Auðvitað ertu kominn á Negrann!!!!
mánudagur, mars 28, 2005
  Sælar

Já það er finals annað árið í röð og það verður 99% prósent aftur á móti KEF, bara gaman að því en þeir eru með heimavöllin með sér og það verður í meira lagi strembið en við ætlum að reyna að ríða mjög feitum hestum frá þessari viðureign. En það byrjar ekki fyrr en eftir viku þannig að við höfum ekki áhyggjur af því.

Þökkum Fjölni fyrir seríuna, alltaf gaman að nýjum liðum og þeir hafa alla burði til að vera stórveldi í boltanum miðað við þann efnivið sem er í klúbbnum, bæði í þessu liði og yngri flokkunum.

Er ekki verið að grínast í mér með stöppurnar hans Magna Hreindýrs? sú seinni sem sást í sjónvarpinu var nice en ekkert á við þá fyrri er hann tróð yfir Coley og Sovic, alvöru troðsla sem sést sjaldan hér á landi nema þá í upphitun er ég hef mig til flugs en er þá yfirleitt lentur örskömmu síðar en eins og ég sagði við Magna þá eru þetta bara 2 stig.

Íslenska þjóðin tók stórt og gott skref með því að fá heiðursmanninn Bobby Fischer til landsins, jú jú hann var góður í skák en andskotinn hafi það, maðurinn er svo ruglaður að það hálfa væri alltof mikið, eignaðist pennavin á Íslandi fyrir 33 árum þegar hann telfdi hérna og það er nóg, hversu góðir vinir geta menn samt verið sem hafa hist einu sinni fyrir 30 árum og skrifað nokkur bréf? Ég vill fá Maradona og Micheal Jackson hingað líka en þeir voru eins og Fischer góðir í sínu fagi í den og eiga við meiriháttar vandamál að stríða í dag, það eina sem þá vantar er íslenskur vinur og þeir eru góðir. Það hlýtur einhver að vilja vera vinur þeirra.

Haldiði ekki að Vaffarinn hafi gert allt vitlaust í gær, hann mætti í sínu fínasta pússi á bekkinn og hefur fallegri maður vart sést í hólminum síðan Biggi Mikk tryllti lýðinn hérna back in the day.
Ég er búinn að týna númerinu hjá Jens veit einhver númerið? kannski að Hlín viti það, checka á henni.
Ekki tapa gleðinni
Lenny 
miðvikudagur, mars 23, 2005
  Jæja

Komnir í 2-0 gegn Fjölni og ekkert nema gott um það að segja, furðurólegur leikur í gær við áttum von á erfiðari leik en við spiluðum fína vörn í gær og var það lykillinn að þessu.
Mike og Siggi voru góðir í sókninni og það var í raun bara nóg en Pálmi og Helgi fá props fyrir vörnina.

Annars voru ekki jafn góðar fréttir þegar ég kom heim í gær, er orðinn einhvað slappur og toppaði það svo með því að fá þessa líka fínu tannpínu, jesús pétur hvað þetta var óþægilegt, ég hef nú blessunarlega sloppið við tannpínur á ævinni, einu sinni áður en þetta var hrikalegt. Sjaldan fundið jafn mikið til, en er skárri í dag, komst ekki til tannlæknis í morgun en hefði pottþétt fallið á lyfjaprófi fyrir ofneyslu á Íbúfen en það var ekki að virka rassgat þannig að ég gafst upp á því. Mæli ekki með þessu, hrikalegt helvíti.

Eitt það hressasta á netinu í sambandi við körfuna eru ruslakallarnir á ÍR síðunni, enda erum við með link á þá hérna á Negranema, þeir drulla yfir menn og hrósa til skiptis, nema ÍR-inga reyndar en það er helvíti gaman að þeim og mæli ég með þessum gaurum, þetta eru víst félagar Eika Önundar en fyrir þá sem ekki vita þá er hann mikill Hip-Hop aðdáandi. Eins og þeir eru greinilega líka.
Þeir höfðu þetta að segja um leikinn okkar í gær:

