Auðvitað ertu kominn á Negrann!!!!
þriðjudagur, október 25, 2005
  whats up partypeople!!!!! Macc Maccavelli er kominn úr mecca svitalyktar og fiskbrennslulyktar,Akranesi. Þreyttur þennan þriðjudag en samt eins og alltaf ferskur og hreinn. Sigur hjá okkur á sunnudag á móti Þór Akureyri í hópbílabikarkeppninni og mættum þar næst Fjölni úr Grafarvogi. En við erum að fara að spila á móti KR á fimmtudag og það verður hörkuleikur. Dimitar verður þá með eftir að hann var ekki með leikheimild og það styrkir okkur gríðarlega enda er pilturinn mjög góður leikmaður.

Dollarinn er núna búin að lækka allverulega á ''Dresslista liðsins'' en pilturinn mætti á æfingu á laugardag í Mobil 1 gallanum sínum en við héldum allir að hann hafi verið búin að leggja þeim galla en nei nei. Dolli er því kominn niður í 5,2 og hvet ég hér með Dollaranan að leggja sig meira fram því Dolli er búin að koma mjög á óvart á þessu tímabili og fóru spárnar fyrir tímabilið þar út úr myndinni en hann er kominn á sama plan og Áskell og Hákon Maze.

Kallinn er orðinn ''Forseti'' í Mímir. Mímir er félagsmiðstöð fyrir skólakrakkana og þar er Eddie Murphy kvöld í kvöld þar sem horft verður á ''Raw'' og ''The best of SNL with Eddie Murphy''.
Síðan verður farið í skíðaferð og eitthvað svona,''Pearl Jam kvöld'',''Red Hot Chilli Peppers kvöld'',''Jeff Buckley kvöld'',''Led Zeppelin kvöld''. Talandi um Led Zeppelin þá verða Dúndurfréttir með tónleika í Austurbæ í kvöld og á fimmtudag. Maður er að spá í að skella sér á fimmtudag eftir leik og ef maður þekkir Jón Þór Eyþórsson rétt þá verður piltur þar annað hvort í kvöld eða á fimmtudag.

Liverpool skeit hldur betur á bakið á sér á laugardag. Ekki held ég að Steven Gerrard verði í rauða búningnum lengi ef þetta heldur svona áfram. Leikur reyndar í kvöld á móti Crystal Palace og það verður hörkuleikur. Ég bíð mig fram sem þjálfara í þetta starf. Er að gera hörkumót í Football Manager. Er með Jose Reina í marki. Steve Finnan hægri bakvörð með línu upp á við,Carra og Sami miðverðir og Déde vinsta megin með línu upp á við. Xabi er djúpur á miðjunni,Kewell vinstra og og með línu upp á við,Steve-G miðri miðju með free role og línu upp á við og Kaká hægra meginn með línu upp á við. Morientes og Cisse frammi. 4:1:3:2. Bara mjög simpalt kerfi sem virkar. ''So stop putting Peter Crouch inná'Rafa',he is only 72kílós''

Jæja við heyrumst.

McGunner....... 
mánudagur, október 24, 2005
  jæja hvað er títt partypeople. Macc Maccavelli er kominn úr hjarta ólyktar og ósnyrtimennsku, Akranesi með sinn pistill sem hefur verið í vinnslu í langan tíma enda mikið gengið á í Nesinu enda alltaf eitthvað að ske''On the streets of Booorgarnes city''

Sigur hjá okkur í Hópbílakeppninni á móti Þór. Voru ekki að spila neitt glimrandi körfubolta í fyrrihálfleik en spíttum í fésið á Heiðari og sögðum:''Jjaa eigum við að fara að gera eitthvað''.Komum sterkir til leiks í þriðja fjórðung og leiddum með góðri forustu. Fínt að vera kominn áfram í þessari keppni.

Dollarinn er byrjaður að mæta á ný í Mobil 1 gallanum sínum og er hann hér með lækkaður á ''dresslistanum mínum'' niður í 5,2. Dolli var víst á einhverri bílasýningu á laugardaginn og mætti á henni auðvitað í Mobil 1 gallanum og viti menn, hann fór ekkert heim að ná í ''bleizerinn'' og Derses gallabuxurnar, nei nei hann bara mætti í sínum galla og var ekkert að fela það neitt.

