Auðvitað ertu kominn á Negrann!!!!
fimmtudagur, apríl 27, 2006
  Jæja

þá skrifar maður bréf.

Kominn heim eins og flestir vita og er það ljúft, fór beint á lokahófið sem var hressandi, gaman að hitta alla og spjalla um allan andskotann.

Búinn að vera bara í hólminum að chilla og kann því nokkuð vel, eldhúspartý hjá Magna alltaf hreint, síðan skelltum við okkur á Fimm Fiska að spila póker, maður tók það, lenti á móti Helga í úrslitunum, þrátt fyrir að neminn hafi hafi verið heppinn með 10 par og 4 8 í restina.

Ég er einstaklega snöggur að hlaupa í spik ef ég hreyfi mig ekki þannig að ég þorði ekki öðru en að fara að hlaupa og taka armbeygjur með Helga áðan, hressandi eftir öl og óhollan mat, nauðsynlegt alveg.
Enda var þetta nú ekkert dúndurprógramm sem maður var í vetur, það verður bara að viðurkennast.

Núna bíður maður bara eftir að landsliðið byrji, komast í gott prógramm.

Kíkti á spjallið áðan og sá þá þar var þráður um mig, algjör steypa að sjálfsögðu flest þarna eins og allir vita en ég hafði nokkuð gaman að þessu með uppáhalds skyndibita staðinn minn, grunar mig sérstaklega einn dreng í Ameríku um að hafa startað þessu!

Annars er maður bara í chilli, er að reyna að finna einhverja utanlandsferð til að fara í sumar, er ekki með það á hreinu en það verður a.m.k. ekki Leeuwarden.

Ekki var það nú merkilegt í þetta skiptið en maður sá sig tilneyddan að skrifa einhvað fyrst að Haffi og Lýður eru gjörsamlega dauðir.

Lifið heil

HlynurB 
þriðjudagur, apríl 25, 2006
  Arsenal í Úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu!!!!! 
þriðjudagur, apríl 11, 2006
  Sælar. McGunn kominn í hús með einn langþráðann héðan úr Höfuðborg Vestursins. Sigur í gær hjá okkur sem var mjög mikilvægur en við vorum nú ekki sáttir við þetta fyrirkomulag með niðurröðun á þessa leiki, spila þvílílkt erfiðan leik á móti Kef á fimmtudag einn dagur í hvíld og svo fara til Nja og spila þar og svo aftur á mánudegi. Ekki alveg að fatta........ En samt sem máður sigur í gær og ég með blokk. já já þið heyrðuð í mér ég blokkaði...!!!!!!!!!! farið bara inn á skallagrimur.is og kíkið á kellinn. Einhver sendi mér sMs og sagði að ég hafði verið eins og Nonni Mæju í þessu blessaða viðtali sem ég fór í í hálfleik. Ég var nú ekki sáttur við það koment svo ég ákvað að tjekka á því. Ekki alveg sáttur við þetta. Var alveg eins og Jón Ólafur í leiknum á móti KR. Alltaf að líta upp á töfluna eins og það væri einhver nakin brasilísk vinukona þarna. Þvílílk og önnur eins stemming í Fjósinu. Stemmingin var rosaleg, 700 manns troðfylltu Fjósið og hefur ekki verið svona mikið síðan Skallagrímur-ÍR í úrslitum þegar Ermo kyssti kvikindið og sagði svo við Pavel:''Pavel use your fucking left hand''

Annars er maður einn heima um þessar mundir svo letilífið verður varla betra heldur en núna. Öll familyan var búin að panta sér ferð til Costa del sol svo þau eru nú örugglega að baða sig í sólinni og Halli bróðir er pottþétt að brenna vel. En ég vissi til dæmis ekkert hvað ég átti að gera í gær fyrir leik svo ég tók bara góðan klukkutíma í að pússa spariskóna. Þeir voru alveg eins og nýjir skal ég segja ykkur....Mikill tími fer einnig í það að koma Reading í Úrvalsdeildinna í Manager og gekk það í gær en varð að selja Ívar Ingimarsson en hann er einn sá grófasti maður í þessum blessaða leik en ég keypti Hannu Timmunen fyrir skít á priki.

