Auðvitað ertu kominn á Negrann!!!!
fimmtudagur, ágúst 31, 2006
  Jæja

Allt fínt að frétta.. fékk hugmynd að pistli frá Helga Reyni nema en það er taka saman allan þann fjölda útlendinga sem ég hef spilað með hérna heima..
áður en ég byrja á því er best að benda fólki á www.blog.central/nemi og taka þátt í skoðanakönnun nemans sem er einhver sú allra hlægilegasta og hallærislegasta sem um getur, takið þátt.
97-98
1.Bernard Garner, frábær leikmaður sem átti við vægast sagt andleg vandamál að stríða, hans verður munað fyrir að hafa ætlað að berja Pál Axel fyrir nánast ekkert og að keyra um með afsagaða hafnaboltakylfu á milli framsætanna, að hans sögn var það til að vera tilbúinn ef þeir skildu vera fleiri næst, held að fólk skilji við hvað er átt.

2.Seamus Lonergan, hvítur helvíti góður sem stoppaði stutt við, án nokkurs vafa gáfaðasti kani sem ég hef spilað með, var kominn með meiri íslensku á 3 vikum hérna en margir á 3 árum. Skuldar mér ennþá kók fyrir að vinna hann í skotkeppni.
98-99

Andonis Moumouglo, stoppaði stutt við, spilaði einn leik og lét sig hverfa, hef samt grun um að Ari Gunn geymi hann í frystikistunni sinni, fannst kauði ekkert of hress.

Roderick Hay, hreint út sagt vondur leikmaður sem á eitthvern ótrúlega hátt var hjá okkur í mánuð fyrir tímabil en var svo rekinn fljótlega, hann var samt klár og breytti meðaltalinu sínu úr 1,56 í 15,6, hvað skiptir það máli hvar helvítis komman er?

Eric Franson, einn af mínum uppáhaldskönum, mormóni og þar af leiðandi soldið furðulegur, var 26 ára en leit út fyrir að vera fertugur, var með góða ýstru en drakk samt ekki bjór.. það átti enginn roð í hann hérna heima, verst hvað við vorum lélegir að geta ekki nýtt það.
Jú og hann er líka eini gráhærði kaninn sem ég hef spilað með.. Toppgaur sem tafði mig og Hanna Gunna helvíti lengi eina ferðina heim honum langaði að skoða norðurljósin.

99-00
Dragisa Saric Júggi sem var jafn gamall og rykið sjálft.. var ágætis þjálfari en kominn vel yfir sitt besta skeið sem leikmaður, mín helsta minning af honum er þegar hann tók utan um mann og dýfði illa lyktandi krikanum í eyrað á mér..

Torrey John, fínn gaur ágætis spilari, ekki mikið um það að segja.. ekki mjög eftirminnilegur.

00-01
Evgeníj Tomilovski, verst lyktandi maður Evrópu á þessum árum, þræl örvhentur. Svali Björgvinss lýsti honum vel "hann er bara alveg snar örvhentur maðurinn" og "hann er orðinn 36 ára og ekki enn búinn að uppgötva að hann er með hægri hendi" hans mottó var að það var hvort eð er æfing á morgun og þess vegna óþarfi að fara í sturtu í kvöld. Einu sinni þegar hann kom inn í húsið í Borgarnesi þóttist Finnur Jóns sem sat í klefunum niðri finna lyktina strax. Ég trúi honum.

Warren Peebles, mikill player innan vallar sem utan.. Hafði gaman af því kvikindi, alvöru point guard.

01-02
Leoinid Zhdanov, var kallaður Leonid allan veturinn þangað til lítið var eftir þá sagði hann okkur að hann héti "Lunja" Eini útlendingur sem ég hef spilað með sem var ekki valinn í hópinn... besti leikmaður Old boys borgarnes í mörgum leikjum... stundaði óskiljanlegar teygjur útá miðjum velli í tíma og ótíma, eigilega við hvert tækifæri... Fór mikið í taugarnar á kananum fyrir það að sitja í stofunni búinn að pumpa upp hitann úr öllu valdi, á litlum boxers einum fata að éta snickers.

Larry Florence, Æii bara einn af þessum könum, ekkert spes og skildi ekkert eftir sig.

