Auðvitað ertu kominn á Negrann!!!!
mánudagur, janúar 31, 2005
  Jæja

leikurinn búinn og við unnum með 4 mjög mikilvægur sigur, vorum að spila frekar illa mestallan leikinn en það er nú yfirleitt þannig þegar þessi lið mætast að ekki er mikið um tilþrif, meira bara barningur út í gegn. En samt gott að vinna þegar enginn er að spila neitt sérstaklega í okkar liði.
Vörnin var fín og gerði útslagið þótt að við hefðum gefið alltof margar körfur í restina og hleyptum þeim inní leikinn sem var óþarfi því við vorum komnir með þægilega forystu.

Bestir í liði Skallagríms voru eins og við var að búast útlendingarnir 3, einnig setti Pálmi niður góð skot í fyrri hálfleik.

Núna er gott frí og svo þurfum við að fara á Ísafjörð en það er ekkert nema gaman! manni er byrjað að kvíða fyrir strax, reyndar held ég að leikurinn sé á föstudegi þannig að það er aldrei að vita nema að það verði einhvað að ske í bænum.

Fín stemmning í kvöld, fullt af fólki úr nesinu sem mætti og hjálpaði til við að mynda góða stemmningu. Þetta eru skemmtilegustu leikirnir og þó að fréttaritari skallagrímssíðunnar sé einhvað illa við Snæfell og skjóti óspart á okkur þá er nú yfirleitt fólk í góðum fíling á þessum leikjum.

ekki tapa gleðinni
Lenny
 
föstudagur, janúar 28, 2005
  McGunn kominn í skólann og er í eyðu vegna veikinda kennara. Sigur í gær á móti Hamar/Selfoss en þeir hefðu getað klárað leikinn í venjulegum spilatíma en Bailey klikkaði úr einu víti en setti það síðara niður þegar einn sek. var eftir og grípa þurfti til framlengingar. Bailey fór síðan útaf með sína 5villu og þá var björnin unninn. Björnin var góður í lokinn. Björninn skoraði 24stig, reif niður 21frák og varði 5 bolta. Áhorfendurnir voru um 400 og var þvílík stemming í lokinn. Eftir leik var svo Pálmi Þór Sævarsson valinn Körfuknattleiksmaður Borgarbyggðar og var pilturinn vel dressaður og fínn en Pálmi átti fínan leik í gær.

Stórleikur framundan......USSSSSSSSSSSSSS......... Snæfell v.s. Skallagrímur. Búast má við jafn miklum rútum og fór til Keflavíkur árið '92 en þá fóru um 6 rútur og troðfylltu húsið.

Allir í hólminn á sunnudag...... Stórleikur ársins..........McGunn v.s. Gulla Smára a.k.a.Palla.

Ekki má gleyma ferðalaginu sem ég fór með klúbbnum''Red and prád of it'' en við fórum um síðustu helgi til ''the mother land''Írlands. Þar fengum við góðar móttökur en við fórum beint til Belfast og hittum þar John McGregor sem er yfir klúbbnum þar og fengum okkar Írskar skonsur og mjólk með. Síðan fórum við rúnt um bæjinn og kíktum á menninguna, kíktum meðal annars á vaxmyndarsafnið sem er í Belfast. Þar voru myndir af öllu þessu fallega rauða fólki sem frægt hefur orðið eins og t.d Colin Ferrell, Nicole Kidman,Gaurinn sem leikur í C.S.I:Miami, John Arne Riise, David Moyes þjálfari Everton en við hittum einmitt kappan fyrir utan einn pöbbinn en hann var að heilsa upp á mömmu sína, Clarice Moyes. David eða Davi eins og hann vildi láta kalla sig sagði okkur margar skemmtilegar sögur úr Everton herbúðum eins og Tomas Gravesen væri mesti Championship Manager spilari sem hann hafði séð. Ég auðvitað sagði Davi að fara að kaupa sér menn eins og Mark Kerr í Falkirk, David Mendes Da Silva í Sparta frá hollandi, Ibrahim Said frá einhverju liði og Andra Sigþórsson en hann var klikkaður hérna í gamla champanum.... Good times.......


Jæja kominn tími til að fara í tíma. Má ekki eyða miklum tíma í tíma að lána sér smá tíma til að fara í pásu. Catch jú..................on the flip side.........


