Auðvitað ertu kominn á Negrann!!!!
mánudagur, janúar 30, 2006
  já sælar. McGunner kominn með einn rjúkandi frá borg óttans, Akranesi. Mikið um að vera síðustu daga og nætur eða eins og segir í dægurlagatextanum:''Nætur,draumalönd, þangað svíf ég um dimmblá kvöld''. Sigur hjá okkur í gær á móti Haukunum en lentum í basli með þá í fyrri hálfleik en síðan hrökk makendóníska tröllið í gang. Jovan var funheitur og var með 23 kvikindi í 3.leikhluta. Ég meiddist í nára í byrjun 3.leikhluta og kom ekki meira við sögu og verð ég núna hjá Himma í einhverjum bylgjum þessa vikuna og vonandi að maður verður klár fyrir næstu helgi þegar við förum til Grindavíkur að spila í bikarnum.Síðan eftir leikinn fékk ég viðurkenningu fyrir Íþróttamann Borgarbyggðar sem var voðalega fín viðurkenning.Binaránd!!!

Síðan er kominn tími á nýjan dresslista. Komið nýtt ár og svona og nýjir menn komnir og menn farnir og gjöriði svo vel.

Pálmi Þór Sævarsson a.k.a. Kalli Karlsberg a.k.a ''Veggurinn'' er kominn frá Danmork og er kominn heldur betur með nýja vídd inn í búningsklefan. Kappinn mættir oftar en ekki í fínum fötum frá Dressman og hefur farið nú nýverið í Herra Hafnafjörð enda var rosa útslala þar á ferð. Pilturinn er oftast í fínum frakkar,Dressman skyrtu,Batistini jakka og buxum og Remini skóm.
Einkunn:9,8

Axel Kársson a.k.a ''Fóðurbíllinn'' Axel er oftar en ekki nýkominn úr tíma eða réttara sagt úr fjósinu og er því nokkurn vegin oftast með smá keim af beljum á sér en nær að verjast henni vel með að setja smá Van Gils rakspíra á sig fyrir æfingu. En pilturinn kann nokkurn vegin að klæðast íslensku veðurfari og er oftast í sinni''Geovanni'' úlpu og í sínum ''Moonboots''
Einkunn:7,0

Adolf Hanesson a.k.a Dollarinn a.k.a''The Dollar'' er ekki að gera gott mót þessa dagana. Hann er ekki mikið í skólanum og er því mikið að smíða þessa dagana. Hann mættir því oftast í ''Sólfells''flíspeysu og með sag á buxunum eða þá hann hefur verið að vinna hjá Esso og þá er allsvakaleg bensínstibba af kauða. Annars er ''The Dollar''best klæddi maðurinn á leikjum en þá mættir hann í gallabuxum og blazer og fær hann prik fyrir það.
Einkunn:6,2

Óðinn Guðmundsson a.k.a ''Lalli a.k.a ''Landrover'' er nýgengin til liðs við Borgnesinga og hann kann nú heldur betur ekki að klæða sig. Maður mundi nú halda það að pilturinn kunni að klæða sig eftir að hafa verið í höfuðborg vors lands í smá tíma en nei nei. Pilturinn mættir oftar en ekki í sinni Loftorku flíspeysu með steypu klumpa hangandi í hárinu eða á Loftorku buxunum.Drengurinn þarf heldur betur að fara að girða sig í brók ef hann ætlar að ná í fimmuna þennan vetur.
Einkunn:3,9

Pétur Már Sigurðsson a.k.a ''Pistol Pete''er kominn í eitthvað rugl þessa dagana. Byrjaði tímabilið flott og var að mæta bara í venjulegum joggingbuxum og Nike peysu en þessa síðustu daga er piltur byrjaður að mæta með húfu en þá er hún snúin í hina áttina og í ''baggipants'' og er byrjaður að líkjast Jamie Kennedy í myndinni''Malibu's most wanted'' Pétur verður að fara að gera eitthvað í sínum málum.
Einkunn:6,6

Verð að fara ég sé ykkur fólk.

Haffi kveður. 
miðvikudagur, janúar 25, 2006
  já Halló halló

allt að gerast, við töpuðum eftir ad hafa leitt allan leikinn, kemur gríðarlega á óvart.. en það verður ekki til umræðu hér enda hundleiðilegt umræðuefni..

