Auðvitað ertu kominn á Negrann!!!!
föstudagur, desember 24, 2004
  Hó Hó HÓ

Hinn trausti fjölmiðill Negri Nemi óskar lesendum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla.

Í tilefni jólanna höfum við ákveðið að tilkynna stóra breytingu á rekstrarformi Negrans Nema, en við höfum ákveðið að koma á sjónvarpstöð á nýju ári, Negratíví mun stöðin heita en samið hefur verið við Símann um að sjá um að koma þessu til landsmanna, þetta verður áskriftarstöð en áskriftarverðinu verður stillt í hóf og verður litlar 15 þúsund krónur á mánuði. Það er ekki neitt. Blessaður kallinn.

Ritstjórn Negrans Nema
Lenny, Vaffarinn, Maze og McGunner
 
föstudagur, desember 17, 2004
  jæja

flottur 3.leikhluti í gær sem var bara nóg eftir skelfilega slakan fyrri hálfleik, Tindastóls liðið er mjög vængbrotið þessa dagana, vantar kana og Júggan og ekki var breiddin mikil fyrir en ég hef fulla trú að þeir verði góðir eftir áramótin, með einum góðum kana eru þeir komnir með fínt byrjunarlið.

Darryl Lewis bara orðinn Íslendingur, ég get nú ekki sagt að ég sé par hrifinn af því, hvað nákvæmlega hefur hann afrekað eða mátt þola til að verðskulda þetta, er þetta bara svona hress náungi? Ég tek það fram að þetta er alls ekki persónulegt, þekki hann ekki neitt og hann er væntanlega góður gaur.
Nei það eina sem hann hefur er það að hann er góður í körfu og mikið finnst mér það kjánalegt að það sé nóg til að verða ríkisborgari annars lands, þetta er orðið einhvað svo sjálfsagt mál, vera hérna í 2 ár í 7-8 mánuði í senn, þekkja rétta fólkið og flott, þú ert kominn með launahækkun fyrir næstu 10 árin og það sem meira er að nú þarftu ekki lengur að vera á íslandi að spila körfubolta, frábært.

Er einhver sem í einlægni trúir því að í þessu tilfelli sé verið að sækja um til þess að VERÐA íslendingur? í alvöru talað, er einhver sem kaupir það? Auðvitað er þetta frábært fyrir Grindavík og gott mál fyrir þá, og verður það ansi merkilegt ef þeir ná ekki titli í hús með þennan mannskap.
En þetta er langt frá því að vera gott fyrir körfuboltann, þó maður ætti ekki að útiloka neitt þa er ólíklegt að hann spili fyrir landsliðið. Svo er nú líka spurning um hversu mörgum útlendingum menn eru tilbúnir að nota í landslið, þó ég hafi ekkert á móti þessum mönnum þá eru þeir ekki íslenskir frekar en flestir jarðarbúar og eru þar af leiðandi ekki gjaldgengir í Íslenska landsliðið, frekar en við í Færeyska landsliðið. En svona er ástin eins og maðurinn sagði.

Hreindýrin 3 eru farinn í bæinn og kellingin að vinna, þannig að maður er bara í chillinu hérna heima, var að horfa á Bubba Morthens myndina, gaurinn er afskaplega töff og veit af því.

Ég er líka nánast kominn í jólaskap, tilfinning sem ég er nánast búin að gleyma, ekki mikið jólabarn en eftir að hafa fengið svona fínt í skóinn síðustu daga er ég í miklu stuði, jólagjafirnar eru ekki komnar í hús, fór samt í bæinn að versla og kom heim með pókertösku,bol og Pearl Jam diskinn en þetta er allt fyrir mig. Þannig að fólk getur kvittað í comment dálkinn ef það hefur einhverjar sérstakar óskir að jólagjöfum, allir lesendur Negrans fá jólagjöf enda erum við að græða á tá og fingri á þessari síðu.

Ekki tapa gleðinni
LennyB, LennyB, LennyB OH LennyB, speaking words of wisdom LennyB
 
þriðjudagur, desember 14, 2004
  Jæja

Zegret mætti og stimplaði sig inn, kominn tími á kauða.