Haffi McGunn
 
fimmtudagur, janúar 27, 2005
  Já góðan daginn,,,,Haffi Gunn mættur hér eftir smá pásu. Leikur í kvöld á móti Hamar/Selfoss og við verðum að vinna þennan leik. Rífa okkur upp eftir þessa tapleiki. Tap síðast á móti Grindarvík úti en sigurinn hefði getað dottið báðum megin en svona er ástin!!!.

ER hérna í mekka skítalyktarinnar Akranes og er í tvöfaldri eyðu og maðurinn á vistinni er í tíma svo enginn Football Mangaer fyrir mig. Maður er búinn að læra heima fyrir tvær næstu vikur í þessum eyðum alltaf hreint.....

Meiddi mig aðeins á æfingu á laugardag aftan á kálfa en ég ætla að prófa að vera með í kvöld. Fer til snillingsins Himma Hákonar(psychotheropist) sjúkraþjálfara fyrir leik.

Hér er hann kominn tískulöggan sjálf,Haffi Gunn

Fór aðeins að tala um Heiðar Hansson í mínum síðasta pistli en hann var einmitt að fá sér nýjar buxur fyrir 19.þús.kall. Aðeins að telja upp fatalínu Skallagríms:Captain;El Capitain Ari Gunn=Er í fínum fötum frá ''Deres'' í Kringlunni og er alltaf með rakspíran ''Hugo for ever''.Einkunn=8. Pálmi Sæ;Big P=Er oftast nær ný kominn úr vinnunni eða nýbúinn að skipta á Marinó(stráknum hans) svo það er yfirleitt ekki mikill stíll yfir honum. Verslar oftast í Hagkaupum en fer stundum einn í Gallabuxnabúðina í Kringlunni. Einkunn=6,5. Raggi Steins;Human Highlightreel=Er oftast nýkominn úr Retro eða úr Sautján. Pilturinn skítur peningum og kemur oftast í nýjum fötum stundum með verðmiðann en á. Mætti um daginn í nýjum frakka frá Retro sem kostaði skitnar 45.þús.kall. Að mínu mati ''Well dressed sonofabitch in the game'' Einkunn=10. Dolli Dropi;The Dollar=Dollarinn er alltaf ný kominn úr vinnunni en hann vinnur á ESSO og er alltaf einhver keimur af bensíni og sjást nokkrir dropar af smurolíu á buxunum. ER oftast í sinni ESSO-peysu og með sína ESSO-húfu. Einkunn=3. Hörður Unnsteinnsson;Lean Mean Lefty=Hörður/Lefty er frá Akranesi og þar kunna menn ekki að klæðast í veðri. Lefty er búinn að mæta nokkrum sinnum í hlýrarbol og þar að auki er helvítið örvhent svo hann snýr bolnum alltaf öfugt. Einkunn=6. Áskell;Back in White=Whitee er einnig frá Akranesi en hann er óvenju hvítur af skagamanni en hann er oftast nýkominn úr vinnunni en hann vinnur hjá Haraldi Böðvarssyni en þau sem ekki vita hvað það er þá er það einhvers konar fiskvinnslustöð held ég en Whitee lyktar alltaf eins og gamall þorskur sem er nýkominn til mömmu sinnar og biður hana um mjólk. Einkunn=4. Cliffton Cook;Æm getting tú old for this sjjit= Cookarinn mættir oftast í fötum frá Georg Byrd en þau föt eru alltof stór en samt sem áður eru þau nokkuð hip.......Einkunn=6.5. Jovan Zdreveski;Half man Half Amazing=Er einhver verst klæddi Evrópubúi sem til er. ER með einhverja húfu sem er appelsínugul og er í einhverri úlpu sem hann hefur kannski fengið ú álnavörubúðinni. Einkunn=5,5. Heiðar Hansson;The Hansson brother= Heiðarinn er mikið að eyða þessa dagana en hann er kominn hátt í 150.þús.kall á þessu ári. Heiðar verslar í Sautján og Retro og Herragarðinum og hann er ekki að spara það eins og kom fram hér áðan. Heiðar er mikið í að kaupa sér buxur þessa daganna en svo er hann mikið í því að kaupa sér skyrtur í Retro. Heiðar er snyrtilegasti Rookiinn á þessu ári.Einkunn=8,5. Jón/Nonni;Infomous=Nonni verslar aðeins í ánavörubúðinni og í Borgarsport. Fer samt nokkru sinnum heim í Vogana og verslar þar sínar buxur. Einkunn=6. George Byrd;Mac-Donald=George er ekki mikið að hugsa um að versla sér föt heldur hugsar hann mikið um að kaupa sér eitthvað annað.Einkunn=4,5. Haffi Gunn;McGunn=Var oftar en ekki í sinni grænu úlpu og leið vel en var kominn tími á að stipta svo maður fór bara í álnavörubúðinna og smellti sér á eitt stykki úlpu. Ansi stóra kannski en samt. Er oftast í mislituðum sokkum og fötum sem hann fær lánað(Siggi ég er enn með bolinn þinn og Magni ég er með bolinn þinn, já BB ég er með beltið þitt) en samt sem áður nær hann að gera rétt. Einkunn=7,5.

