Auðvitað ertu kominn á Negrann!!!!
föstudagur, september 30, 2005
  Jæja ég er nú að skrifa mín fyrstu orð hér í nokkra daga, en það er alveg ótrúlegt að "vinir" manns eru bara búnir að afskrifa mann bara vegna þess að maður er ekki hér alla daga sveittur að berjast við það að koma einhverjum orðum á blað. Það er ekki eins og maður sé blaðamaður eða rithöfundur.
Það koma tímar þar sem maður hefur frá mörgu að segja þá er maður líka virkur en Lýður minn svo koma líka dagar þar sem maður hefur bara öðrum hnöppum að sinna, eins og einhver góður maður sagði og vaknaði svo steinsofandi með einari í ólafsvík.

En hver þarf óvini þegar maður á svona vini?

Ég held reyndar að Lýður sé sennilega þess valdandi að ég er að skrifa hér núna og ef minni svíkur mann ekki þá var það sennilega McGunner sem beitti svipuðum aðferðum til þess að lokka mig að lyklaborðinu síðast en ætli það hafi ekki verið fyrir svona 20 mánuðum síðan eða svo. En ég meina það eru börn í afríku sem hafa aldrei séð eða heyrt um bloggsíður hvað þá bloggað þannig að þetta er ekkert tiltökumál.

Nú hefur maður orðið vitni að því að menn séu að nota þessa síðu til þess að fegra sannleikann um eigin getu í ákveðnum íþróttum en það hefur þó aðallega verið formaður og stofnandi red and prád klúppnum á íslandi en hann þekkja menn einnig undir nöfnunum grunnskólahrellirinn, justin, mac mac mac, Gunner, McGunner, rauðskeggur, Haffi og Half dogg svo einhver nöfn séu tekin sem dæmi. En nú virðist hann Vaffi okkar farinn að minna heldur mikið á rauðu eldinguna þegar hann lofsamar sig og marga félaga sína í blakinu en segir svo að þeir hafi tapað! Þarna hefði ég viljað sjá hann taka af silkihanskana og láta þá sem áttu það skilið heyraða! Nonni var eiginlega sá eini sem fékk slaka dóma en það voru fleiri inná og þeir hafa ekki verið uppá marga fiska ef þið tapið á móti þeim sem eftir eru. En ég tel mig vita hverjir hafa verið í hinu liðinu og þessir blessuðu útlendingar hafa nú aldrei getað neitt í blaki, kunna ekki einusinni 1, 2, 3, HÖTTUR! Ég hef ekki tapað í blaki í nokkur ár þannig að ekki segja að ég viti ekki hvað ég er að segja. Ég veit sko alveg um hvað málið snýst. Að segja að ástæðan fyrir tapinu hafi verið að Bárður fór yfir í hitt liðið er alveg... usss maður á bara ekki til orð. usss nú er ég ekki að taka neitt af Bárði sem leikmanni en guð minn góður... ussss

Alda fór á æfingu í dag en kemur ekki heim fyrr en á sunnudag! Þetta á sér allt eðlilega skýringu en hún fer í fyrramálið til Lux að kepp einhverja æfingaleiki. Helvítis æfinga ferðir þetta er bara rugl og ekkert annað! Nei segi bara svona þetta er nauðsynlegur partur af þessu öllu þannig er það bara. Djö$%$#

Æfingin í dag var sennilega sú eftirminnilegasta síðan ég kom til Hollands og jafnvel síðan ég byrjaði í körfu. En þjálfarinn var upptekinn og komst ekki og þar sem það er æfingaleikur á morgun og stutt í mót var ekki hægt að sleppa æfingunni og var forseti félagsins óður í að fá að vera með æfinguna. Hann fékk hann ósk sína uppfyllta og guð minn góður. Ég segi nú bara eins og Hlynur sagði eftir æfinguna að það hefði verið óborganlegt að vera með video cameru á stundu sem þessari. Maðurinn var allavegana ekki hljóður út í horni, nei hann er tilfinninganæmur þegar kemur að körfubolta og það verður ekki tekið af honum. Jæja nóg um það.

Held að maður segi þetta gott í bili.

Þar til næst.

