Auðvitað ertu kominn á Negrann!!!!
föstudagur, desember 30, 2005
  Au�vita�ertu kominn �Negrann!!!!

Bárður alveg brjálaður við mig í gær, "Lýður það er skrifað Joe Gæ en ekki Joe Guy" það leiðréttist hér með. Samt léleg markaðssetning hjá bandi sem ætlar að meika það erlendis að kalla sig Gæ band en hvað veit ég. Þessi umræða fór fram í rútunni á leið heim eftir Þórsleikinn svo það voru nú misgáfulegar umræður. Helgi greyið tekinn í lyfjapróf eftir leikinn og kom svona helvíti hress út úr því eftir mikið þamb og blessaður kallinn var mígandi alla leiðina heim. Það finnst mér nú alveg merkilegt að góðkunningjar lyfjanefndar hafi ekki verið kallaðir í test þarna í gær en við tölum ekki um það hér.

Góður sigur í gær í annars frekar döprum leik sem þó vannst og er það fyrir öllu. Erum ennþá í baráttu um að vera í topp 4 og held ég að það sé nú bara markmið liðsins eins og staðan er í dag. Verð að segja eins og er að ég yrði frekar svekktur að sjá liðið enda neðar en 6 sæti og held ég að the mates séu sammála mér um það. Mikill hugur í liðinu þessa dagana og blásum auðvitað á allar hrakspár í okkar garð fyrir veturinn.

Jæja, er hálf steiktur hérna og semi þunnur svo ég kalla það kvitts hérna á nemanum. Líklega er þetta minn síðasti pistill á þessu ári þó svo að það væri gaman að henda inn annál á morgun en ég efast um ég nenni því. Segi því bara gleðilegt nýtt ár og takk fyrir lesturinn á því gamla. Held við ættum öll að strengja áramótaheit og lofa hvort öðru að vera betri hvort við annað. Við eigum það öll skilið.
Með þessum fallegu orðum kveður Vaffarinn 2005 
mánudagur, desember 19, 2005
  Þriðji í þynnku og það er engin lygi. Skemmti mér víst alveg ágætlega að ég frétti á ballinu á föstudaginn og er ég víst tekinn við sem söngvari Joe Guy band. Við nemi þurfum víst að fara í smá aðhald í þessum efnum en við tölum ekki um það hér. Var svekktastur með að ekkert varð af Snædolinu sem ég og nemi vorum búnir að æfa okkur svo vel fyrir við mikla gleði nærstaddra, þá sérstaklega Nate, en ég hélt að hann myndi drepast úr hlátri þegar Helgi byrjaði að rappa hittarann okkar úr grunnskóla, The mothafuckin teenagers, og ég gaf beatið við lagið. Snilldar lag sem hefði rústað þessari keppni. Söngþörfin var ekki runnin af mér eftir það, heldur tók maður nokkur lög með Bárði við mikinn fögnuð nærstaddra. Kvöldið heppnaðist vel, sennilega hátt í 300.000 kr. söfnuðust í uppoðinu og í aðgangseyri og er þetta besta fjáröflun sem ég hef tekið þátt í. Get alveg tekið það að mér að syngja nokkur lög ef það færir liðinu 300 kall, það er í lagi. Þetta er allavega mun skárra en að ganga hálfan bæinn og selja skeinir og geisladiska. Það væri kannski skemmtilegra að gera það fullur, hver veit.

Loksins komið í ljós úr myndatökum á löppinni og var þetta víst ekkert nema helvítis væl í mér eftir allt saman. Nei nei, þetta er auðvitað ekki allt á full swing en það eru engar bólgur né annað í hásinarfestunum svo það eru góð tíðindi og sennilega hefur þetta bara verið smá setback sem tíminn græðir og eru það góðar fréttir. Reyndar er það nú ekkert skemmtilegt að þurfa svo að fara að æfa á hálfum hraða til að byrja með og endalaust að vera varkár og allir að spyrja hvort ég finni til og blablabla en svona er þetta bara og verð bara að kyngja því eins og Heatherideepthroat:) ha Beggi?