Liverpool er heldur betur að drulla skemmtilega upp á bakið þessa dagana. Töpuðu á móti hinu öfluga liði Fulham um helgina. Mohamed Al-Fayed stjórnarformaður og Elton John stjórnarformaður Wtaford og ''félagi''Heiðars Helgusonar voru í stúkunni og þeir skemmtu sér víst konunglega. Maður sem er með nafn sem er öfugt skoraði,Collins John. Hvaðan er sá piltur og hvaða foreldrar skíra barn sitt þetta. Er ekki John Collins eitthvað sem maður þekkir og ''rekognæzar''. Já og Luis Boa Morte skoraði hitt markið. Gaman að sjá að Harry Kewell er kominn á grasið á nýjan leik en ekki mjög gaman að sjá hann hægra megin á kantinum. ''Rafa!!! The man is a lefty!!!'' Síðan er gaman að sjá að Rafa hefur ótrúlega mikið traust til Peter''72 kílós'´Crouch og til Josemi. Mikið rosalega fer þessi maður í mig.Getur ekki blautan en samt er hann þarna að jogga og gefa mönnum langt nef.

Leikur hjá okkur á móti KR á fimmtudag og það verður hörkuleikur. Dimitar verður þá með okkur og hann styrkir liðið hrikaleg. Rosalega snöggur að koma með boltan upp og bara fínasti pjakkur.

Ég er að spá í að kíkja svo á Dúndurfréttir á eftir leiknum en þeir verða í Austurbæ og ég hef aldrei séð þá þar áður en vonandi eru einhverjir miðar á lausu því þessir menn taka bestu lög Led Zeppelin,Deep Purple,Uriah Heep og Pink Floyd í heimi samkvæmt blaðinu''The Rolling Stone''. Maður sér kannski Jón Þór Eyþórsson þarna,jaa maður veit ekki??

Jæja best að fara að fá sér eitthvða í gogginn....

Bið að heilsa.Macccccc 
miðvikudagur, október 12, 2005
  humm....

Já gott að koma aftur uppí rúm eftir morgunæfinguna, aðeins að hvíla sig fyrir æfinguna sem er á alveg brilliant tíma, kl 3.
Þá hefur maður góðan tíma fyrir póker og annað því um líkt.

Það er margt skrýtið í þessari veröld og eitt af því er að Beggi Sveinss sé að kenna í grunnskóla. Hvert erum við að leiða æsku landsins? er þetta fyrirmyndin?
Síðan biður þetta fólk um endalausar launahækkanir, þetta er kannski ástæðan að ríkið er alltaf tregt að gefa launahækkanir til kennara..
Nei þetta er óþarfi, Beggi er vafalítið að gefa börnunum ómetanlegan fróðleik á hverjum degi.

Snæfell verður í 10.sæti samkvæmt spám, Borgnesingar í 5.sæti, Vaffarinn var að tala um skemmtanagildi þessara blaðamannafunda í byrjun tímabils og það er í algjöru lágmarki. Eins og hann sagði þá situr maður eins og illa gerður hlutur undir ræðum og einhverri þaðan af verra. Svo fer maður og skellir sér í búning og lætur taka mynd af sér... Gallabuxur og Snæfellsbúningur, ótrúlegt að sjá ekki fleira fólk svo vel skreytt í miðbæ Reykjavíkur.