"Sneez gerðu sér lítið fyrir og "nenntu" að vinna leikinn í gær og eru þeir því komnir með góða stöðu 2-0... Já, Hlynur sagði við Moggann að hann nennti ekki að koma aftur í Grafarvoginn svo þeir ætli að klára þetta í næsta leik. Einnig viðurkenndi hann að þeir nenntu ekki að hlaupa á eftir ungu pungunum í Fjölni og það hentaði þeim mun betur að hægja niður leikinn í bumbuboltahraða, líkt og í gær. Sneez spila líka góða vörn þegar þeir nenna því eins og haft er eftir Bæringssyni. Þar hafiði það, krakkar. Þetta snýst allt um að nenna þessu, en við nenntum ekki á leikinn í gær og lásum því bara Moggann. Nenntum svo varla að skrifa um þennan leik... Hlynur nennti greinilega ekki heldur að skora því hann setti aðeins 6 stig en tosaði niður sín 13 grip en var með 7 tapaða bolta. My Games að sjálfsögðu stigahæstur með 25 stig Mase með 20 og massablokk á Helga í spjaldið. Vonum að þeir séu ekki að borga þessum Clemmons mikinn pening..."

Ég hef nú ekki séð Moggann en ég man nú ekki eftir að hafa sagt að við nenntum ekki að hlaupa á eftir Fjölnismönnum en hinsvegar sagði ég að við nenntum ekki að fara aftur í Grafarvoginn, ég vona að þetta misskiljist ekki, en við Siggi fórum 400000 ferðir þarna á milli síðasta sumar og erum einfaldlega sáttir ef við sleppum við eina í viðbót.

Nú kemur smápása og menn eru nokkuð sáttir við það, næsti leikur á laugardaginn, það mæta allir á þann leik sem verður mjög erfiður enda Fjölnismenn særðir eftir tap á heimavelli en eins og áður hefur komið fram þá "nenni" ég ekki aftur suður!
Ekki tapa gleðinni
Lenny 
fimmtudagur, mars 17, 2005
  Sælar

Það hafðist sem betur fer í kvöld, eftir mikið ströggl framan af, réðum lítið sem ekkert við kanana þeirra í fyrri hálfleik en það skánaði aðeins í seinni hálfleik og erum við bara nokkuð brattir þessa dagana, mjög hraður leikur eins og tölurnar báru með sér og í raun leyfðum við þeim að spila þeirra leik framan af. Við erum þrátt fyrir sigurinn ekki sáttir við að fá okkur meira en 100 stig en það er svosem í lagi meðan við vinnum.
Mikill léttir að vera búinn með þessa seríu, erfitt að koma inní hana og vita það að við gátum bara tapað henni, þ.e.a.s ef við vinnum, þá erum við bara gera það sem við áttum að gera, soldið "no win" aðstaða sem við vorum í.
Lalli Jóns var að spila mjög vel í kvöld með 12 stoðsendingar, Óli Ægis kom líka með ágætis syrpu í auknum leiktíma þar sem að Steinar gat ekki verið með.
Mike var á eldi í leiknum, með 7 þrista úr 10 tilraunum, reyndar hittum við frábærlega í 3ja og ef ég hefði ekki asnast til að klúðra mínum 5 þristum þá hefði nýtingin verið rosaleg, það er í raun of mikið fyrir mig að taka 5 3ja stiga skot, gengur best ef ég tek 2-3. Magni var frábær eins og Siggi og spiluðu ótrúlega vel, sérstaklega miðað við að vera dekka Harper í vörninni sem ætti nú að taka mikla orku af mönnum.

