Auðvitað ertu kominn á Negrann!!!!
mánudagur, febrúar 28, 2005
  Haffi Gunn kominn frá Akranesi. Tap í gær á móti Haukum þar sem við vorum slappir með eindæmum en við byrjuðum ekki að spila almennilega fyrr en í 4.leikhluta og það boðar ekki gott. Liverpool tapaði á móti Chelsí í gær og þar var Luis García lélegur en samt var hann nú með hárbandið góða líkt og Siggi Maze en Sigurður hefur nú sýnt betri takta en García í gær. Fór í gær á hörkuleik í Reykjarvíkinni. Brokey v.s Keflavík B. Þar mætti ég og fór að horfa á leikinn en endaði svo á töflunni. V-arinn var að skrifa svo það var allt í orden á þeim leik skal ég segja ykkur. Brokeyingar unnu þann leik með glæsibrag. Múrí var sterkur en Laugi setti einn ''airball'' í víti og kom ekki meira við sögu í leiknum. En tilþrif dagsins átti vafalítið Torfi''Bróðir'' en sá snillingur var að dæma leik við hliðiná. Torfarinn byrjaði auðvitað að hita upp fyrir leikinn og það var gaman að sjá kallinn hlaupa allan vind úr sér en hann tók sprettinn og valhoppið og allan pakkann, krossaði á hlið maður og háar hné og hæl í rass. FLottur dómari skal ég segja......

Síðan fór maður á Pallaleiguna og þar var skemmtileg umræða um fótboltaleik hjá Hólmurum. Gulli ''Briem'' var þar í marki og varði víst eins og berserkur. Gott að sjá að ''litlu mennirnir'' hafa enn yfirhöndinna í fótboltanum. Oft voru það ég og Gulli sem héldum okkar liði inni í leiknum og enduðum oftar en ekki með því að skora sigurmarkið eða að leggja það upp fyrir V-ið. Tók maður ''skærin'' og ''Double Áned'' og fleiri múv sem þessir stóru menn ráða bara ekkert við.

Jæja haffi kveður 
miðvikudagur, febrúar 23, 2005
  Vaffarinn með kombakk eftir langa fjarveru. Kallinn nokkuð sáttur í kvöld enda Liverpool að gera góða hluti. 3-1 forysta gegn Leverkusen fyrir seinni leikinn og má þakka Dúdda fyrir að hafa þetta spennandi í seinni leiknum. Annars hefur ekki verið mikil ástæða til að fagna gengi Liverpool í vetur enda með eindæmum slakir og væri gaman að taka Chelsea um næstu helgi og ná í dollu. Ekki stæarsta dolla í heimi en dolla samt.

Slakur leikur gegn ÍR á sunnudaginn og þýðir ekkert annað en að rífa sig upp á rassgatinu fyrir leikinn gegn Fjölni á fimmtudaginn ef við ætlum að halda öðru sætinu. Sonur hennar Ollu Klemma, Calvin Clemmons, var með eindæmum slakur en það þýðir víst lítið að sakast við hann þar sem allt liðið var meira og minna á rassgatinu í fyrri hálfleik og hef ég ekki séð jafn slakan leik hjá liðinu í vetur og þessar 20 mín í hellinum. Reyndar fá ÍR kredit fyrir góða baráttu og domineruðu þeir fráköstin.

Maze ætlar að leyfa Korpunni að njóta hæfileika sinna og fegurðar í sumar en piltur mun vera að þeyta frumraun sína í golfvallarhönnun í sumar. Gaman að þig til starfa Siggi minn og aldrei að vita nema að við tökum þig í golfkennslu í sumar svo að þú getir tekið hring með mér og Remó. Aldrei að vita nema McGunner taki hring með okkur og Lenny kannski líka en drengurinn þykir eitt mesta efni í golfheiminum í dag. Ef hann vill ekki spila þá getur hann allavega rúntað um á golfbílnum með kælibox fullt af cerveza og snus, það er í lagi.