Siggi #9 
  Þetta er ekki hryðjuverkamaður frá Tyrklandi
Blessuð

Vaffarinn nýbúinn að lýsa mánudagsæfingum hjá Snæfell en þær hafa alltaf verið á mjög leiðilegum tímum, fyrsta veturinn minn þarna var mér sagt að mæta á æfingu klukkan korter í 2 að nóttu, já Bárður bryddaði upp á því, mannskapsins vegna að brjóta þetta aðeins upp sem var gott mál, en í hönd fór einhver mesta sigurganga eins liðs í Íþróttasögunni! Hlynur og félagar í blaki var það kallað en þetta lið tapaði ekki í 3 ár sem ég var þarna. Sem er merkilegt vegna þess að Bárður kann ekki að telja í blaki, hann telur þannig að þegar hann nær stigi þá bætir hann við 5. En þessi leiðinda svindl gera afrekin bara enn merkilegri. Þess má geta að Vaffarinn var varafyrirliði blakliðsins á þessum tíma.

Netið,Svefn,Æfingar,Éta,Póker þetta er að frétta af mér svo einfalt er það, ligg núna eftir lyftingarnar að hlusta á Anthony & the Johnsons, en ég komst í tæri við þessa músík í gegnum Helga Magg í sumar, hafði nú ekki mikla trú á þessu til að byrja með en það verður að viðurkennast að þessi plata er hreint út sagt mögnuð. Þessi gaur hélt tónleika á Nasa í vor og var víst troðið útúr dyrum og er búið að panta hann aftur í vetur og varð uppselt á tónleikana á 7 mínútum! þannig að hann heldur auka tónleika og í guðanna bænum gott fólk náið ykkur í miða á þessa snilld, fyrir þá sem ekki vita er þetta ekki þessi partýmúsík en þvílíkt ljúf músik, checkið á þessu, platan heitir I am a bird now, tónleikarnir verða í fríkirkjunni, en það var einmitt fyrir sunnan fríkirkjuna sem einhver gaf einhverjum undir fótinn..... Hver fattaði þetta? enginn?

Skallagrímur virðist loksins vera búinn að setja menn í kringum Gunner til að mata hann og virðast þeir vera með hörkulið, tóku Snæfell með 11 í Borgarnesi. Gunner hefur væntanlega verið sínum gömlu félögum erfiður en annars virðast bæði lið vera nokkuð heppinn með Evrópubúa og þurfa bæði lið á því að halda uppá breiddina.

Skype er málið.... djöfuls snilld er þetta geta spjallað við félagana í góðum póker fyrir ekki krónu. Svo við konuna og Mömmu en þar sparast eiginlega meira því eins og allir vita þá eiga konur það til að geta talað svo til endalaust. Jón Gnarr myndist einmitt á þetta, ákveðinn orðakvóti á dag hjá kynjunum og eru konur með mun meira en við þreytumst fyrr, hann sagði að þess vegna fengu karlmenn sér bjór því í hverjum bjór væru 500 orð, ég held að þetta sé rétt.

Seinfeld er brilliant, hvet líka alla til að rúlla aftur yfir þessa þætti, ég er með þetta í tölvunni á hverju kvöldi.

Here's the deal, if you can't spot the sucker at your first half hour at the table, then you are the sucker- Mike McDermott.
Jens er að hringja
Síðar
HlynurB 
miðvikudagur, september 28, 2005
  Úff það er erfitt að komast í gang svona í byrjun vikunnar eftir andvökunætur helgarinnar með öllu tilheyrandi. Fyrsta liðspartýinu lokið og allir heilir eftir það allt saman fyrir utan Tóta Trébala sem þoldi ekki sviðsljósið á Fimm Fiskum. Maðurinn er mikill í vexti en það var nánast vonlaust að ná mynd af honum, svo snöggur var hann á milli borða.

Manni hlakkaði nú ekkert svakalega að mæta á æfingu á mánudag. Bjóst við miklu púli þar sem þjálfarinn vissi af gamaninu á laugardagskvöld en svo var nú aldeilis ekki. Nett blakæfing var það nú bara og má vægast sagt segja að í körfuknattleiksliði Snæfells leynast sennilega lélegustu blakmenn landsins og ber fyrstan að nefna Jón Ólaf Jónsson. Maðurinn gjörsamlega hleypur út um allan völl (sem væri gott í fótbolta) og í veg fyrir samherjana og svo er maðurinn auðvitað örvhentur flækjufótur og say no more.
Annars voru þessir atkvæðamiklir í mínu liði.