Já þarna hafiði það best dressaða liðið á árinu? nei kannski ekki en við erum með sá hvítasta og örvhentasta síðan Þórður Helga var.
 
þriðjudagur, janúar 18, 2005
  Já sælt veri fólkið

Leikur í gær þar sem við töpuðum fyrir góðu liði Kef, spiluðum vel á stuttum tíma í fyrri hálfleik og síðan ekki söguna meir eins og segir í dægurlagatextanum. Spiluðum þó ágætis vörn en það gerðu Keflvíkingar því miður líka og því var stigaskorið furðu lágt miðað leik í KEF.
Það er greinilegt að Keflavík er liðið sem þarf að vinna, ætli einhvað lið sér að taka titilinn, við héldum Glover og Magga ágætlega niðri en Gunni Einarss og Nick Bradford sáu um þetta í staðinn, svo Sverrir traustur og hann er vanur, alveg hreint óþolandi kvikindi í þessari pressuvörn en hann er mjög vanmetinn spilari.

Leiðindaveikindi kominn í mig, er búinn að næla mér í þessa líka fínu hálsbólgu, djöfull fer það í taugarnar á mér en vonandi verður þetta búið að jafna sig fyrir leikinn á móti Hamri/Selfoss á fimmtudaginn en við sjáum til.

Fór að þjálfa ormana áðan, 1-4 bekk og setti heimsmet í því að reima, ég hef alltaf verið mjög flinkur við þá list að reima skó en í dag tel ég mig búinn að fullkomna verkið, tvöfaldur hnútur, einfaldur eða bara einhvern meginn hnútur þannig að gríslingarnir tolli nú í skónum, ég hef reimt svona u.þ.b. 40 skó í dag, gott dagsverk þykir mér.

Jæja þarf að fara aftur að þjálfa og má ekki vera að þessu þannig að nú hringi ég í Jens.

Ekki tapa gleðinni
Lenny
 
mánudagur, janúar 17, 2005
  haffi gunn kominn héðan frá Akranesi en maður er víst búinn í dag í skólanum en maður þarf víst að bíða eftir rútunni góðu sem kemur víst á eftir með fullt af sætum og ónýtum rúðum og víst með Igor sem bílstjóra...good times.

Var með tjúneringu í Garðabæ um helgina þar sem pjakkarnir mínir fóru hamförum(5-6bekkur). Vorum þarna að spila um að komast í b-riðil og viti menn.....unnum alla leikina og fengum okkur síðan góðan bita á Burger King eftir mótið. Var búin að gleyma hversu lítill þessi salur er í Ásgarði en þetta reddaðist...... já já......

Siggi Maze var víst að koksa undir álagi í þessum stjörnuleik en maður sá ekki kvikindið vegna þjálfunar. Siggi hafi víst fengið einhverjar 10 tilraunir að troða kvikindinu í kvikindið en kvikindið vildi ekki fara oní.... Hlynur BB var víst ekki sjáanlegur og ekki kann ég skil á því því ég heyrði að maðurinn sem kom í staðinn hafi á einhverja hrikalegustu vörslu sem menn hafi séð í 20 ár eða síðan Ívar Webster blokkaði Hansa Egils í Fjósinu!!!!!!