Bakerinn byrjaður að baka á ný og verður sjónasviptir af honum í afgreðslunni í fjárhúsinu. Það er nokkuð víst að snilldarkommentum á eftir að fækka þar á bæ enda maðurinn með eindæmum orðheppinn . Talandi um komment þá er maður alveg að fá nóg af spjallinu á Sport.is en það er orðið almennt skotmark á Snæfell og önnur útvöld lið og skora ég á alla þá Hólmara sem eru að skrifa þarna inn að hætta því. Það er nokkuð ljóst að margir af þeim sem skrifa þarna inn eru með drífandi minnimáttakennd og á mörkum þess að vera heilir heilsu. Auðvitað vilja þeir sem skrifa slæma hluti um okkur Hólmara að við svörum fullum hálsi og þrífast þessi einstaklingar á því. Við verðum bara að bíta í stoltið og hunsa þetta því annars hættir þetta aldrei. Svo framarlega sem við erum með lið í fremstu röð þá verðum við alltaf auðvelt skotmark og það sama má segja um Fjölni. Það er bara þanning að Suðurnesjaliðin eru þau einu sem eiga að vera í topp 3 því það hefur verið þanning sl. 10-15 ár. Þessi þróun í körfunni er góð og við megum ekki missa okkur í þessu bulli á spjallsíðunum. Það sýnir sig best hvað er mikið um bull á þessum síðum hvað mörgum þeirra hefur verið lokað. Grindavík, Njarðvík og KR hafa öll lokað sínum spjallrásum vegna þessa og Keflvíkingar gerðu það um tíma og gera öðruhvoru þegar e-r vanvitar ákveða að deila skoðunum sínum með okkur hinum sem erum ekki alveg jafn biluð.

Annars er kallinn bara byrjaður að æfa hægt og rólega en djöfull er erfitt að komast í gírinn. Það er mun skárra að hanga á Hverfis eða á KFC en þetta helvíti. En svona er þetta bara og get ég ekki beðið eftir að fara að spila aftur en það verður ekkert fyrr en í sumar sem maður getur farið að spila af einhverju viti. Verst að það er ekkert landsmót en það er víst staðurinn til að koma sér á almennilegt form, þetta er maður að heyra og það er í lagi. Over. 
föstudagur, febrúar 18, 2005
  Whats upp...... Haffi Gunn er kominn hér eftir góðan sigur hjá okkur í gær á móti Fjölni. Það er að koma stórsöngvari til landsins. Jú Jú það er Robert Plant. Hver er Robert Plant gætu einhverjir vitleysingjar hugsað sér. Robert Plant er söngvari Led Zeppelin. Hverjir eru Led Zeppelin gætu einhverjir heimskingjar spurt sig. Þeir sem vita það ekki eru vitleysingjar og ættu að hringja í Jón Þór Eyþórsson og spjalla málinn um Led Zeppelin. Led Zeppelin er besta Rokk Band allra tíma. Dazed and Confussed, Stairway to Heaven, Rock´n Roll, Immigrant Song og fleiri slagara. Plantarinn er að koma í apríl og verður í höllinni. Síðustu tónleikarnir í Höllinni svo ég verð pottþétt þar og syng með eins og mér einum er lagið..................

Sjáumst Haffi 
mánudagur, febrúar 14, 2005
  Haffi Gunn er hér mættur þreyttur af skaganum. Lítið hefur verið að ske síðustu daga fyrir utan þessa fínu ferð hjá hólmurunum til ísafjarðar en þeir eru víst að fara að spila í kvöld. Njarðvíkur menn unnu bikarinn í gær og vil ég óska þeim til hamingju með það og einnig Hauka stúlkunum en það eru einmitt tvær Borgfirskar stelpur í liði þeirra en þær komu nú ekkert við sögu í bikarleiknum en það er annað mál.