Bikarinn heima á Íslandi var fjörugur í meira lagi, Grindavík og Skallar áfram eftir létta heimaleiki.
Snæfellingar eru brjálaðir útaf dóm í restina en þá tók Dóri Karls dýfu og fiskaði ruðning á Brúnan þegar einhvað lítið var eftir en Vaffarinn er búinn að fara rækilega yfir það og gerði það snyrtilega drengurinn.
á eftir að kíkja á þetta á netinu en mín skoðun án þess að hafa séð þetta er að sem dómari þarf þetta að vera hafið yfir allan vafa 110% til að geta dæmt svona, þú lætur frekar gaurinn taka erfitt þriggja stiga skot og lætur liðin útkljá þetta í framlengingu, á svona stundu er lítið pláss fyrir einhver "judgement calls" sem ruðningar eru oft, þarf lítið til að dæmt verði varnarvilla og er þetta því oft mat dómarans... nú hugsa einhverjir "reglur eru reglur" sama hvað er mikið eftir og skil ég það alveg, hef oft bent á það hversu fáránlegt það sé í handbolta að lið mega vera endalaust með boltann í byrjun leiks en ef leikurinn er spennandi, þá er það 15 sek max virðist vera. En það er samt mín skoðun að betra sé að láta leikmennina útkljá hlutina í þessari stöðu, nema nota bene að það sé hafið yfir allan vafa sem að því sem maður heyrir þá var þetta vafasamt, er samt helvíti hlutdrægur og þeir sem ég tala við eru það líka þannig að maður veit ekki, það er víst enginn góður dómari í eigin sök...

hvað er með þessa helvítis Yanks þarna heima, boxandi menn hægri vinstri? senda þá á opinn netabát á vetrarvertíð, þá væru þeir ekki svona harðir.
Samt gaman að sjá fólk rífast um þetta, magnað að lesa það að einhver haldi því fram að olnbogaskotið hjá Moyes í KEF hafi verið óviljaverk, það var kannski í hita leiksins og eftirsjá af því en gaurinn hamraði Ivey hressilega í smettið, gaman þegar kanarnir slást innbyrðis, yfirleitt standa þeir saman þessir andskotar.
Sanngjarnt að henda KR gaurnum í 4 leiki en Moyes var 2-3 en það skipti svosem ekki máli, leikirnir sem hann var í banni voru svo léttir að þeir hefðu þurft að henda 4 Kefurum í bann til að gera þá close, bara betra fyrir þá, einhver Íslendingur hefur mínuturnar hans.
Sama verður hjá KR, þetta skiptir engu máli og væri rugl að senda gaurinn heim, þeir eiga KEF úti, skiptir ekki nokkru máli hvort hann er með þar eða ekki, gætu þess vegna klónað hann og haft 2 Westleya, þeir tapa hvort sem er í Kef, og hinir leikirnir 3 í banninu, man ekki alveg hverjir það eru en þeir eru þannig að KR vinnur þá hvort sem þótt kaninn sé ekki á svæðinu, mesta lagi klúðra einum leik af hinum 3, held samt ekki
s.s. skiptir engu máli.

Selwyn Reid, betur þekktur sem Mingo í hólminum hét maður sem kom til Snæfells fyrsta tímabilið mitt þar, 2002-3, aðrir en hólmarar muna örugglega ekki eftir honum enda var einn sá allra slakasti sem hefur komið til Íslands að spila, og ansi hreint sérstakur maður í þokkabót.
Um daginn kom Mingo upp í samtali, það kom áhorfandi til mín og byrjaði að spjalla, kolsvartur með funky hreim, svona jamaicu hreim og var að spjalla um liðið og hvað hann væri góður og blablabla, þá spyr ég hann hvaðan hann er en þá er einmitt frá Anquilla eyjunni í Karabíahafinu sem Mingo er frá, ég sagði honum að ég hefði spilað með einum frá þessari eyju, ótrúlegt en satt.
þegar ég sagði honum frá Mingo, Selwyn Reid, þá sagði hann á skemmtilegru ensku. "Mingles? Selwyn Reid? oh man he is the best ballplayer I have ever seen man! he never misses a shot man, he is off the chains man" ég fór að skellihlæja og trúði honum varla en þá heitir hann ekki Mingo heldur Mingles, heyrðist mér soldið erfitt að skilja þennan gaur en Mingo er greinilega legend á sinni eyju, sem hann sagði að teldi um 20 þúsund íbúa á sínum tíma.
oh man he is the best man.
Svona er þetta lítill heimur.
Annars verður maður að rifja upp að þegar hann kom Íslands þá var nokkur eftirvænting hjá mönnum að sjá hann, enda búið að pumpa hans hæfileika mikið upp (kannski af mönnum eins og þessum), við vissum að hann væri svartur og átti að geta hoppað og það spennti Gissur okkar elskulega formann vel upp því við þetta tækifæri lét hann þessa fleygu setningu flakka
"Hlynur, þessi hoppar svo svakalega að hann tekur öll fráköstin, þú getur bara farið út fyrir og verið í þriggja stiga körfunum!"
Mingles átti best 2 fráköst held ég á Íslandi, á að giska og hefur hann örugglega fundið fljóta en örugga leið til að koma tuðrunni til hins liðsins.