George Byrd fann gamlan leik síðan Warren Peebles var í nesinu og Evgenji Tomolovski. Leikurinn var á móti ÍR í seljaskóla og setti Bæringsson þrist í horninu til að klára leikinn. Enn Gerorge hló endalaust að Evgenji. Ég sagði honum hvað Svali sagði um hann að hann væri orðinn 37 ára og enn ekki búin að uppgvöta að hann væri með hægri hendi og að hann væri skemmtilega örvhentur.

Ánægður með Robert Fowler síðustu helgi. Kellinn bara 31 árs og setti hann á móti Bolton. En ég sá eitt á móti Bolton. Liverpool er örugglega með ljótustu framherja par í deildinni. Peter Crouch og Robbie Fowler? ekki beint myndarlegir piltar þar á ferð en samt er Mancester United ekki langt frá með Rooney og Nistelroy. Why the long face?

En heyrið ég heyri í ykkur. MaccGunn.
Sælar!!!! 
fimmtudagur, apríl 06, 2006
 
Óska öllum Borgnesingum til hamingju með þetta, Gunnerinn með stórleik. 
miðvikudagur, apríl 05, 2006
  Vill gefa okkur öllum klapp á bakið, í fyrsta skipti á ferli Negrans og örugglega það seinasta sem allir valinkunnir Negrans menn skrifa allir pistil á sama degi.
Njótið vel 
  Arsenal áfram í Meistaradeild Evrópu!!!!!!!!!!!! Og fyrir þá sem eru að horfa á leikinn eins og síðast þá sorry en svona er ástin. 
  Sælar. McGunn kominn með einn funheitan héðan úr Nesinu. Allt að gerast þessa dagana hér í Nesinu og er úrslitaleikurinn á morgun við Kef fyrir þá sem ekki eru alveg með.

Rosalegt aprílgabb hjá Mr.Bæringsson og voru nokkrir í skólanum sem komu til mín og voru ekki alveg að kveikja. Grey maðurinn sem lét allt út úr sér hér á Negranum. Fínasta gabb líka hér á Skallagrimur.is. Þar var talað um að Ermolinski senior væri kominn til að vera með Val á hliðarlínunni. En fleiri komu til mín í skólanum og voru spenntir að sjá gamla manninn á línunni.

Er að fara á kostum einhverju erfiðastu tímum skólans. Ritvinnsla er nú ekki minn bolli af te. En ég er komst með um 100 orð á mín og er að fara að sækja um hjá Óla Bóner í kennaraháskólanum og er að fara að kenna ritvinnslu. Er víst með einhvern talent til að kenna segja margir við mig og get ég alveg ritað þó að einhver spýta sé fyrir lyklaborðinu. Svo maður er að fara upp á við þessa dagana.

Talandi um þetta apríl gabb hjá Mr:bæringsson. Ég hringdi í kauða fyrsta árið hans hjá Snæfell. Hann ætlaði að senda mér góða afurð með rútu. Hann sagði að rútan kæmi kl:18:00 í borgarnes og kellinn dreif sig niður í Hyrnu og beið þar eftir rútunni í góðan korter. Síðan kom rútan og steig kellinn nú upp og spurði:''Er einhver pakki til Hafþórs Gunnarssonar?''. Rútubílstjórinn fór og leitaði í rútunni og fann ekkert. Fór ég nú að hjálpa honum og spurði hvort pakkinn gæti nokkuð verið í farangursrýminu. Opnaði rútubílstjórinn öll hólfin en engin pakki. Var ég nú orðinn áhyggjufullur og ákvað að bjalla í Mr.Bæringsson.''Ertu viss um að þú hafir sett pakkann á rútuna?''. Helvítis pjakkurinn hló bara.

Jæja ég verð að fara að hætta þessu en bið alla Vesturlandsbúa að mæta á morgun til Keflavíkur og hvetja okkur.