Það var tjúneríng í nesinu um helgina þar sem litlu pollarnir mínir(5-6flokkur) enduðu í öðru sæti í B-riðli en við töpuðum á móti Fjölni en unnum Grindarvík,Hamar og Breiðablik. Ekki þarf að segja meira um þjálfara hæfni mína. Hlynur Bæringss þarf ekkert að vera hræddur um að hringja og spurja um einhverjar æfingar eða uppstillingu eða eitthvað annað. Ég er alltaf tilbúinn að gefa öðrum gott ráð.

Heiðar Hansson fór í klippingu á Föstudag hjá Tony'N'Guy og kom út sem nýr maður. Borgaði skitnar 7000 krónur fyrir það. Ragnar Steinsson fór í Deres og Sautján á Föstudag og keypti sér nýjan bol, flott belti, nýjan frakka, nýja skó og splæsti svo nokkrum túpum af geli. Ragnar er enn efstur í ''Best klæddi maður Skallgríms'' og er að hugsa um að fara í Herra Vesturland eftir eitt ár en þeir sem muna eftir Skúla Skúlasyni árið ''92 en þá fór Skúli með sigur af hólmi og ég held nú að Raggi geri það sama........

Fórum að spjalla um eftirminnilega leiki í skólanum í morgun og það var einn sem stóð upp úr. Snæfell-Skallagrímur. Ekki man ég hvaða á það var en ég var ný kominn með hár á bringuna og ný skriðinn inn í hópinn hjá meistarflokk. Biggi Mikk var þá funheitur eins og Hemmi Gunn eins og Hallbjörn Hjartar og tók hann buzer skot frá miðju og beint ofaní. Man ég það að Biggi hljóp eins og rauður hestur um völlinn. Simmi Egils trylltist og hljóp þann rauða niður, fellti hann og stökk á hann og kyssti allan. Finnur Jónsson kom þá næstur, stökk á þann rauða og smellti nokkrum góðum á hörund Birgis. Þessi leikur var allsvakalegur í minningunni og þarf maður að komast í snertingu við myndband af þessum leik. Ef einhver veit eitthvað um video af þessum leik endilega að commenta. Og endilega komið með ykkar uppáhaldsmoment úr körfuheiminum.

Hvernig er með BB og V-ið. Hafa þessir piltar ekki tíma fyrir Nemann. Þetta er nú Part time vinnan hjá okkur öllum drengir og hvað með sigga Maze........Sá piltur þarf nú að fara að tala við Heiðar Hansson því Heiðar er með afsláttarkort hjá þessum Tony og hann getur reddað þér fínni klippingu á 7000 kall......Það er ekki neitt!!!!!!

Jæja kominn tími á að fara í Rafmagnsfræði. Maður er að læra um díóður og svoleiðir stuffffffffff..


Haffi Gunn 
föstudagur, febrúar 04, 2005
  Sælt veri fólkið. Haffi Gunn skrifar frá Akranesi en síðasti tíminn minn var að klárast og kominn tími til að maður setjist niður með kaffibollann og Prins Polo og skrifa einn pistill eða svo...

