Auðvitað ertu kominn á Negrann!!!!
fimmtudagur, janúar 25, 2007
  Jæja..

þá skrifar maður bréf..

já maður er alltaf í boltanum, ekki ennþá vaxinn uppúr því að kasta bolta milli félaga minna, unnum arfaslaka Hauka og Fjölni þar á undan, Fjölnir eru allir að koma til, orðnir mun betri. Góðir ungu pungarnir Árni og Hörður, þeir verða flottir einhvern daginn Fjölnismenn.

Já maður er að byggja og sér fyrir endann á því og það er líka kominn hundur hingað og heitir hann Vedder af augljósum ástæðum, búinn að kenna honum nokkur trix sem kosta slatta af hundanammi í hvert sinn, en nú verður maður að hætta að gefa honum eitthvað drasl þótt hann andskotist til að leggjast niður þegar maður segir það.
Kvikindið rekur nefnilega stanslaust við og er ég byrjaður að halda hann sé Nonni Mæju þeirra hundanna, svo kann hann líka að heilsa og vera kjurr í smástund, en ekki mikið meir, svona svipað og Nonni.

Já maður skellti sér líka í nesið á sunnudaginn, Mamma er í nuddskóla og nýttum við Unnur okkur það og skelltum okkur á bekkinn, helvíti fínt, skelltum okkur svo á leik, Borgarnes-KR og var það hin fínasta skemmtun, Borgnesingar unnu verðskuldað, ég hef helvíti gaman að Jovan Zdravevski, finnst hann magnaður spilari, lýtur út fyrir að geta ekkert en er svo yfirleitt bestur á vellinum, ég persónulega myndi taka hann fram yfir langflesta kana sem er í deildinni núna, jafnvel alla. Ég veit ekki hvort Borgnesingar tóku eftir því en það sem vann eða kom þeim a.m.k. aftur inní leikinn var þegar Finnur Jóns fór á Patterson sem hafði verið að hlæja að þeim til að byrja með, stoppaði hann alveg þegar þeir voru að koma með run.
KR voru svo sem ekki að spila illa, bara erfitt að spila í Borgarnesi, ánægður með að félagi minn hann Fannar átti góðan leik, enda var kominn tími til að hann fengi boltann meira, fáránlegt að jafn góður spilari og hann sé bara notaður til að fara í sóknarfráköst, hann skilaði þessu yfirleitt í þegar hann fékk tuðruna en kannski ekki mikil ástæða til breytinga þegar gengur vel eins og hjá þeim núna..

Sem minnir mig á viðtal sem ég sá um daginn við Haffa Gunn eftir að þeir hefðu unnið Keflavík, fínt viðtal en hann tönglaðist endalaust á hvað þeir væru að landa einhverju, landa sigri, ætluðu að landa næsta leik, landa titlinum og eitthvað svoleiðis, það var bara skrýtið að sjá mann nota sjóara líkindamál sem sagði þegar hann sá ryðgaðan bát, "heyrðu, það þarf að fara með þennan í slikk"

Birgis málið er og var mikið í fréttunum enda þótti það sæta tíðindum að Birgir Mikaelson hefði keyrt upp endalínuna sæll og glaður með KR-B, hann fékk reyndar á sig ruðning en aðspurður sagði Birgir "uhhhh.. sko.. ég var ekki að drífa mig"

ég ætla ekki að hafa þetta mikið lengra en verð þó að svara 2 spurningum sem hafa dunið á mér undanfarið frá fjölmörgum, nei ég hef ekki troðið yfir Magna í 3ja sinn og já Helgi er upptekinn um helgina, hann er að fara á stefnumót, þá vitið þið það..

Lifið heil..
HlynurB 
fimmtudagur, janúar 04, 2007
  Jæja..

seinustu 2 vikur hafa eðli málsins samkvæmt verið erfiðar, þær erfiðustu sem ég hef upplifað, ég vil bara þakka allar þær kveðjur og velvild sem mér hefur borist undanfarið, komið úr öllum áttum og hef ég ekki haft tækifæri til að þakka fyrir það en geri það nú.
Útförin verður mánudaginn 8.janúar að ég held klukkan 13 en það verður auglýst frekar fyrir þá sem vilja mæta þangað.

Einnig er tími til að halda áfram og líta fram á veginn..

Við spiluðum við Kef hérna um daginn og náðum fínum sigri þrátt fyrir að spila frekar illa, en Keflavík var nýkomið með kana sem leit ekki vel út og Daninn ekki með, þannig að þeir voru ekki eins sterkir og þeir geta verið, kaninn var vissulega slakur en maður þarf nú ekki að horfa lengra til baka en 2 ár þegar Nick Bradford var hérna til að sjá að menn geta batnað, þó ég voni innilega að þessi verði ekki jafn öflugur en Bradford var einmitt hroðalegur til að byrja með en kom svo aldeilis til.

KR á morgun hérna heima og verður það fjör, þeir komnir með annan útlending held ég, hljóta þá að hafa rekið þennan Heizer í staðinn, þeir eru helviti sterkir þetta árið, allir að mæta..

Jæja ætla ekki að hafa þetta langt.. Negrinn fer fljótlega að fara í gang aftur..

Síðar..
Hlynur B 
Negri Nemi
Netfang heimasíðunnar
negrinemi8@hotmail.com



Góðir Linkar

Arsenal síðan
Baggalútur
Heimasíða Snæfells
Pearl Jam
ÍR Ruslið
Sport.is
Skallinn
KR-TubRatz
Meira Pearl Jam
Pearl Jam Textar

Liverpool Síðan
Pallaleigan
Free Guestbook from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Free Vote Caster from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Hit Counters




















Weblog Commenting by HaloScan.com

Gamlir pistlar
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 /





Powered by Blogger