Pálmi fann einhverja lame ass afsökun fyrir því að mæta ekki í hólminn í vikunni, sagðist vera í prófum, yeah right, sannleikurinn er sá að Pálmi, sem hafði verið talinn vonarstjarnan á silfurgötunni þorir ekki að koma heima og mæta örlögum sínum en hans bíður víst svakalegt uppvask, ástandið er orðið svo slæmt að í gær þegar við vorum að spila póker þá komu menn með sín eigin glös sjálfir... Pálmi vandamálið hverfur ekki þó þú neitir að horfast í augu við það.

Talandi um pókerinn, þá vann maður sitt annað mót á 3 dögum í gær, var að spila virkilega solid leik út í gegn og ætla að gefa sjálfum mér eins og eitt klapp á öxlina fyrir það, Magni var fyrstur úr og fékk því það skemmtilega hlutverk að vera dealer, verð að segja að Magni stóð sig vel sem Asíska konan í dealer hlutverkinu, samt kom það virkilega á óvart að sá sem lenti í öðru sæti var Svenni Hreindýr, gaurinn fékk hina svokölluðu byrjendaheppni og var að fá ótrúlegar hendur, t.d. 4 tvista snemma í leiknum og Magni var þá í einhverjum bluff hugleiðingum enda er oft gott að bluffa með tvista og annað rusl í borðinu því þeim er oft pakkað áður en litið er á spilin í borðinu, Negrinemi kom sterkur inn en á svolítið eftir ólært en ef ég þekki Nemann rétt þá bjargar hann sér, enda mikill spilamaður, að eigin sögn.

Þarf að koma mér á æfingu, en oft kemur upp frasinn frá Dondrell Whitmore í fyrra "Same shit, different day"

Ekki tapa gleðinni, þú ert kálfur
Lenny
 
laugardagur, desember 11, 2004
  Hvaða væl er þetta maður gleymir að skrifa í örfáa daga og það verður allt vitlaust!

En ég er mættur, Siggi hér kominn til að skemmta þér Haffi hættu að rúnka þér burt ekki vera fyrir mér! Búyakaa! Jú þér rímar víst við þér og nei það er engin stafsettningavilla hér.

Ég verð að segja að hann Hlynur er fæddur til að vera fyrir framan myndavélina. Þetta sáu allir landsmenn í fyrra þegar Hlynssaga Bæringssonar kom út eða var það á þessu ári enívei. En nú hefur kallinn toppað sjálfan sig því að hann er helvíti flottur í Körfuboltinn 2004-2005 sem er svona kynningablað íslensks körfubolta fyrir þá sem ekki vissu en það vissu það allir þannig að ég er að skrifa öll þessi orð af ástæðulausu. Þar er kallinn á forsíðunni með Erlu Þorsteins en svo þegar maður flettir inní blaðið þá koma myndirnar sem verða uppi á vegg hjá öllum unglingsstúlkum á landinu og sennilega hjá nokkrum unglingspiltum sem eru að reynað finna sig sem kynveru og verða ringlaðir þegar þeir sjá myndirnar enda ekki vissir hvort þeir halda upp á körfuboltamanninn Hlyn eða kyntáknið. Álnavörubúðin hefur ekki fengið svona góða auglýsingu áður held ég en Hlynur bað sérstaklega um að fá að vera á hlýranum undir og verður að segjast að það er bara stýlisti í stráknum því að þetta kemur bara helvíti vel út.

Svona án djóks þá er þetta mjög flott viðtal og myndirnar eru bara helvíti góðar þannig að endilega tékkið á þessu.

Jæja ég er að drepast í höndunum eftir þessa ritgerð hér að ofan þannig að ég verð að hætta nú.