Hlynur Bæringss er grófasti fótboltamaður í heiminum. Hann er búinn að vera að segja að ég hafi verið að leika og leika þegar hann kom og tæklaði mig niður. Bárður sá þetta greinilega og fleiri því ég man það eins og það hafi verið í gær''Ég kom þarna á móti Siggi Maze, tók skærinn og búmm ég var farinn, gaf á Vaffið á kantinum, Vaffið sólaði Gulla Palla og ég stakk mér útí horn og fékk boltann. Kom ekki Marco Materazzi og fór beint í lappirnar en nei nei. ''Bara Boltinn'' Hlynur brunaði upp gaf á Gulla og skoraði fram hjá heldur áhugalausum ED Dotson í markinu. Seinna í þeim leik gerðist annar mjög svo umdeilt atvik. V-arinnn kom eins og Alla Gorgorian á sprettinum upp hægra megin og gaf þessa líka sendingu fyrir, ég kom mér fyrir á besta stað í húsinu,hjá fjærstönginni en eins og allir góðir skallamenn vita þá er fjær stönginn hættuleg, allavega þá rétti Hlynur bærings upp hendina, boltinn auðvitað í þessar krumlur en nei nei ''ekki neitt á þetta''. Brunuðu þeir svo upp völlinn og ekki var betri maður í vörninni heldur en Dontrell Whitmore, Þorvaldsonurinn sólaði hann nú léttilega og skoraði en og aftur fram hjá hinum áhugalausa Ed Dotson. Mörg eru atvikinn þegar okkar menn voru svoleiðis hamraðir af Marco Materazzi og félaga hans Martin Keown(Hlynur og Siggi) en nei nei''Ekki neitt:Bara boltinn''
Annars vann mitt lið oftast þegar liðið var full skipað. Liðið var svona: Ed Dotson í marki. Umsögn: Dotson var ekki góður í marki. Bjarne Nielsen. Umsögn: Bjarne gat farið fram á við og var nokkuð lunkinn sem bakvörður en átti í erfiðleikum að skalla boltann og sparka í hann. V-ið.Umsögn: Tvímælalaust einn af tvem bestu leikmönnum liðsins. Oftar en ekki tók V-ið 3-4 leikmenn á og sólaði þá eða jafnvel klobbaði þá. Með sínar eitruðu fyrirgjafir, voru margir sem voru að líkja honum við Vladimir Smicer en hann var einnig lígilegur í loftinu. Haffi Gunn.Umsögn: Zidane liðsins. Gó Tú gæjinn. Ef það vantaði spil,leita af Haffa. Oftar en ekki kom hann aftur í vörnina til að líma þetta saman og tók svo boltann upp og spiluðum úr veseninu. Haffi og V-ið vorum aðalmennirnir en síðan voru þarna nokkrir skiptimenn eins og 'Big Head' og Corey en þeir komust engan vegin í gang.

Annars er bara lítið að ske í nesinu. Playstation talvan er ónýt eftir að ég raks í stýrispinnan og hú hrundi niður á gólf. Hún verður jarðsunginn í dag kl:21:30 eða þegar Punk'd er sýnt.

Sjáumst.Haffi Gunn
 
miðvikudagur, febrúar 02, 2005
  Sælar

Hroðaleg æfing í gær, eina sem var gert var fótbolti sem er alla jafna mikil skemmtun en það var ekki svo í gær, hið ósigrandi lið seinasta vetrar hefur verið brotið upp, en við vorum bara 2 eftir ég og Siggi svo bættust við Gulli hnakki og stóri blökkumaðurinn Calvin Clemmons á móti Pálma,Bárði, Mike og Magna sem var lélegastur á vellinum fyrir utan CC en við vorum semsagt 3 á móti 4 á stóran völl við teljum ekki Calvin sem spilara, og hann var í marki sem var bara ávisun á auðveld mörk hjá hinum pappakössunum.

Mikið um forföll í okkar liði og okkur vantaði tilfinnanlega trefilin sjálfan, Gunnar Má Gestsson en samvinna okkar hefur oft verið hlaðin hrósi, hann sem óstöðvandi striker og ég sem sívinnandi miðjumaður með hárnákvæmar sendingar sem splundra latri vörn andstæðingana, annars er áhugavert að í fyrsta skipti sem við töpum er það eftir að hitt liðið hefur losað sig við diverinn Hafþór Rauða en hann var mikill svindlari og var þekktur fyrir að detta útum allan völl af engum ástæðum, gaman að vita hvort Haffi sé ekki sammála þessu eða er hann enn í afneitun, kommon Haffi það er næstum því ár síðan, viðurkenndu að þú lést þig detta!!

