Sigga og Haffa en þeir hafa ekki tékkað sig inn á negrann í nokkuð langann tíma. Auðvitað er Haffi á kafi í kellingunum í Borgarnes City og Siggi bara nennir ekki að skrifa enda önnum kafinn við að grafa holur í götur bæjarins. Hvernig er það annars Siggi minn, á ekki að kíkja í höfuðborgina um helgina og gleðja kellingarnar. Maður er alveg game annað hvort á fös eða lau?

Annars er maður búinn að fá nýtt verkefni fyrir sumarið. Næst þegar þið horfið á beina útsendingu frá Landsbankadeildinni í fótbolta eða landsleiki frá Laugardalsvellinum skulið þið pæla aðeins í slættinum á vellinum. Jú jú, kallinn á að slá fótboltavelli höfuðborgarinnar og vona ég bara að ég slái ekki yfir einn af þessum fótboltamönnum, þetta eru svoddan djöfuls tittir. Annars hélt ég alltaf þegar ég var lítill (eða minni) að Laugardalsvöllurinn héti Laugardagsvöllurinn og hafði ég alveg góða ástæðu fyrir því. Eins og þetta var hérna í den, þá voru allir fótboltaleikir sýndir beint þaðan, Bjarni Fel að lýsa og leikirnir alltaf spilaðir á laugardögum og því hét völlurinn þetta.

Slæm tíðindi fyrir okkur á negranum því að ef fjölmiðlafrumvarpið nær í gegn getum við ekki hafið sjónvarpsútsendingar í gegnum netið hér á negranum. Okkar markmið var markaðsyfirráð á Íslandi og jafnvel í Færeyjum og fyrir okkur sem fjölmiðil er þetta mjög slæmt. Er það nokkuð ljóst að Davíð er að henda þessu frumvarpi í gegn til að stoppa þessa þróun og held ég að honum sé ekki vel við Negra(og)nema.

Djöfull, ég væri til í að babbla mikið meira en til þess þyrfti ég að ráða lítið grjón til að pikka á lyklaborðið enda orðinn dofinn í puttunum, younowa i´m sayin. Friður úti.

mánudagur, apríl 26, 2004
  Upside turnaround

jájá madur er maettur í sama salinn og ádur, thad er alveg sama hvar madur er thad er alltaf jafn erfitt ad slíta sig frá Negranum..

Dagurinn í dag fór í thad ad versla bara, og madur keypti nett bland af nothaefu ágaetis dóti og einhverju helvítis drasli á einhverjum götumörkudum, thad eru ad sjálfsögdu endalausar "my name is abu, hurry up and buy" búdum hérna og thar er allt á toppverdi eda eins og Vaffarinn segir "thetta kostar ekki neitt, alltaf ad graeda" keypti mér t.d. liverpool húfu, virkilega gervilega á 6 evrur jújú ég vissi svo sem ad thetta vaeri junk en thá lappadi ég adeins lengra og sá alveg eins húfu án liverpool merkisins á 2 evrur, tharna fékk einhvad grjónid business hugmynd "já kaupum húfurnar hjá thessum á 2 evrur, saumum á thaer stafi og seljum thad á 6,"

Ég var ad leita mér ad skóm, fann fullt af gódum skóm en NEI!!! passar ekki á mína klunnabýfur, í öllum búdum, junk budum og merkja vörum passadi ekkert, og í öllum budunum var staersta númerid 44 eda 45, ég er byrjadur ad halda ad blessadir spánverjarnir tálgi af sér taernar um leid og thaer ná í 45, thví eftir thad er málid dautt...

Komst ekki í Agualandia búinn ad rölta dágódan spöl thegar ég sé ad thad opnar ekki fyrr en í maí, mig grunadi thad svosem enda erum vid helvíti snemma í thví hérna úti en thad var annadhvort ad fara núna eda sleppa thví...