Ég ætla að bjóða 2 mismunandi veðmál hér á Negranum þar sem ég er nokkuð viss um að þessi spá rætist ekki. Tilbúinn að veðja við hvern sem er að Snæfell endar ofar en tíunda sæti. OK? setjið bara nafn og hvað á að vera undir, höfum það einhvað skemmtilegt. Síðan skal ég líka veðja við hvern sem er að Keflavík verður meistari en ekki Njarðvík. Þið veljið bara hvoru veðmálinu þið takið eða báðum...
Það er nú reyndar ekki skemmtileg staðreynd að titillinn sé nánast öruggur þarna suðurfrá, en svona verður þetta einhvað lengur, þeir standa vel að sínum málum á suðurnesjunum og eiga það bara skilið. kannski KR taki sig til og geti einhvað í ár.... en þeir hafa að sjálfsögðu misst Nonna Mæju, svo hefur lærifaðir hans gefið það út að hann komi ekki með comeback en það er að sjálfsögðu Birgir Mikaelsson, sláandi líkir leikstílar þessara manna.

bíð eftir að hinn mjög svo vanmetni þáttur íslenski bachelorinn komi inná veftívi skjás eins. stórkostlegur þáttur með undurfögrum konum, góðum kynni og góðum mönnum sem helsti gallinn er að þeir elska of mikið eins og einn þeirra sagði svo eftirminnilega.. brilliant þáttur.

ekki var það merkilegra en þetta, bið að heilsa...
þegar tíminn kemur, þegar tíminn kemur 
þriðjudagur, október 11, 2005
  10. sætið staðreynd og þarf ekki að spila mótið

Skelltum okkur á blaðamannafund KKÍ í dag og þar var okkur spáð 10. sæti af hinum liðunum og er það svosem það sem ég átti von á og er það bara í góðu lagi. Þá er engin pressa á liðinu og eykur bara möguleikana á að verða spútniklið vetrarins. En það er svosem ekkert nýtt fyrir okkur í Snæfelli að enda ofar en spáin segir til um. Fyrir tveimur árum var okkur spáð 6. sæti en enduðum í því fyrsta og í fyrra var okkur spáð í fjórða en enduðum í öðru og hefðum endað í fyrsta tel ég ef við hefðum ekki þurft að skipta um útlendinga á miðju tímabili sökum launaþaksins. Annars er þessi blaðamannafundur alltaf jafn skemmtilegur, maður situr þarna eins og illa gerður hlutur, drekkur kaffi í klukkutíma og fer svo heim aftur. 4. tíma ferðalag fyrir þetta helvíti en þetta fylgir því víst að vera í sportinu.

Fyrsti leikurinn á fimmtudaginn og bíð ég spenntur. Æfingarnar hafa verið nokkuð góðar undanfarið og er liðið að slípast aðeins eftir smá erfiðleika. Undribúningstímabilið hefur verið erfitt og ekki gengið vel í leikjunum en það fást víst ekki mörg stig fyrir að vinna þá leiki. Nú reynir bara á karakter manna og þýðir ekkert annað en að taka hausinn út úr rassgatinu og vinna þetta á fimmtudaginn. Það er lítið bil á milli þess að vera í toppbaráttunni og á botninum og verðum við að vinna flesta okkar heimaleiki. Allir að mæta á fimmtudagskvöld.

Sá að Hollandsfararnir töpuðu sínum fyrsta leik og Dotson stunginn af. Alltaf sama vesenið með þessa kana. Það vita það kannski ekki margir en það er alveg ótrúlega algengt að þeir séu með attitude problems og ég segi það og skrifa að það er betra að vera með kana sem skorar 15-20 og er góður félagi og liðsmaður heldur en kani sem skorar 25-30 og er með leiðindi. Það er oft sem blaðamenn botna ekkert í því af hverju sumir kanana er látnir fara því þeir eru að skora svo mikið og virka alveg fráærir leikmenn. Besta dæmið er kani sem var hjá Hamri fyrir 2. árum en hann var með ca. 30 stig að meðaltali en það gleymdist að ath. það að hann var með um 30 skot í leik og liðið var að tapa flestum af sínum leikjum. Svo má heldur ekki gleyma því að sumir af þeim eru bara hreint út sagt vitlausir og geta hreinlega ekki lært leikkerfi né nokkuð annað.

Gott að tappa aðeins af sér svona fyrir mót. Með þessu kveð ég að sinni, veriði sæl.

Vaffarinn. 
miðvikudagur, október 05, 2005
  Ég get ekki sleppt því að setja þetta inn en ég fann þetta inn á b2.is
Hver segir svo að Skagfirðingar séu ekki snillingar.