Hlynur og Siggi að mæta á morgun og er ég með fiðring í tánum, hlakkar til að smella einum á kallana. Verð því að þjóta, á eftir að raka mig, plokka á mér augnbrúnirnar, snyrta v-ið á bringunni og raka á mér punginn áður en þeir koma. Maður verður jú að vera fínn fyrir þessa andskota. Later

Van der Vaff
 
þriðjudagur, desember 13, 2005
  It's beginning to look a lot like christmas...

já fúmansjú skeggið eins og það heitir víst fékk að fjúka, enda þó þetta hafi verið fjör þá verður þetta að teljast einhvað það allra ljótasta sem hugsast getur eins og þeir sem sáu myndina á msn.
En ég er víst búinn að lofa að skarta einhverju enn svakalegra eftir jól, líst nú ekki sérstaklega vel á það en manni er svo sem slétt sama hérna í Hollandinu, ekkert nema einhverjir stonerar útá götu.. Nei segi nú svona..

spiluðum við Groningen á laugardaginn og töpuðum með 3, mjög lítið skorað og í raun enginn sem náði sér á strik í hvorugu liðinu sóknarlega nema PG okkar, Lucious Wagner. Tim Whitworth, einn af könunum hérna kom með skýringu af hverju mér hefði ekki gengið sem best, ég rakaði skeggið og hélt hann því fram að andstæðingarnir hefðu haldið að nýr 13 ára leikmaður hefði gengið til liðs við okkur.. kannski einhvað til í því.

Minn uppáhalds íþróttamaður, Lýður Vignisson er aftur meiddur og er þetta mikið áfall fyrir íþróttaunnendur í öllum löndum, hér í Hollandi tóku menn eftir þessu og var ég spurður strax á æfingu hvort þetta væri satt..
En ég held því nú fram og vona að Vaffarinn láti þetta ekki á sig fá, þetta er þreytandi en vonandi bara smá setback eins og hann sagði sjálfur, maður er nú búinn að skjóta svo oft á hann hérna og kominn tími á að hrósa honum aðeins, flestir vanmeta þátt hans í gengi Snæfells undanfarið en þeir sem spila með honum kunna að meta það... hann mætir aftur fljótlega
Ég lofa því hér með að hrósa honum ekki aftur hérna, þetta fer allt í hausinn á honum..

já styttist víst í jólafríið, komum á þriðjudaginn næsta og er maður búinn að fá óformlegt heimsóknar boð á laufásveginn til þeirra hreindýra sem þar búa... Mikið fjör.
Svo tekur maður nokkrar æfingar með Snæfelli, til að halda sér aðeins við má ekki alveg missa sig í vellystingar þó það sé helvíti freistandi. Aldrei að vita nema maður bregði undir sig betri hoppfætinum og troði yfir Magna aftur, einmitt komið ár síðan ég gerði það seinast og er það skemmtilegt mjög.

jæja..
síðar
HlynurB 
sunnudagur, desember 11, 2005
  já sælar. Haffi Gunnarsson kominn með einn sjóðandi héðan úr Mekka klíkuskapsins,Borgarnes.... sigur í kvöld hjá okkur í bikarnum á móti ÍR og var þetta hel.. basl. Byrdarinn meiddist aðeins í ökkla og var á annari löppinni allan síðari hálfleikinn en munaði mjög um kallinn þegar hann var inná enda tekur hann sitt pláss í teignum. Axel átti hörkuleik og var að setja skotinn í ''gríða og erga'' enda er ''Fóðurbíllinn'' allsvakalegur þegar hann kemst á rönn.

Sá að Hlynur var eitthvað óhress með mitt eftirminnilegasta atvik á vellinum sem er að finna á skallagrímssíðunni en þar segðist ég hafa smurt bolta hel.. í spjaldið og öskrað eins og blindur pólverji sem er að vinna á Kárahnjúkum:''Get that shit out'a here''. Ef mig minnir rétt þá var þetta svona nokkurn veginn. Kallinn á ekkert að vera að reyna þetta þegar Maccerinn er á móti honum,hann á að vita þetta núna allavegana.Hlynur:''Don't worry just be happy''!!!!!!!!

