Auðvitað ertu kominn á Negrann!!!!
þriðjudagur, nóvember 30, 2004
  Já góða kveldið kæru landsmenn. Haffi Gunn með smá pistill hér frá Nesinu. Bara aðeins að komenta á þessa frétt sem ég er með í höndunum. ''Skar af sér svartan makkann''. Hlynur Bæringss er jú enn og aftur í fréttablaðinu. Í þessari grein er farið yfir það hvernig það hafi verið að vera með þennan ''Makka'' og hvers vegna hann hafi verið látin fjúka. Í fyrsta lagi hversu lítið er að gera þarna hjá fréttablaðinu þegar það er hringt í BB og spurt hvernig hann hafi það og hvers vegna var ''makkinn'' látinn fjúka. Var ekki verið að senda einhverja íslendinga til Bagdad. Geta þeir ekki hringt í hann og spurt hvers vegna þessi gaur þarna Hassan We Purttzxi var með ''makka'' en núna er hann með engan ''makka''. Og þessar myndir af drengnum. Myndinn sem var tekin í fyrra er auðvitað efni í ''America's next top model en hin myndin er eins og kallinn hafi sett nokkur stykki í brækurnar, hoppað síðan upp og séð einhvern ljótan færeyjing á veggnum. Spurninginn er hvort Hlynur verði fastagestur Séð og Heyrt í framtíðinni því kallinn má greinilega ekki skipta um klippingu þá er Fjölnir út Hlynur inn.

Bara smá pæling héðan úr Nesinu..........

Haffi McGunner
 
  Sælar

jájá, þið afsakið mig fyrir að kalla þetta forræðishyggju auðvitað er það ekki rétt þar sem launaþakið, laukrétt hjá Hrannari Hólm var samþykkt af félögunum.

Ég hef ekkert verið að gagnrýna KKÍ eitt eða neitt, ég er á móti þessu launaþaki eins og það er núna, finnst alltof margir vankantar á því og hef því sett útá reglugerðina sem slíka, sama hverjir samþykktu það og hverjir ekki. En mönnum er alveg frjálst að vera ósammála mér í því eins og margir greinilega eru, fínt að vera í minnihlutanum. þeir hjá KKÍ eru bara að vinna vinnuna sína og það er virðingarvert.

Það sem ég benti á voru vankantarnir og var ég ekki að hvetja einn eða neinn til að brjóta neitt, mér finnst launaþaks hugmyndin í sjálfu sér fín og margt annað í þessu en það sem mér finnst verst við þetta er yngriflokka þjálfunin ásamt fleiru. gaman væri að vita hvort þeir sem eru samþykkir launaþakinu finnist það réttlátt að yngriflokka laun reiknist undirþakið að hámarki 100.000 þó að að leikmenn séu að þjálfa 8 flokka? ekki mér a.m.k. en auðvitað geri ég mér grein fyrir því að ég er hlutdrægur þar sem þetta er aukavinnan mín en ég hef reynt að sjá þetta hinum megin frá og held að það sé nú einhvað til í þessu hjá mér. En misjafnar eru skoðanir mannana eins og Mamma sagði alltaf.

Annars nenni ég ekki að rífast útaf þessu lengur, búin að svekkja mig á þessu en ég ræð því miður (eða til allrar hamingju) engu um þetta og vona að sjálfsögðu að þetta leysist farsællega fyrir mitt félag og engum af leikmönnunum verði gert að sitja út tímabilið en ef af því verðum við bara að setja nagladekkin undir og reyna að spóla upp brekkuna sem framundan er.

Fyrst það eru svona margir byrjaðir að koma hérna til að skoða vitleysuna þá er best að nota tækifærið og minna menn á nýja Pearl Jam diskinn, Rearviewmirror heitir platan og hefur að geyma flest þeirra bestu og vinsælustu lög, ég var nú ekki sammála öllum lögunum sem komust á plötuna, sérstaklega fór í taugarnar á mér að sjá lagið Last Kiss þarna. Enda helvíti leiðilegt lag en til að gera mig 100% sáttan hefðu Eddie Vedder og félagar þurft að gefa út Greatest hits plötu með 70-80 lögum, en nóg um það, grípið plötuna og þá sérstaklega þau ykkar sem lítið hafa hlustað á PJ.

með PJ á fóninum er ekki hægt að tapa gleðinni
Lenny
 
mánudagur, nóvember 29, 2004
  Jæja

Ekki fór þetta glæsilega í gær, töpuðum fyrir góðum Keflvíkingum sem voru sterkari á öllum sviðum, Magni spilaði ekki og Des var einhvað slappur eftir sín meiðsli en náði þó að spila vel.

Skelfilegur undirbúningur, eina sem um var talað, hvort að við yrðum í banni, sektaðir um 500.000, tekin af okkur stig eða einhver önnur refsing.

Við erum í vondum málum, tilgangur launaþaksins kann að vera góður en að menn megi ekki þjálfa án þess að lenda í vandræðum er í besta falli kjánalegt, síðan erum við skikkaðir til þess að halda áfram að þjálfa, sem sagt að ef einhverjum okkar byðist forstjórastaða, þá gæti yngriflokkaráðið ekki ráðið annan af leikmönnunum í okkar stað. Þetta hentar að sjálfsögðu minni klúbbum eins og okkar afskaplega illa þar sem menn eru mikið að þjálfa og við fjórir þjálfum alla flokka félagsins. Þannig að það sé á hreinu þá fór (ef) Snæfell ekki yfir þakið á tekjum sem þeir borga heldur vegna þess að við fengum þjálfunina sem við sóttum um hjá yngri flokka ráðinu. Skrýtið.