Siggi "Maze" Þorvalds


 
föstudagur, desember 10, 2004
  Hringið í morgunblaðið,segjið vinum ykkar og læsiði fjósinu Haffi McGunn er kominn úr klippingu. Jú kæru landsmenn ég fór í klippingu í gær og hún var ekki nógu góð verð ég að segja. Hel... skerinn klippti mig eins og ég væri núkominn úr myndinni Brady Bunch og varð ég því að grípa til rótækra aðgerða og skar allt mitt hár af bara. Jú og viti menn, ''Makkinn'' er farinn!!!!.

Sigur hjá okkur í gær á móti mjög góðu liði Hauka en Cookarinn var ótrúlegur. Hann skoraði úr öllum færum sem hann fékk og reif niður 8stykki í leiðinni. Nýji kaninn hjá Haukunum var ekki að sína neitt rosalega mikið en hann er örvhentur svo...... Nick''Diesel'' Andersson var góður í gær bara með 18 stig og 9 frá og 4 blok.

Síðan var maður að lesa það að Nonni Mæju var að fara á kostum í hólminum. Setti nokkrar þribba og svoleiðis....Siggi Maze var víst að fara á kostum og útlendingurinn tróð boltanum um leið og leikurinn var búinn ha uuuuussssss!!!!!!!!!!

Annars er það bara Reykjarvík City um helgina að reyna að versla eitthvað fyrir einhverja og síðan er það bara The Lions(Ljóninn) á Sunnudaginn í Njarðvík. Ekki veit ég hvort þeir verða með þessa tvo kana eins og stóð í blöðunum í gær en við verðum að taka á þeim og komast í 8-liða.

Búinn að kaupa mér best of diskinn með Pearl Jam og hann fer aldrei úr spilaranum. Þvílíkur diskur.......

Mikið er um það hjá okkar liði þessa dagana að menn eru að fara í klippingu og mikið um að menn fari í ljós. Heiðar Hanson er tildæmis búinn að fara í klippingu hjá einhverjum í REykjarvík City og það kostaði litlar 7000kr. Ragnar''hangtime''Steinarsson er búinn að fá sér herraklippingu og keypti sér 20tíma kort hjá Sól og meiri Sól í Reykjarvík City. Ari Gunn er byrjaður á fullu að nota sömu sólbaðstofu og er hann orðinn meiri chokkó heldur en Daníel Ali Kazmi.

Gaman að sjá að V-arinn er mættur aftur og hefur engu gleymt en þessi hrokinhærði,skeggmikli og aftursnúnni maður er skemmtilegur penni og verður að gaman að sjá þetta góða penna efni í framtíðinni.

Jæja bið að heilsa....''''Æ bý líf æ ken flæ''''

Haffi McGunner
 
  Jæja gott fólk,

það er nú nánast að maður fái samviskubit yfir því að skrifa strax á eftir Vaffaranum, maður vill að hans viska fái notið sín.

Já Vaffarinn á leiðinni í höfuðborgina, en seinast þegar ég fór með honum, endaði það með því að hann þurfti að fara í Bónus en við vorum hvort sem er á leiðini í kringluna, þannig að það ætti ekki að vera vandamál, en nei nei þá var sú búð víst ekki nógu stór og hann strunsaði út úr kringlunni í mikilli fýlu og fór í stærstu Bónus verslunina sem finnst. Nei bara svona rifja þetta eini maðurinn sem ég þekki sem sættir sig ekki við hvaða bónusverslun sem er og þessi er by the way afskaplega stór.

Ég sjálfur á leiðini í leiðilegasta verkefni ársins á morgun, kaupa jólagjafirnar, þó manni þyki nú vænt um allt fólkið sem fær jólagjafir frá manni er fátt leiðilegra en að hanga í kringlunni eða s.lind að versla, minnir mig mikið á atriði úr hellisbúanum fyrir þá sem sáu þá snilldarsýningu en eins og gaurinn sagði eru karlmenn algjörlega búnir á því þegar þeir eru búnir að versla eina bók.
Gott dæmi um þetta er að Unnur Edda spurði mig hvenær við ættum að leggja af stað og ég hélt að það væri temmilegt að ná 2 tímum MAX í búðum en nei nei 5 tímar!!!! Hvaða rugl er það? Ussss langur dagur á morgun .

