Auðvitað ertu kominn á Negrann!!!!
mánudagur, nóvember 28, 2005
  ÚFF

enn eitt tapið, núna á móti Amsterdam á heimavelli, vorum 2 yfir í halfleik og þeir rúlluðu svo yfir okkur í seinni, ég var skelfilegur í leiknum, 10 stig 11 fráköst og 4 stoðir hljóma sem nokkuð solid tölur en ég var með 2 af 10 í nýtingu sem er ekki boðlegt og er ég núna í rosalegu skot slumpi og er búinn að skjóta skelfilega undanfarna leiki og er dottinn í 40%.. en það góða við það er að það hlýtur að batna.. öll él birtir upp um síðir sagði einhver, var það ekki svoleiðis? man það ekki.

góða við helgina er hinsvegar það að þau lið sem ég vonast eftir að sigri gerðu það bæði heima en ég er ábyggilega einn af fáum sem vonast eftir sigri hjá bæði Snæfell og Skallagrím en þau unnu bæði, ÍR og KEF, gott mál það og svo er derby slagur á fimmtudaginn í hólminum, samt er Derby County ekki að spila.. Hahahahahahhahaahaha
djöfull var þessi lélegur.
Spennandi leikur, engin spurning og varla nokkur maður sem lætur þetta framhjá sér fara, eðalskemmtun, ég spái Snæfell sigri með 4 stigum enda heldur maður með þeim, gaman verður að sjá Kentucky Fried Byrd berjast við Lýð og Nemann um fráköstin en mér skilst að Neminn ætli að taka Vaffið á háhest í þeirri baráttu

2 nýir frákastarar en það eru þeir Lýður V og George Byrd, báðir fimir og léttir á velli, Vaffarinn með 12 fráköst! það er nú bara rugl..

íslenski Hórkallinn hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér eins og einhverjir vita en Bachelorinn komst í hann krappan í seinasta þætti þegar sundgellan neitaði rósinni, mikið óskaplega hafði ég gaman að því að sjá hvað þetta varð allt saman vandræðalegt og þegar hin vildi svo heldur ekki taka við henni, ef ég hefði verið hann hefði ég hent þessari rós út um gluggan því þetta er einhver allra leiðilegasta manneskja sem til er held ég sem var í vafa, man ekki hvað hún heitir.. Jú Jenný heitir hún, takk fyrir það Unnur... s.s. hörkuspennandi þvæla í gangi sem ég skemmti mér konunglega yfir.

Allnokkur spenna kominn í mannskapinn fyrir héraðsmótið í Póker sem haldið verður milli jóla og nýárs, annaðhvort á 26. eða 30.des, vona að menn komi sér saman um það fljótlega hvorn daginn á að spila, ég gef mér hér með leyfi til þess að bjóða alla velkomna á þetta mót.
buy in verður 5000 krónur sem fara í pott sem skiptist svo á milli efstu manna en fjöldi þáttakenda ákvarðar fjölda verðlaunasæta, þetta verður allt ákveðið en á þessu móti verður farið eftir ýtrustu reglum og ekkert rugl verður í gangi.
Þetta verður væntanlega hörkufjör og eftir mót mun mannskapurinn lyfta sér aðeins upp í góðum fíling.
Vilja ekki einhverjir úr Borgarnesi taka þátt? fyrst þetta er orðið svo vinsælt í nesinu, ég veit ekki hvað hinir gaurarnir segja við því en það hlýtur að vera betra að fá sem flesta.. meira fjör

jæja, ekki lengra í bili
bið að heilsa
HlynurB 
föstudagur, nóvember 25, 2005
  Pff, jæja hvort sem það var helgin sem sat svona í okkur í Njarðvík í gær eða eitthvað annað þá var þetta bara lélegt frá byrjun. Létum Njarðvíkingana valta yfir okkur í fyrri hálfleik og 25 stiga munur í hálfleik er bara of mikið í Njarðvík. Seinni hálfleikur var svosem ágætur hjá okkur og náðum við að minnka muninn í 14 í byrjun 4. leikhluta og hefðum getað minnkað það enn frekar með smá heppni en hún var ekki til staðar í gær. Hræðileg nýting hjá okkur utan af velli en Nate var að finna okkur vel og fengum við fullt af opnum skotum sem við hreinlega nýttum ekki. Nóg um það og leikur á móti Kef á sunnudag og ekkert annað en sigur kemur til greina.