Með því að lesa yfir þessa reglugerð, vann ég allmargar leiðir til að fara framhjá þessu, þetta er svo meingallað og að því er virðist vanhugsað.

1. Við gætum allir verið á launaskrá hjá Skipavík HF. einhver stimplar okkur inn og út en við mætum ekki. Hvernig er hægt að nappa þetta, það hlýtur að vera fyrirtækinu í sjálfvald sett hvernig þeir útdeila launum, gætum verið móralskir starfsmenn sem mæta einu sinni í viku að peppa upp mannskapinn. Allnokkrir leikmenn í Reykjavík þekkja þetta.

2.
Húsnæði, borgar einum leikmanni of mikið, því sem nemur íbúðarverði, hann leigir íbúðina sjálfur og leigir öðrum leikmönnum herbergi, þannig er enginn að láta neinn fá húsnæði, ætla þeir að banna mönnum að leigja með félögum sínum.

3.
Borgar leikmanninum bara svart, ekkert mál, þess vegna úr vasa einhverra stuðningsmanna, nú ef einhver spyr, þá borguðu þeir leikmanninum fyrir að koma og sópa forstofuna hjá sér, þ.e.a.s. ef eftirlitsnefndin hefði bolmagn sem hún hefur ekki til að fylgjast með svörtum greiðslum.

4.
Sett öll yngri flokka laun sem á þjálfara sem er ekki spilandi, þó að hann sé ekki að þjálfa þessa flokka, hann svo einfaldlega dreifir laununum í lok mánaðarins. Reyndar yrðu örugglega leiðindi með skattinn þarna því við borgum skatt af okkar launum sem verktaka greiðslur en þetta er samt hægt.

Margar fleiri leiðir eru til sem hægt er að nota og eru notaðar, t.d. Bónusgreiðslur, hafa þær svartar og sykurlausar.

Talaði við einn stjórnarmann í öðru liði í gær, þegar ég sagði honum að þessi forræðishyggja væri óþolandi var hann ósammála og sagði að þetta þyrfti að vera til að liðin færu ekki í skuldir, gott og vel, það er tilgangurinn og hann er göfugur og hann sagði að stjórnum væri einfaldlega ekki treystandi til að fara ekki á hausinn, er það virkilegt? Það á ekki að þurfa að passa fullorðna menn eins og smábörn með nammipening, eyðið því sem þið viljið og reynið að fá sem mest fyrir peninginn. Ég á ekki 3ja hæða hús og 10 milljón króna Benz, ekki vegna þess að mér langar ekki í hann heldur vegna þess að ég tók þá ákvörðun sem fullorðin maður að ég myndi ekki ráða við það og ef ég tæki lán fyrir öllu saman myndi ég enda á hausnum því ég væri ekki borgunar maður fyrir því.

Liverpool tóku Nallarana létt í gær með öruggum sigri!!! Beggi Sveinss og Siggi Þorvaldss hafa lítið látið í sér heyra. Gaman að Neil Mellor sem lítur út fyrir að vera tvíburi Stevie G skyldi loksins skora. Skemmtilegast minningin í gær frá leiknum var frá rétt fyrir leik þegar maður heyrði Magga Gunn fagna sigri okkar manna. Mikið djöfulli var samt Maggi góður í gær, hann fær plús í kladdann.

Minni á leikinn við Fjölni á fimmtudag í grafarvoginum, mætum öll fagnandi

Ekki tapa gleðinni
LennyB
 
föstudagur, nóvember 26, 2004
  jæja

Góður leikur í gær á móti ÍR, tiltölulega þægilegur sigur sem var aldrei í hættu, fín stemmning á pöllunum og allt í lagi, nema helst að við gátum ekki notað Desmond útaf reglugerðinni sem er að gera ósjálfbjarga stjórnarmönnum um allt land kleift að reka deildirnar sínar, það er víst ekki hægt að treysta þeim mjög svo kláru og duglegu mönnum um allt land til að sníða stakk sinn eftir vexti, heldur er gott að hafa svona þak á alla sem að nánast öll lið í deildinni brutu í fyrra á einhvern hátt, veit ekki með þetta ár.

Magnifico var funheitur í gær og var að hitta mjög vel, 8 af 10 skotum í heildina, held ég. Reyndar var varnarleikurinn ekki eins og við viljum hafa hann en það veikir að sjálfsögðu vörnina að hafa ekki stærsta manninn, mikinn skotblokkara með. En þetta var mjög fínt í heildina.
Skrýtið að spila þennan leik, menn mjög pirraðir fyrir leik og hálf móðgaðir og voru ÍR einfaldlega óheppnir að mæta okkur í gær, því á venjulegum degi með Desmond meiddan, við nýbúnir að vinna titil, hefðu þeir verið í mun betri sjens enda með hörkulið, sérstaklega sóknarlega með kanana 2 og Eika Önundar.

Mikil umræða hefur skapast um launaþakið og er mönnum þar heitt í hamsi, skiljanlega því það eru skiptar skoðanir um ágæti þessarar reglu. Sumir reyna að vera málefnalegir, sama hvaða skoðun þeir hafa en öðrum virðist vera svo illa við Snæfell eða einhvað annað lið að þeim virðist ómögulegt að horfa á heildarmyndina.
Í fyrsta lagi verð ég að leiðrétta sjálfan mig því ég las ekki yfir þetta og hélt að það væri ennþá skylda að vera lukkutröll, hafði bara ekki kynnt mér þetta nákvæmlega ekki það að ég hafi legið yfir þessu núna en ég hef mína skoðun.