02-03 fyrsta árið í snæfell

Georgie Bujukliev, fyrir utan það að stinga af og svíkja Snæfell þá minnist ég hans helst sem mannsins sem trúði Helga með það að til þess að fá vatnið í gang í sturtunum þá þyrfti að klappa tvisvar, fattaði ekki að það er skynjari hjá sturtunum..

Clifton Bush, þvílíkur karakter.. algjör team player og nagli.. drakk Captain Morgan eins og vatn og það oft í viku, kom oft með flöskuna í leiki til að geta sloppið beint heim til félaga síns.
Minnist hans líka fyrir comment þegar hann var beðinn um að lýsa skoðun sinni á óæskilegri athöfn.. "I've got one, it ain't happening" fólk les svo milli línanna.

Selwyn Reid.. hvað er hægt að segja um þennan mann, hverju á maður að sleppa? kom frá Anquilla eyjum og kunni ekkert í körfu.. tekinn útaf fyrir að geta ekki gripið boltann útaf lotion notkun.. dottaði undir körfunni á sinni fyrstu æfingu.. gekk iðulega í samfesting sem var svipaður þeim sem Sigurþór og félagar eru í á dekk og smur verkstæðinu. Snillingur... en hann eignaðist þó einn góðan vin hérna á landi sem er meira en margir geta sagt..

03-04
Corey Dickerson, lítill, eigingjarn leikmaður, laug að okkur að sárið sem hann væri með í byrjun tímabils hefði komið eftir að hann var að þrífa byssuna sína, en gerðist raunar á skemmtistað í Philly... mjög hræddur við mýs... okkur gekk mjög vel þennan vetur en aldrei var Corey sáttari en eftir tapið á móti Ísafirði sem voru skítlélegir þetta ár en þá skoraði hann 44 stig.

Dondrell Whitmore, hress náungi, gat ekkert æst hann upp sem var stundum galli... átti það til að sofna í óþægilegasta sófa Íslands hjá okkur á silfurgötunni.. minnist hans líka fyrir að tíma ekki að borða en hann ætlaði ekki að borða frá 10 að morgni til 10 að kvöldi þegar leikurinn við Ísafjörð var búinn, ég neyddist til að gefa honum pulsu... It ain't my team voru hans einkunnarorð þegar hann var búinn að tapa enn einum leiknum í playstation.

Ed Dotson, mikill svefnmaður og hefði vel getað sofið út sumarið held ég. Fáránlega mikill tuðari og röflaði yfir hverju sem er og stundum valdi hans sér skoðun bara til að geta rifist, þó hann væri í raun sammála.

04-05
Pierre Greene ágætis spilari sem ég man voða lítið eftir..

Desmond Peoples, frábær spilari sem því miður þurfti að fara heim vegna "launaþaks" KKÍ, óx ótrúlega og var orðinn besti kani deildarinnar þegar hann fór, Björn Ásgeir Forseti mátti þakka fyrir að sleppa lifandi þegar honum datt í hug að gera "pungur" við ungan ghetto blökkumann..

Mike Ames Sædal, flottur gaur sem allir muna eftir og ég er enn í sambandi við, hafði þann fágæta eiginleika að vera bæði góður gaur og spilari..

Calvin Clemmons.. jesús pétur (fyrir þig Helgi Magg) þvílík sending, algjör froðuhaus sem kunni engan veginn að nota styrkinn sem hann bjó yfir, var fáránlega paranoid og hélt alltaf að við ætluðum að reka hann, sem við ætluðum reyndar að gera en hann hafði áhyggjur eftir fyrsta leik.

Þeir félagar áttu engan vegin saman og eitt besta comment sem ég hef heyrt er þegar þeir voru að tala um sumarið og hvað þeir ætluðu að gera, Calvin sagðist ætla "work on my body and stuff" þá sagði Mike réttilega "no just focus on from the neck up"

Landsliðið....

Jakob Sigurðarson, Kani af íslenskum ættum, hefur alið mannin að mestu leyti þar. kemur þó á sumrin og spilar með íslenska landsliðinu, hefur að mestu týnt íslenskunni og talar með miklum amerískum hreim. Komment eins og "Hress á leiðinni" og "sæll frændi" eru ennþá mjög fersk í minningunni.
þegar Jakob var 16 ára vorum við í landsliðferð í Englandi og fengum beikon í matinn, hann kannaðist ekkert við þetta því hann hafði aldrei séð beikon á ævinni, tók það upp og sveiflaði og spurði "hvað er þetta eiginlega? "Ógleymanlegt..