MAGNIficent: Með ótrúlega fallegan stíl í uppgjöfum en mætti tímasetja smössin betur. Góður fyrir liðsandann og var virkur í one two three Höttur.

Remó: Sennilega sá besti á vellinum en brýtur samherjana mikið niður með niðrandi skömmum (kannski er það ástæðan að hann er bestur). Reyndi fullmikið af smössum sem enduðu flest bara í netinu enda nær hann ekki upp fyrir net blessaður.

CoachB: Var sennilega blakari í fyrra lífi, hoppar ekki hátt í smössin en ótrúlega lúnkinn að koma þeim yfir og skora. Bestur miðað við aldur. Ákvað reyndar að skipta um lið í miðri seríu og er það mál til ath. hjá mótanefnd.

Melló: Lítill og rauðhærður, ekki þessi týpíski blakari en gerði fá mistök. Fær gæðastimpil Sameinuðuþjóðana.....HA?

Hilmir: Örvhentur nýliði.

Vaffarinn: Var allt í öllu í sínu liði, var að mata þessa kalla og kom svo öðru hvoru með laumu. Maður seríunnar. Það er í lagi.

Þetta var nú bara liðið sem ég var í en hitt liðið var nú svo lélegt að það tekur því ekki að tala um þá hörmung. Reyndar unnu þeir seríuna (best of 7) en það var nú bara vegna þess að Bárður ákvað allt í einu að skipta um lið og í staðinn fengum við örvhentan liðsmann. Voru þeir þá orðnir tveir í okkar liði og þarf ekki að spyrja að leikslokum við svoleiðis aðstæður. Blindur leiðir blindann og örvhentur gefur á annan sem snýr öfugt, þetta segir sig bara sjálft.

Fínt að vera eini í Snæfell sem skrifar inn á negrann. Hér get ég rifið kjaft og skotið á menn hægri vinstri um það sem gerist á æfingum og hvorki Hlynur né Haffi geta rifið kjaft á móti. Tel ekki Sigga með, hann skrifar hvort eð er aldrei:)

Jæja, æfingaleikur við Borgarnes City, McGunnerinn og félaga og verður forvitnilegt að sjá hvernig fer. Bæði lið nánast fullskipuð með útlendingahersveit og læti. Sjálfur treysti ég mér ekki að spila strax en það verður engin áhætta tekin í vetur. Löppin verður betri með hverjum deginum en þetta verður bara allt að taka sinn tíma. Betra að vera heill heilsu í febrúar en nóvember.

Jæja, er að gera allt andlega klárt í toppstykkinu á mér fyrir Liverpool-Chelski og það verða nagaðar neglur á puttunum á mér í kvöld. En umfram allt, ekki tapa gleðinni og svo setur maður bara upp skíðaglott þegar Liverpool fagnar sigri í kvöld. Nú hringi ég í Jens.

Vaffarinn kveður, góða nótt. 
fimmtudagur, september 22, 2005
  Jæja þá, helvítis veturinn kominn en það snjóaði í morgun og ekkert nema grámygla og leiðindi framundan. Maður ætti auðvitað bara að flytja burt af þessu skeri til að vera laus við þetta. Það snjóar aldrei nógu mikið til að fara á skíði og snjósleða heldur er þetta bara svona örþunnt lag af snjó sem fýkur fram og til baka og er bara til leiðinda. Finnbogi, eða innbogi eins og Nonni kallar hann, var mest sáttur en hann ætlaði út að lenna sél með klökkunum. Snillingur.

Er frekar myglaður í dag, svaf lítið í gær og ekki laust við það að maður bara leggi sig aðeins fyrir æfingu. Endalaus vítahringur sem maður kemst í þegar maður leggur sig svona á daginn en ég get ekki lagt mig bara í hálftíma heldur verð ég að rotast alveg í tvo tíma eða meira og svo get ég ekki sofnað á kvöldin. Vill til að það er ekkert brjálað að gera hjá mér á daginn svo ég get leyft mér þetta upp að vissu marki.