Fólk má vera á annari skoðun eða telja það hroka en mér finnst ég vera yfir meðallagi leikmann í þessari deild, ég tek bara sjálfan mig sem dæmi en fólk má svosem nota aðra leikmenn sem að þeir fíla en mér finnst að þegar ég þigg 60000 kr á mánuði fyrir að spila, án íbúðar og án fæðis og með vinnu fyrir félagið, þá finnst mér það ekki réttlæta það að fólk sé að kalla okkar lið svikara.
Snæfell borgar mér minna heldur en ég hefði getað fengi í sumar og þá hefðu þau lið gert sjálfum sér ómögulegt að vera undir launaþakinu því það hefði verið ómögulegt að koma öðrum manni undir þakið miðað við þær viðræður.

Það er rétt sem einhver sagði að maður á að sjálfsögðu að fara eftir settum reglum, sama hversu vitlaus manni finnst hún, öðrum finnst kannski reglan í góðu lagi. Ég þekki þetta ekki 100% enda er ég ekki í stjórn en að mér skilst samkvæmt tilkynningu Snæfells að málið snúist ekki um launin, heldur aukavinnu okkar allra, þjálfun sem við stundum hjá annari kennitölu hjá batteríi sem algjörlega aðskilið. Ég ætla að taka eitt langsótt dæmi sem er það að segjum að leikmaður sem er góður þjálfari en gengur illa að ná sér í leikmínútur, sem sagt 10. maður væri þjálfari allra yngri flokka sem tíðkast víða á landsbyggðinni. Hann er að þjálfa 6 flokka sem samtals eru með 20 æfingar í viku og fær í laun 200000 á mánuði, fyrir mikla þjálfun ásamt því að vera yfirþjálfari og skipuleggja allt dæmið, þá ætti launa þakið aðeins að hækka um 100.000? munið það að leikmaðurinn spilar lítið hlutverk í liðinu, á þá launaþakið að minnka um 100.000 hjá þessu liði?

Og síðan hvenær mega menn ekki hægræða sínum rekstri, með þessu launaþaki er greinilega verið að biðja menn um að reka sínar deildir eins og ábyrgt fyrirtæki, ef að fyrirtækið gengur illa en má ekki við því að missa fólk úr vinnu án þess að tapa afköstum í fyrirtækinu má það ekki semja um ný kjör þangað til betur stendur á? Hvað er að því? Ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að þetta er sett á til þess að allir leikmenn segji ekki upp sínum samningum en haldi áfram að fá borgað svart, en ég skal segja þeim sem vilja vita það að á að giska 70% af launum leikmanna er borgað svart, sérstaklega þar sem menn eru ekki að þjálfa.

Ástæðan fyrir því að við sem spilum með Snæfell, spilum hérna er fyrir utan að það er skemmtilegt, hér er fínt að vera og mesta stemmningin í deildinni er sú að þegar ég og hinir strákarnir vorum að semja var sagt við okkur " við getum ekki borgað jafn mikið og við og þið viljið því þá getum við ekki sett saman lið, sem sagt ef við borgum einum ykkar of mikið eigum við ekki pening til að fá aðra leikmenn" En það er hægt að vinna fyrir þeim peningum með því að þjálfa. Þá hugsa menn "Ok, ég get ekki fengið það sem önnur lið bjóða mér bara fyrir það að spila en mér langar að spila fyrir þetta lið, (eða einhvað annað í öðrum tilfellum) þá geta menn alveg hugsað sér að þjálfa líka, það er ekki hálaunastarf en það dugar" Það hefði auðveldlega verið hægt að setja okkur í vinnu sem við ættum ekki skilið og værum lélegir í, þyrftum ekki að mæta en fengum samt borgað en svona kjósa menn að hafa þetta hérna.

Þið afsakið, örugglega lengsti pistill Negrans frá upphafi og örugglega ekki skemmtileg lesning, en í miðjum pistli í öllum leiðindunum, hugsandi um kuldann úti er eitt mikilvægt.

Ekki tapa gleðinni, við erum kálfar.
Lenny
 
miðvikudagur, nóvember 24, 2004
  Veriði berössuð

Já Mc Gunnerinn stimplaði sig inn með eftirminnilegum hætti, kallinn er svokallaður gullpenni, já Haffi minn, við höfum ekki verið að spila don't worry be happy hérna uppá síðkastið en við bætum úr því einhvern timann, annars vita fáir söguna á bakvið þetta lag, svokallað Ísafjarðardrama, menn eins og Ari Gunn og Finnur Jóns í nesinu muna þetta væntanlega eins og þetta hafi gerst í gær en við tölum ekki um það hér.