Ég er búinn ad setja nýtt heimsmet en thad eru flestir labbadir KM á 4 dögum en ég held ég sé kominn med fleiri km en kúbumadurinn sem thjófstartadi á ólympíuleikunum í göngu hérna um árid, saella minninga, en ef ég legg mig meira fram thá gaeti ég nád einum svona aukahnykk, vona núna ad allir muni eftir Jóni Gnarr, en ég er ekki búinn ad missa vitid.

Já Vaffarinn bad um einhvad fallegt fyrir sig, thad held ég nú, lítid mál ad redda thví vaffarinn minn en ég man nú eftir thví hvad thú komst med fyrir mig í fyrra... Manstu thad? nei líklega ekki thví tímdir ekki ad kaupa handa uppáhalds vini thínum!!! en ég kem ekki til med ad klikka á thessu og kem med einhvad fallegt fyrir Vaffarann.

Ekki tapa gledinni

LennyB 
sunnudagur, apríl 25, 2004
  You´ll never walk alone

Það er alveg sama hvað Liverpool eru lélegir á einu tímabili, það jafnast ekkert á við það tvennt að vinna Man Utd. og bora í vegg. Nú fæ ég enga afmælisgjöf frá pabba næstu 30 árin, alveg í kastinu kallinn. Helvítið hann Neville hefur hann sagt. Það gat auðvitað ekki verið að Neville myndi spila þrjá leiki í röð án þess að klúðra einhverju. Var búinn að skora í síðustu tveimur og þá hefur Guð sagt "hingað og ekki lengra Gary minn, þú ert ekki svona góður." Annars er maður alltaf að bíða eftir að Húlli fái annað slag svo þeir geti hent honum út. Það er alveg merkilegt að hann fékk slag þegar liðinu gekk vel en svo þegar allt er að fara tll andskotans þá er hann fílhraustur. Hann er örugglega á launaskrá hjá United.

Fór í bíó í kvöld með Magga fallega og Nonna hárgreiðslu. Sáum Drepum Vilhjálm og var hún nokkuð góð. Talaði við Maze eftir bíóið og var hann og Hilmar félagi hans (ekki Hilmar í Keflavík á helgum) í góðum fíling heima hjá Steinari Pál að gera sig kláran fyrir veiðiferð. Magni(ficent) og Big B buðu mér far í partý en varð ég að afþakka gott boð enda kallinn orðinn dauðþreyttur eftir annasama viku. Magni var ekkert á leiðinni í neina hörku, bara léttan sexara á kantinum svona fyrir kellingarnar.

Ég hef andsk. ekkert að segja, bara leiddist. Eitt að lokum þó. Tarfurinn lofaði okkur að ath með option að fá PJ til landsins og er það bara snilld. Þannig að þeir sem vilja verða innundir hjá mér, Hlynkuni og Maze fyrir þá tónleika skulu aldeilis fara að sleikja okkur upp eða bara ganga í Tenclub. Og ég er kominn með miða á Metallica, ligga ligga lái. Meira var það ekki í bili.

Don´t loose the fun.

Lýður Vaff 
laugardagur, apríl 24, 2004
  Já blessadur kallinn, já passadu samlokuna.

Madur er í thessum líka fína leiktaekjasal hérna úti, med fullt af taekjum, fótboltaleiki og einhvad rugl og nokkrum tölvum líka thannig ad madur vard nú ad setja línu á negrann thví eins og blökkumennirnir segja "it`s not where you at, it´s where you from".

Annars er lífid bara helvíti nice hérna eins og flestir landsmenn vita, margir hafa nú einmitt verid, jafnvel bara í thessum leiktaekjasal? ja hver veit? já svona er thetta nú lítill heimur...

Skellti mér á ströndina í dag, mjög nice en ég get ekki verid mjög lengi á svona stödum, ég bara grillast og fór thess vegna á einhvern Breskan pub og glápti á mína sókndjörfu menn ná í gódan sigur sem hefdi átt ad vera 0-0, ef thessi vítaspyrna hefdi ekki komid, thá hefdu lidin geta spilad fram yfir EM án thess ad skora, hvorugt lidid med almennileg faeri..