Fannar "Fenör" Ólafsson, ættaður úr sveitinni hérna heima en hefur með árunum fjarlægst sínar heimaslóðir og er það sorglegt, orðinn viðskiptafræðingur úr amerískum háskóla og sótti um tvöfalt ríkisfang núna í sumar. Talar með rosalegum hreim sem erfitt er að skilja..

Pavel Ermolinski... svartasti rússi allra tíma, setningar eins og fuck you pavel og Pavel, u are not black eru klassík, sú seinni kom þegar pabbi hans hysjaði upp um hann brækurnar þegar stráksi var að reyna að vera of töff fyrir sinn rússneska uppruna.. Ég hef gert grín að mönnum sem týnt hafa íslenskunni en Pavel toppaði það allt með því að segjast ætla að dekka Deeröl Lewis, PalliAx benti honum réttilega á að maður hét og heitir Darrrelll, samt hefur Pavel aldrei búið í USA, ég býð ekki í það hvernig hann myndi koma til baka eftir það...

Jæja þetta er ein heljarinnar hrúga, sleppi Brenton og Ermo enda þeir komnir með íslenskt vegabréf..

Sjáumst í höllinni á miðvikudaginn, leikur við Finna.. allir að mæta. 
miðvikudagur, ágúst 23, 2006
  Sælar. Haffi kominn með einn langþráðann frá Grafarvogi. Skólin byrjaður hér í Borgó og líst bara sæmilega á.

Er að koma fín mynd á Skallagrím fyrir næsta tímabil. Axel Kárason komst ekki í skóla úti svo hann verður áfram og er byrjaður að mæta eftir landsliðsæfingarnar í sumar. Axel mætti á mjólkurbílnum á æfingu í gær en það vantaði nú samt gamla góða''M''númerið á trukkinn. Axel er því kominn með nýtt nickname en það er ''Mjólkurbíllinn'' og tekur við af ''Fóðurbíllinn''. Hermann Daði Hermannsson er svo að æfa með okkur og er búinn að vera með okkur í sumar og verður með okkur í vetur og það er góður liðsstyrkur. Fyrir þá sem ekki kannast við nafnið þá var þessi drengur að spila með Þór Akureyri hér í denn en lennti í meiðslaveseni og hætti. Ákvað þá að fara að búa og valdi Reykholt sér sem áfangastað. Reyndar á eftir að finna eitthvað ''name'' á pilt en það á eftir að koma með tímanum. Síðan er Sveinn Blöndal að fara í skóla í Bifröst og verður að spila með okkur í vetur. Mikill fengur fyrir okkur og er sá piltur sterkur og hárprúður með eindæmum. Einnig á eftir að finna gott ''name'' á þann pilt. Þetta verður fínn hópur hjá okkur í vetur og er maður byrjaður að klæja í puttana.

Síðan er það mál málana í dag. Það er ferð til Englands!!!!! maðurrrrrr. Það er smá hópur af fólki á leið til Englands á leik Liverpool og West Ham á laugardegi og Blackburn.vs.Chelsea á sunnudag. Reyndar verður gist í Manchester þar sem öll hótel eru fullbókuð vegna Bítlahelgi þar á bæ svo við verðum bara í manjún þar sem gey pride helgi stendur yfir svo það verður höööörkufjör mundi maður halda maður.

En annars er nú bara lítið að frétta frá höfuðborg vestursins. jú jú síðan eru nú maccarnir tveir að koma þeir Dime og J-mac en þeir eru væntanlegir í þessari viku og svo kemur Flakarinn 1.sept.

Jæja ég bið að heilsa.........''There's only one Steven Gerrard,There's only one Steven Gerrard 
föstudagur, ágúst 18, 2006
  Allir á danska daga 
Negri Nemi
Netfang heimasíðunnar
negrinemi8@hotmail.com



Góðir Linkar

Arsenal síðan
Baggalútur
Heimasíða Snæfells
Pearl Jam
ÍR Ruslið
Sport.is
Skallinn
KR-TubRatz
Meira Pearl Jam
Pearl Jam Textar

Liverpool Síðan
Pallaleigan
Free Guestbook from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Free Vote Caster from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Hit Counters




















Weblog Commenting by HaloScan.com

Gamlir pistlar
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 /





Powered by Blogger