Það var verið að sekta Grindavík fyrir að skila ekki einhverjum samningum á réttum tíma, þetta er orðið svo fáránlegt að það hálfa væri allt of mikið, mér persónulega er alveg sama hvenær Grindavík eða annað lið skilar inn samningum um leikmennina sína, alveg eins og mér finnst það bara vera þeirra mál ef að þeir kjósa að borga 5 milljónir á mánuði, eða 5 krónur. Þessi launaþaksumræða er bara leiðinleg. Í fyrsta lagi, ef það á að vera launaþak, hafa þetta einfalt ekki þetta aukadrasl sem er reiknað inn í þetta. Nú hugsa einhverjir að ég sé á móti þessu vegna þess að þá fái svo gígantískar upphæðir fyrir þetta en svo er því miður ekki. Félögin eiga bara sjálf að taka ábyrgð á sínum fjármálum ef einhver vill borga sínum mönnum milljón á mánuði fyrir að spila, frábært, gaman að spila fyrir það lið. Liðin verða bara að fá að meta þetta sjálf en ekki þurfa að hafa áhyggjur af því hvort þau séu að brjóta lög með því að gefa einhverjum að éta, eða ferð í bláa lónið, eða bíóferð í Keflavík.
Þetta er bara fáránlegt að mínu mati, hvað kemur næst? sekt á ÍR fyrir að eiga ekki lukkudýr? til hvers að eyða peningum í Lukkudýr? amerískur wannabe leikur að mínu mati, þeir sem eiga lukkudýr, mér finnst það bara töff og frábær tilraun til að rífa upp stemmningu en að ætla að skipa öllum að eiga lukkudýr er svipa kjánalegt og ætla að skipa öllum að fá sér strípur því það gætu komið fleiri stelpur á leiki. Nei kannski ekki alveg.

Og núna rétt áðan var verið að sekta okkur í Snæfell fyrir þetta kjánalega launaþak, sem var víst að mér skilst ekki í sambandi við launin sem við fáum heldur þau sem við fáum fyrir að þjálfa, spurning hvort það yrði reiknað inní launaþakið ef maður fengi vinnu sem húsvörður í íþróttahúsinu, það er jú líka tengt körfunni, öll lið hagræða sínum rekstri á einhvern hátt og af hverju er ekki í lagi að einhver leikmaður sem er í körfu sé að þjálfa, þetta er nú áhugamál flestra leikmanna og býst ég sjálfur við því að ef ég væri ekki að spila, væri ég samt að þjálfa.

ég var að lesa þessa óreglugerð áðan, rétt las yfir þetta og þar stendur að evrópskir leikmenn megi ekki hafa meira en 200.000 í laun á mánuði, nú vill ég ekki vera að bauna á önnur lið en getur einhver sagt mér hvernig í ósköpunum t.d. Njarðvík nær að vera undir þeim kostnaði? nú hef ég ekki hugmynd um það, en ef að jafn frábærir leikmenn og Palli Kr, Frikki Stef og Brenton Birmingham kosta ekki meira en 200.000 með fríðindum þá ætla ég að stofna lið í Evrópuboltanum og fá þá til liðs við mig. Ég er alls ekkert að reyna að benda á einhvern annan, þetta er bara smá pæling, maður getur tekið fleiri dæmi eins og aðrir myndu eflaust benda á okkur.
en eins og ég segi þá er þetta fáránlegt og ég get hreinlega ekki séð hvernig þessar aðgerðir gera körfuboltanum gott, og ef að einhver vill reyna að sannfæra mig um það, gjöriði svo vel.

Æi bara pirringur

ekki tapa gleðinni, við erum öll kálfar

Lenny
 
  Já góðan daginn. Haffi er kominn í hús hér í sjávarþorpinu ógeðslega Akranesi. Mamma beyglar alltaf munnin þegar hún maskarar augunn Haffi er að fara á ball hann er að fara á ball. Blandaðu mér í glas segir hann út við geislaspilarann, ekki mikinn ís ekki mikið kók réttið mér fjarstýringuna. Jú það er rétt sem þið voruð að heyra út á götum úti. Haffi er að fara á skólaball, en ég hef ekki farið á ball síðan '98 svo þetta verður eitthvað mis held ég en það verður félagi minn á rás 2 Óli Palli sem sér um að spila Shaking that assssss......

Mjög skemmtileg könnun í gangi á Negranum þar sem er spurt:Hvernig er Haffi flottastur? Þessari spurningu er ekki auðveldlega svarað því maður getur farið í ýmislegar flíkur, klippt sig á ýmsa vegu og samt!!, samt sem áður er maður alltaf á toppnum þegar kemur að tískunni. Sjáði það nú ekki. Hlynur Bæringss a.k.a BB a.k.a Money a.k.a Lyn var ekki lengi að kaupa sér græna úlpu með svona sela fóðri inn í því eftir að Haffi fór. Reyndar náði hún aðeins lengra niður á mittið en það skiptir ekki öllu máli.

Mikið var um sms skeyti á laugardagskveldið þar sem maður var beðin um að mæta á græjurnar í hólminum. Ef ég þekki þá rétt þessa vitleysinga þá voru þeir eflaust að spila Pearl Jam allt kveldið og lokuðu partýinu með Red Hot Chilli Peppers. ÞAð er ekki nógu gott í partý. Það verður að vera slagarar sem allir þekkja eins og 'Dont worry be happy' 'Einn dans við mig''Get up''Bombs over Bagdad' og 'the blood is pumping' þessi lög hefðu öll verið spiluð ef maður hefði verið á græjunum og þau hefðu öll verið spiluð í fullum lengdum...

Já maður fór í þessa prótein mælingu í Nesinu. Útkoman var alltílæ en samt sem áður eitthvað sem hægt er að bæta svo ég er komin á próteinkúr núna. Lyftingar og prótein og ekkert nammi nema á sunnudögum og Manager bara á Mán-Föstudögum.

Annars er bara allt þetta besta að frétta úr Nesinu. Við eigum leik við Stólana á morgun og við verðum að drulla okkur af rassgatinu og vinna þann leik. Hörkuæfing í gær þar sem Heiðar Hansson var að raða þriggjastiga körfunum í andlitið á Jovan the MAcadanian monster. Heiðarinn a.k.a Bill Murray var sjóðandi heitur og var að láta þessa pappakassa vinna fyrir hlutunum.