Félagar mínir í Borgarnesi klikkuðu á móti Fjölni í kvöld, því miður en þeir áttu alla möguleika á að klára þetta, William Coley spilaði lítið hja Fjölni og þeir nýttu víst ekki Larry Bird nógu vel undir körfunni en engu að síður flottur vetur hja Skallagrím, hefði verið gaman að fá þá í undanúrslitum en samt er maður hálffeginn, þessir leikir eru alltaf hálfgerð slagsmál og fer lítið fyrir fallegum bolta en það hefði verið fjör.
Já Fjölnir eru næstir í Fjárhúsið, mjög skemmtilegt lið þar sem að hlutverkaskipanin er afskaplega skýr, góðir útlendingar og svo hafa Íslendingarnir vaxið ört í vetur og eru núna orðnir hörkuspilarar, Benni Gumm þjálfar þá en hann var einmitt fyrsti þjálfarinn minn, ég get vottað það og þeir félagar mínir sem hafa verið hjá honum að þar fer fyrsta flokks þjálfari og á hann stóran þátt í þessari velgengni þeirra í vetur.
Virkilega sáttur við stemmninguna á leiknum, svona á þetta að vera og mun vonandi aukast og batna enn meira þegar á líður, liðin eru ekki öfundsverð af því að þurfa að spila í svona stemmningu.
Fyrsti leikur er held ég á sunnudaginn, en ekki taka því sem heilögum sannleik en mér var a.m.k. sagt það.
Jæja best að drífa sig í rúmið, alltaf erfitt að sofna eftir leiki, en það er spennandi að sjá hvaða skemmtun Bjössi Málari hefur sett upp fyrir mig í fyrramálið. Ég býð samt ekki í þennan helvítis kulda, þetta er nú ekki mönnum bjóðandi en maður verður víst að þola þetta á þessu blessaða landi.
Ekki tapa gleðinni
Lenny 
mánudagur, mars 14, 2005
  Sælar

Já það verður víst þriðji leikur hérna í hólminum á miðvikudag og verður hann víst í beinni á Sýn, seinasti leikur varð aldrei spennandi, gerðum út um hann í fyrsta leikhluta með frábærri vörn, Pálmi var að spila flott, bæði í vörn og sókn þrátt fyrir villuvandræði, Siggi og Magni spiluðu hörku vörn á Aaron Harper en hann hefur verið okkur einstaklega erfiður í þessum viðureignum við KR enda frábær leikmaður, algjör lykill að sigri á miðvikudag er að minnka hans framlag ásamt Echols, þeir verða alltaf stigahæstir en við verðum að halda þeirra skotnýtingu niðri.
Margir hérna í hólminum halda að við séum komnir í undanúrslit en það er langur vegur frá því, við erum búnir að brenna okkur einu sinni á því að koma kærulausir til leiks á heimavelli og er ekki stefnan að endurtaka.

KR er nefnilega ekki slakt lið þrátt fyrir að hafa lent í 7.sæti. einfaldlega hörkulið sem eru vel þjálfaðir. Annar lykill að sigrinum var stuðningurinn sem við fengum og hreint ótrúlegt að sjá alla þessa Hólmara á útivelli, mjög skrýtið að þegar var verið að kynna KR liðið að það heyrðist bara í Snæfells áhorfendum á meðan.
Allir að mæta á miðvikudaginn.

Góð grein hjá Smára Gítarsnilling á Vísir.is, melurinn hefur margt til síns máls eins og endranær, sérstaklega þetta með venjulega deildarleiki í NBA í beinni, það rennur einfaldlega ekki blóðið í þessum mönnum og lái þeim hver sem vill með 82 leiki í regular season, jafn leiðilegt að mínu mati og úrslitakeppnin getur verið skemmtileg, ég segi fyrir mig að Evrópu og háskólaboltinn er mun áhugaverðari en þessir leikir. Hvet alla til að lesa þetta og jafnvel commenta á þetta hjá honum og um leið hvet ég Tarfinn til að láta mig hafa eintak af plötu Hot Damn! sem fyrst, ekkert kjaftæði með það Smári minn.

Góður sigur hjá Gunner og félögum á Fjölni í gær, nokkuð þægilegur að sögn Gunners, ég held mig við mína spá að Borgarnes taki þetta og vinni á miðvikudaginn, þeir eru með dýrmætasta rass deildarinnar en hann vegur um 50kg stuttu eftir máltíð. Þetta er að sjálfsögðu George Byrd eða Larry eins og hann er kallaður hérna í hólminum, samt þykir nokkuð ljóst að hann og Larry Bird eru ekki neitt skyldir! fyrir utan muninn á stafsetningu þá eru þeir töluvert ólíkir á velli. En Byrd er að skila þeim miklu og tel ég að munurinn á honum og William Coley verði dýrmætur.
Talandi um Gunner þá er hann í hljómsveit og eru skiptar skoðanir um ágæti hennar, ég er a.m.k. fullur af efasemdum. Til þess að hressa uppá þetta hef ég boðist til þess að taka stöðu trommara, ekki það ég kunni á trommur, mér hefur bara alltaf langað til að vera í hljómsveit en alltaf hafa takmarkaðir hæfileikar komið í veg fyrir það, en ég hlýt að geta lært að berja á trommur og mun ég þá reyna að hafa nógu hátt til að yfirgnæfa sönginn í Haffa.