Annars var liðspartýið vel heppnað um síðustu helgi og tala myndirnar sínu máli. Addressan á myndasíðuna verður ekki gefin upp hér enda fá bara útvaldir að vita hana og þeir sem telja sig eiga rétt á því að skoða hana geta haft samband við skrifstofur Negrans og sent inn umsókn og verður það tekið fyrir á næsta ritstjórnarfundi.
Neminn mætti auðvitað með tónlistina sína, tveir brenndir diskar merktir liðsparty 1 og 2. Greinilega búið að leggja mikla vinnu í það verkefni af miklum metnaði og dugnaði. Nemanum til hróss þá tókst honum bara ágætlega til með nokkrum undantekningum og verður honum það fyrirgefið. Mikil stemmning í hópnum og á tímabili voru græjurnar botnaðar og dugði lítt til en engar kvartanir hafa borist svo það hefur verið í lagi. Narfeyrarstofan tók svo við okkur með kareoke þar sem undirritaður fór á kostum með hinum og þessum ballöðum. Bróðir Nonna Mæju, Tommi "Jesú" Braga var mættur í góðum fíling í kraftgallanum sínum en annars var lítið um aðra gesti en þá sem áttu leið á Borgarbrautina fyrr um kvöldið. Svosem ekki við öðru að búast í sveitinni.

Unglingaflokkurinn spilaði leik við KFÍ fyrr um kvöldið og er ekki hægt að segja annað en að Árni Ásgeirs hafi verið með hugann við liðspartýið því blessaður drengurinn var ekki upp á sitt besta. Svo átti hann auðvitað oneliner kvöldsins í hálfleik þegar hann sagði "stútum þessu liði í seinni hálfleik og förum svo á fyllerí." Leikurinn tapaðist, I wonder why.

Spurning hvort að Hlynkan og Siggi fari ekki bara að drífa sig heim í Hólm, gengur lítið að vinna hjá blessuðum þarna úti en auðvitað vonum við það besta drengir mínir. Hugur okkar og hjörtu eru með ykkur. Annars átti Torfi bróðir gott move um daginn þegar hann átti leið upp á skrifstofu KKÍ. Torfi sagði við þá í mesta gríni auðvitað að nú gengi ekkert hjá Hlyn og Sigga úti í Hollandi og þeir væru á leið í Snæfell. Það fyrsta sem KKÍ menn sögðu auðvitað var "nú, en hvað með launaþakið?" og Torfi svaraði um hæl "þeir spila bara frítt eins og flestir aðrir landsliðsmenn í þessari deild." Hefur mér aldrei fundist þeir bræður mjög líkir en er nokkuð ljóst að þeir hafa báðir munninn fyrir neðan nefið og stendur ekki á svörunum hjá þeim.

Vonast til að sjá sem flesta á sunnudaginn í fjárhúsinu, veitir ekki af stuðningi í baráttunni framundan. Þýðir enga uppgjöf enda er liðið á réttri leið þrátt fyrir aftanítöku í gær.

Ég segi nú bara eins og Ingvar félagi minn segir oft: Hard work pays off in the future, lazyness pays off now. Reyndar var það nú eyrnastór hægri bakvörður Liverpool liðsins sem sagði þetta og er hann núna hjá Sunderland. Segir það sem segja þarf.

Never shake satan´s hand you´ll see for yourself. You know if I had, that shit don´t come off.
I´ll never suck satan´s dick. How can you see it? You know, right around the lips. (Eddie Vedder)

Vaffarinn. 
þriðjudagur, nóvember 22, 2005
  Sæl veriði

Partýhelgin að baki hjá Snæfellsmönnum og voru þeir sáttir við hana enda var biðin búin að vera löng eftir sopanum góða.