Ipodinn loksins kominn í lag hjá mér en ég er bara búinn að eiga hann í tæpa tvo mánuði og hef ekkert getað notað hann. Þetta er svosem alveg týpískt fyrir mig og græjur, það bilar allt í höndunum á mér. Það er samt alveg bömmer að kaupa sér græju fyrir 25þús og þurfa að byrja á að fara með hana í viðgerð. Keypti mér svo tösku undir kvikindið sem kostaði litlar 5000kr en það er ekki mikið fyrir hálaunaðan baðvörð í 50% vinnu. En hvað eru peningar svosem annað en óhamingja og leiðindi og best að eyða þeim bara jafnóðum í vitleysu og annað bull.

Annars er ég bara hress, eeennnnúúúú.

Vaffarinn 
laugardagur, september 17, 2005
  Jæja
þá byrjum við aftur, við skulum vona að Gunnar fari ekki að slitna.

Allt fínt að frétta héðan, mikið hangið á netinu og fyrir framan sjónvarpið og uppgötvaði mér til mikillar gleði að ég get horft á evropukeppnina í körfu sem er núna í Belgrad, held ég. Allir leikirnir á 24 dollara sem er nokkuð vel sloppið. Gaman að horfa á þessi bestu lið og er þetta betri körfubolti að mínu viti heldur en NBA, færri troðslur kannski en eins og við hvítu mennirnir vitum þá eru það bara 2 stig....

eins og þeir vita sem þekkja mig þá er ég einstaklega hress maður.. sem sagt fátt sem fer í taugarnar á mér og ég æsi mig sjaldan. En það kemur fyrir og ég ætla að deila því með ykkur hvað það er Þessir hlutir eru pirrandi en eru ekki í sérstakri röð.

1.Biðraðir
2. flugvellir
3. Bárður á fjarstýringunni
4.Helgi Reynir að taka 10 mín í að segja pass í póker
5.meiðsli
6.menn sem segjast vera hættir einum óvana en eru í raun bara hættir að kaupa hann (Beggi í gamla daga og aðrir félagar manns)
7.Kolbrún Halldórsdóttir, konan fann upp leiðindin
8. Nonni mæju hringir klukkan 5 að nóttu og vekur mann til þess að segja manni nákvæmlega ekki neitt..
9. Magni segir "hækka um 400" í póker en setur svo bara 200 í pottinn..
10.Helgi Magg og Beggi Sveins og þeirra fáranlega ástríða fyrir Arsenal, mennirnir eru ekki í neinu sambandi við umheiminn þegar þeir tala um þessa hluti.
11.Þegar Siggi Þ. sest á dolluna og maður finnur lyktina svífa inní stofu, nánast áþreifanleg, gömul hjón í Amsterdam fengu hjartaáfall, svo langt náði kvikindið
12.Maggi Gunn segir góða nótt og spilar svo músíkina svo fáranlega hátt að það er ekki nokkur leið að sofna, spurning fyrir kvikindið að fá sér heyrnartæki...
13. þegar vitleysingar verða heppnir í póker og segja svo, "það eru alveg jafn miklar líkur á að fimman min og ásinn þinn komi upp"
14.Umferðin í reykjavík, hlýtur að vera einhvað að, því á hverju ári eru framkvæmdir útum allt en samt er alltaf sama traffíkin og leiðindi á hverju ári...
15. Þetta er ástæðan fyrir þessum pirringspistli en það eru nettengingar, ég hef verið með þær
nokkrar, verið á u.þ.b. 40 stöðum með interneti og þeir eiga það allir sameiginlegt að það er alltaf einhvað helvítis vesen. Dettandi inn og út.
Þetta fer vægast sagt í taugarnar á mér því ég held að þetta sé eina varan í heiminum sem fólk kaupir og hún virkar bara stundum! og enginn segir neitt. Ég sé fyrir mér mann í Bílasölu Guðfinns að selja bíl, hann segir "Þetta er flottur bíll, maður kemst upp í 200 á 3 sekúndum, radarvari, rafmagn í rúðum, sparneytinn, þvílíkt glæsilegur, þennan færðu á 3 millur.. ekki slæmt? það er reyndar eitt vandamál, hann fer ekki í gang á morgnana og bara stundum á kvöldin og svo er stundum basl ef það er mikil umferð, þá getur hann chokað á pressunni, en um kaffileytið þá er þetta besti bíll í heimi" Það held ég nú varla, þessi bíll myndi væntanlega ekki fara út.