Jæja nú hringi ég í Jens
Ekki tapa gleðinni
LennyB 
  Sælt verið fólkið. Haffi Gunn komin í hús eftir að við unnum leikinn á móti Fjölni hér í nesinu. Byrdarinn var geisilega sterkur undir körfunni og Cliff er allur að jafna sig eftir flensuna sem hann hefur verið með síðustu viku. J-mac var einnig öflugur og Pálmi var einnig sterkur. ÍR-ingarnir unnu svo Njarðvík í Seljaskóla með þremm stigum og er maður ekki alveg að skilja þetta útlendingamál hjá Njarðvík. Voru með einn besta bakvörð á landinu sem var að senda fjöldan allan að stoðsendingum og var að setja nokkrar körfur í leiðinni. Einnig var LAckey ekkert slakur leikmaður og gat gert usla gegn hvaða liði sem var.

Fyrir leikinn í dag voru allir beðnir um að koma í ''blazer''(jakka),gallabuxum og hvítum bol til að hafa smá stíl yfir þessum leik. Héldu flestir að Ragnar mundi koma með eitthvað svakalegt úr sínu fræga pokahorni en nei nei. Mæti í einhverri flíspeysu og joggíngbuxum. Kallinn fer nú úr 10 í einkunn og niður í 7.5....Ragnar verður að vinna fyrir þessu. Pálmi mætti ekki í blazer og gallabuxum og ekki heldur Dollarinn en við vorum nokkurn vegin búin að gera ráð fyrir því að Dolli mundi mæta í Esso-gallanum sínum öllum löðrandi í bensíni. En prik kvöldsins fær Áskell Jónsson litli pjakkurinn fá Akranesi. Áskell á ekki jakkaföt og mætir oftast í einhverri upphitunartreyju frá Aston Villa. En kallinn fékk jakka lánaðan frá mömmu sinni og var með axlapúðum og öllum græjum. Tek hattinn af fyrir því.

Síðan er það leikurinn á Miðvikudag í Grafarvogi og þar verða áhorfendur að mæta og styðja við bakið á okkur. Áhorfendurnir á föstudag voru alveg magnaðir og vonast maður til að þeir mæti aftur á miðvikudag og einnig fleiri sem verða að mæta.....

Hlynur Bæringss hafði samband og vildi óður komast í bandið''Athugið''. Hann segist vera með trommuhæfileika og segist geta spilað nokkuð nálægt John Bonham. Sem minnir mig á það að miðasala á Robert Plant byrjar næstu helgi og ég held nú að Jón Þór Eyþórsson lætur sig nú ekki vanta þá tónleika.......... Heyrst hefur að hann taki bara Zeppelin lög en maður hefur nú grun um að hann taki eitthvað af nýjustu plötu...... Gaman verður að sjá hver hitar upp fyrir goðið.......... er einhver með hugmynd eða vitund hver hitar upp fyrir Plantarann.

Jæja skóli á morgun svo ég heyrir í ykkur og allir að mæta í Grafarvoginn á Miðvikudaginn

