Auðvitað ertu kominn á Negrann!!!!
mánudagur, maí 22, 2006
  Ekki bólar mikið á sumrinu svona í lok maímánaðar en það snjóaði all hressilega á mann á golfvellinum í dag og því fylgir ákveðin kaldhæðni að sitja á slátturvél í snjókomu en við hverju er svosem að búast á þessu klakaskeri.

Átti afmæli í gær, 26 ára kallinn og man ég ekki eftir því að það hafi snjóað á mig á afmælisdaginn fyrr en nú. Annars eyddi maður nú bara júrovísion helginni uppí bústað í Borgarfirði og gerði ég ekki annað en að henda timbri í arininn til að halda á mér þokkalegum hita en djöfull var kalt á morgnana.

Bíð spenntur eftir fyrsta leiknum hjá Snæfelli í fótboltanum en þess ber að geta að þetta er fyrsti leikur sem er spilaður í mfl. í fótbolta í Hólminum í 15 ár að ég held fyrir utan nokkra leiki sem Víkingur Ólafsvík spilaði hérna undir merkjum HSH. Neminn skoraði fyrir Ólsarana ef Ólsara skyldi kalla því megnið af liðinu er frá Austurhluta evrópu. Hann hringdi í mig snemma í morgun, nokkuð spenntur og sagði að þetta hafi verið undur af marki og þetta var allt gert fyrir Vaffarann á afmælisdeginum.

Annars er ekkert gaman að eiga afmæli lengur. Maður fær engar gjafir af viti nema frá hinum nánustu og er spurning hvort maður haldi ekki eitt gott pylsupartí fyrir vinina til að græða aðeins á þessu fyrirbæri því maður er að komast á þann aldur að þetta íþyngir manni bara meira með hverju árinu. Orðinn 26 ára, bara trúi því ekki en ég fíla mig sem 18 ára gutta. Hvað á svo að gefa mér Hlynur? Það er sælla að gefa en þyggja. Ég bíð spenntur.

Ég man nú alltaf eftir dögunum í Lágholtinu sem pungur þegar ég átti heima á móti ömmu og afa. Blessunin hún amma mín er sennilega óþolinmóðasta kona sem ég þekki og hún gat aldrei beðið með að gefa mér gjafirnar. Eins og svo margt eldra fólk er hún jafnan vöknuð snemma og það var einn afmælisdaginn minn sem hún rak afa framúr rúminu klukkan hálfsex um morguninn til að pakka inn úrinu mínu (fékk úr frá þeim á hverju ári í 4 ár sem ég svo týndi jafnóðum) og skrifa á kortið sem er ógleymanlegt. Afi hafði gert eins og gamla bað um og svo trítlaði hann yfir götuna hundþreyttur og sennilega pirraður yfir öllu veseninu og límdi pakkann á gluggann hjá mér. Það tókst ekki betur en svo að það fór að rigna og ég fann gjöfina seinna um daginn liggjandi á stéttinni fyrir neðan gluggann og á kortinu stóð: Innilega til hammingju með daginn elsku Líður okkar, kveðja- amma og pappi. Þetta er auðvitað bara snilld.

Annars held ég að það verði ekki fleira í bili. Tek enn við gjöfum og heillaskeytum á Borgarbraut 30 og ef það er eitthvað varið í pakkann þá er aldrei að vita nema ég bjóði upp á instant kaffi og mislukkaða gulrótartertu úr pakka sem ég sullaði saman í gærkvöldi. Kremið var helvíti gott.

Til hamingu Ísland því ég fæddist hér..................og amma hans Sigga tók á móti mér.

Vaffarinn 
föstudagur, maí 19, 2006
  Jæja

Ekki komst hún Sylvía Nótt áfram, kannski ágætt en maður missir þar leiðandi af góðum Eurovision partýum sem er líka kannski bara ágætt enda nennir ekki venjulegt fólk að eltast við Eurovision party þar sem Ísland er ekki með, það eina sem er gaman við þetta er stigagjöfin þöví lögin eru hrein hörmung og vill ég þó ekki gera lítið úr öðrum hörmungum.
Páll Óskar verður því einmana í sínu partýi þetta árið.