Gott að vera búinn að blása þessu út!

sá að Snæfell unnu ÍR á greifamótinu, mjög gott mál enda vita allir að Greifamótið stórmót.. töpuðu reyndar fyrsta leik en svona er ástin bara, vantar reyndar Harry og Lloyd þá Helga Reyni og Vaffarann.

fyrsti æfingaleikur hja okkur er á morgun á móti liðinu sem endaði í áttunda í fyrra og slógu út efsta sætis liðið í fyrstu umferð, mér sýnist þeirra lið vera ágætt, eru með 4 kana, 2 belga og 2 hollenska landsliðsmenn en maður veit svo sem ekkert fyrirfram en þeir eru a.m.k. með nýjan sponsor og hafa eytt miklum peningum segja þeir sem til þekkja.
Micheal Kingma er nýji leikmaðurinn okkar, strákarnir úr landsliðinu muna eftir honum Stór, ljóshærður með krullur en samt kollvik alveg aftur að hnakka, en ég segi það að þessi maður er vægast sagt snillingur, þvílík týpa, jafn kærulaus og menn verða og afrekaði það á fyrsta degi að læsa sjálfan sig úti, komst ekki inn, var ekki kominn með síma né nein númer, ekki bíl og rataði ekki neitt, helvíti gaman.
Síðar
HlynurB 
miðvikudagur, september 14, 2005
  Já Lenny og Maze farnir frá okkur og ekki spurning að það verður mikill söknuður amk. hjá mér. Aldrei að vita samt að maður skreppi til Hollands í vor að heimsækja drengina en það fer auðvitað alveg eftir því hvort að þeir verði ennþá að spila þegar okkar tímabil er búið. Annars koma nú drengirnir heim um jólin og vonandi fær maður að sjá smettið á þeim svona rétt til knúsa þá.

Allt komið á fullt hjá okkur og útlendingarnir að smella betur og betur inn í hópinn bæði innan vallar sem utan. Serbarnir eru nett geðveikir eins of flestir Serbar sem ég þekki en svertinginn okkar er sennilega einn sá hvítasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst en hann er ljúfur drengur og er mjög opinn fyrir öllu hérna. Þeir fóru í mat á elliheimilinu um daginn eins og alltaf og það var soðin ýsa í matinn og minn át bara stykkið með roðinu og öllu og kvartaði ekki yfir neinu. Fannst þetta bara helvíti gott. Hann er nú ekki fyrsti útlendingurinn sem étur fiskinn með öllu draslinu því Mingó félagi okkar át nú fiskinn með beinunum og öllu hérna um árið eins og frægt er orðið.

Greifamótið um helgina og er spennandi að sjá hvernig liðið á eftir að standa sig á móti hinum liðunum en við erum stórt spurningamerki í vetur. Reyndar eru flestir að spá okkur slæmu gengi og margir að senda okkur beint niður í fyrstu deild og er það bara allt í lagi okkar vegna. Það á víst að hafa verið einhver dauðadómur yfir okkur að hafa ekki náð í lið fyrir Valsmótið og skil ég það vel því við erum að tala um einn stærsta íþróttaviðburð
á Íslandi í dag. Framkvæmd mótsins með öllu til fyrirmyndar og liðin fullmönnuð og í toppformi. Annars stefnum við auðvitað á það að verja Greifamótstitilinn og er aldrei að vita nema að menn detti inn á VV&B ball annað árið í röð:) Annars verð ég ekki sjálfur að spila svo að það spurning hvort maður eigi að rúlla með. Nenni því varla þar sem það er nú ekki skemmtilegast í heimi að horfa á æfingaleiki.

Jæja kominn tími á að spila smá póker á netinu. Maður er allur að komast í æfingu við þetta og má nefna að maður skellti sér í Ólafsvík um daginn og hirti 10000 kall af fótboltaliðinu þar og nú veit ég að Hlynur er stoltur af mér, nokkur tár jafnvel.

Stay tuned.