Þar sem ég og Siggi erum þeir einu sem eftir eru í liðinu ósigrandi ásamt Gunna, ef hann lætur sjá sig aftur þá höfum við ákveðið að segja upp samningi við Gunnlaug Smárason en hann var fengin í okkar lið sem maður með reynslu úr utandeildinni og átti að vera okkar svar við Pálma sem hefur gert garðinn frægan með ekki ómerkara liði en F.C. Moppa úr Kópavogi.
Gunnlaugur stóð engan veginn undir væntingum okkar og þvi er þessi leið valinn. Gunnlaugi er ekki þakkað samstarfið og óskað alls hins versta í framtíðinni.

Auglýst er hér með eftir nýjum leikmanni, þarf ekki að vera góður, algjört aukaatriði enda getur liðið ekki versnað núna. Við Siggi stóðum okkur vel og átti maður nokkur falleg mörk enda markheppinn með eindæmum!!

Ég þykist vita að menn séu ekki sammála þessu en bið fólk um vinsamlegast að taka ekki mark á því svona var þetta. Nei Bárður þetta var ekki hendi, fór í öxlina á mér.

Við strákarnir erum að pæla í að skella okkur út í vor og hefur ekki ómerkari staður en New York orðið fyrir valinu, þetta er reyndar ekki pottþétt en ég er enn að míga utan í Magna og Lýð í þeirri von um að þeir skelli sér með, reyndar eru flestir sem eru nokkuð hressir velkomnir með. Fínt að kíkja á Knicks og vonandi að E-vængurinn svokallaði, Patrick Ewing verði með comeback. Þetta er orðið svo ódýrt núna að maður verður að skella sér, svo er dollarinn líka á góðu verði þessa dagana og maður verður að nýta sér það, síðan kemur maður bara staurblankur heim og vinnur fyrir Visa-reikningnum. Og svo hringir maður í Jens.

Ekki tapa gleðinni
Lenny

 
þriðjudagur, febrúar 01, 2005
  Jæja gott fólk

Maður ætlaði í póker í kvöld, menn voru klárir ég Secret, Hjálmar, Mike og töldum við okkur þa vera klára í gott game þar sem Magni er yfirleitt klár en haldiði ekki að hreindýrið hafi frekar ætlað að vera í byssó í kvöld, stór mínus í kladdan hjá sjúklingnum eins og hann er kallaður þessa dagana og hefur það nafn ekkert engin tengsl við heilsu hans, þeir fatta þetta sem eiga að fatta þetta.

Var að tala við Kanana og venslumeistarana Helga Skalla og Kobba Sig, mér til mikillar gleði erum við búnir að plana góðan póker næsta sumar í landsliðinu ef við verðum allir valdir. Gleðilegt að þessir menn séu nú að læra í einhvað í Ameríku í skiptum fyrir íslenskuna sem þeir eru báðir búnir að missa vald á.

Kanarnir báðir eru að mestu búnir að koma sér fyrir sem er mjög ánægjulegt, Calvin búinn að ná úr sér mesta stressinu og Mike er búinn að fatta að þvottavélar á Íslandi þurfa líka vatn en hann skildi ekkert í því af hverju Íslenskar þvottavélar notuðu ekki vatn en þá gleymdu þeir að snúa haldfanginu aftan á vélinni, gaman að því.

Jæja nú hringi ég í Jens

Ekki tapa gleðinni, við erum öll kálfar
Lenny
 
Negri Nemi
Netfang heimasíðunnar
negrinemi8@hotmail.com



Góðir Linkar

Arsenal síðan
Baggalútur
Heimasíða Snæfells
Pearl Jam
ÍR Ruslið
Sport.is
Skallinn
KR-TubRatz
Meira Pearl Jam
Pearl Jam Textar

Liverpool Síðan
Pallaleigan
Free Guestbook from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Free Vote Caster from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Hit Counters




















Weblog Commenting by HaloScan.com

Gamlir pistlar
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 /





Powered by Blogger