Thad eftirminnilegasta vid thennan leik var vafalaust thad ad ég eignadist 2 nýja vina sem samtals eru umj 200 ára aldurinn, annar tannlaus skoti sem sagdist hafa spilad med Yeovil hérna back in the day og sagdi hin fínu ord bloody og fucking thrisvar í hverri setningu..

Á morgun er ferdinni heitid í Agualandia eda einhvad svoleidis, vatnsrennigardur af bestu gerd segja their sem til thekkja og madur er ad sjálfsögdu til í thad, bara ad kaupa sér speedo og setja thaer uppí skoruna til thess ad geta brunad hradar...

Nenni ekki ad hafa thetta lengra en thad er naudsynlegt ad thid gódir íslendingar hafid eitt ad leidarljósi naestu dagana en thad er......

Ekki tapa gledinni

LennyB 
föstudagur, apríl 23, 2004
  Jæja veriði heil og sæl kæru landsmenn. Haffi McGunner mættur í hús, réttara sagt Böðvarsgötu 5 Down town Borgarnes. Já maður er kominn í höfuðborgina.

Er alveg skíthræddur við þennan leik á morgun en fyrir þá sem eru nýrakaðir og vaknaðir þá er leikur Manjún og Liverpool á morgun kl:1500.

Ætli Húlli stilli ekki upp þessu liði: Dúdi(Jerzy Dudek)í marki en hann er með stórt nef og litlar stuttbuxur. Carra(Jamie Carragher) er skemmtilegur hægri bakvörður sem kann að hreinsa.Frændi(Joooohn Arne Riiiissse,Æ want tú nó if jú skor a gól)er svo ljótur vinstri bakvörður. Two ugly sonofabitchez(Sami Hyypia og Henchoz) eru miðverðir en þeir eru nýkomnir frá Selfossi en þar voru þeir hjá Stebba Strípum.Kann ekki að hlaupa hratt og kann ekki að sóla(Dietmar Hamann)en hann á metið yfir mest tapaða bolta á tímabilinu og hann er ekki með þeim hröðustu í bransanum. Minn maður(Stevie-G)er besti maðurinn á miðjunni. Tjernobil-hraðlestinn(Vladimir Smicer)er svo á öðrum hvorum kantinum en hann kann best við sig heima hjá mömmu sinni og horfa á Jerry Springer.Ozihúhasgonelost(Harry Kewell)var minn uppáhaldsleikmaður Leeds en hefur ekki fundið sig á þessu tímabili.Darkwader(Emilie Heskey)kann ekki að skora eins og hann sýndi í fyrri leik liðanna á Anfield en þar rakst hann í löpp sína og datt á bosan. The small kid(Michael Owen)kann heldur ekki að skora en hann var víst klár í að skora fyrir nokkrum árum en hefur því miður gleymt því. Á varamannabekknum verða svo líklega Kalli Kanína með greitt í miðju(Milan Baros)en hann er búin að vera mjög góður þegar hann kemur inná undanfarna leiki.Hitt Tjernobil slysið(Igor nokkur Biscan)er skelfilegur leikmaður en samt sem áður keypt Húlli þennan leikmann fyrir einhverjar 9millur. Hvaða helvita leik fór útsendari Liverpool á þegar hann sá Igor. Gæti vel trúað að liðið sem Igor var með hafi verið að spila á móti Skallagrím en fyrir þá sem ekki vita töpuðu Skallagrímur 10-0fyrir Huga frá Seyðisfirði.EsomikillSjarmur(Bruno Cheyro)er þarna og var þessi maður ekki með þeim betri í Champion League fyrir tveimur árum en nei nei maður er kominn í Liverpool best að kúka bara vel og vandlega á bitan meðan maður er hérna.Andrés Heiðar þeirra púlara(Anthony Le Tallec)en hann skiptir oftar um hárgreiðslur heldur um Andrés og veðja ég um að Andrés sé örugglega betri en hann í fótbolta,allavegana getur Andrés ýtt aðeins frá sér en það má ekki vera smá mótvindur þá kemst Le notalent ekkert áfram en þegar er meðvindur þá líst mér nú á kallinn.Síðast en ekki síst þá er það besti 3markmaður í Liverpool(Patrice Luzi) en ég held nú að Everton og Tranmere eigi ekki svona góða og já myndarlega 3markmenn,ha Patrice til hamingju með það kallinn.