Vaffarinn. 
  Jæja

Komnir til Hollands og flest allt er eins og það á að vera... Köngulær voru víða hérna fyrst, Ed Dotson er tuðandi í hvert skipti sem þjálfarinn opnar munninn en gerir það samt alltaf mjög lúmskt, engin leiðindi í honum samt, Siggi er búinn að vera í 3 tíma að reyna að komast í gegnum fyrsta level í spider solitaire og Alda er hjá vaskinum...

Já fyrstu æfingarnar voru í dag lyftinga æfing er alltaf klukkan hálf ellefu til tólf og svo er 2 tíma æfing um 3-4 á daginn, mjög ánægður með þessa tíma, þarf ekki að vakna of snemma en samt ekki svo seint að maður snúi sólarhringnum við og svo er maður búinn um 5-6 og á allt kvöldið.

Liðið virðist vera fínt, 3 kanar og sýnist mér þeir vera góðir spilarar, við Siggi, einn hollenskur landsliðsmaður er ástrali með Hollenskt vegabréf. Breiddin virðist ekki vera mjög mikil en við vissum það svo sem fyrirfram.

Eitt af því seinasta sem ég las áður en ég fór af Íslandi var frétt þess efnis að Pókeræði væri um það bil að skella á heima... ég er mjög sáttur við það, menn hafa verið duglegir í þessum fræðum og mér til mikillar gleði er einn af könunum hérna iðinn við þetta, hann Tim Whitworth og vonast ég til að geta tekið af honum pening.. Annars hvet ég alla Íslendinga til að grípa í spil og segja All-in af og til, þeir sem þekkja það vita að fátt er skemmtilegra en að spila póker þá serstaklega ef þið komist í spil með Helga Reyni, gaman að vinna hann og það sem meira þá er það er mjög auðvelt..

Síðar
HlynurB 
mánudagur, september 12, 2005
  Hóhóhó

Já það held ég nú, nýkominn frá Rúmeníu þar sem við unnum rúmena nokkuð þægilega og spiluðum okkar besta leik í þessum riðli. Maggi Gunn var heitur en annars voru allir að spila nokkuð vel.
Mikið helvíti er maður orðinn þreyttur á þessum ferðalögum öllum! nýlentur hérna og fer til Hollands á morgun, ekki gaman en maður verður nú að vera jákvæður... þetta er seinasta flugið í bili sem betur fer því eins og Jón Gnarr sagði um árið þá er ég ekkert rosalega öruggur með mig í margra tonna járnflykki í 10000 feta hæð á 1000 km hraða....
Orðinn spenntur fyrir að komast út og prófa þetta, þetta verður vonandi skemmtilegt þó þetta verði að sjálfsögðu strembið líka, flogið um miðjan dag á morgun og ég held að það sé æfingaleikur mjög fljótlega eftir að við komum.. Allnokkrir hafa sagst ætla að kíkja í heimsókn til Hollands og það er spurning hverjir standa við það... Beggi?? Hemmi? Nemi? Vaffari? við sjáum til með það..

Má nú ekki vera að þessu, þarf að fara að pakka og gera mig kláran í bátana þarf að redda einhverju hér og þar.. Við verðum með update reglulega frá Hollandi og aldrei að vita nema að Siggi setji inn einn og einn pistil.
Bið að heilsa
HlynurB 
  Haffi Gunn mættur kl:10:54 að morgni á þessum djöfulega mánudegi. Mikið um að vera í herbúðum Skallagríms en við erum að bíða eftir ''Mökkunum'' en þeir eiga að lenda vonandi í þessari viku svo þeir verði tilbúnir fyrir Greifamótið. Erum komnir með kana þó að hann komi örugglega ekki fyrr en eftir helgi en sá kappi heitir Chris Manker og var að spila í einhverjum skóla í bandaríkjunum. Er stór djöfull svo það verður gaman að fá einhvern hærri en 1,95 í liðið. Annars getur maður alltaf farið í Power Forward stöðuna enda er maður með ''Killer'' hreyfingar á ló póstinum.Síðan kom einn pólverji á æfingu í gær. Pilturinn er um tvo metra og er að vinna upp í Bifröst. Drengurinn var víst að spila frönsku 3.deildinni en er orðinn rosalega þungur enda ekki búin að hreyfa sig í rúmt ár. Síðan þegar æfinginn var hálfnuð kom einhver Dani sem er að vinna í Ístak upp á Grundartanga og hann er 2,14 sem er þokkalega stórt kvikindi. Hann kom reyndar ekki með nein föt með sér en hann gæti kíkt á æfingu í kvöld svo maður veit ekki. Kannski verða á æfingu tveir menn sem eru 2 metrar í fyrsta skipti síðan Alexander Ermolinski og Eggert Jónsson voru saman undir körfunni.Auðvitað verður hvert lið að hafa einn örvhentan mann á æfingu en það verður bara að vera einn örvhentur maður í hverju liði. Auðvitað er ég að tala um''The lefty beast'',Hörð Unnsteinsson.