Við spiluðum á móti Weert á laugardaginn og kukuðum gjörsamlega langt uppá bak, ótrúlegt helvíti, þetta lið gat ekki neitt en það þýðir víst ekki að væla yfir því en ég verð líka í meira lagi pirraður að tala um þetta, þannig að það er best að sleppa því bara.

Lítið að frétta úr Hollandinu nema að það er töluverð meiðsli hjá okkur og því fámennt á æfingum, ótrúlega pirrandi og minnir mann á 6 manna æfingar í ágúst hjá Skallagrím hérna back in the day.

Búinn að vera að downloada Seinfeld þáttunum mikið undanfarið og svo átti ég líka einhvað á DVD, þessir þættir eru tær snilld. Þessir karakterar eru æðislegir, Kramerinn og George, Kramerinn alltaf með einhverjar kellingar nú eða einhverjar fáránleg verkefni í gangi.. George er svo æðislega misheppnaður, skemmtilega pirruð týpa, minnir stundum á Helga Magg að því leyti, þarf ekki mikið til að pirra þessa menn.

Njarðvík vann bikarinn um helgina, afskaplega sannfærandi. Frikki Stef að spila mjög vel, góður frákastari, varnarmaður og svo skilar hann alltaf sínum stigum og svo var hann með fullt af góðum sendingum, sérstaklega ein á Dóra Karls var mjög sweet, aftur fyrir bak af póstinum, svona er það þegar menn eru með mikið sjálfstraust þá eru menn líklegir í ýmislegt, toppmaður hann Frikki. Ég bauð fram veðmál um að KEF tæki titilinn sem bara Frikki tók, ég stend enn við það en það lýtur út fyrir að það gæti orðið spennandi.

KR verða vafalaust ágætir þegar Ólafsson twin brothers verða komnir í betra form, þeir hafa í raun enga afsökun fyrir því að ná ekki árangri enda með fullt af góðum spilurum í liðinu.

ritstífla í gangi og ég hef ekkert skemmtilegt að segja, vonum bara að Vaffarinn bæti það upp með updatei frá helginni.

síðar
HlynurB 
fimmtudagur, nóvember 17, 2005
  JáJá

Partý hjá Snæfellsmönnum og lýst mér vel á það nema að Neminn sjálfur segist ætla að sjá um tónlistina en það gengur náttúrulega ekki, það vill svo til að þó Neminn sé slæmur í músíkinni þá toppar enginn partýspillirinn Hafþór Inga Gunnarsson! hann er toppmaður til að hafa í góðu partýi en hann hefur bara ekkert erindi á græjurnar, ef að foreldrar hafa áhyggjur af partýstandi unglinga þá er um að gera að hringja bara í Gunner og hann tekur að sér að hreinsa útúr Partýum á metttíma.

Siggi Þ. er búinn að brjóta í sér framtönnina, leiðilegt mál það reyndar hangir hún ennþá í kjaftinum á honum en danglar soldið vel. En vonandi sér Siggi björtu hliðina á þessu öllu saman og fær sér gulltönn sem blökkumenn á tíunda áratugnum skörtuðu stoltir, ég held að allir séu sammála um að það færi Sigga vel, svo myndi það ábyggilega hjálpa til við ýmindaðan tónlistarferil hans. Hvað segir fólk við þessu, viljiði ekki sjá Sigga með gulltönn og keðjur útúm allt?