Sjaldan fellur eplið mikið frá eplatrénu úr sjálfu eplagarðinum. Siggi Maze á bróður að nafni Hákon a.k.a Konni a.k.a. Skeljabrekkuundrið og hann er að gera allt vitlaust í borg illra lykta,Akranesi. Skeljabrekkuundrið er svoleiðis vaðandi í kvennfólki og hatar það ekki. Kvennfólkið svoleiðis titrar í löppunum þegar drengurinn mættir í nýja ''leddaranum''í skólann.

Vaffið sagði að ég gæti nú mætt á eitthvað ball þarna fyrir vestan. Ekki veit ég nú um það þegar stelpan mín kemst ekkert inn á neinna staði en endilega að vera í bandi yfir þessu fake Idíí. Er ekki 4000kall í lagi.Það er í lagi!!!!!

jæja best að halda áfram að læra undir próf sem ég fer í á morgun..

Bið að heilsa....Maccer út 
  Jón Mæjuson í troðslukeppnina og 9 dagar í hollensku jólasveinana

Komnir áfram í bikarkeppninni og Nonni verður næsti troðslukóngur Íslands. Átti snilldar troðslu í gær, komst einn fram, reyndi að troða, botlinn skoppaði í spjaldið og oní. En Nonni kallinn hékk í hringnum svo þetta hlýtur að vera skráð sem troðsla og með þeim fallegri sem sést hafa. Bjarki lét vel í sér heyra á pöllunum eins og vanalega en að þessu sinni á bandi Stúdenta enda Torfi bróðir hans að spila með ÍS. Leikurinn var í meira lagi leiðinlegur en ég vil benda á viðtal við fyrrv. fyrirliða Snæfells á snaefellsport.is sem var tekið við hann fyrir umræddan leik. Snilldar viðtal þar sem Lenny kemur skoðunum sínum á framfæri og verður undirritaður að vera sáttur við hans orð í minn garð þó svo að mig gruni nú að smá kaldhæðni hafi verið blandað við alvöruna þarna.

Styttist í jólafrí frá sportinu og verður þessu slúttað með stórdansleik á Fimm Fiskum, en það er stórsveitin Joe Guy band sem spilar fyrir dansi og er hætt við því að menn fari úr að ofan. Synd að hasshausarnir verði ekki komnir heim en það væri nú gaman að taka sporið við þá eins og svo oft áður. Hlynur, muna bara að drepa ekki í rettunni á enninu á mér aftur, ok. Annars er ég nú spenntastur yfir því að sjá Igor á ballinu og segja menn að hann muni taka lagið og söngvarastaða Bárðar í hættu þar. Þessi Serba djöfull er gull af manni og er ótrúlegt hvað hann getur bullað endalaust. Reyndar er hinn algjör rugludallur líka en á bara erfitt með að tjá sig á ensku og þakka ég Guði fyrir það því ég veit ekki hversu mikið bull er hægt að höndla. Svo menn skilji hversu ruglaðir þeir eru þá er best að segja að Nonni er bara alveg normal við hliðiná þeim, þetta eru bara keis. Spurning hvort að McGunnerinn mæti í plássið á ballið, ha Haffi á ekki að mæta. Við reddum bara fake ID fyrir kellinguna, þá kemst hún inn:)

Segulómskoðun á morgun, sú fjórða á þremur árum held ég. Þetta fer nú að verða frekar þreytandi. Var að komast í þokkalegt form, kílóunum farið að fækka og engir verkir og svo búmmmmmm, allt í sama farið. Kemur betur í ljós í vikunni og vona ég að þetta sé bara smá setback en ég er ekkert alltof bjartsýnn. Braca kominn á grænt ljós og kallinn farinn að æfa aftur og spilar jafnvel með á móti Haukum. Vonandi að hann verði í lagi, við megum varla við meiri meiðslum í þessum litla hópi. Lukka að ná í 10 manns á æfingum sem er alveg ömó. Bulusuður.

Vaffarinn. 
miðvikudagur, desember 07, 2005
  jæja gott fólk

Hafþór Gunnarsson er greinilega mjög lyginn maður, var að kíkja á borgarnes síðuna og þar er smá viðtal við Gunnerinn og þar er hann spurður um skemmtilegt atvik í leik og svona leit svar hans út!