Sjáumst................... 
föstudagur, mars 11, 2005
  Jæja

Ekki fór það eins og við vildum í gær, spiluðum alls ekki vel og vorum að gera alltof mikið af mistökum sem leiddu til auðveldra stiga hjá þeim KRingum, sérstaklega í lokin þegar við höfðum fullt af tækifærum til að klára þetta en þá kom turnover eftir turnover og svo klikkuðum við á auðveldum skotum nálægt körfunni og svo klikkaði ég á vítinu í restina, hrikalegt og er maður vanari því að vera í hinni aðstöðunni en maður verður að taka þessu eins og maður. Maður svaf nú ekki mikið í nótt en er skárri í dag og með hugann við næsta leik sem verður á morgun í DHL húsinu í vesturbænum, við erum með bakið upp að veggnum og verðum að vinna til að geta klárað þetta hérna heima.
Gríðarlega erfitt verkefni framundan en ég get lofað því að við reynum allt sem í okkar valdi stendur til að fá þriðja leikinn hingað heim, við getum allir spilað betur en í gær, það er nokkuð ljóst. Ef svo skyldi fara að við förum í sumarfrí á laugardaginn þá verður það ekki vegna skorts á vilja eða baráttu.
Ég hvet alla sem vettlingi geta valdið að mæta í DHL höllina á laugardaginn og styðja okkur, það munar um hvern einasta kjaft. Það skiptir enn meira máli þegar illa gengur að fá góðan stuðning og ef allt gengur upp þá fáum við þriðja leikinn hérna í hólminum á miðvikudag og það er jú það sem allir vilja, ekki satt? ja nema þá KRingar.
Ekki tapa gleðinni
Lenny 
fimmtudagur, mars 10, 2005
  Já sælt veri fólkið

Það þarf varla að minnast á það að úrslitakeppnin byrjar í kvöld og er ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur, vesturbæjarstórveldið KR. Væntanlega 2-3 hörkuleikir í uppsiglingu, og vonumst við til að vestlendingar fylli stúkuna í hólminum, og jafnvel að hörðustu KR-ingarnir mæti, bara gaman að því.
Einnig væri óskandi að KRingar myndu leggja sitt af mörkum í stemmningunni og mæta með sjálfan tryggingamógúlinn Bubba Morthens til að taka nokkur lög, a.m.k. á laugardaginn í vesturbænum. Bubbi er nú soddans stórlax að hann er væntanlega ekki klár fyrr en í úrslitarimmuna. Snæfellingar eru nú heldur ekki á flæðiskeri staddir hvað varðar skemmtikrafta og fólk gæti átt von á stórhljómsveitum eins og Susi kvadro, eða vinir vors og blóma. Bubbi hvað?

Hef nú ekkert að segja, bara að drepa tímann fram að leik.
allir í fjárhúsið.
ekki tapa gleðinni
Lenny 
miðvikudagur, mars 09, 2005
  ja godag. Haffi gunn hér kominn.

Ekki alveg nógu sáttur síðast skrifara hér á Nemanum. Hlynur veit nú betur en þetta. Tók ég nú Don´t worry be happy á Ísafirði fyrir löngu og viti menn, þetta lag vann síðustu Samfés-keppni. Ekki veit hvað Hlynur meinar með því að hann sé betri söngvari. Hefur maður ekki heyrt einn mann syngja svo rammfalst og útúr lagi síðan Gægji Hafsteinsson tók lagið hér forðum. Alla veganna er bandið nú á fullu að fínpússa hluti eins og bakraddir og fleira.
Ég held nú að V-ið og Siggi Maze geta vottað um það að þegar maður fer á svið þá á maður eftir að syngja og dansa eins og bróður minn hann Justin. Reyndar talaði ég við kvikindið um síðustu helgi og það er bara allt í sómanum hjá honum og Cam eins og ég vil kalla hana(Cameron Diaz) og þau eru að spá í að dropa hérna við þegar ''Athugið'' tekur sitt fyrsta ''gigg''. Vorum við einnig að spá í að skrá okkur í Músiktilraunir en við vorum of seinir að senda inn þáttökubréf svo það verður bara næsta ár. Annars er ég nú vissum að við mundum rústa Bjerne og félögum.

Haffi gunn kominn á blað 
mánudagur, mars 07, 2005
  Jesús Pétur Kiljan og hin heilaga jómfrú

Hafþór Rauðskeggur er búinn að stofna hljómsveit, ásamt nokkrum liðsmönnum Skallagríms, ekki efast ég um að þeir Pálmi, Valur og félagar séu flinkir í músíkinni, en ég þekki McGunner nokkuð vel, indælispiltur með marga hæfileika en að syngja er ekki, ég endurtek EKKI einn af þessum hæfileikum, við höfum oft tekið lagið saman og þyki ég standa honum mikið framar í þessum fræðum, hér með skora ég á þessa menn að hringja í mig og ég er klár í að taka eitt gigg með þeim.

kominn töluverð spenna í fólk útaf úrslitakeppninni, eðlilegt enda er þetta mikil stemmning, fólk vill fá aðra eins úrslitakeppni eins og í fyrra, það verður erfitt en við reynum, Zegret Mase er einhvað tæpur í ökklanum og hefur ekki æft með okkur, vonandi náum við að tjasla honum saman fyrir fimmtudaginn.