Sofnaði í tíma í dag og það veit ekki á gott svo ég er búin að fá mér nokkra kaffi bolla og er reddí að sjá unglingaflokk taka á móti Njarðvík í kvöld..... Annars væri maður alveg til í að kíkja til Keflavíkur og horfa á Snæjaranna á móti Kef........

Heiðar Hansson var að fá sér nýjar buxur en þær kostuðu litlar 19.þús. kaaaalllll. Maður hefði getað farið til Hveragerðis og ánavörubúðina og keypt sér jakka,úlpu,fína sokka,peysu og spariskó á 10.þús kkkaalll.

komið gott í dag en spyr þjóðina:Hvar eru mínir co-writerar?

Haffi ÚÚÚÚÚtttttttttttt
 
miðvikudagur, janúar 12, 2005
  Hóhóhó

já sælt veri fólkið, maður hefur lítið verið að nenna að skrifa en núna verður bætt úr því.

Hafdog kom sterkur inn með góða pistla en þeir eru víst komnir með nýjan kana en Haffi var sérstaklega ánægður með það þegar hann fiskaði ruðning og þá var hann með soddans belg að þegar hann datt þá rúllaði hann strax á fætur. Gaman að því.

Pálmi, Hjelme, Hjálmar eða Birkir Kristinsson, hvert nafnið hentar best á Pálma Frey?
hann þykir víst líkur markmanninum og stuðmanninum Birki Kristinss.

Póker í gær en maður afrekaði það að detta fyrstur út eftir örfáar hendur, var með Gosapar á hendi og fór all-in en helvítið hann Magni var með Ás, Kóng og fékk helvítis ásinn upp og tók af mér allt en það var svo Gummi sem er oft kenndur við Bensó sem vann mótið, ekkert nema gott um það að segja því hann hafði ekki unnið áður svona mót, en þó maður vilji alltaf hirða pottinn þá er betra að þetta dreifist soldið á milli manna.

Ekki kunna allir þennan póker sem við erum að spila en ég ætla að kenna fólki basic atriðin núna þannig að fólk verði fært um að spila þetta, því þetta er leikur sem maður er fljótur að læra en mjög lengi að verða góður í honum. Hann er kallaður Texas Hold'em

Pókerinn byrjar á því að allir fá útdeild jafn miklum spilapeningum, svo fá allir 2 spil á hendi.

Þá er svokallað blindfé sett út en sá sem er til vinstri við dealerinn er "litli blindur" og sá til við vinstri við hann er "stóri blindur" en þessir 2 verða að setja út pening, sama hvernig spil þeir fá.
en hinir geta pakkað án þess að setja neitt í pottinn, blindféð byrjar oft mjög lítið, t.d. 1 og 2 spilapeningar og þá setur "litli blindur" út 1 pening og "stóri blindur" 2 peninga, til þess að vera með í spilinu þurfa hinir sem eru ekki blindir að jafna stóra blindan með 2 peningum en þó geta þeir hækkað þegar þeir vilja. Það er ekki fastur pottur í Texas Holdem en þetta blindfé kemur í staðinn fyrir það, þetta blindfés dæmi lærist strax á fyrstu hönd sem gefin er, þó þetta virki flókið. Blindféð hækkar svo alltaf reglulega, t.d. á korters fresti, eða eftir hver 10 spil og þá verður það 2 og 4 svo 3 og 6 svo 4 og 8 heldur þannig áfram að hækka allt þar til spilið klárast.

Allir eru með 2 spil á hendi og þegar þetta ferli er búið, að veðja, er 3 spilum flett upp á borðið og þá er önnur veðumferð.
Næst er eitt spil í viðbót sett upp og þá er aftur veðjað, og svo í lokin er fimmta og seinasta spilinu flett upp og seinasta veðumferin er kláruð.

Þessi 5 spil sem eru á borðinu geta allir notað, ásamt þeim 2 sem þeir hafa á hendi til að búa til sem besta póker hönd. Par, 2 pör, þrennu, röð, litur, fullt hús, fernu eða litaröð sem er besta höndin sem hægt er að mynda í póker.

Í þessum póker er ekkert hámark á því sem má veðja, þú mátt veðja mjög lítið eða öllum spilapeningunum þínum, það að hafa ekkert hámark gerir leikinn mun skemmtilegri þar sem Blöff faktorinn er mjög stór og menn þurfa að meta það hvort höndin sem þeir eru með er þess virði að hætta öllum spilapeningunum sínum.