Leikur á móti BS Weert á laugardaginn en þar spila þeir Maurice Ingram og Chris Woods sem hafa verið á Íslandi, Woods er víst að spila vel og Ingram er kjötstykki sem tekur mikið af fráköstum, mér fannst hann a.m.k erfiður þegar hann spilaði með ÍR um árið en vonandi gengur mér betur núna því ég verð væntanlega látinn dekka hann, reyni bara að hlaupa gólfið vel og láta hann hreyfa sig.
Reyndar er það það sem ég sakna mest frá íslenskum bolta eru góðir sendingamenn í bakvarðastöðunni, hef alltaf haft þau forrétindi að hafa góða menn í pointinum sem hafa matað mann, hérna er manni ekki verðlaunað fyrir að nenna að hlaupa upp völlinn og setja pressu á vörnina, og reynir maður þá endurgjalda greiðann með því að koma mönnum í opið skot hinum megin. PGuardinn er fínn leikmaður og sendingamaður en er ekki mikið fyrir að koma með sendinguna fram þegar færi gefst sem hefur verið margoft möguleiki hérna, menn eins og Tommi Holton, W.Peebles, Helgi Reynir, Pálmi Fr sáu svona dæmi strax, Arnar Freyr og Maggi Gunn í landsliðinu eru líka ótrúlegir sendingamenn, Jakob Sig og Jón Arnór hafa svo að sjálfsögðu allan pakkann sem bakverðir. Já maður er góðu vanur..
Alls ekkert alslæmt, bara annar hugsunarháttur hérna.

Unnur er mætt hérna á svæðið og líkar ágætlega hingað til, reyndar kannski ekki mikið að gera en hún vissi það svo sem fyrir, mikið hangs en þá er alltaf hægt að bregða sér í bráðskemmtileg verkefni eins og að elda fyrir mig, ja nú eða þvo sveitt æfingaföt. nei segi svona..

Snæfell fann góðan kana sem heitir réttu nafni eða Brown, enda mjög svo sólbrúnn maður ef ég man rétt, takmark allra sólarbekkjasjúklinga.
Þeir tóku Fjölnir inní Bakarí til Gumma og nauðguðu þeim.. gott mál þar á ferð.
Framundan eru svo 2 léttir leikir á móti Kef og Njarðvík, spurning um að nota bara vinstri. neinei vonandi ná þeir a.m.k einum sigri úr þessum leikjum.


ég sigli ég sigli.. veriði bless (AFO) 
  Hefði nú haldið að ég væri í skýjunum eftir sigurinn á sunnduaginn en ég get ekki neitað því að ég er ennþá að svekkja mig á að hafa dottið út á móti KR í Powerade bikarnum og ekki skánaði það þegar Gunni Svanlaugs fór með bikarinn okkar suður á miðvikudaginn. Það er sárt að fá ekki séns á að verja hann um helgina en í staðinn verður bara klikkað liðspartý hell yeah. Það verður ekkert til sparað annað kvöld enda búin að vera mikil þurrkatíð sl. þrjá mánuði eða svo og er ansi hætt við því að það verði fyrirliðinn sem ráði ferðinni um helgina með smá dönsku og mexíkósku ívafi.

Algjör snilld síðasta sending frá USA en það er hann Nate Brown. Hálf kinverskur New York negri, samt ekki negrinemi, það gerist ekki betra en það. Vonandi bara að hann haldi áfram að spila eins og hann er búinn að gera í fyrstu tveimur leikjunum. Snilldar karakter og bara fínn gaur í alla staði. Allavega hefur hann ekkert verið að bitchast fyrstu 2 vikurnar sínar hérna svo ég krosslegg bara fingur og vona það besta. Gaurinn fékk reyndar topp meðmæli frá þjálfara Þórs í Þorlákshöfn og voru um 10 manns frá Þorlákshöfn mætt í Grindavík til að horfa á kappann spila.

Neminn byrjaður í æfingakennslu hérna í hólminum og stefnir allt í að það verði bara negrinemi/kennari. Kannski það verði komin ný bloggsíða hjá okkur félögum innan fárra ára, Negrikennari.blogspot.com. Það er í lagi segi ég nú bara. Annars hefur maður nú sjálfur verið að stökkva í stöðu íþróttakennara annað slagið hérna og á morgun á ég að kenna heilan kennsludag í íþróttum. Best að láta þessa andskota púla svolítið.