Það er pottþétt þegar ég blokkaði Hlyn Bærings í leik á móti Snæfell, ég er nú ekki mikill blokkari en þarna smurði ég boltann í spjaldið og öskraði á hann:
"Get that shit out of here!"

bíddu bíddu bíddu, þetta hefur ansi oft orðið að þrætuefni hjá okkur félögunum, ekki síst þegar menn hittast yfir einu glasi...
Svona skeði þetta, þetta var fyrsta árið mitt í Snæfell þegar Skallagrímur var dæmdur upp fyrir Þór Akureyri sem voru blankir.
Ég tók þetta undurfagra drive að körfunni og einhvers staðar þar á leiðinni hrasa ég hálfpartinn í einhverju samstuði og er við það að detta þegar ég reynir örvæntingarfulla tilraun til að skjóta tuðrunni, sem að tekst ekki betur en svo að ég missi boltann niður fyrir höndina, ég veit það er erfitt að missa einhvað uppí loft en bara til að árétta að enginn skottilraun var gerð, þá kemur litli prakkarinn hann Haffi og hirðir boltann af mér, samt LANGT frá því að vera blokk og öskrar svo þessi minnistæðu orð.. "GET THAT SHIT OUT OF HERE!!" Ég hef nú ekki oft hlegið á vellinum en ég man eftir því að ég sprakk úr hlátri við þetta, svona getur hann Haffi verið lyginn...
Annars er ég nokkuð viss um að þetta hafi verið villa. hahaha
bara fá þetta á hreint...

Annars er það helst að frétta að ég rakaði mig í gær sem er kannski ekki merkilegt en ég var ekki búinn að raka mig lengi og því kominn með ansi gott skegg, og var búinn að lofa Kingma félaga mínum í liðinu að fylgja honum og raka á mig mottu, ég gerði það og meira til og skildi eftir mottu sem leiðir alveg niðrá höku, svipað og James Hetfield og Hulk Hogan skörtuðu á sínum tíma, þetta er ansi hreint hlægilegt! svo er ég orðinn alltof síðhærður og get ekki beðið eftir að komast í klippingu.. en ég gleymdi því áður en ég kom hingað í byrjun sept og nenni ekki að fara til Hollendings.
s.s. þokkalegur suðurríkja redneck, þetta er kannski ekki mjög töff en ég lofa því að menn eins og Vaffarinn og Helgi Magg væru virkilega ánægðir með að sjá þetta..

Ég get ekki neitað því að það er kominn tilhlökkun eftir því að komast heim í kuldann og allt það yndislega sem því fylgir, kem heim 20. þannig að þetta styttist, fæ 2 vikur heima, fínt frí það..
Fyrsta verkefni verður að fara á KFC, hef ekki ennþá rekist á svoleiðis hérna úti sem er alveg hreint skelfilegt, allt morandi hinsvegar í einhverju McDonalds rusli.. barambaramba I'm lovin it
svo verður maður að fara að komast í heitann pott, Hollendingarnir hafa ekki haft gæfu til þess að uppgötva þá en maður gerði sér ekki grein fyrir því hvað þetta er notalegt fyrr en maður hefur ekki þessi forréttindi lengur, ekki einu sinnu baðkar hérna til að chilla í.. haldiði að það sé búskapur. djöfuls þvæla

KR rétt marði Snæfell og var Steinar Kaldal víst maður leiksins með því að stoppa algjörlega Nate Brown, toppleikmaður hann Steinar þó hann snúi öfugt blessaður..Magni Hreindýr með stórleik þrátt fyrir villuvandræði, nú eiga þeir 3 leiki fram að áramótum sem vonandi vinnast.

Einu verð ég að deila með ykkur en það einhvað það allra fyndnasta sem ég hef lent í en um daginn kom blaðamaður hingað heim til okkar til að taka viðtal sem var bara svona basic viðtal um hitt og þetta, Ísland og allan andskotann bara, nokkuð langt viðtal sem birtist í stóru blaði hérna í borginni eða bænum eða hvað sem þetta er nú... við erum að spjalla um foreldra okkar og heimahaga og gaurinn spyr Sigga við hvað foreldrar hans vinni, já hann lýsir því að Mamma hans sé gjaldkeri(minnir mig) en það varð flóknara þegar hann útskýrði fyrir honum hvað Pabbi Þorvaldur ynni við en hann er sæðingamaður, blaðamaðurinn fattar greinilega ekki strax hvað hann á við en þá kemur þessi kostulega sýning hjá Sigga þar sem hann lýsir með orðum og látbragði hvað sæðingamaður er, "u know, he takes the seaman out of the bulls and puts it in the cows, like u know if they have very good bull.." og á meðan er hann að leika með höndunum hvernig þetta er gert, taka sæðið úr blessuðum nautunum! og ég get svarið fyrir það að mér fannst látbragðið hjá Sigga alveg eins og að hann væri að strokka nautið.. ekki hægt að lýsa þessu eiginlega en þetta fáránlega fyndið, enda eru ekki sæðingamenn á hverju horni í heiminum býst ég við.