Dramatískur leikur við KR í kvöld, Des og Siggi með stórleiki og verður að segjast eins og er að það eru ekki margir leikmenn í deildinni sem hafa spilað betur en hann Secret Maze hingað til.
Við erum virkilega stoltir af þessum sigri því þetta leit nú ekki vel út, ég sneri mig á þriðjudag, Pálmi og Siggi búnir að skiptast á að sitja á dollunni, en best að lýsa því ekki nánar!
Bestu leikmenn KR voru Helvítið hann Brynjar frændi en hann er orðinn tussugóður eins og Helgi Skalli myndi segja, eiginlega bara besti íslenski leikmaðurinn þeirra og þá er ég ekki að reyna að gera lítið úr neinum, svo kom Mæjan sjálf sterk inn og smellti meðal annars einum þrist í smettið á mér á crucial tíma. En þó að Nonni að sé að spila vel þá er jafnvægið ekki hans sterkasta hlið, datt tvisvar óborganlega á miðjunni en það er eðlilegt enda miðjulínan mjög þykk í hólminum.

Hjalti kallgreyið fór úr axlarlið og vona ég að hann nái sér fljótt og þetta verði ekki að koma fyrir aftur og aftur eins virðist vera með þessi meiðsli, svipað og með ökklana.
Kr-síðan vældi mikið eftir leikinn og þeir mega það alveg fyrir mér og greinilegt að sá sem skrifaði fréttina var ekki runnin reiðin, ég ætla ekki að fara útlista þetta með uppkastið þó mig gruni að þetta hafi verið réttur dómur, það er bara eðlilegt að vera tapsár enda er ég með eindæmum tapsár og þegar ég tapa þá er ég sjálfur yfirleitt seinasta manneskjan sem ég kenni um, allt öðrum að kenna
En eitt var ég þó sérstaklega óánægður með í fréttinni en þar stendur að ég "hafi gert Hjalta Kristinsson óvígan með harkalegum leik" fyrir þá sem ekki sáu þá var þetta þannig að ég tók varnarfrákast, Hjalti var í baráttunni og hélt líka í boltann, ég reif hann til mín eins og allir gera þegar það er barátta um boltann og svo óheppilega vildi til að einhvað gaf sig hjá Hjalta, 110% slys og þeir sem halda öðru fram hafa ekki kynnst íþróttum mikið.
Ég vill nú engum svo illt að meiða sig alvarlega og hvað þá manni sem ég spilaði með, var í skóla með og seinni ár vorum við saman í unglingalandsliðinu, en þetta er skiljanlegt þar sem að fréttaritaranum var greinilega ekki runnin reiðin.

Næsti leikur við Tindastól verður fyrsti leikur Nemans sjálfs en hann kemur um helgina og þá verður hans fyrsta æfing, virkilega góð viðbót því í kvöld voru aðeins 2 menn sem gátu komið upp með boltann og tekur það alltof mikið af Pálma að standa í því að koma upp með boltann í 40 mín með pressu allan völl.

Best að leggja sig til að maður hafi orku í búðarrápið á morgun, kvíði ekkert smá fyrir.

Ekki tapa gleðinni
Lenny
 
fimmtudagur, desember 09, 2004
  Vaffarinn, kemur inn, sterkur inn. Jú jú Haffi minn, Vaffarinn er á lífi og stimplar sig inn með stæl. Hef ekki verið nettengdur frá því að ég kom í sveitina og var loksins að fá mér netið í dag og er ekki eftir neinu að bíða og best að drulla út nokkrum pistlum í vetur.