jæja
best að drulla sér í bælið, Siggi þarf að fara að skoða gröfur á netinu, nýja Case grafan var að koma á markað.
lifið heil
HlynurB 
mánudagur, janúar 23, 2006
  Jæja jæja jæja.

Enn ein helvítis tilraunin til að blogga hérna en það er nú bara þannig að síðust tveir pistlar hjá mér hafa ekki náð að postast. Gaman að vera búinn að skrifa pistil forever, geta ekki copy og paste og svo þegar ég ýti á publish post þá kemur bara page has expired. Alveg mest pirrandi fokk í heimi og bara toppaði þessa helvítis helgi. Get ekki að því gert en síðustu 4 dagar hafa bara ekki verið góðir. Byrjar allt með því að við töpum á móti ÍR en með fullri virðingu fyrir þeirra liði þá áttum við ekki að tapa þeim leik. Svo var það auðvitað gærdagurinn, jedúddamía. Komum saman heima hjá Gissa að horfa á manu-liverpool og þvílíkur djöfulsins skandall. Vinna á marki á lokamínútu leiksins eftir að hafa ekki átt færi allan fokkins leikinn og það er kannski mest pirrandi við þetta allt saman er að þurfa svo að hlusta á þessa fokkins júnæted menn monnta sig yfir þessu. Þetta er auðvitað bara lélegt hjá Lpool að tapa á móti þessu lélegasta united liði sem hefur sést í mörg ár en nóg um það.

Svo tók nú ekki betra við um kvöldið, Jeb Ivey með ræpu og skaut okkur gjörsamlega í kaf. Ógeðslega svekkjandi að tapa þessu helvíti en samt gott að sjá að liðið var nú samt að reyna, annað en á móti ÍR. Helvítis tæknivillurnar drápu okkur. Allir virtust staðráðnir í að vinna í gær þó það hafi nú ekki alveg heppnast enda Nja með gott lið og verð ég að segja að risinn hann Egill ætlar að reynast okkur erfiður. Ekkert smá sterkt fyrir þá að hafa hann þarna inní. Það væri munur að hafa svona rör maður, smá basl á inní teignum og þá er bara að henda tuðrunni upp í loft og hann kemur með framlengingarnar og treður helvítinu. Ég held að hann sé sennilega það sem Nja hafa yfir önnur lið og hann gerir alveg gæfumuninn fyrir þá varnarlega, með ca 4 varin í leik og breytir fullt af skotum undir körfunni. Igor kallinn lét reka sig útúr húsi þegar ein sek var eftir. Hann spurði Ella smiley hvort hann væri fokking stupid. Það má ekkert lengur í þessum bolta. Elli átti versta dóm sem ég hef nokkurn tíman séð þegar hann dæmdi ruðning á Nate þegar 1 sek var eftir og tók af honum möguleikann að jafna leikinn. Fyrir það fyrsta var þetta ekki bullshit ruðningur og alveg ótrúlegt að hann hafi flautað þetta. Ég geri mér nú alveg ljóst að það er alltaf möguleiki að þessi pistill verði birtur á spjallinu á sportinu en ég get bara ekki setið á mér enda svosem alveg sama hvað þessir vanvitar þar eru að tjá sig í nafnleynd.

Það er bara ekki bjóðandi að dómarar séu ekki með á nótunum þegar kemur í svona leiki. Ég er alls ekki að kenna dómurum um tap en það er alveg óþolandi fyrir bæði lið að það sé gjörsamlega flautað á allt og tæknivillur hægri vinstri, minnir að bæði lið hafi farið í bónus í öllum 4 leikhlutum. Og svo ekki sé nú talað um dómarana á fim á móti ÍR en þá tökum við leikhlé þegar 9 sek eru eftir og eigum að fá boltann á miðju eins og alltaf eftir leikhlé síðustu tvær mínútur leiksins en dómarinn gat auðvitað ekki munað einu reglubreytinguna sem var gerð fyrir þetta tímabil enda væri það nú til of mikils ætlast að dómararnir kunni reglurnar. Reyndar ætla ég ekki að kenna báðum dómurunum um þetta því annar þeirra var harður á því að við ættum bara að fá hann á miðju eftir skoraða körfu og leikhlé en hinn dómarinn yppti bara öxlum og hafði greinilega enga hugmynd um þetta enda ekki FIBA DÓMARI EINS OG HINN BLESSAÐUR dómarinn sem hefur oftar en ekki verið okkur Snæfellingum hliðhollur í Keflavík í gegnum árin. Grátlegt alveg.