Svo er nú líka spurning hvort það sé nauðsynlegt að senda fjölmennt lið til að lýsa þessu og sinna, held að fólki væri slétt sama þótt Gísli Marteinn væri bara í efstaleitinu að lýsa þessu, örugglega hægt að gera einhvað skárra við peninginn en þetta.

"miklu betra að ala upp börn útá landi heldur en í RVK,borg óttans sagði Sigurður og hló dátt" já Siggi skellti uppúr, gjörsamlega missti sig úr hlátri í viðtalinu. Hann hefur greinilega ekki misst húmorinn sem er fyrir öllu.

talandi um Sigga þá töpuðu Arsenal fyrir Barca eins og flestir vita og var ég vissulega ánægður með það enda samblanda af tuði frá mönnum eins og Begga Sveins,Helga Magg, Fannari Ólafs og Sigga ekki mikið fyrir mig. enda búnir að drullast í gegnum keppnina á eintómri heppni annað en Liverpool í fyrra sem unnu hvert liðið á fætur öðru með blússandi sóknarbolta og tilþrifum, domineruðu öll lið. Og hringdu ekki í Jens

Snæfell tapaði í fótbolta 7-1 móti Víking Ó, átti nú ekki von á þessu marki þeirra enda að spila soldið upp fyrir sig í standard en þeir verða flottir í 3.deildinni, ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi í fyrra að sjá Skallagrím-Hvíti Riddarinn í þessari deild í fyrra og vorum við sammála um það ég og hinn áhorfandinn að það hefði verið toppleikur. Fyrsti leikur er á næstunni á móti Borgarnesi og ætla ég að mæta þar með gjallarhorn og ónáða hinn feykiöfluga miðjumann og fyrirliða Borgnesinga.. Haffa Gunn, hvet alla til að mæta.

Að lokum vill ég minna fólk á gleymdan gullmola Pearl Jam, einn af mörgum en það er lagið All those yesterdays af Yield plötunni.

what are you running from?
taking pills to get along
creating walls to call your own
So no one catches you? drifting off and
doing all those things that we all do
Let them wash away

Lifið heil 
fimmtudagur, maí 18, 2006
  Arsenal dottið útúr meistaradeild Evrópu 
þriðjudagur, maí 16, 2006
 

Haffi Gunn sá ástæðu til að belgja sig einhvað hérna, man það næst þegar honum langar í góðgæti...

Landsliðið byrjaði í seinustu viku og voru einhver test þar og kom maður ágætlega útúr sumu og verr úr öðru eins og gengur en maður var búinn að búa sig undir verra þar sem formið er ekki sem best þessa dagana eftir Hollands ævintýrið þar sem aldrei var farið uppfyrir 50% hraða á æfingum.
En maður er s.s. byrjaður að hreyfa sig aftur og er það bara fínt, þarf þó greinilega að skerpa á ólympísku lyftingunum, ekki alveg sá gáfulegasti þegar kemur að þeim.

Sá það að landsliðið verður nokkuð busy í sumar, evrópu og norðurlanda mót en einnig ferð til Hollands að spila æfingaleiki við Holland, Belgíu og Svíþjóð og verður það algjört möst að vinna Hollendingana eftir að hafa látið alla sem vildu og vildu ekki heyra að við hefðum pakkað þeim í fyrrasumar.
Síðan verður gaman að norðurlandamótinu en ég hef aldrei keppt á því áður nema með Unglingaliðinu í KEF um árið en við flengdum A-landsliðið á því móti, sælla minninga.

Skellti mér til Vaffarans á laugardag og horfðum á Liverpool vinna West Ham með 2 snilldarmörkum frá besta fótboltamanni heims og svo Cleveland vinna Detroit með besta körfuboltamanni heims, Lebron James er bara í bullinu, hefur gjörsamlega allan pakkan drengurinn. Fínn dagur þar og fengum við okkur 2 mjólkurglös með gleðinni, og eina lo-fat skúffuköku, enda er Vaffarinn að reyna að komast í form.

Hreindýrin að koma heim á morgun held ég, verður gaman að fá uppúr þeim einhverjar skrautlegar sögur, ætla rétt að vona að einhvað krassandi hafi gerst.