Já Siggi. Það er mjög flott myng af bróðir þínum á síðunni:www.nffa.is og kíktu svo á myndir og Powerball@Breiðin. Þar er litli Siggi með einhverri dömu upp á arminn er pilturinn er að líkjast eldri bróðirinum meira og meira á hverjum degi. Reyndar veit ég ekki hvort hann sé að vaska upp á vistinni en ég mun komast að því seinna.

Djöfulli magnað með þessa deild þarna út í Bandaríkjen, þessa NBA deild maður. Ég væri nú til í að sjá þessa gaura fara upp í stúku í Nesinu... ababa það er ekki hægt. Fínt væri að fá þessa pappakassa hingað og henda nokkrum hnetusmjörsdollum í þessa vesælingja. Maður mundi bara fela sig bak við bróðir hans Sigga,Jón Þór og spýta í lófana og keyra beint heim.


NNNNNNigró er víst kominn í hólminn og óska ég honum til hamingju með það.

Jæja segi það í bili. Gríp ykkur á fliphliðinni.
 
mánudagur, nóvember 22, 2004
  nú jæja

það held ég nú, hópbílameistarar 2004, það er í lagi. 2 frábærir sigrar á mjög sterkum liðum um helgina, hefði mátt vera meira fólk frá öðrum liðum í höllinni en hólmarar létu ekki sitt eftir liggja og voru með frábæran stuðning, við þökkum bara kærlega fyrir okkur. En þó að þetta hafi verið gaman þá er stutt í næsta leik sem er á móti ÍR hérna heima á fimmtudag, nú er um að gera að nýta meðbyrinn og taka þá, þeir eru reyndar með hörkumannskap sem erfitt verður að glíma við en vonandi hefst þetta. Núna mæta vonandi allir og mynda stemmningu.

Maður er nú búinn að gera mest lítið, liggja uppí rúmi í tölvunni og glápa á sjónvarpið til skiptis, er að fara að þjálfa pjakkana á eftir og svo fer maður í það að redda þeim aukaæfingu en vegna óvenjulegra leikdaga upp á síðkastið hafa æfingar því miður fallið niður, en það bjargast allt saman.

Helgi Reynir, Weekend tries, Remo, 100%, NegriNemi þetta eru allt leikmenn sem eru búnir að skipta yfir í Snæfell, hann verður löglegur eftir mánuð, góðar fréttir fyrir okkur sem spilum póker þar sem við getum nú allt eins notað peningana hans eins og hverja aðra. Já Neminn fékk sig fullsaddan af spillingunni í stórborginni og hefur ákveðið að koma í sveitasæluna.

Það eina sem vantaði um helgina var McGunnerinn, drengsins er sárt saknað þá sérstaklega á gleðistundum eins og um helgina, enginn til að skipta um tónlist óumbeðinn eða bara til að týnast einhvers staðar og láta engan vita hvert hann fór. Them good old days

Nú er hins vegar kominn ný könnun á negrann sem snýr að honum Haffa en við spurðum þessarar spurningar um Andrés á seinasta vetri en spurningin er Hvernig er Haffi flottastur?
Endilega takið þátt þetta er hérna hægra megin á síðunni.

ég kaus Ísafjarðarmöguleikann

ekki tapa gleðinni, þú ert kálfur
Lenny
 
fimmtudagur, nóvember 18, 2004
  dsje

jájá sigur í Njarðvík á móti besta liði landsins, hörkuleikur þar sem við spiluðum mjög vel fyrir utan einhvern 5 mínútna kafla í fjórða leikhluta sem við hikstuðum aðeins, þökkum kærlega fyrir stuðninginn sem við fengum þarna, en ekki minni maður en sjálfur Foli Jónsson var í stúkunni ásamt vandræðaáhorfandanum Bergþóri Smárasyni. Magnifico átti næstum því play of the year með því að hamra yfir Palla Kristinss en það rétt klikkaði, annars er nú Palli að spila mjög vel, maðurinn er eins og hann sé með sinnep í rassinum, maður má ekki líta af honum þá er hann búinn að koma sér í færi.

Gummi Bensó setti met í lélegum póker í gær og fór heim í mettapi, best að vera ekkert að lýsa því nánar en þetta kemur í bylgjum, þessi pókergróði. fyrst að maður er að minnast á Pókerinn þá var svolítill Joey í Magna um daginn þegar hann var með fullt hús en fattaði það ekki því hann var svo upptekinn af sínum spaðaLit, skellti spilunum fram og sagðist vera með lit, svekkjandi því Gulli var líka með fullt hús og tók því pottinn, nei bara að svekkja strákinn, hann má svosem við því, hefur gengið bara helvíti vel.

Leikur við Grindavík á föstudaginn en hann byrjar klukkan hálf 7,um að gera fyrir alla hólmara að gera sér bæjarferð og skella sér á vonandi 2 leiki í leiðinni, ætti að vera gaman að þessu, það held ég nú.

Ég hélt ég væri að vera vitni að stórkostlegum tíðindum í gær þegar ég sá Sigga yfir vaskinum að vaska upp en viti menn, Sigurður ákvað þá bara að vaska upp eitt glas fyrir sig enda var strákurinn þyrstur og skiljanlega ætlaði hann bara að drekka úr einu glasi eins og flestir gera og því algjör óþarfi að vaska meira upp.

ekki tapa gleðinni
Lenny
 
miðvikudagur, nóvember 17, 2004
  Já góðan daginn gott fólk. Haffi er mættur frá Akranesi. Tapleikur hjá okkur í gær þar sem við vorum skelfilega lélegir. Við lögðum af stað frá Borgarnesi 17:15 og vorum komnir í Grafavog 18:45. En það var þvílíkur bylur á leiðinni og plús það að Valur Ingimundar var að keyra og plús það að við voru á Egolæn sem er á sumardekkjum og með vöðvastýri.