Til sölu jörðin Fjall í Skagafirði sem áður var var í Seyluhreppi og þar áður í Staðarhreppi. Jörðin er talin vera um 998 ha að stærð. Ræktuð tún samkvæmt fasteignamati 27 ha. Á jörðinni er 93 fm íbúðarhús, 10 bása hesthús (fjórar 2ja hesta stíur, 2 stórir salir- annar með jötum) , hlaða og fjárhús fyrir 25 kindur. Seljandi hefur m.a. upplýt eftirfarandi: Afleggjarinn að jörðinni er 2,4 km. Frá Hvalfjarðargöngunum að jörðinni eru 250 km, Akureyrar 105 km, áfengisverslunina á Sauðárkrók eru 31,7 km. Í ríkasta kaupfélag og ódýrustu matvælaverslun á Íslandi til jafnaðar eru 30,7 km. Svo í einungis 14 km fjarlægð eru haldnir AA fundir á Löngumýri. Til sóknarkirkju að Víðimýri eru um 7 km (kirkjulegar athafnir moldarlykt og prestlegar hugganir, ásamt fyrirgefningu synda ef vel er beðið). Til Agnars og Döllu á Miklabæ eru 20 km (mjög skemmtilegt og gott fólk) 9 km er svo í K.S. Varmahlíð er opið næstum allan sólarhringinn og þar fæst allt frá bensíni að bjór ásamt góðu viðmóti allra starfsmanna. Síðast en ekki síst skagfirsk fegurð í allar áttir. Norðurhluti jarðarinnar er mjög góður til útivistar og má þar nefna: Fjallfoss og gljúfrin ásamt jökulhólum með skjóli úr öllum áttum. Fossaröð í Skarðsánni, í Reykjarskarði og mjög mikla friðsemd. Fylgt geta 10 kindur, 15 hryssur ásamt einhverju af gömlum vélarkosti. Nánari upplýsingar á skrifstofu FM. Sími. 5503000. Sjá einnig á fmeignir.is og mbl.is. Tilvísunarnúmer: 10-1190....

Ég held ég tæmi baukinn og kaupi kvikindið, algjör snilld.

Vaffarinn 
mánudagur, október 03, 2005
 
Í gær var rusladagur sem þýðir að menn koma á ruslabíl, taka ruslatunnurnar, rúlla þeim að ruslabílnum og tæma þær þar, koma svo með þær til baka og setja þær á sinn stað ekki rétt? Nei ekki er það svo hér í Leeuwarden. Hér eru ekki menn eins og Svennarnir eða Danni og Ísak nei engir duglegir ungir drengir sem hlaupa á undan ruslabílnum og setja ruslatunnurnar út á götu. Svo er það talið vera ofmetið að koma vikulega þannig að þeir koma bara á 2 vikna fresti sem væri kannski allt í lagi nema hvað að við vissum ekki að þessari út á götu reglu þegar við komum hérna þannig að ruslið var ekki tekið fyrir 2 vikum. Þannig að ruslið safnaðist upp og við settum það bara í kassa hjá ruslatunnunni. Þar safnaðist upp góður haugur af kössum. Þannig að í gær fórum við Alda að setja ruslatunnuna og kassana út á götu og það gekk allt vel þangað til að það kom að neðsta kassanum í haugnum. Þar var eitthvað sem átti ekki heima þarna og Alda kallar á mig að það sé eitthvað í ruslinu annaðhvort broddgöltur eða kannski köttur. Ég sem kattareigandi og vinur sá strax að þetta var ekki köttur þannig að þetta hlaut að vera þá broddgöltur og jú það fór ekki á milli mála þetta var broddgöltur! Og minn var ekkert að reyna að koma sér í burtu nei hann var að éta og ekkert gat fengið hann til þess að hreyfa sig. Þarna lá minn inní miðjum kassanum og var bara búinn að gera sig heimakominn með smá pizzu afganga og majónes en við keyptum einhvertíman franskar og fengum góðan hállfan líter af majó með sem við hentum og broddi var líka svona helvíti glaður með það og neitaði alfarið að fara. Þegar við vorum búin að gera nánast allt til þess að ná broddgeltinum úr kassanum, meðal annars reyndi Alda að sparka í kassann eins og hún ætti lífið að leysa, þá fann ég ryksuguna inni í geymslu ( fann er ekki gott orð því að ég nota hana nánast daglega) og tók járnpartinn af barkanum og náði að ýta honum þannig út úr kassanum. Minn orðin akfeitur og allur útataður í majó. Ég tékkaði á þessum hálfa lítra og hann var nánast alveg búinn. Allt í góðu með það og við sátt við okkur að hafa losað þennan ruslahaug fyrir utan hjá okkur en nei þá taka þessir blessuðu ruslakarlar hér ekki kassa bara tunnurnar sem er alveg fáranlegt þannig að ruslið er stútfult núna og rúmlega það, og 2 vikur í næsta rusladag! Þetta er semsagt bara orðin vítahringur og ekkert hægt að gera í því. Eða hvað jú hann Hlynur deyr sjaldan ráðalaus hann stakk upp á því að við myndum bara fara og skipta á ruslatunnum við einhvern hér í nágrenninu tunnurnar eru reyndar með húsnúmerið á hliðinni en það eru hús nr 14 líka í næstu götu þannig að við erum að fara í þetta þegar nóttin færist yfir.