Ný Pearl Jam plata væntanleg næstu dagana held ég og lofa þeir félagar frábærri plötu eins og venjulega. Segja að Vedderinn fari með sönginn á nýjar hæðir sem er forvitnilegt en þessi plata á víst að vera eitthvað rokkaðari og þyngri en síðustu plötur. Verð nú bara að segja eins og er að það gleður mitt stóra PJ hjarta eilítið. Var svolítið farinn að sakna rokkslagarana þeirra þó svo að ballöðurnar þeirra séu eintóm snilld. Lög eins og man of the hour eru tóm snilld en svo eru það whipping og breath sem eru eiginlega í uppáhaldi hjá mér þessa dagana. Oft gaman að taka fram gömlu plöturnar og rifja upp gamla slagara og jafnvel lög sem aldrei hafa fengið mikla spilun. Það er nú bara svo oft með mikla PJ aðdáendur að þá geta plötur eins og Ten verið svolítið erfiðar í hlustun vegna þess hversu mikið sú plata hefur verið spiluð í gegnum tíðina og hreinlega nauðgað af þeim sem endalaust tönglast á þvi að það sé þeirra langbesta plata. Hef ósjaldan lent í rökræðum síðla nætur um helgar við menn sem ég þekki ekki neitt:) Annars hafa Hjálmar verið mikið í spilun hjá mér undanfarið og var ég að fá nýju plötuna í hendur. Verð að viðurkenna að ég var lengi að melta þessa hljómsveit en ótrúlega venst hún vel. Það er nú oft þannig að besta tónlistin er lengi að síast í gegn en á endanum getur maður ekki hætt að hlusta. Magic Dragon.

Fyrir þá sem hafa áhuga á að kaupa golfsett, græjur í bílinn, ferðageislaspilara eða heimilisgræjur þá er ég að selja þetta alltsaman á lágu verði. Lítið notað og vel með farið.

Minni ykkur svo á að tékka á myndum á myndasíðunni minni en það verða væntanlega komnar nokkra skemmtilegar inn eftir helgina. Menn og konur í misjöfnu ástandi, gaman að segja frá því.

Vaffarinn. 
þriðjudagur, nóvember 15, 2005
  já góðan dag landsmenn. Maccarinn kominn hér á þriðjudegi og er ferskur. Sigur hjá okkur á móti Hamar/Selfoss á sunnudag og var síðasti leikur Cris Manker. Mankerinn stóð sig svo heldur betur í síðasta leik sínum, hitti eins og Alla Gorgorian í vítum og var haldið smá gettogether hjá útlendingunum eftir leik til að kveðja pilt, enda mjög fínn piltur, hann bara fittaði engan vegin í okkar leik en Stóri sófinn er komin á klakan og verður skemmtilegt að sjá kvikindið í kvöld á æfingu.

Er búin að vera mjög húkt á einum leik á Leikjanet.is. Það er Bubbles leikurinn. Hrikalega er þessi leikur góður. Samt er hann nú ekkert miðað við Bubble trouble en það er nú bara klassíker.

Hólmararnir völtuðu bara yfir Fjölnis menn á sunnudag með einhverjum 3o stigum. Vaffið bara með blokk og læti enda getur það kvikindi nú alveg hoppað ef sá gallinn er á honum.

Óðinn Guðmundsson er nú nafn sem flest ykkar hafa nú ekki heyrt áður en þegar sagt er við ykkur''Landroverinn'' þá kvikna nú einhverjar perur. Landroverinn er nú búinn að skipta í Skallanna og verður fróðlegt að sjá hvað Beygalda-skrímslið gerir eftir áramót en hann flytur hingað um jól. Tók ég nú viðtal við manninn og fór það svona:
Mc: jæja Lalli, kallar þig einhver Óðinn?
Lalli: nei það eru nú frekar fáir.
Mc: Hvernig fékkstu þetta nafn?
Lalli: Ja sko bróðir minn á 1958' típu af Landrover og svo var ég alltaf í Landrover bol og peysu hér í denn svo þetta nafn festist á mig.Ari Gunn byrjaði að kalla mig þetta fyrir um 4 árum.
Mc:Hverning finnst þér hárið?
Lalli:Fínt bara!!
Mc:takk
Mc:Nú hefur mikið verið talað um þennan gífurlega mikla rýg á milli Beygalda og Bóndhóls. Er eitthvað til í þessum sögusögnum?
Lalli:No Comment!!!
Mc:Nú hefur oft verið kallað þig hinn íslenska''Kyle Macy''. Hvað vilt þú segja um það(Kyle Macy var leikmaður Chicago Bulls árið 84-88)
Lalli:Vantar bara mottuna þá er maður góður.
Mc:takk fyrir spjallið og áttu góðar stundir.Hæð:
183 cm
Staða:
Bakvörður
Fæðingarár:
05.09.1985
Til baka