Horfði á Liverpool leikinn á Ölver á laugardaginn og leikurinn gat nú dottið báðum megin. Leikur liverpools að mínu mati batnaði þegar Sissoko kom inn á en pilturinn er með allsvakalega langa leggi og getur teygt sig til Bangladesh ef honum langar til. Riise átti rosa bombu í slánna og Cisse átti nokkur færi sem hann hefði getað klárað. Ég er sáttur nú við jafntefli.

Landsliðið stóð sig nú bara hel.... vel í Rúmeníu en ekki var mikið um það fjallað í sjónvarpi. Hins vegar var bein útsending frá leik Vals og einhvers liðis. Guð minn almáttugur. Valur vann samanlegt með einhverjum 50 mörkum. Staðan í hálfleik í þessum leik var eitthvað 35-12. Hverning væri nú að koma með einhverja umfjöllum um körfuboltamenn utanlands. Handboltamenn í þriðjudeildinni í danmörku fá meiri umfjöllun. Gaman verður að sjá hvernig pjakkarnir standa sig hjá WOON!!! Aris í vetur.

bið að heilsa. McGunn 
fimmtudagur, september 01, 2005
 

jæja þá.

Kominn heim frá Kína nokkuð sprækur miðað við lengsta ferðalag sem ég hef lent í, ótrúlegt helvíti alveg.. en maður getur ekki vælt of mikið yfir því því þetta ferðalag var vel þess virði og rúmlega það, ansi hreint skemmtileg upplifun.

Kína er ótrúlegt land, Xian sem er borg þarna státar af því að vera með engar umferðarreglur menn svína hægri vinstri og ekki nokkrum manni dettur í hug að stoppa á rauðu og þar er algengt að menn fari í svokallaðan chicken þegar á að taka framúr bara látið vaða og ef að kvikindið víkur ekki fyrir manni þá fær hann það bara beint á stuðarann. Blessað kvikindið hann Yao Ming á ekki break í Kína og kæmi það mér mjög á óvart ef hann myndi ekki flytja til Bandaríkjanna til að fá frið, endalaust verið að elta hann og meira að segja herinn og löggan sem átti að vera passa hann svindlaði með því að biðja hann um hitt og þetta þegar hann fór á bekkinn í leikjunum. Annars var fyrri leikurinn í Xian slakur og kannski ekkert óeðlilegt við það en seinni leikurinn var nokkuð góður að mestu leiti þó hann hafi ekki unnist. Meira um Kína ferðina síðar en ég skora á alla að gera sér ferð í Keflavík á laugardaginn og horfa á Dana leikinn klukkan 2, mjög mikilvægur leikur, einhver sá mikilvægasti í seinni tíð a.m.k.

Negrinn er greinilega allur að lifna við og er ekkert nema gott um það að segja, Siggi er að sjálfsögðu löngu hættur að skrifa en Vaffarinn og Gunner eru mættir til leiks og verður negrinn öflugur eins og seinustu 2 vetur. ég ætla að reyna að henda nokkrum myndum hérna inn

Bið að heilsa
 
Negri Nemi
Netfang heimasíðunnar
negrinemi8@hotmail.comGóðir Linkar

Arsenal síðan
Baggalútur
Heimasíða Snæfells
Pearl Jam
ÍR Ruslið
Sport.is
Skallinn
KR-TubRatz
Meira Pearl Jam
Pearl Jam Textar

Liverpool Síðan
Pallaleigan
Free Guestbook from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Free Vote Caster from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Hit Counters
Weblog Commenting by HaloScan.com

Gamlir pistlar
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 /

Powered by Blogger