Fór á Snæfells síðuna í kringum greifamótið og þar stóð Njarðvík greifamótsmeistarar eða eitthvað svoleiðis og allt í góðu en svo fór ég á hana í dag og njarðvík eru greinilega ennþá greifamótsmeistarar.

Eins gott að mínir menn í Arsenal kaupi einhver nöfn í janúar því að Henry ætlar ekki að skrifa undir nýjan samning fyrr en eftir þetta keppnistímabil, segir að hann vilji einbeita sér að því að spila fótbolta og vinna titla en ekki hugsa um peninga sem er í lagi en menn vita að hann ætlar að drulla sér í burtu ef hann fer ekki að fá smá hjálp. Reyndar hefur gengið alveg allt í lagi síðan að hann meiddist en það er ekki útaf því að þeir séu að skora svo mikið það er frekar það að Sol minn maður er kominn í vörnina og hún heldur eitthvað. Ekki með fokking Pascal Cygan þarna að gefa mörk.

Þangað til næst
Siggi
p.s. já mamma, Hlynur var bara að grínast, við ætlum ekki að skipta ruslinu við nágranna okkar þetta var bara djók. 
 

















Jæja


Negrinn er lifandi þessa dagana, Vaffarinn er funheitur, Gunnerinn pirraður yfir Liverpool og Siggi búinn að taka pennann úr veskinu og kominn í gang, næsti pistill hans verður um jólin... ég bíð spenntur.

við töpuðum illa á móti Zwolle sem er lið sem fór í úrslitin hérna í fyrra en ég nenni ekki að tala um þennan leik.....

Maður nýtir sér mikið hérna úti vefsjónvarpið heima, gott mál, horfi á fréttatímana og ísland í dag og kastljósið, popppunkt og fleira gott en ég horfði líka á íslenska bachelorinn!!! hahahaha.... þvílík og önnur eins snilld! þátturinn er svo dásamlega lélegur að hann fer hringinn og verður í meira lagi hressandi.
mjög sorgleg staðreynd að maður á pottþétt eftir að checka á þessu.. Kynnirinn er vægast sagt hroðalegur, er að reyna að vera svona róandi, seyðandi og rómantískur en er alveg hreint hallærislegur.
Ekki það að flottustu stelpur Íslands séu tilbúnar að koma í þetta en ég bjóst nú við betra en þessu, þessi þáttur er örugglega ekki eins vel gerður og sá ameríski, hef bara ekki fylgst með neinni seríu hingað til en ég hef séð fólkið í því og íslenski þátturinn er hreinlega eins og virkilega ófríð útgáfa af honum!
Mín uppáhaldsstelpa er pottþétt þessi frá Akureyri en hún er í meira lagi sérstök og ansi hreint lítið aðlaðandi... og hún var með svarið á hreinu hvað henni fyndist rómantískt, hún svaraði fyrir mér er rómantík þegar strákur segir"hey eigum við að koma í svartfugl?" og svo bara út í trillu og skjóta.
Ein var skemmtilega málhölt og minnti mann á ónefndan mann úr hólminum þegar hún sagðist fíla menn með karlmannlegar hendur hún sagði"ef að þeir eru með kvenlegar hendur þá sendi ég þá beint í reisupassann!!" þetta er yndislegt lið. Ég veit að Magni var ekki að fíla þennan þátt, fólk þarf bara að sjá húmorinn í þessu.