Landroverinn var að dopa inn í heimsókn en hann er nýkominn úr bænum en þar hefur hann verið að rúnta og drekka Pepsi Max. Lalli(Óðinn Guðmundsson) er kominn í höfuðborgina til að vinna hjá Loftorku og safna meiri hárum á bringuna en fyrir þá sem hafa séð þennan mann í sturtu eða á sólarströnd þá er þessi maður með þeim loðnustu í bransanum. Hann er með Birni Sólmari og fleirum á topp 5.

Bin deized end konfjús for só long is not trú.............

Haffi Gunn segir bless og veriði hress og ekki tapa gleðinni.... 
þriðjudagur, apríl 20, 2004
  Jæja, þá er maður kominn í sumarfrí frá körfunni og er það bara ágætt. Hef lagt land undir fót og verð í höfuðborginni í sumar. Áhugasamir geta komið og skoðað mig á golfvellinum á Korpu en þar verð ég undir svipunni frá Gústa P. Reyndar byrjaði ég að vinna þar i síðustu viku og hvað haldiði, jú grasið fór strax að grænka. Líður ekki að löngu að ég þurfi að taka mér orf og ljá í hendur.

Tvö lokahóf um helgina og var nokkuð gaman. Sópuðum að okkur verðlaunum á KKÍ hófinu en Hlynur var í liði ársins og hefði átt að vera leikmaður ársins að mínu mati. Bárður þjálfari ársins og held ég satt best að segja að hann hafi rústað þeirri kostningu. Til hamingju báðir tveir. Held að liðið hafi verið valið lið ársins en af einhverjum óskiljanlegum ástæðum þá man ég það ekki. Haffi og Siggi fengu verðlaun fyrir að vera flottastir á velli og voru þau veitt seinna um kvöldið. Aðeins var til einn verðlaunagripur og þurftu þeir að deila honum. Stulli Böðvars hélt rosa ræðu og hélt ég á tímabili að ég væri staddur á lokahófi Snæfells en ekki KKÍ. Kallinn bara nokkuð fyndinn og smellti einum KR brandara flestum til mikillar ánægju. Lokahófið okkar var svo á Laugardag og var það bara snilld. Addi og co gerðu video eins og þeim er einum lagið og var það bara flott. Mikið hlegið að því og fáið spóluna lánaða hjá Adda því þetta er snilld. Gústi mætti með nývaxaða leggina og alveg blá edrú ásamt Fola Jóns sem ekki gat hlustað á ræðuna hjá Gissuri. Kallinn var víst eitthvað upptekinn við að glápa á teppið í félagsheimilinu með gapandi kjaftinn en við tölum ekki um það hér.
Enduðum við ballið á því að syngja Nínu og væri ég sennilega kominn með plötusamning ef Haffi hefði ekki verið svona frekur á mækinn.

Jæja, best að drulla sér í háttinn. Klukkan að verða þrjú og ég á að mæta í vinnuna á morgun. Sennilega minn síðasti vinnudagur þar sem Gústi dettur reglulega á negrann, jú svona rétt eins og hálft Snæfellsnesið hérna í den, og verður hann líklega ekki ánægður með mín skrif. Kærlig hilsner.

Vaffarinn. 
fimmtudagur, apríl 15, 2004
  Jæja

þá er blessaður boltinn búinn í bili og Keflvíkingar verðskuldaðir meistarar, en við hérna á Negranum þökkum kærlega fyrir stuðninginn í vetur, þetta er búið að vera gaman, vonandi að við förum einu sæti lengra næst, hver veit???