Víkingur Ólafsvík náði bara 0-0 jafntefli á móti Fram, en heyrst hefur að Víkingar þyki líklegir til að bæta metið og fá ekki á sig eitt einasta mark, eru með fallegasta hafsent deildarinnar, reyndar einhverja Júgga með sér í vörninni en það skiptir ekki, allt að því ómögulegt að skora á Ólsara strákana. Maður verður að skella sér á völlinn með þeim fljótlega en það verður þó ekki jafn svakaleg upplifun og hjá manninum sem skellti sér á miðjuhring laugardalsvallarins og svo byrjaði að rigna.... Ætla nú ekki að klára þessa sögu en þeir eru þónokkrir sem vita hvað ég meina.
Segiði svo að maður fari ekki á völlinn!

Að lokum, maður hefur heyrt kvartanir um Negrann Nema um að útlit síðunnar og hún sé ekki nægilega áferðarfalleg, þessu vísum við algerlega á bug, Negrinn er ákaflega falleg síða, kannski ekki sú nútímalegasta. T.d. kann ég ákaflega vel við linkana á síður sem eru löngu hættar en annars er svo sem öllum sem hafa áhuga Guðvelkomið að fikta í þessu, efast einhvern meginn um að einhver okkar geri það, svona miðað allt og allt.
Síðar
HlynurB 
fimmtudagur, maí 11, 2006
  Jú sælar. MAccer kominn með einn og kominn tími á einn. Maður er nú búin í prófum og fer maður að fagna því eftir hádegi með vinnu með gamla manninum en það er verið að byggja þvílílkt flott safn,í gamla PAkkhúsinu við hlið Búðarkletts. Þar verður opnað um helgina og sýning um Egil Skallagrímsson verður á neðstu hæð, Landnáms sýning á mið hæð og síðan einhver sýning á efstu hæð svo endilega að kíkja í nesið um helgina þið sem eruð þarna úti og spyrjið ykkur:''Hvað er Landnám og hver er Egill Skallagrímsson''

Annars er maður bara góður á kentinum. Mr:bæringsson átti að renna við hjá mér í gær með smá delivery en hann lét nú ekki sjá sig á mínum bæ og þakka ég honum fyrir það. Annars mætti Mr:Bæringsson í verðlaunafhendingu hjá uppskeruhátíð hjá Skallagrím fyrir minnibolta og gekkk pilti ágætlega með það. Hefði nú átt að raka sig kannski fyrir þetta en hvað með það. Sigurður lét ekki sjá sig og þakka ég honum fyrir það.

jæja best að koma sér í Nesið.

Haffi''Macc'' kveður að sinni. 
föstudagur, maí 05, 2006
  jæja

lítið að ske á Negranum Nema þessa dagana, auglýsi eftir þessum pappakössum.

Annars er maður enn mjög rólegur í Hólminum þessa dagana, Laufáshreindýrin farinn til Florida ásamt BigB og Hemma Birgis, bróður hans Magna. Mjög merkileg samsetning á hóp myndi ég segja, Íslendingar eru nú oft líklegir til að gera einhvað af sér þegar þeir fara til útlanda en þessi hópur sem saman stendur af þremur lögregluþjónum og þar af einni OFURLÖGGU er væntanlega að koma heim með orðu í farteskinu.
Reyndar er Nonni Mæju þarna líka og aldrei að vita nema hann geti gert einhvað krassandi.
Treysti á Nonna að standa undir því.

Vaffarinn verður hérna í sumar á golfvellinum en hann var settur til höfuðs golfvellinum í Ólafsvík sem var að reyna að stela viðskiptum af þeim með því að ráða Helga Reyni til sín, Reyndar held ég að Ólsarar geti ekki verið mjög sleipir í golfi, 1.holan á vellinum er víst þannig að byrjað er efst í brekkunni og dúndrað niður á höfn þar sem flötin er, örugglega andskotanum erfiðara að skjóta kúlunni aftur upp brekkuna.

Fyrir þá sem ekki vita þá er Ólafsvík byggð í gríðarlegum halla og eru mörg dæmi um að fólk hafi ætlað kíkja til veðurs heima hjá sér, runnið til og endað á höfninni.