Það var kosning í gær um hin ýmsu verðlaun í deildinni, þetta á nú að vera leynileg kosning en ég ætla bara að upplýsa mín atkvæði, það verður vonandi enginn fúll yfir því.
fimm manna liðið var svona:
Maggi Gunn, Haffi Gunn, Gunni Einarss, Palli K, og Frikki Stef. Maggi Gunn fékk besti leikmaður, aðallega fyrir evrópukeppnina þó þetta eigi bara að vera fyrir deildina.
Valdi Cameron Echols besta kanann, langaði að velja Darryl Lewis en hann er víst orðinn rammíslenskur og hyggst vera hér á landi í mesta lagi í mánuð í viðbót, Ísland Þúsund ár.
Þjálfarinn var Siggi Ingimundar, deildarmeistar og fínn árangur í Evrópu.

Besti ungi leikmaðurinn var Brynjar Björnss, þrátt fyrir furðu drullug trix af aðeins 16 ára gömlum leikmanni að vera. Mikið efni.

Varnarmaðurinn var svo Frikki Stef. Erfiður andskoti.

Núna eru Njarðvík komnir með 2 nýja kana, þetta er einhver sú kjánalegasta regla sem um getur, akkúrat engin sanngirni í þessu að mínu mati. Ég sem hélt að deildarkeppnin væri spiluð, til að raða upp fyrir úrslitakeppnina og fall. Hvað gerir þessa blessuðu kana svona merkilega, fæstir þeirra sem koma í dag eru stórkostlegir spilarar, þó að vissulega sé þar undantekningar. Kani á bara vera einn af liðinu og hann meiðist, svekkjandi. Fáránlegt að hægt sé að bæta við sig Kana eða fá 2 nýja rétt fyrir úrslitakeppni, ekkert að setja útá Njarðvík þeir eru bara að fara eftir reglunum en þeim finnst þetta örugglega svipa kjánalegt.
Ég er nokkuð viss um að við í Snæfell hefðum getað drullast í úrslitakeppnina kanalausir, eða Kef eða Njarðvík. Það þýðir að þessi lið gætu sparað sér laun kana í 6 mánuði sem er slatti, skriðið í úrslitakeppnina og svo fengið sér 2 20000 dollara kana í einn mánuð, jafnvel einhverja NBA gaura sem voru cuttaðir og rúllað mótinu upp, þó að þeir hafi lent í áttunda sæti. ég veit ekki hvort ég er einn um þessa skoðun en þetta meikar engan veginn sens og verður örugglega lagfært seinna meir.

Ef þið sjáið einhvers staðar hljómsveitina "Athugið" auglýsta hlaupið eins hratt og þið getið í öruggt umhverfi þar sem enginn hætta er á að Haffi Gunn syngi menn í kaf.

Ekki tapa gleðinni.
Lenny 
  Haffi Gunn kominn hér sjóðheitur frá Akranesi. Er í eyðu svo það er ekki hægt að gera neitt annað hérna á skaganum heldur en að kíkja í tölvuskrattann og kíkja á netið.

Erfið helgi búinn hjá mér. Fór með mína stráka til Keflavíkur og vorum að keppa á Samkaupsmótinu en 850 grislíngar voru að keppa á því móti. Kepptum við 10 leiki og unnum þá alla og er ég kominn í hóp þjálfara ársins í Borgarnesi en árangur liðsins hefur vakið gríðarlega athygli á þessu ári.

Á fimmtudag var leikur á móti KFÍ og við unnum hann en lítill sem enginn stemming var á leiknum hjá liekmönnum allavega en áhorfendurnir voru með á nótunum.