Byrjuðum með landsliðinu í gær, ég og Siggi Þ, einhvað verður víst golfsveiflan að bíða betri tíma því að það verður víst æft nánast alla daga fram í september, en ég stefni samt ótrauður að því að vera með Vigni Sveinss Lýðspabba á golfmótinu í júlí og við hljótum að vera líklegir kanditatar í sigur ef að Seniornum tekst að hanga þurr fram yfir 5.holu.
Ef þið þekki einhvern túrista sem vantar far í sumar þá segið honum að meiri líkur en ekki séu að ég og Siggi pikkum hann upp, þetta eru 100 ferðir fram og til baka í sumar 300-400 km í senn þannig að maður verður bara "on the road again" eins og segir í dægurlagatextanum, maður verður nú örugglega orðinn ónæmur fyrir prumpulyktinni hans Sigga í lok sumars en þangað til verður maður að láta þetta yfir sig ganga...

Haffi er McGoner því hann er farinn á vit ævintýranna í stórborgina Borgarnes City, borgin sem aldrei sefur og ætlar að fara að smíða nagla og blikksmíðast einhvað í Vírnet, örugglega gaman hjá honum, Haffi er þó ekki alfarinn, neinei hann kemur aftur í haust og spilar með okkur, nú þannig að seinasti sjensinn til að dást að rauðu broddunum í bili er á lokahófi Snæfells á laugardagskvöld og svo er Haffi "gone with the wind" eins og segir í dægurlagatextanum..

Þetta er ekki sami bærinn, Haffi er farinn, Lýður er farinn að slá gras á traktor fyrir golfarana í Rvk með Gústa Petrínu Jenssyni en fyrir þá sem þekkja þá félaga verður örugglega sungið Bohemian Rhapsody á Korpúlfstöðum í sumar enda er Gústi víst þekktur sem Freddie Mercury okkar hólmara.. Já Lýður minn þín er sárt saknað, nú er enginn sem kemur og drekkur kókið mitt, borðar poppið mitt og prumpar í sófann, já það er söknuður að Vaffaranum...

Lokahóf KKI á morgun og Snæfells á laugardag, Uss uss uss þetta verður álag á manni og síðast en ekki síst álag á buddunni, þetta verður dýr helgi.. En þetta verður fjör þó að maður verði nú örugglega ekki líklegur til afreka á Sunnudeginum eftir 2ja daga gleði.

Síðan ákvað maður að skella sér til Benidorm 22-30. apríl, svona til að hvíla sig fyrir þessa landsliðstörn en það verður örugglega mjög nice, temmilegur hiti, svona um 20 stig en ég er ekki mikið fyrir það að skaðbrenna og ná varla andanum í 40 stiga hita...

Einvher var að hafa áhyggjur af því að Negrinn sé farinn í frí, svo er nú aldeilis ekki börnin góð, við búumst við pistlum frá Haffa og V á hverri stundu...

Ekki tapa gleðinni

LennyB 
fimmtudagur, apríl 08, 2004
  Jæja gott fólk

Mikið búið að vera í gangi eins og væntanlega allir vita, var að skoða Fréttablaðið og þar var grein um þetta hótunarmál, bara til að hafa þetta á hreinu en þá eyddi ég helmingnum af þessu viðtali í það að reyna að koma því til skila að þetta kæmi eki á neinn hátt frá Keflavíkurliðinu eða neinum sem koma að því liði, siðan frétti ég að einhverjar hótanir væru komnar inná okkar ástkæru Negrasíðu, en ég hafði bara ekki hugmynd um það þar sem ég hafði ekki farið á netið síðan á laugardag, ákvað bara að sleppa því. En sá svo áðan einhver vafasöm comment svo ég ákvað bara að henda pistlinum út, gengur reyndar einhvað erfiðlega þar sem ég kann sama og ekkert á þetta.
A.m.k. þá finnst mér þetta mál vera alltof útbreidd, ég t.d. man ekki eftir að hafa sagt neinum einasta manni frá þessum sms-um nema Vaffaranum og efast ég stórlega um að hann hafi verið að breiða þessu um allt..