Já eins og Haffi sagði þá eru mínir menn í Liverpool ekki að gera góða hluti, þeir eru með þetta hérna úti en eru mjög gjarnir á að sýna bara hollensku liðin í Meistaradeildinni og ég er ekki mikill aðdáandi þeirra, nóg um það, Liverpool skoraði þó mark, það liggur við að manni finnist skárra að tapa 3-2 en að gera þrjú 0-0 jafntefli í röð og drepa fólk úr leiðindum. Eins og fótbolti getur verið skemmtilegur og mikil stemmning í kringum hann þá er einhvað það leiðilegasta sem hægt er að gera að horfa á svona lið, gerist ekki rassgat nema ein og ein hornspyrna og svo allir voða sáttir hvað þeir voru þéttir baka til, eini jákvæði punkturinn við þetta er sá að skítléleg lið geta komið með upset með því að vera miklu lélegri í fótbolta, liggja til baka, dúndra fram og fá svo hornspyrnu, fyrirgjöf skalli mark og allir aftur í vörn, íslenska landsliðið oft notað þetta með góðum árangri. a.m.k er ég ekki að leita sérstaklega að Liverpool leikjum í sjónvarpinu þrátt fyrir að halda með þeim.

Maður hefur nú ekki meira að segja.
bið að heilsa
HlynurB 
  Haffi kominn með einn góðan. Liverpool drulluðu svo skemmtilega á bakið á sér í gær og sjaldan hef ég öskrað eins mikið á sjónvarpsskjáinn á ævinni. Ég ætla að gefa hérna leikmönnum Liverpool einkunn og dæma um þeirra frammistöðu.
Jose Reina:Maðurinn reyndi en ekki gékk það nú vel hjá kallinum.Hefði nú átt að verja vítaspyrnuna frá Lampard en átti ekki nógu góðan dag:5,2
Djimi Traore:Skelfileg framistaða hjá manninum. Var að halda Joe Cole ágætlega frá markinu en missti gjörsamlega allt sjálfstaust þegar hann dúngraði niður Drogba. Drengurinn sá aldrei til sólar eftir það og var hann með lélegri mönnum í liðinu:3,2.
Steve Finnan:Var að halda Duffaranum ágætlega í skefjum,var nokkrum sinnum að toga í peysu en það er nú í lagi og var með ''betri'' mönnum liverpool í leiknum:6,1
Jamie Carragher:Ekki veit ég hvernig þessi leikur hafi farið ef Carra hafði ekki verið þarna. Drengurinn bjargaði nokkrum sinnum Hyypia og bakvörðunum og komst nokkuð vel frá leiknum:7,0
Sami Hyypia:Mikið ofsalega er maðurinn seinn. Maður hélt það nú í fyrra að Pellegrino væri ypiaseinn en .... var að missa Drogba fram úr sér þegar annað markið kom og var bara í ruglinu. Sennilega lélegasti leikur Sami sem ég hef séð:4,7.
Xabi Alonso:Drengurinn var að reyna að koma spili fram á við en það er nú ekki hægt þegar framherjinn er 2,04 og 75 kíló og á móti John Terry. Xabi var samt að reyna að greifa spilinu en samt sem áður var hann ekki sannfærandi:6,7.
Dietmar Hamann:Didi hafði ekkert að gera þarna inná. Allir leikmenn Chelsea gátu hlaupið hann uppi og tekið boltann af þessum þjóðverja. Skelfileg frammistaða varð líka til þess að Sissoko kom inn á og var að gera eitthvað. Hann réði við hraðann hjá Chelsea og gat spilað boltanum:5,1.
Steven Gerrard:Maðurinn átti nokkra spretti en var að hverfa í tíma og ótíma. Hann verður að vera inní leiknum allan tímann. Skoraði gott mark þegar við jöfnuðum og var nú með ''betri'' mönnum Liverpool:7,0
Luis Garcia:Endilega að senda þennan mann aftur til Spánar. Mikið ofsalega þarf maðurinn að klappa boltanum mikið. Missti boltan rétt fyrir innan miðju og Joe Cole skoraði 3 mark Chelsea og gerði útum leikinn. Burt með þennan mann og inn á með Cisse. Láta Cisse eða Pongolle hægra meginn og henda þessum þverra út úr liðinu:3,1
John Arne Riise:Skelfilegur,Skelfilegur. Maðurinn er eins og David Beckham. Þeir geta bara skotið nokkrum góðum skotum og gefið fínar sendingar. Oftar en ekki var Riise einn á móti Gallas og Riise bakaði með boltan eða missti tuðruna. Hann getur ekki farið einn á einn. Voru að reyna einhverjar stundusendingar inn fyrir Gallas en var ekki að ganga.Riise út:4,0
Peter Crouch:Hvað á þessi blessaði drengur að gera. Hann er 75 kíló. Það er jafn þungt og Dollarinn í Skallagrím. Er þetta framtíðar leikskipulagið að senda háan bolta fram og vona að þessi maður sem er 75 kíló geti skallað hann. Ef einhver stjakar við þessu þá er hann floginn eitthvað. Endilega að setja Morientes og Cisse fram eða Pongolle og skella þessu 75 kílóa flikki á varamannabekkinn. Reyndar átti þetta kvikindi nokkur færi en var ekki að nýta þau:5,1
Djibril Cisse:Kom inn á og var eins og Pongolle aldrei í takt við leikinn.Báðir tveir voru þeir reiðir yfir því að vera ekki í byrjunarliðinu og ég var það einnig:5,0