Sælar 
  Hlynur að fara í Keflavík og ég í NBA. Vel heppnað Aprílgabb hjá Hlynsanum og það held ég að einhver Grundarahatandi Hólmara hafi liðið hálf kjánalega þegar hann fattaði gabbið. Verð að viðurkenna að nokkrar fréttir náðu mér á flug á laugardaginn en pistillinn hjá Hlyn kveikti á perunni hjá mér. Ég trúði því td að Liverpool væri að fara spila æfingaleik við Ísl. landsliðið í ágúst og að Silvíu Nótt hafi verið vísað úr Eurovision en annað var það nú ekki. Ég beið ekki eftir einhverri rútu eða hjólaði niður á bryggju til að sjá risafisk eins og Helgi gerði hérna um árið. Hvað þá að fara á bílaútsölu, fara niður í bæ að mótmæla fyrir Silvíu Nótt eða sjá 300 allsberar manneskjur. Nokkuð góður sá gamli í fréttunum eftir að hafa verið plataður niður í bæ að sjá 300 naktar manneskur í myndatöku fyrir e-n listamann. Hann sagðist bara vera svekktur með að sjá engan allsberan og var alveg sama um platið.

Skallarnir að standa sig vel gegn Kef en ég er hræddur um að það verði slátrun á fimmtudaginn en ég vona auðvitað að þeir fari alla leið. Það er samt björt framtíðin á Vesturlandinu í boltanum og ættu Snæfell og Skallar að geta verið í topp 4 á næstu árum. Vona nú samt að reglum um útlendinga verði breytt á næsta þingi. Hafa 2 kana og svo Bosman menn eins og lið vilja en um leið að hafa þá reglu að alltaf verða að vera 3 íslendingar inná í hvoru liði í einu. Það ætti að útiloka að liðin safni að sér ónothæfum Evrópumönnum til að sitja á bekknum. Flest liðin taka 2 útlendinga hvort sem þeir eru Kanar eða Bosman menn og verður bara að segjast eins og er að flestir þeir Bosman menn sem hafa spilað hérna eru lítið betri en þeir Íslendingar sem eru fyrir með fáum undantekningum eins og Igor Beljanski og Nemanja Sovic. Burt með launaþakið því það þjónar ekki þeim tilgangi sem því er ætlað. Væri nær að hafa skuldabotn sem væri þannig háttað að það lið sem skuldar meira en leyfilegt er fengi refsingu í töpuðum stigum og svo harðari refsingar seinna meir en alls ekki með sektum. Auðvelt er að fela peningaútborganir í launaþaki en ekki hægt að fela skuldir til sambandsins og bankana. Þessa ágætu hugmynd átti Kjartan bankastjóri hér í bæ og hann ætti nú að vita hvað hann er að tala um. Það er auvitað algjör fásinna að vera með launaþak sem á að koma í veg fyrir of mikil peningaútlát félagana og sekta svo félögin þegar þau brjóta reglurnar. Leiðinlegt umræðuefni en bara hugmynd.

Siggi með standpínu þessa dagana enda Arsenal að gera það gott í CL. Held með Nöllurum þessa dagana í fysta skipti á ævinni. Eru að spila skemmtilega þessa dagana og spila sennilega skemmtilegasta bolta í heimi þegar þeir fara á flug.
Much respect to Patrick Ewing. Var með skot sem flestir bakverðir öfunduðu hann af og hnéliftur á við grindahlaupara. Var einn af mínum uppáhalds á sínum tíma og nú veit ég að Helgi skalli er sáttur. Ótrúlegt að maðurinn hafi getað hlaupið áfram þegar hann opnaði munninn, engin smá mótstaða en maðurinn blakaði svo bara nösunum þá tókst kallinn á flug. Vann því miður aldrei titil og skrifum það á John Starks.

Hjallapeno mætur á klakann í páskafrí, mikil ánægja hjá eigendum Priksins. Var ekki fyrr lentur þegar hann hringdi í Nonna til að draga hann á skrall. Aldrei að vita hvað gerist um helgina bújaka.