Pistillinn sem ég henti út var þegar ég var að bauna yfir Arnar Frey keflvíking, sem að var að sjálfsögðu afskaplega heimskulegt af mér en manni var heitt í hamsi eftir 2.leikinn. Ég henti honum því út og tek þau orð til baka og bið þá sem voru móðgaðir með þeim skrifum afsökunar, síðast en ekki síst Arnar Frey sjálfan.. Þetta sem kom í comment dálknum hafa væntanlega verið pirringsskrif frá þeim sem standa með honum og ég skil þá vel, ég hefði að sjálfsögðu átt að sleppa þessu, og þeir voru að verja sinn mann, þannig að ég tek það ekki nærri mér...
En a.m.k. hef ég svosem ekkert hagað mér eins engill sjálfur á velli, verið hent útúr húsi tvisvar á ferlinum fyrir að rífast við Kiddaóskars í fyrra skiptið og fyrir að tuffa á gólfið í seinna skiptið, og það er að sjálfsögðu ekki auðvelt en ég veit a.m.k að ég hefði ekki viljað fá sömu meðhöndlun og Arnar Freyr í þessu máli á spjall síðum landsins, með það að leiðarljósi voru skrif mín um Arnar Frey enn heimskulegri þar sem ég hefði átt að vita hvað myndi ganga á... En þetta er búið og gert, pistillinn horfinn og ég vona að ef ég þarf að svara einhverju fleiru í sambandi við úrslitakeppnina þá verði það um það sem er að gerast inná vellinum..

Það verður öllum á í messunni, já eða leiknum, þannig að ég held að best sé að commenta ekki meira á þetta mál og gleyma þessu öllu saman, mætum svo bara öll í Keflavík á laugardag og höfum gaman að þessu...

Ekki tapa gleðinni...

LennyB 
sunnudagur, apríl 04, 2004
  Staðan jöfn 1-1 og allt orðið vitlaust á spjallsíðum landsins eftir leikinn í gær. Mikið rætt um Arnar Freyr og ætla ég ekki að tjá mig neitt um hann hér. Ég held að það sem sást í sjónvarpinu segi allt sem segja þarf. Hinsvegar sáust ekki öll þau atvik í sjónvarpinu sem áttu sér stað í leiknum í gær og er af nógu að taka. Má meðal annars nefna högg frá Gunna Einars og Magga Gunnars. Mikið búið að skora á okkur að kæra þessi atvik og kemur það betur í ljós á næstunni hvað gerist. Hinsvegar er það víst að CD fer í bann og verður ekki með á morgun. Það er auðvitað mjög slæmt fyrir okkur en ég get lofað því að við hinir mætum tvíefldir til leiks og sjáum hvað setur.

Það er í raun mjög auðvelt að kenna dómurum um eftir svona leik. Þeir voru jú eins og allir sáu arfa slakir og ótrúlegt hvað Kefarar fengu að komast upp með í þessum leik. En staðreyndin er sú að við féllum í þá gryfju að spila alveg eins og þeir vildu. Við fórum að hlaupa með þeim eins og sást á stigaskorinu í þessum leik. Við vorum oft að skjóta snemma í sóknum okkar og klúðra boltanum klaufalega. Einhver var að gagnrýna okkur fyrir að bjóða okkur ekki þegar einhver fékk á sig tvídekkun en staðreyndin er sú að við létum boltann ekki fljóta nóg í sókninni og vorum að treysta allt of mikið á einstaklinginn fremur en liðið og er það aldrei vænlegt til árangurs. Við létum dómarana fara of mikið í taugarnar á okkur en það er líka spurning hversu mikla þolinmæði maður getur haft þegar svona slagsmál eiga sér stað. Þessi sería er farin að snúast meira um slagsmál heldur en körfubolta og það segir mér bara það að Keflvíkingar hafi verið orðnir smeykir við okkur og ekki séð neitt annað í stöðunni en að spilla Bad Boys bolta a la Detroit.