Ótrúlegur sigur á KR í kvöld og get ég ekki annað en vorkennt KR því þeir virtust ætla að hafa þetta en..... Gulli Smára kom sterkur inn af bekknum eftir að Pálmi fékk sína 5 villu og hirti Weak link 3 mikilvæg sóknarfráköst í lokin og alls 4 í leiknum. Gaurinn sveif manna hæst og reif þessi kvikindi niður eins og ekkert væri sjálfsagðara. Nonni Mæju sýndi gamla takta og var hann alveg í geðveikinni eins og hérna um árið. Vonandi fyrir hann að hann fari að ná sér á strik.
Siggi Þ var gjörsamlega með ræpu í kvöld og drullaði niður 33 stigum, ekki slæmt það með annan endann galopinn. Gissur og Gummi sögðu að þetta hafi verið í lagi og var boðið í vöfflur ofl. heima hjá Gissa. Voru það víst konur stjórnarmanna sem stóðu fyrir þessu og kunnum við þeim bestu þakkir. Ekki slæmt að komast í eina feita vöfflu með rjóma eftir að hafa setið á bekknum í stressinu og sötrað vatn í tvo tíma. Annars fékk ég bara hálfa vöfflu og varð að láta mér nægja að éta brauð því Trebbi T át allar vöfflurnar.

Það er Reykjavík City um helgina og er stefnan að klára jólagjafainnkaupin. Aldrei að vita að maður stoppi í Borgarnesi til að míga, og svo burt sem fyrst:) Það er spurning hvernig kaupin ganga í þetta skipti en ég gerði mér bæjarferð fyrir nokkru síðan til að kaupa jólagjafir og kom heim með tölvuleik og 10 DVD myndir, allt fyrir sjálfan mig. Nóg í bili og farinn í háttinn.
The smallest oceans still make big waves.
Friður úti.
 
miðvikudagur, desember 01, 2004
 

Góða kveldið kæru landsmenn. Haffi Gunn mættur með smá pistil héðan úr Nesinu. Erfiður leikur á morgun í Keflavík en við getum ekki gengið í burt(Úr textanum með Herberti Guðmundsyni;Can't walk away)

Mikið hefur verið í umræðunni hér í Nesinu um Fréttablaðið í gær þar sem Hlynur Bæringsson fer hamförum sem módel mánaðarins en það er nýtt í Fréttablaðinu. Hlynur var þar í öðru sæti eftir Fjölni Þorgeirsyni og þessum gaur þarna sem er að leika í þessum auglýsingum og er einhver leikari víst. Þar er ég komin með nýtt efni í nýja könnun hér á nemanum en eins og þið hafið augljólega séð á síðustu könnun er fólk mjög ánægt með mig þegar ég er fyrir framan spilaran með eitthvað í glasi og er að skipta um lag. My Sharona kannski með hjómsveitinni The Knack en þeir áttu þann súperhittara árið 1983. Þá var Hlynur BB 1 árs og byrjaður að hugsa um að komast í Samúel en nú á síðustu árum Séð og Heyrt og í Danmörku Sed og HQrt.

Annars sér maður engan annan en Hlyn skrifa á Neman svo hvað er í gangi með Sigga Maze og Lýð Vignis. Þessir pennar eins og þeir vilja kalla sig eru ekki að standa undir væntingum. Siggi kemur oftast með nokkuð hnyttna pistla þegar hann nennir en er oft með nokkuð hundruð stafsetningavillum svo maður skilur alveg ekki hvað er í gangi á þeim bænum. V-arinn á hinn bogin kemur með þessa litlu og ljóta pistla þar sem hann er að tala um systur sína og Daníel, hvað er að frétta af Noberto Solano annars, er kallin að gera það vitlaust í the states eða fékk hann eitthvað hlutverk í einhverri mynd með Omar Shariff. Ja maður veit það ekki vegna þess að Leðrið nennir ekki að skrifa hérna.


Já heyrðu maður fór víst á ball um síðustu helgi á Akranesi. Þar vakti maður mikla lukku eins og venjulega en dansinn sem maður kom inn á dansgólfið var all svakalegt og þið getið séð nokkur spor þar sem ég fer á kostum. Bara farið inn á www.nffa.is og klikkið á drenginn. Ég og Landroverinn fórum þarna í þeim tilgangi að kenna þessum skagatelpum og grengjum þing or tú í dansi.

Jæja próf á föstudaginn svo ég má ekki vera að þessu.............. en ég sé ykkur..............seinna.....