Hólmarar unnu Njarðvík í Njarðvík og tek ég litlu gulu húfuna mína ofan fyrir þeim. Annars hitti maður piltanna í the Horny place(Hyrnan,Borgarnesi) en þar var einmitt Siggi Maze að vinna nokkra tugi þúsunda í spilakassa nokkrum þar í Hyrnunni. Tók hann þar út mánaðarlaun Tudors en sá piltur er villtur þegar kemur að spilakössum. Reyndar var maður að hjálpa til við að doubla og svona en maður verður að hjálpa þessum pjökkum. Siggi sagði mér nú að hann hafi bara vaskað upp um daginn eftir 4mánaða verkfall í eldhúsinu.

Reyndar var ég og Flosi Forseti nokkuð seinir í skólan á þessum miðvikudegi. Þvílíkur bylur undir Hafnarfjalli þar sem 5 bílar voru úti á kanti fastir. Við lögðum af stað 07:30 og vorum komnir útá skaga kl 08:45 en vanalega er maður nú hálftíma að keyra þennan spotta. Forsetinn á sínum Hyondæ eitthvað var eins og torfærubíll á veginum. Fór yfir hvern skaflinn á fætur öðrum og hlustaði síðan bara á Bloodhound Gang og Shaggy á leiðinni. Good Times......


Djöfulli leiðinlegt að tapa í NBA Live þessa stundina en þeir félagar eru búnir að æfa sig full mikið fyrir minn smekk. Þeir eru örugglega á nóttunni að æfa því ég fór þarna á sunnudag og var tekinn og hamraður af Nick. Nick var reyndar með Houston en það er nú bara svindllið.


Jæja búið að hringja inn í tíma og ég verð að kveðja héðan úr slagsmála höfuðborg Vestursins..


Haffi út


 
mánudagur, nóvember 15, 2004
  dsje

jájá mættur í hólminn aftur eftir góða ferð með strákunum norður yfir heiðar, fínt mót þar sem við unnum 3 af 4 og töpuðum þessum eina í framlengingu á móti stórliði Kormáks frá Hvammstanga en þeir voru með einn helvíti efnilegan sem reyndist mínum mönnum aðeins of stór biti, en strákarnir eru að taka mjög miklum framförum og hafa núna verið sorglega nálægt því að fara upp í A riðil á seinustu 2 mótum en það kemur vonandi næst.

Hitti McG í Horny place í Borgarnes city, alltaf gaman að hitta hann en hann er kominn með fáranlega frollu drengurinn en heldur enn kúlinu, engum að óvörum þá var hann bæði að skila og taka nýja mynd þegar ég hitti hann og minnti það mig á seinasta veturinn minn í Bgn þegar ég og MCg settum í Íslandsmet í þrennum greinum, Kókþambi, videoglápi og Championship Manager tímaeyðslu, them good old days.

Mikið djöfulli er nú nice að vera með svona fartölvu, maður liggur bara uppí rúmi með konuna sofandi við hliðina á sér, helvíti nice. mæli með þessu fyrir alla, þá sérstaklega Alla Odds, ha? Gulli Fimmaur, Lýður fattar þetta.

Verkfallið virðist engan endi ætla að taka, a.m.k. ekki farsælan. allt í uppnámi og blablabla, en annað erfiðara verkfall er núna í gangi og það er verkfall á silfurgötu 9a, já þar er allt að verða vitlaust en málið er það að samningsaðilar, Siggi og Magni og sáttasemjarinn Pálmi eiga í hörðum deilum um húsverkin, Magni er að saka Sigga fyrir að hafa ekki vaskað upp síðan Magni kom í hólminn en Siggi þrætir og segist hafa vaskað upp 2 glös fyrir sig og Öldu fyrir nokkrum vikum síðan, Pálmi er í miðri deilunni og hefur núna vaskað 33 sinnum í röð, við yfirheyrslur gat Siggi ekki sagt hvar uppþvottalögurinn er geymdur, þannig að ætla má að Magni hafi einhvað til síns máls. Magni hefur nú farið í verkfall og neitar að vaska þangað til að Siggi vaskar upp, það má því búast við löngu verkfalli og vondri lykt að silfurgötu 9

Kominn tímí a að færa sófa og á morgun mun allt gamalt fólk deygja til hæggri

ekki tapa gleðinni, þið eruð kálfar.
LennyB


 
föstudagur, nóvember 12, 2004
  Mcgunner mættur úr sjávarþorpinu og skítapleisinu Akranesi. Tapleikur í gær hjá okkur á móti Njarðvík. Djöfulegt að tapa fyrir þeim enda voru við með yfirhöndina alveg þangað til í þriðja leikhluta.................................

Fór í nokkuð helvíti flottan NBA live leik í gær. 2005 leikurinn er massa flottur með slam dunk keppninni, þriggja stiga keppninni og einhverju fleira. Cookarinn vann mig í einum leik en ég rústaði Nick andersson a.k.a. MAn mountain a.k.a Diesel. Jovan a.k.a J-mac var ekki með vegna höfuðskalla...