Ég fer ekki leynt með það að mér hefur aldrei líkað neitt sérstaklega vel við Keflavík í heild sinni. Þess ber þó að nefna að innan þeirra banda eru góðir drengir og ágætis kunningjar mínir sem ég kann mjög vel við en ég er mjög hissa á þeirra framkomu í gær. Falur Harðar fær þó mikið kredit fyrir viðtalið eftir leikinn í gær. Þeir eru búnir að væla mikið yfir Hlyn og þá sérstaklega Gaui þjálfari þeirra en Falur lét það vera að falla í þá gryfju. Hann lofaði hann og liðið í hástert og er þar sannur herramaður á ferð. Gott hjá honum.

Jæja, það er bara um að gera að gleyma þessum leik sem fyrst og einbeita sér að leiknum á morgun. Algjör lykilleikur í þessari seríu og ætla ég að biðja fólk um að missa ekki trúna á okkur þó að Corey sé kominn í bann. Það er nóg eftir og höfum við fulla trú á okkar liði. Bið ég alla að mæta snemma á leikinn á morgun og hvetja okkur til sigurs. Og eins og Lenny sagði hér á undan að þá er mikilvægt að falla ekki í sömu gryfju og Keflavík. Mætið til að hvetja ykkar lið til sigurs eins og þið eruð búin að gera svo frábærlega í allan vetur. Titilinn í Hólminn.

Snæfell í gegnum súrt og sætt.
Lýður Vignisson 
föstudagur, apríl 02, 2004
  jæja

þá er fyrsti leikurinn búinn, mjög mikilvægt að vinna hann til þess að geta farið pressulausir í annan leikinn á morgun, hefði leikurinn tapast væri staðan vægast sagt erfið.
Það var gaman að þessu í gær hörkuleikur, miklir pústrar, maður skoðaði þetta á bandi í gær. Þvílík stemmning, maður var líka að skoða ýmis atriði, held t.d. að dómararnir hafi haft rétt fyrir sér þegar ég datt undan Allen, í það skiptið fór hann ekki með öxlina á undan sér eins og ég sagði í viðtalinu eftir leik en maður er nú ekki alveg dómbær á þetta í hita leiksins, maður sá nú að maður hafði nú ekki oft rétt fyrir sér þegar maður var að nöldra í dómurunum, en ég persónulega vill frekar hafa smá hasar í þessu, það er í lagi svo lengi sem menn hafa dómgreind og manndóm til að fara ekki yfir strikið fræga..
Derrick Allen og Nick Bradford samkjafta allan leikinn, maður hlustar svona fyrstu mínúturnar og svo verður þetta bara suð í eyrunum á manni, þeir eru nú samt bara nokkuð hressir eru ekki með nein leiðindi eða þannig lagað, nokkuð heilsteyptir karakterar, meira heldur en verður sagt um þessa seinustu 2 kana sem komu til Grindavíkur!! Gúgú gúgú Jackie Rogers er pottþétt á leiðinni á einhverja stofnun, traustur leikmaður sem lagði allan sinn metnað í að hjálpa sínum klúbb, einmitt..


að öðrum málum, hvar er nú eiginlega best að kaupa sér sófasett? þarf að vera mjög þægilegt, líta vel út og kosta lítið, hljómar þetta ekki eins og einhvað sem einhver búðin er að bjóða uppá núna? Þið Hrópið börnin góð

Ef einhver er að velta því fyrir sér hvernig Siggi Þorvaldss lýtur út eftir 60 ár, þá þarf enga tækni til þess. Sigurður Þorvaldsson mun árið 2060 eða svo líta nákvæmlega út eins og Afi sinn hann Siggi í Vík, gaman að kallinum eftir leiki, honum fannst baráttan vera einum of mikil í gær og útskýrði það að þetta hefði verið algjört "Swing on" ef einhver veit hvað það þýðir! og eftir einhvern leikinn í vetur fórum ég og Siggi heim til hans og Ellu Ömmu, sá gamli var ánægður með strákinn og sérstaklega eitt sveifluskotið
"Það var nú flott hjá þér Siggi minn, þegar þú tókst boltann yfir öxlina á þér og skutlaðir honum beinustu leið oní" Toppmaður hann Siggi í Vík.