ÚFFFFF, þetta var gott. Finnst eins og ég hafi losnað við 50 kílóa lóð af öxlunum, maður verður nú bara stundum að tappa af sér. Gat ekki sofið í nótt fyrir þessu helvíti og tók mér það bessaleyfi að mæta ekki til vinnu enda alveg vonlaust að mæta til vinnu eftir tæplega tveggja tíma svefn. Svo held ég að þessir krakkar geti alveg baðað sig sjálf. Þarf hinsvegar að hanga inni í allan dag og hef ekkert að gera. Það kannski útskýrir þennan langa pistil sem er nú alveg að drepa sjálfan sig og okkur öll hin úr leiðindum. Held ég kalli það bara kvitts for now og krosslegg fingur að þetta gangi núna. Sjáumst hress en ekki í dag. Out

Vaffarinn, með bros á vör. 
þriðjudagur, janúar 17, 2006
  jæja

Loksins nennir maður að skrifa einhvað..
Búið að vera rólegt hérna í Leeuwarden síðan maður kom aftur eftir fínt jólafrí, lítið að gera og búinn að vera í miklu chilli, varla farið út fyrir hússins dyr nema til að fara á æfingar.

Við erum búnir að spila 3 leiki, allir jafnir fram í lokin og unnum við einn og töpuðum 2, orðið frekar pirrandi að geta aldrei klárað leikina almennilega en það eru víst góðu liðin sem klára jöfnu leikina enda með sjálfstraustið í þann pakka sem þarf.

Stjörnuleikur KKÍ og þegar ég byrjaði að horfa var Nonni nokkur Mæjuson að gera sig kláran í 3ja stiga keppnina og skaut þessum flotta airball í fyrsta skoti, hafði þá áhyggjur af honum að hann myndi gjörsamlega gera í brækurnar en hann kláraði þetta fínt og lenti í 3ja sæti sem jafngildir 1.sæti ef tekið er tillit fötlunar hans... hann var svo kokhraustur að hann skaut bara með vinstri, þessu örvhentu diss verða seint gömul.

Tölvan mín er í viðgerð eftir að einhverjir heimskir iðnaðarmenn ákváðu að setja allt á annan endann í húsinu klukkan hálf 7 að morgni, djöfullvar ég pirraður þegar einhver sveittur Hollendingur kemur askvaðandi inní herbergið mitt eldsnemma og segir að ég hafi 10 mín til að koma mér út! sagði mér það á ensku en þegar ég ætlaði aðeins að hrauna yfir hann til baka þá skyndilega hafði hann gleymt enskunni og kennti um lélegum kennara í skóla.. Helvítis fíflið endaði svo með því að henta hamri á tölvuna sem var í herberginu og eyðileggja skjáinn.
Ég fékk hinsvegar að láni tölvu hjá klúbbnum sem er ansi hreint skemmtileg, u.þ.b. 10 ára gömul og þarf maður nánast að trekkja hana í gang, ég nota hana bara til að spila póker og vera á msn því það tekur helvíti langan tíma að komast inná einhverjar síður. Já gaman að þessu
Þar sem húsið er í eigu fyrirtækis sem leigir út hús hérna í Hollandi má maður eiga vona á helvítis iðnaðarmönnum inn um dyrnar en ég er búin að ákveða að þegar þeir koma næst þá ætla ég að biðja þá vinsamlegast að fara úr buxunum og drulla sér út..

Þetta er líka þess valdandi að ég hef ekki náð að horfa á veftívi eins mikið sem sleppur alveg núna enda eru snilldarþættir eins og Bachelor og þannig vellur ekki lengur á dagskrá..