Maður er að fara að keppa með pjakka um helgina í sjávarþorpið Grindarvík. Síðan er maður að fara að keppa í þrír á þrjá keppni hér í skólanum á eftir en ég, Herra Forseti a.k.a Sleggjan a.k.a Dirk Diggler og EEEEEEEEEEEe pillan a.k.a Elli Ottesen a.k.a Kúlusúkk erum lið sem heitir UMSB. Við ætlum okkur sigur enda eru miðar á lokaball skólasns í veði og eins og þið vitið þá er Mcarinn alltaf til í smá dansiball... enda kann maður að dansa annað en Siggi og Hlynur.

Annars er maður að heyra að V-ið a.k.a Leðrið a.k.a V-arinn var bara að fá sér íbúð núna. Til hamingju með það kallin og maður á eftir að koma kannski og fá sér samloku með osti og já kannsi remolaði, með slettu af olífolíum. Jú jú það er allt að ske í hólminum.

Jæja má ekki vera að þessu. Maður verður að kenna þessum Skagamönnum hvernig á að spila Basket en þeir sem ekki vita töpuðu þeir fyrir Akureyri með 50 stigum í gær 105-55.


Haffi Mcccccccgunnnnner
 
föstudagur, nóvember 05, 2004
  hóhóhó

sælt veri fólkið.

já McGunnerinn hefur sagt að hann sé að meika það í NBA Live, en ef að Clifton Cook er rétt svo að vinna Makkerinn þá eru þetta leikir á milli tveggja mjög slakra spilara því ég get sagt alþjóð frá því Haffi er ekki og ég meina alls ekki góður í NBA live. Sorry Hafdog, en ég varð að koma þessu að!

Pókerinn er að taka dýfu hjá mér núna, átti lélegt kvöld í gær og tapaði smá, en maður er ennþá í góðum gróða, en ekkert á við Magnificent Marinó eins og Magni er kallaður núna, hann er búinn að vera funheitur og er í mestum plús, alltaf gaman en jafnframt erfitt að taka nýja menn inn í pókerklubbinn General, Helgi Reynir hinn eini sanni Negrinemi kom í gær og við vorum ekki lengi að spila hann útur leiknum, tókum af honum einhvern smá pening en hann er nú ekki þekktur fyrir annað en að vera þrjóskur og segist ætla að koma sterkur til baka í kvöld.

Góður leikur á móti KR, gott að vinna fínt lið, mjög þægilegt og leikurinn aldrei í hættu, þökkum þeim sem mættu og studdu okkur og vonum að fleiri sjái sér fært um að mæta á næsta leik sem er hérna heima á móti Ísafirði, fólk má nú ekki byrja á einhverri neikvæðni þó einn og einn leikur tapist eins og gerðist um daginn, brosa í gegnum tárin.

já núna tekur við einhver vitleysa heima hjá strákunum, ætli það verði ekki póker eins og vanalega, helvíti gaman að þessu.

Ef einhver hefur einhverja vitneskju um hann Pálma Lefty, þá látið okkur vita, hann var að fara í bæinn og okkur þótti hann taka óvenjulangan tíma að greiða sér, alveg shining, það er aðeins tvennt sem kemur til greina, annaðhvort er stúlka í spilinu eða þá hann átti stefnumót við Guðföðurinn sjálfan, Birgi Mikaelsson. Ég giska á Bigga.

ekki tapa gleðinni, þú ert kálfur.

LennyB
 
fimmtudagur, nóvember 04, 2004
  Já gleðilega hrekkjarvöku allir. McGunner kominn með pistill alla leið frá Akranesi þar sem ég er nú í eyðu eins og er en er á leið í tíma.

Leikur í kvöld á móti Grindarvík í Grindarvík og það verður erfiður leikur vænti ég. Þeir unnu okkur með 12stigum í Fjósinu þar sem við vorum afspirnulélegir. Alda Bárðardóttir hringdi í mig í gær og bað mig um að fara í prótein mælingu og viti menn.....haldiði að kallinn hafi ekki skelt sér í stemminguna. Ekki alveg sú útkoma sem ég vonaðist eftir en samt sem áður klappa ég á öxlina á mér að hafa farið.......Well done Scholsie!

Var í hólminum um síðustu helgi þar sem litlu pjakkarnir mínir(5-6 flokkur)unnu mótið og eru komnir upp í C-riðil. Maður gisti þarna hjá Sigga en var spilað töluvert um kveldið. Kallinn fór út með 200kr sléttar og var bara nokkuð ánægður með það.

Tók svo loksins Clifton Cook í NBA-live. Ég var með Minnesota og hann var með Houston. ''Big Ticket'' var með 36stig, 14frá og 8blok. Dj..... var maður ánægður með það. Hann er að biðja um rematch en ég held að ég láti bara þetta nægja. Búinn að vinna hann.............. Nei nei hann er að fá nýja NBA-live og Madden og allir þeir sem ég spilaði við í fyrra vita vel hversu öflugur ég er í þeim leik....ha Hlynur...... ha Siggi.......

Er síðan að drulla á mig í þessum draumaliðsleik en ég er næstneðsur eftir Heiðari Hanssyni en hann er kominn með 50stig eftir 7 umferðir. Ari Gunn leiðir hópinn með 2170 stig. Hel... ljótt brotið hjá Cisse....uuuuuuuuuuusssssssssssssss.......... en það er einn maður að standa sig.....jú það er hann Jooooohn Arne Riise......hu ha I want tú nóóó if jú scor a gól.... Normaðurinn knái er bomba allsvakalega á markið með vinstri auðvitað en maður kann ekki að skjóta með hægri....er búinn að sóla kannski einn varnarmann og er kominn í skotstöðu með hægri en nei nei..... aðeins og fara til vinstri þá er hann búinn að tapa boltanum.