Verið í standi.
Vaffarinn.
Best að skrifa einhvað hérna svo fólk sé ekki að láta gabba sig alltof seint, ætlaði að skrifa einhvað fljótlega en hef bara ekki haft andskotann neitt að segja og þá er oft betra að sleppa því.beið því eftir að einn af hinum Negrunum léti sjá sig, kannski ekki við því að búast enda hinir mestu haugar allir sem einn.

Dagarnir hérna eiga það nefnilega til með að renna saman í eitt, Íslandsmetið í nethangsi er í mikilli hættu.

Playoffs heima er áhugavert, verst hvað Borgarnes og KEF geta ekki komið sér saman um að hafa a.m.k. einn spennandi leik í staðinn fyrir þessu endalausu burst, Kef eru nú töluvert sigurstranglegri en ef hausinn verður á Borgnesingum í gegnum mesta mótlætið þá taka þeir þetta. Njarðvík tók KR létt og minn maður Bogie hresstist víst aðeins. Bogie lyfti íslensku deildinni á hærra level en ég hef oft heyrt. Í viðtali við Jóa Árna á KR síðunni, þar sagðist hann ánægður með góðan leik sinn "I know I can play at this level" sagði maðurinn, hljómaði eins og nýliði í NBA sem var að sanna sig á hæstu stigum körfunnar.

Jovan Zdravevski leikmaður Skallana er í miklu uppáhaldi hjá mér, frábær leikmaður heldur líka fyrir svolítinn kjánagang, myndbrotið eftir Grindavíkur seríuana var flott og svo þegar ég sá hann fagna eftir einhvern leik og hló mikið að honum. hann minnir mig nefnilega mikið á 2 leikmenn sem ég spilaði með nema bara hvað hann er mikið betri í körfu, þeir voru reyndar Rússar.

Leonid Zhdanov sem var þekktur fyrir sína eilífu hnéteygjur, gat staðið út á miðjum velli og vaggað sér endalaust, var með þessum manni heilt tímabil og skildi hann aldrei, þrátt fyrir að Ermolinski senior hafi gert sitt besta til að brúa bilið og gera honum lífið auðveldara, kom með svona tossamiða, íslenska þýdd yfir á rússnesku. hahahaha hafði mjög gaman að því, með þessar 5 setningar að vopni urðum við lítið nánari, ég man þó enn hvað Sjort Snajat þýðir. var með hitann í íbúðinni sinni í 70° gráðum, fór aldrei í buxur og borðaði snickers.

Evgenij Tomilovski er maður sem ég kem aldrei til með að gleyma.Þetta er maðurinn sem Svali Björgvinss lýsti með kostulegum hætti í sjónvarpinu einhvern tímann enda var maðurinn hreint ótrúlega örvhentur. "Tomilvski! maðurinn er 36 ára og hefur ekki enn áttað sig á því að hann er með hægri hendi" "Hann er einfaldlega snar örvhentur maðurinn"Tomilovski var kominn af sínu léttasta skeiði þegar hann kom heim eins og Svali sagði og var víst frekar blankur eftir erfið ár í Rússlandi og vildi því bara helst vinna allan daginn enda fékk hann ekkert borgað fyrir körfuna.Hlaðborð geta verið skemmtileg, maður getur étið endalaust af góðum mat. Slíkum veislum var Tomilovski ekki vanur við fórum í Hyrnuna að borða pizzu, honum fannst þær svo góðar hann tók nokkrar sneiðar og tróð þeim í vasann á grænu, þykku úlpunni sinni og hafði ekki einu sinni fyrir þvi að setja þær í poka eða neitt, bara beint í úlpuna! Alltaf að græða.Ótrúlega slæm lykt fylgdi Tomilovski hvert sem hann fór og ég get svarið fyrir það, um leið og hann lappaði inní íþróttahúsið fann ég lyktina niður í klefa.Við áttum í basli með að skilja þessa lykt en komumst að því fljótlega, vandamálið var að hann var lítið fyrir að þvo fötin sín, hans mottó var "það er hvort sem er æfing á morgun, ég þríf þetta bara þá" Warren Peebles þurfti að búa með honum, úff hann sagði okkur frá þessu hélt hann myndi missa andlitið að sjá fullorðinn mann koma heim af æfingu, taka sveitt fötin úr töskunni en setja þau rakleiðis á ofninn í staðinn fyrir þvottinn. Ýmindið ykkur lykt af sveittum fötum sem hafa svitnað og hitnað til skiptis, prófaðu svo að dekka þessa lykt.