Mótið klárast svo þegar einn hefur náð öllum spilapeningunum, ef að menn nota alvöru peninga vinnur hann alla peningana. T.d. ef að það kostar 100 krónur í mótið og 8 eru að spila þá vinnur hann 800 krónur.

Nú ættu allir að vera klárir í bátana að spila þetta, ef mönnum er illa við að spila uppá peninga þá er hægt að nota bara spilapeningana og ekkert kostar í mótið og haft það þannig að sá sem vinnur fær frían borgara eða einhvað frá hinum keppendunum eða í tilfelli strákanna væri fínt að hafa það þannig að þeir sem tapa þurfa að taka til en það er milljóna virði á Silfurgötu 9a.

Ekki tapa gleðinni
Lenny
 
föstudagur, janúar 07, 2005
  What up Haffi gunn mættur á skagan drulluþreyttur en sprækur eftir að hafa unnið leikinn í Seljaskóla í gær. Vorum undir í fyrri hálfleik og byrju síðari en spýtum svo í lófana og girtum okkur í brók og sungum sálmana og sögðum: abbbabba hingað og ekki lengra. Nýji kaninn okkar var lúmsk góður þó svo ekki hafi 'sést' mikið til hans í fyrri hálfleik en í seinni hálfleik 'sást' aðeins meira til hans og hann var bara góður. Raggi 'runner' 'mímí' var heitur og Cliff var að setjan. Ari Gunn sá um málin í fyrrihálfleik þar sem kappinn var með nólúk sendingar, þribba í sméttið á flestum í ÍR liðinu og var bara með eins og maður segir á útlenskunni' hangtimemoves'. Þá er bara að fara að underbúa sig fyrir leikin á móti Fjölni á sunnudag í bikarnum. Já heyrði maður sá þarna tíufréttirnar í gær og maður sá þarna nokkuð af þessum leik í KR-heimilinu og þar var maður með mikið hár og vinstri hendi að sjeeeika og beiika og setja þribba eins og kökurnar hjá Geira bakarí, NNNNNonni Mæju. Drengurinn var bara sjóðandi maður uuuuuuuusssssss, gaman að sjá að hann er kominn í sitt gamla form og vonandi verður hann heill það sem eftir er að tímabilinu.

Jæja verð að fara í tíma. haffi gunn kveður héðan úr þessu skítapleisi............
 
fimmtudagur, janúar 06, 2005
  Já gleðilega hátíð kæru landsmenn til sjávar. Haffi McGunn er kominn með sinn fyrsta pistill á nýju ári. Nýr kani kominn í Borgarnes en hann heitir Georg Byrd og er 120 kíló. Þessi piltur var víst að spila í ''Troðslubolta'' eða ''Slamball'' úti í hinni stóru ameríku við góðan orðstýr. Var að spila í Brasílíu og var frákæstahæsti maðurinn þar svo við sjáum til í kvöld þegar við förum í skólann sem kendur er við sölu.

Mikið húlumhæ þessa dagana því jújú skólinn er byrjaður útá skipaskaga svo maður verður á fullu í bókunum þessa vorönn. Liverpool er komin á samning með pellegrino sokkabuxur en þið sem vitið ekkert um hvað ég er að tala þá er Liverpool kominn með nýja varnarmann,Mauricio Pellegrino. Þessi piltur kallar allt ömmu sína en hann er argentínskur varnarmanskína.

Maður er búinn að velja sér menn í NBA all-star gamið. Centerar eru Shaq og Já, Forwardar eru Duncan og Garnett og Rashííd og Hill,Grant og pointgardar eru Ray allen og allen iverson og tracy mC og Dwayne Wade.

Jæja má ekki vera að þessu. Síja

 
Negri Nemi
Netfang heimasíðunnar
negrinemi8@hotmail.comGóðir Linkar

Arsenal síðan
Baggalútur
Heimasíða Snæfells
Pearl Jam
ÍR Ruslið
Sport.is
Skallinn
KR-TubRatz
Meira Pearl Jam
Pearl Jam Textar

Liverpool Síðan
Pallaleigan
Free Guestbook from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Free Vote Caster from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Hit Counters
Weblog Commenting by HaloScan.com

Gamlir pistlar
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 /

Powered by Blogger