Sigurleikur hjá Púlurunum í gær á móti Deportivo en eina mark leiksins var hjá Jorge Andrade en hann er einmitt ekki liðsmaður liverpool en samt sem áður vinur Deco leikmanns Barcelona...já þetta eru skemmtilegar staðreyndir sem maður er að færa landsbigðinni..... Já Chris Kirkland meiddist á kjálka í gær og haltraði útaf en kom aftur í slaginn. Grey maðurinn er búin að standa sig vel en er búin að vera helv...... óheppin með meiðsli.


NNNNNNNnemi er bara hættur hjá KR og er nú eins og við köllum það hérna í fótboltabænum Akranesi''Free Agent''. Ætli kallinn fari ekki bara vestur og spili þar...tja þetta viet maður ekki enda ekkert búin að heyra í manninum. En Sigga Manna er bara að gera það fínt hérna í badmintoninu en það var einmitt æfing hjá þeim í gær og hún var í engum sokkum svo maður náði allveg að sjá alla kálfana.

Nonni Mæju er enn á klúbbum rvk en síðustu fréttir af manninum eru þær að hann hafi verið á dússabar á mánudagskveldið að fá sér eina''Pizza ala Dússi'' með rauðkáli og sveppum og smá majónesi.......Nonni sem er alveg sláandi líkur einni lesbíunni í þáttunum ''the L Word''. Æji þessi sem er eins og strákur en er samt stelpa. Þessi sem er alltaf í gallbuxum og skyrtu.
 
þriðjudagur, nóvember 02, 2004
  Nei nei við erum ekki hættir að skrifa, a.m.k. ekki ég og Haffi McGunner, vorum bara í smá pásu, pásan hefur verið döpur tap á móti Gunner í Borgarnesi, og svo á móti KR í vesturbænum, en það er bara fyrri hálfleikur þar því við spilum seinni leikinn hérna heima á móti KR á fimmtudaginn og samanlagt skor gildir, við þurfum s.s. að vinna með 5, það ætti að vera hægt ef við spilum vel en það gerðum við a.m.k. ekki í fyrri hálfleik á móti KR seinast.

Aðeins að Borgarnesleiknum, OK OK við töpuðum honum bara verðskuldað en samt vonar maður að svona verði allir leikir á milli þessara liða í framtíðinni, mikil stemmning, troðfullt hús og frábær umgjörð, svei mér þá ef að Borgnesingar hafi ekki lært eitt eða tvö trix í hólminum í sambandi við umgjörð hérna í hólminum.

Checkaði á sportinu og þar erum við mikið í umræðunni eins og alltaf, eins og einhver sagði þá væri þetta spjall helvíti fátæklegt ef að ekki væri spjallað um okkur, þessar einmana sálir sem eru þarna að bauna yfir okkur eru ekki að tala um Borgarnes og Fjölni sem hafa byrjað tímabilið frábærlega, af hverju Njarðvík er að vinna leikina með 30 stigum að meðaltali, af hverju Palli Kristinss er að spila eins og engill, eða að spjalla um Brynjar Björnsson KRing sem er sá allra efnilegasti á landinu í dag.

Neinei, það er að hafa áhyggjur af því hvar við borðum, hvaðan við erum ættaðir, hversu mikið við fáum borgað, hvar við búum, og hvað við séum að gera á kvöldin og allskonar þvælu sem ég hélt að öllum viti bornum manneskjum væri svo nákvæmlega sama um en ef þetta er svona áhugavert þá er best að ég komi þessu á hreint.

Hlynur Bæringss, ég er úr Grundarfirði upphaflega, soldið úr Borgarnesi en bý núna í besta hverfi stykkishólms, í dag borðaði ég 2 skinkuhorn og rúnstykki með mjólk úr bakaríinu, þetta kostaði ekki 5 né 10 krónur heldur heilar 500kr. núna áðan fékk ég mér svo harðfisk og jógúrt með karamellubragði, er nú svangari en þetta en það er svo stutt í æfingu að ég lét þetta duga í bili, fæ mér líklega kjúkling eftir æfingu. Ég bý að Ásklifi 3 og borga leiguna bara sjálfur þessa dagana, reyndar fæ ég húsaleigubætur og leigan er lág þannig að ég lifi þetta af.
Já og ég gleymdi einu, ég á 2 lítra coke inní ísskáp, óopnaða sem að mér þykir ansi líklegt að ég fái mér á eftir æfingu ef ég er mjög þyrstur
Gríðarlega skemmtilegar upplýsingar, ekki satt?

Reyndar er Snæfellsliðið ekki algjörir englar, við spilum nefnilega póker ansi oft en eins og menn vita eru fjárhættuspil bönnuð á Íslandi, þannig að við höfum nú brotið landslög nokkur kvöld í röð. erum að stofna pókerklúbb sem að vantar nafn en ef einhver er með góða hugmynd að nafni, látið hana þá flakka.

ekki tapa gleðinni
LennyB
 
Negri Nemi
Netfang heimasíðunnar
negrinemi8@hotmail.com



Góðir Linkar

Arsenal síðan
Baggalútur
Heimasíða Snæfells
Pearl Jam
ÍR Ruslið
Sport.is
Skallinn
KR-TubRatz
Meira Pearl Jam
Pearl Jam Textar

Liverpool Síðan
Pallaleigan
Free Guestbook from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Free Vote Caster from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Hit Counters




















Weblog Commenting by HaloScan.com

Gamlir pistlar
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 /





Powered by Blogger