Á föstudag var svo hljómsveitaræfing hjá hljómsveitinni''Athugið'' en þar er Hörður Unnsteinsson gítarleikari, Valur Ingimundarsson gítarleikari, Pálmi Sævarsson bassaleikari og Hafþór Gunnarsson söngvari. Pálmi var ekki mikið fyrir að spila þetta kvöld og var allt kveldið í poool við Dolla Dropa''The dollar'' og Valli hór heim í teboð. Svo ég og Hörður vorum eftir. Tókum við allsvakalega á því. Tökum slagara eins og ''Kristalnótt'' með Maus,''Wonderwall'' með Oasis, ''Under the brigde'' með chilli Peppers,''Romeó og Júlía'' með Bubba, ''Stairway to Heaven'' með Zeppelin og''Ground control to Major Tom,check igniton and may gods love be with you'' með David Bowie. Við trylltum lýðinn sem var þarna og er spurning hvenær ''Athugið'' kemur út með plötu en við erum til að byrja með ''Coverband'' en það á reynda eftir að fá trommara í hópinn. Nonni var að prufa sig áfram og einnig Finnur Jóns en þeir eru bara byrjendur í faginu svo það er spurning.


Haffi Gunn kveður í bili....... 
föstudagur, mars 04, 2005
  Jæja

Helvíti langt síðan maður checkaði sig inná Negrann, helvítis leti.

En það er nóg að frétta, maður er byrjaður að mála hjá engum öðrum en Bjössa málara og þyki ég í meira lagi efnilegur með pensilinn og ekki verri í spasslinu.
Vorum einmitt í húsinu sem afi hans Sigga Þ. er að byggja en hann kemur reglulega og segir frá einhverju og byrja sögurnar oft einhvern megin svona "já hvað hét hann nú, já mikið rétt hann hét Jónas og bjó hérna á Hóli um 1850, nei nú er ég að ruglast, hann hét Þórður" gaman að honum Sigga í Vík.

Töpuðum með ömurlegum leik á móti Tindastól í gær, náðum okkur aldrei í almennilegan gír, réttast er að biðja þá sem mættu afsökunar, við verðum mun hressari á fimmtudaginn á móti KR enda verður ekkert vandamál að ná mönnum í gangi fyrir þann leik, Furðulegt að spila á móti jafn góðu liði eins og KR í fyrstu umferð en deildin er bara orðin svo helvíti jöfn að allar viðureigninar í fyrstu umferð verða mjög spennandi. Aðalmennirnir í liði KR eru þeir Cameron Echols, Aaron Harper og Brynjar Björnss, einnig er Lalli Jóns traustur, andskotanum erfiðara að ráða við þessa kana, en KR fékk fyrsta vinning í kana lottóinu þetta árið, þessir tveir eru báðir á topp fimm yfir kana í deildinni en við reynum að hafa hemil á þeim eins og við getum. Mjög mikilvægt er að fjölmenna á fyrsta leikinn, því við viljum hafa pressuna á KR í öðrum leiknum, nauðsynlegt að gefa liðum ekki sjálfstraust hérna á okkar heimavelli en fá lið hafa mikla trú á sigri hérna.

Haffi Gunn og félagar eiga Fjölni í fyrstu umferð og er ekki nokkur vafi hjá mér að þeir munu taka það í tveimur leikjum, held að Fjölnir séu hættir á þessu tímabili, þeir vinna aldrei í Borgarnesi, of sterkur heimavöllur og Borgarnes stelur einum í Grafarvogi. En þetta kemur allt í ljós.

við verðum duglegir að skrifa núna í úrslitakeppninni.

Ekki tapa gleðinni
Lenny 
Negri Nemi
Netfang heimasíðunnar
negrinemi8@hotmail.com



Góðir Linkar

Arsenal síðan
Baggalútur
Heimasíða Snæfells
Pearl Jam
ÍR Ruslið
Sport.is
Skallinn
KR-TubRatz
Meira Pearl Jam
Pearl Jam Textar

Liverpool Síðan
Pallaleigan
Free Guestbook from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Free Vote Caster from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Hit Counters




















Weblog Commenting by HaloScan.com

Gamlir pistlar
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 /





Powered by Blogger