Jæja vona að menn fari nú að skrifa einhvað hérna..
blessuð.
HlynurB 
föstudagur, desember 02, 2005
  jahá

Já hörkuleikur í gær, Snæfell vann eins og flestir vita og var það fatlaði leikmaður Snæfells sem sá um rothöggið, mér sýnist sem þessi leikur hafi verið týpískur fyrir þessi lið, hörkubarátta og læti og minna um glæsileg sóknartilþrif, Beljanski og Byrd hafa greinilega reynst hvorum öðrum erfiðir og greinilega verið að spila góða vörn hvorn á annan, bráðnauðsynlegt fyrir lið sem spila á móti Byrd að hafa sæmilega skyttu á móti honum, annars tjaldar hann í teignum og hvílir sig því það er að sjálfsögðu erfitt fyrir svona skrokk að hlaupa mikið um.
Ég held því fram að þessir leikir séu núna toppurinn á regular season á Íslandi, enginn leikur toppar stemmninguna að mínu viti.

við spiluðum á þriðjudaginn í bikarnum á móti Eiffel Towers, töpuðum eins og vanalega en þó voru batamerki, Eiffel Towers eru nokkuð sterkir í þessari deild hérna, mér gekk fínt og var nálægt því að vera með þrennu og loksins duttu skotin eftir slumpið.
Við spilum aftur við þá á morgun í deildinni á útivelli og verður það erfitt en leikstjórnandinn okkar verður þá kominn aftur en það verður bara að segjast að við megum ekki við því að missa menn út en við sjáum til hvernig það gengur..

NFS er þvílík snilld, fréttir í beinni allan sólarhringinn og fyrir fréttafíkil eins og mig er það jákvætt, er alltaf með þetta á tölvunni, en það er hreint ógurlegur tími sem fer í það að hanga í tölvunni og fínt að hafa þetta með. Enda er ekkert alltof mikið að gera hérna.

Ég bíð eftir að Hafdog komi með einhvað skemmtilegt..
Síðar..
HlynurB 
fimmtudagur, desember 01, 2005
  Jæja, tveir tímar í baráttuna um Vesturland. McGunner á leið í Stykkið, nýklipptur og útúr túberaður á því. Fær vafalaust góðar móttökur hjá stuðningsmönnum okkar enda skemmtilegur piltur þar á ferð. Sigursúpan rann vel niður að vanda og svo vel að hún fór beint í gegn fyrir þá sem hafa áhuga á því:)

Nýr kani kominn í Snæfell en hann heitir Gissur Tryggvason en hann kemur beint frá Orlando eftir 2. vikna frí. Alveg magnað hvað maðurinn verður svartur í sólinni. Ég var að bera saman magann á Nate og Gissuri og það var nánast enginn munur enda kannski ekki að marka þar sem að Mr. Brown er Kínverji. Skilur þetta einhver? Ekki ég. Djöfuls bull, ég er hættur enda alveg steiktur hérna. Bulusuður.

Vaffarinn 
Negri Nemi
Netfang heimasíðunnar
negrinemi8@hotmail.comGóðir Linkar

Arsenal síðan
Baggalútur
Heimasíða Snæfells
Pearl Jam
ÍR Ruslið
Sport.is
Skallinn
KR-TubRatz
Meira Pearl Jam
Pearl Jam Textar

Liverpool Síðan
Pallaleigan
Free Guestbook from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Free Vote Caster from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Hit Counters
Weblog Commenting by HaloScan.com

Gamlir pistlar
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 /

Powered by Blogger