Ég vona að þessir menn hafi það gott í dag því báðir voru þeir frábærar sálir en margir taktar hjá þeim fékk mann til að missa sig úr hlátri enda koma þeir frá mjög svo ólíku samfélagi, yrði væntanlega hlegið að mér í Rússlandi eða öðrum löndum fyrir einhvað alíslenskt en maður verður að brosa að þessum mönnum. Nú held ég að Pavel sé brjálaður útí mig fyrir að skjóta á hans menn en ég segi bara "Pavel fuck you!" eins og seniorinn um árið

Ekkert að frétta af mér þannig að ég læt Tomilovski dominera þennan dag á Negranum.

Bið að heilsa

HlynurB 
laugardagur, apríl 01, 2006
  Jæja

Róleg helgi hérna í Leeuwarden, frí og fínerí.

Það er búið að vera mikið í gangi undanfarnar vikur að reyna að finna gott lið til að spila með næsta vetur og hafa margir möguleikar verið skoðaðir, þetta tímabil hefur tekið á, allir þessir tapleikir eru erfiðir.

Markaðurinn er orðinn erfiður í Evrópu núna, endalausir kanar í mörgum deildum eins og í Hollandi,Belgíu og Þýskalandi, svo núna hefur einnig opnast fyrir svokallaða "bosman B" leikmenn frá löndum eins og Litháen, Póllandi, Slóvakíu og Ungverjalandi þannig að þetta varð allt erfiðara.

Ég ætla að tilkynna það núna að það gekk ekki upp og hef ég ákveðið að spila með Keflavík á næsta tímabili, kemur mörgum á óvart veit ég en þeir eru í Evrópukeppni og með þjálfara sem ég ber mikla virðingu fyrir og marga frábæra leikmenn, ég tel mig geta hjálpað þeim á næsta tímabili og ættu þeir núna að geta sleppt því að fá til sín Evrópska stóra menn.

Ég var búinn að vera í viðræðum við Bárð þjálfara Snæfells og Gissur fyrrverandi formann um þetta og þeir eru kannski ekki sáttir þar sem ég hafði lofað að koma aftur í Snæfell ef þetta gengi ekki upp hérna úti en svona hefur þetta bara atvikast. Evrópukeppnin heillar mig, þeir 2 og Mamma eru þau einu á Íslandi sem vita af þessu svo hafa allir hérna á heimilinu úti vitað þetta í 2 vikur núna.

Fólki finnst kannski lélegt að ganga til liðs við lið sem maður tapaði tvisvar fyrir í úrslitum en það er ekki hægt að neita því að þeir eru að gera spennandi hluti og Evrópukeppnin var ofaná.

Ég hlakka til að koma til Keflavíkur í sumar og hafa þeir lofað mér góðri vinnu og vona ég að mér verði bara vel tekið þar, þ.e.a.s ef einhver Keflvíkingur les þessa síðu, svona er boltinn bara, óútreiknanlegur en ég tel þetta vera hið eina rétta í stöðunni.

Bið að heilsa.
Áfram Keflavík!!!!!!!
HlynurB 
Negri Nemi
Netfang heimasíðunnar
negrinemi8@hotmail.comGóðir Linkar

Arsenal síðan
Baggalútur
Heimasíða Snæfells
Pearl Jam
ÍR Ruslið
Sport.is
Skallinn
KR-TubRatz
Meira Pearl Jam
Pearl Jam Textar

Liverpool Síðan
Pallaleigan
Free Guestbook from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Free Vote Caster from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Hit Counters
Weblog Commenting by HaloScan.com

Gamlir pistlar
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 /

Powered by Blogger