Jæja nóg komið af fótbolta. Leikur hjá okkur í kvöld á móti Hamar en við unnum þá í Hveragerði á dögunum með 10stigum. Þá var Chris Manker nýlentur og var ekki að gera nægilega gott mót. En síðan tókum við á móti Negranema og Mæjunni úr Snæfell heima í Fjósinu og unnum þá með 10 líka. Nonni Mæju er örugglega en með Baden merkið á enninu en Dollarinn a.k.a Dolli setti fjóra þrista í sméttið á kvikindinu og þakið ætlaði að fara af húsinu. Við spilum síðan aftur við þá í hólminum held ég á fimmtudag held ég og það ætti nú að vera gaman. Annars lítur þetta nú bara ágætlega út. Chris er að koma inn í þetta hjá okkur og Jovan er í hörkuformi. Síðan er Dimitar hörkuspilari og á hann eftir að vekja athygli í vetur held ég. Síðan eru ungu strákarnir að spila vel á undirbúningstímabilinu sérstaklega Heiðar Hansson a.k.a. Mr.Dressman og Dolli. Síðan er auðvitað Axel Kára a.k.a. Fóðurbíllinn í fínu formi og Pétur Már er einnig í fínu standi.

Jæja við heyrumst..............

P.S:Gaman að sjá að hann Sigurður a.k.a. Maze er kominn með pennan í hönd og byrjaður að koma með pistla. Keep it upp Ziggi........... 
Negri Nemi
Netfang heimasíðunnar
negrinemi8@hotmail.com



Góðir Linkar

Arsenal síðan
Baggalútur
Heimasíða Snæfells
Pearl Jam
ÍR Ruslið
Sport.is
Skallinn
KR-TubRatz
Meira Pearl Jam
Pearl Jam Textar

Liverpool Síðan
Pallaleigan
Free Guestbook from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Free Vote Caster from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Hit Counters




















Weblog Commenting by HaloScan.com

Gamlir pistlar
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 /





Powered by Blogger