Haffi Gunn a.k.a MAC a.k.a McGunner a.k.a. kaldaljós

 
  Dsje

McGunnerinn kom sterkur inn með Fjölnis samanburðinn, sorry Haffi minn en svona er svipurinn þegar menn sem geta ekki hoppað eru að reyna það!

Virkilega góð grein hjá Hrannari Hólm enda ekki von á öðru frá manninum enda skarpgreindur og klókur maður sem ég fékk að kynnast í sumar með landsliðinu þar sem hann var formaður landsliðsnefnar og var frábær í sumar, þá sérstaklega í ferðunum út.

Það fauk í menn er ég benti á galla launaþaksins en það sem mér láðist að nefna að það er auðvelt að BEYGJA reglurnar án þess að brjóta þær því mér finnst ansi margt vanta og reglurnar þurfa að vera aðeins skýrari, eins og með að menn megi rifta samningum ef menn hætta. Ekkert stendur um að menn megi ekki byrja aftur. Viðmiðin finnst mér ekki sniðug, sérstaklega þar sem stendur að þó megi notast við raunkostnað af hlunnindum.
Ég var sammála Hrannari í flestu en mér finnst ennþá að yngriflokkalaunin eigi ekki að falla undir þetta, sérstaklega þar sem að þetta eru 2 aðskilin batterí, ég tala ekki við meistaraflokksráðið um mín yngriflokkalaun, ekki heldur ef vandræði koma upp. Þetta er mín skoðun á þessu. En ég geri mér grein fyrir því að tilgangurinn er góður en mikið finnst mér þurfa að laga þetta en eins og Hrannar benti á þá gæti það tekið nokkur ár þangað til að þetta yrði fullmótað.

Auðvitað er þetta súrt en núna rétt í þessu var verið að staðfesta úrskurðinn og þá verðum við bara að taka því. Auðvitað eru möguleikar okkar minni ef við þurfum að segja upp manni en þetta er svosem engin heimsendir, við hinir (vona að það verði ekki ég) verðum bara að spila betur en við höfum gert.
Og vona ég að stuðningsmenn Snæfells bakki okkur upp í baráttunni því að mínu viti ætlaði enginn að brjóta lögin, annars hefðum við ekki sent inn okkar samninga rétta en þetta eru þó réttir samningar, við þurfum núna fyrst á stuðningi að halda þegar á móti blæs.

Við eigum leik við Fjölni á morgun í grafarvoginum og eru þeir með 3 sterka útlendinga en ég þekki ekki íslendingana, enda hafa þeir verið í minni hlutverkum en það sem maður hefur heyrt er þeir sprækir strákar, sérstaklega varnarlega vona að margir sjái sér fært um að koma að styðja okkur í þessum mikilvæga toppslag.

Samt gaman að því að stelpur úr nesinu séu byrjaðar að checka sig inn á Negrann Nema, grunar mig að Haffi eigi einhverja sök á þessu því hann er víst heitasti folinn í nesinu þessa dagana sem ætti ekki að koma á óvart. Dont worry, be happy.

Sá alveg magnað video með honum Hreim í Synir á móti sól á B2.is, fáranlega fyndið þar sem hann er í viðtali við ameríska sjónvarpsstöð að lýsa því hvernig hann og Synirnir væru að meika það, menn verða að checka á þessu á B2.is . Flettið til baka á 17.nóvember og checkið á þessu, einhver með ranghugmyndir um framtíðina.

Ekki tapa gleðinni
Lenny
 
Negri Nemi
Netfang heimasíðunnar
negrinemi8@hotmail.comGóðir Linkar

Arsenal síðan
Baggalútur
Heimasíða Snæfells
Pearl Jam
ÍR Ruslið
Sport.is
Skallinn
KR-TubRatz
Meira Pearl Jam
Pearl Jam Textar

Liverpool Síðan
Pallaleigan
Free Guestbook from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Free Vote Caster from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Hit Counters
Weblog Commenting by HaloScan.com

Gamlir pistlar
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 /

Powered by Blogger