Nú er víst KKÍ þing á næstunni, þessa helgi eða næstu. Vonum að þessir annars ágætu stjórnarmenn okkar taki góðar ákvarðanir, t.d. ef menn treysta sér ekki til að hafa launaþakið sæmilegt, henda því þá. Leyfa 2 kana, þá verða 90% af liðunum með 2 kana og þau sem þurfa á því að halda skella sér á einn Bosman, þau verða ekki mörg ef miðað er við tímabilið 04-05 þá voru held ég 2 lið með 3.útlendinginn. Jafnvel bara að hafa 1 Kana en það væri erfitt fyrir þau lið sem verða í Evrópukeppni
Ég veit að menn eru mishrifnir af þessu frjálsa flæði Evrópumanna en menn verða að muna að ef hún væri ekki þá hefðu menn eins og ég,Siggi,Logi,Jakob,Fannar,Frikki og Jón A. væntanlega aldrei getað spilað fyrir utan Ísland, t.d. fór maður eins og Valur Ingimundar sem var væntanlega betri en allir okkar sem höfum farið út allan sinn feril á Íslandi fyrir utan smátíma í Danmörku. Á okkar tímum væri Valur væntanlega að spila á Spáni fyrir dágóða summu.
Ég er s.s. ekkert sérstaklega hrifinn af þeirri hugmynd að skilda þjálfarana til að hafa ákveðið marga Íslendinga inná.

Síðan væri gott ef allir þessir góðu menn sem sitja þingið myndu nú koma sér saman um það að hætta því STRAX að reyna að grenja út ríkisborgararétt fyrir kana sinna liða fyrir skammtíma árangur, það var ekki annað en niðurlægjandi að sjá menn eins og Darryl Lewis og Damon Johnson fá ríkisborgararétt, þeir segja allir það sama en 95% af þeim er nákvæmlega skítsama um allt hérna, alls ekki að gera lítið úr þeim, ef ég væri kani sem gæti fengið góða launahækkun með því að biðja um þetta myndi ég gera það sama, þeir voru bara að hugsa um sinn feril.
Kannski væri gáfulegra af mér að segja að ég hef ekkert á móti því að þeir fái ríkisborgararétt ef þeir uppfylla þau skylirði, þekki þau ekki til hlýtar en þeu eru væntanlega ekki að vera á Íslandi 7 mánuði á ári í 3-4 ár. Þeir eiga ekki að fara fram fyrir venjulegan verkamann í goggunarröðinni.

Samt skilst mér að Keith Vassel sé alltaf jafn mikill Kr-ingur.... Fer heim á sumrin og dásamar KR skilst mér... börum psst....
Spurning hvort fólk sé sammála þessu eða hvort maður verði running against the wind eins og Forrest Gump gerði um árið

Skil nú ekkert af hverju ég fór útí þetta tuð miðað við hvað ég er í fínu skapi, þetta er bara mín skoðun, veit samt að menn eins og Helgi og Jakob eru ekki sammála mér enda orðnir svo fáránlega miklir kanar að þeir vilja hafa þetta öfugt, takmarka Íslendinga í hverju liði, mér skilst að þeir séu báðir núna úti að reyna að landa ameríska ríkisborgarréttinum.

nóg af þessu, helgin verður væntanlega róleg hjá manni, ekki er búist við miklu, kannski maður dobbli Högna og félaga í spil ef það er stemmning fyrir því.

Verð að enda þetta á því að minnast á Prison Break, djöfulsins snilld eru þessir þættir, fékk þetta allt á disk og var límdur yfir þessu, er yfirleitt ekki mikið að detta inní svona þætti en þetta er magnað helvíti, þeir sem ekki eru að fylgjast með ættu að gera það sem allra fyrst.

Fariði vel með ykkur.

HlynurB 
Negri Nemi
Netfang heimasíðunnar
negrinemi8@hotmail.comGóðir Linkar

Arsenal síðan
Baggalútur
Heimasíða Snæfells
Pearl Jam
ÍR Ruslið
Sport.is
Skallinn
KR-TubRatz
Meira Pearl Jam
Pearl Jam Textar

Liverpool Síðan
Pallaleigan
Free Guestbook from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Free Vote Caster from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Hit Counters
Weblog Commenting by HaloScan.com

Gamlir pistlar
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 /

Powered by Blogger