Jæja gott fólk í öllu þessu stressi og veseni er bara eitt sem við þurfum að muna....

Ekki tapa gleðinni

LennyB

 
fimmtudagur, apríl 01, 2004
  Haffi McGunner in da hás. SnæfelssportMaðurer byrjaður á tækninni hérna á Nemanum enda er maður búin að vera í þessum pistlastörfum í eins og félagarnir á Pallaleigunnieinnig er gaman að sjá mína félaga hjá LiverpoolRuglukollurinn er mikill Manjúnmaður en ekki eins mikið og Siggi en hann er Arsenalmaður í húð og hár. Síðan er hörkuleikur í kvöld í Fjárhúsinu en þið getið séð dagskrána yfir leikinn hérog hér. Myndarmynd af honum Hlyn litla Bæringssyni í DV í dag. Annars er það að frétta að það eru fullt af stelpum að koma á leikinn í kvöld en þær eru frá Norðurlandi og eru keppendur í Ungfrú Norðurland. Penelopé Chruz er foxí gella og er með djússí kálfa en ég fann hér mynd af Lýði. Síðan er það svona fyrir kvöldið. Keflavík er MR.Anderson og við erum.....já???

Nonni Mæju var að kaupa sér Tæger Topp um daginn en hann ætlaði sér að mæta í honum í kvöld á leiknum. Stelpukvikindi stal af honum Toppnum og sást hún á Narfeyri um síðustu helgi.Síðan er það Sigurður Þorn en hann var um daginn að ala son og erum við búnir að skíra hann Hafþór Þorvaldinga SigurðGunnar.


Jæja sjáumst eftir smá stund í Fjárhúsinu...... 
  LV in da house, ready to roll.

Jæja, þá er komið að því. Í kvöld er fyrsti leikurinn í úrslitunum og er búist við léttri geðveiki í fjárhúsinu í kvöld. Það er búið að koma fyrir 200 sætum fyrir aftan körfurnar til að koma öllum fjárhirðunum fyrir og auðvitað vonast ég til að sjá sem flesta öskra úr sér allt líf. Dagskrá kvöldsins má sjá á Snaefellsport.is

Umræður síðustu dag hafa gert okkur Snæfellingum nokkuð gott. Menn eru að tala um að Keflavík taki þetta létt og gerir það okkur að algjörum underdogs sem er bara gott. Keflvíkingar eru nokkuð vissir um að klára seríuna 3-0 og sjáum við til hvað setur. Þeir eru með gríðarlega sterkt lið og verður þetta alveg mögnuð rimma. Besta sóknarliði á móti besta varnarliðinu.

Reyndar spáði minn gamli þjálfari úr Haukum, Reynir Kristjánsson, okkur sigri í þessari rimmu. Ekki er það eini stuðningurinn sem við höfum fengið úr Firðinum því minn gamli vin Steini Aðalsteins bjallaði á kallinn í morgun og óskaði okkur góðs gengis. Fyrir þá sem ekki vita hver Steini er þá er hann þessi síðhærði með hökutoppinn sem hitar alltaf upp með Haukunum. Eðal gaur með súper karakter. Við gerum okkar besta Steini minn.

7. flokkurinn að bíða eftir mér úti í íþróttahúsi, æfing kl. 14.00 og svo er það auðvitað soup of champions heima hjá coach B og Öldu P.

Catch you on the flipside tonite.

Vaffarinn 
Negri Nemi
Netfang heimasíðunnar
negrinemi8@hotmail.comGóðir Linkar

Arsenal síðan
Baggalútur
Heimasíða Snæfells
Pearl Jam
ÍR Ruslið
Sport.is
Skallinn
KR-TubRatz
Meira Pearl Jam
Pearl Jam Textar

Liverpool Síðan
Pallaleigan
Free Guestbook from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Free Vote Caster from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Hit Counters
Weblog Commenting by HaloScan.com

Gamlir pistlar
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 /

Powered by Blogger