Snæfell voru nú ekki beint heppnir með Bikardráttinn, fengu Njarðvík en þó heima sem breytir öllu því Njarðvík eru nú ekki mikið að tapa heima þessa dagana enda helvíti sterkir, kannski bara betra að fá þá strax heimaí staðinn fyrir að þurfa kannski að mæta þeim í höllinni en það er væntanlega takmarkið að komast þangað.. Haffi og félagar eiga greiða leið í undanúrslitin með því að fá Þór heima, svo er bara vonandi að þeir fái líka heimaleik í undanúrslitum og fari alla leið. Frikki Stef er víst einhvað meiddur og þó ég vilji honum allt hið besta væri það helvíti gott ef hann myndi taka sér frí frá þessum leik líka enda langbesti íslenski leikmaðurinn í vetur.

jæja best að koma sér á æfingu, aldrei að vita nema uppáhaldsæfing þeirra Hollendinga sjálf áttan verði á matseðlinum, ég er að detta fram úr sætinu af spenningi

HlynurB 
mánudagur, janúar 09, 2006
  Gez húz back. Haffi Gunn kominn með einn sjóðheitan héðan úr ''Filth City''(Akranes) og óska öllum gleðilegt nýtt ár og allt það. Búið að ganga mikið á milli jól og nýja ársins og einnig á nýja árinu og nýtt er kemur vel út eins og nýtt ár á að vera?

Sigur hjá okkur á móti Fjölni í fyrsta lagi þann 29. í nesinu þar sem við vorum eins og beljur að renna okkur niður Hafnarfjallið en komum sterkir inn í seinni hálfleik og tókum leikinn með hörkuvörn. Síðan var það Njarðvíkingar sem fengu að finna fyrir varnarleiknum og reyndar einnig 3 stiga sýningu hjá flestum í leiði okkar. Pési var með einhverja 4, Axel með 4, Jovan með 4 og Dimi með 4 og Big Byrd með 2 og undirritaður með 1 en maður er búin að týna skotinu hjá sér og ef maður slettir aðeins á enskunni:''I could't hit a lake if I was standing on a boat''. En þvílík stemming í salnum þegar sigurinn náðist á móti Nja og við héldum þessari stemmingu áfram í gær þegar við unnum Valsarana í bikarnum í Kennaraháskólanum. Raggi Steins var funheitur og algjör synd að þessi maður skuli ekki vera í Úrvalsdeildinni og ekki væri verra ef hann væri klæddur grænu og gulu.

Pálmi Þór Sævarsson spilaði sinn fyrsta leik fyrir okkur á móti Fjölni, á eftir að komast í gott form kallinn en maður þekkir Pálma alveg svo hann verður mikill styrkur fyrir okkur þegar líður á tímabilið. Drengurinn er um þessr mundir reyndar í Kóngsins Danmörku og er þar í prófum miklum, fer held ég í 3 próf í þessari viku og kemur aftur á Föstudag.

Ekki sá ég mikið til þeirra Hlyns Van Der Bylde þegar hann kom á klakan en maður hitti á Sigurð Borren Gerkamp og það var ágætt að hitta kappan og bið ég að heilsa þeim vitleysingum.

Síðan var amður að lesa það í mogganum í dag að bandaríkjamaðurinn hjá hólmunrum kæmi ekki fyrr en 19.jan og það er nú ágætis frí sem pilturinn fær verð ég nú að segja.Gaman að heyra að V-ið er byrjað að hreyfa sig á ný.

Liverpool. Af hverju í f........ þurftu þeir að gera þetta svona erfitt á laugardag. Guð minn. Horði á fyrrihálfleik og fékk mér síðan að éta og þegar ég kom til baka var jafnt. Ekki voru Púlararnir að spila eins og einhverjir Evrópumeistarar(Sem þeir eru nú) en samt var nú gaman að horfa á seinni hálfleik sjá nýja manninn, Jan Kromkamp koma inn á og ég vona að hann verði nú aðeins skárri heldur en hinn ömurlegi Josemi sem er sem betur fer farinn til Villareal í staðinn.

Jæja þá ég bið að heilsa maður verður að fara að fara í tíma. Við heyrumst..... 
Negri Nemi
Netfang heimasíðunnar
negrinemi8@hotmail.com



Góðir Linkar

Arsenal síðan
Baggalútur
Heimasíða Snæfells
Pearl Jam
ÍR Ruslið
Sport.is
Skallinn
KR-TubRatz
Meira Pearl Jam
Pearl Jam Textar

Liverpool Síðan
Pallaleigan
Free Guestbook from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Free Vote Caster from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Hit Counters




















Weblog Commenting by HaloScan.com

Gamlir pistlar
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 /





Powered by Blogger