Jæja kominn tími á mig.bið að heilsa........ 
laugardagur, nóvember 12, 2005
  Já segðu...

Pókeræði í nesinu segir Half-dog, gott mál að landsmenn allir séu hægt og bítandi að ranka við sér þegar kemur að einni bestu skemmtun sem hægt er að hugsa sér, það eru allir að spila þetta þessa dagana og er þetta orðið með allra vinsælasta sjónvarpsefni í bandaríkjunum, sem er óskiljanlegt í fyrstu en þegar maður byrjar að spila þá er þetta snilldin ein og maður getur horft endalaust á þetta.

Fyrst maður er að minnast á þetta er um að gera að benda fólki á bækurnar Super System eftir Doyle Brunson sem er legend í pókerheiminum og championship no limit holdem eftir T.J. Cloutier og Tom McEvoy, snilldar lesningar fyrir þá sem hafa áhuga.

Leikur á morgun gegn Rotterdam hérna heima og lýtur ekki nógu vel út því okkar eini leikstjórnandi er meiddur en hann er nokkuð seigur strákurinn, Lucious Wagner heitir hann.
Backupinn hans er ekki nærri í hans klassa þó hann sé sæmilegur, en hann er afskaplega smár.. ekki frá því að hann sé jafnvel minni en Helgi Reynir, nei veit það ekki samt.
Þetta verður því ansi strembið en kannski að maður skelli sér bara í pointinn, maður spilaði það nú einu sinni hérna back in the day á steypunni í Grundarfirði og fór létt með, maður var að mata menn eins og bræður mína, Steina Jobba, Hörð Páls, Dabba Jens og fleiri legend í grundfirskum götubolta, en New York og Grundarfjörður eru einmitt vinabæir í dag vegna þess að báðar borgirnar hafa gott orð á sér fyrir götuboltamenningu..
HUH?

íslenski Bachelorinn er í fullum gangi en ég bíð spenntur eftir hverjum fimmtudegi því þá kemur þessi snilld á, eða íslenski Hórkallinn eins og Jón Gnarr kallaði það. Já ég veit að þetta eru skelfilegir þættir en það þýðir ekki að þetta sé ekki snilld, þetta fer nefnilega hringinn, hann sendi budduna heim sem ég man ekki hvað heitir.. frekar ósmekkleg fannst mér.
Brilliant að senda gaurinn heim til að hitta familíurnar! þetta er svo absúrd að það er fyndið, sé fyrir mér einhvern gaur sem er að deita 4 stelpur að vera tilbúinn til að hitta foreldrana hjá öllum! þetta er bara kjaftæði, gaurinn sagðist hafa haft voða gaman að þessu. BULL
Ég veit að einhverjir tengdaforeldrar lesa þetta og jafnvel mínir eigin en ég fullyrði það að það finnst engum, nei engum finnst það skemmtilegt að hitta tengdaforeldra í fyrsta sinn þó það venjist furðuhratt... Sá maður sem þarf að hitta 4 sett á stuttum tíma hlýtur að vera búinn að herða snöruna ansi þétt þegar þessu er lokið..

Var að hlusta á Hjálma í beinni útsendingu á Rás 2 áðan.. þessir menn eru ekkert annað en snillingar, varð bara að minnast á það..

Þú ert blóraböggull, við bætum í þinn oka
Okkar eigin syndum
Og eyðileggjum þig.

A vagga A vagga vagga

eða eins og einn maður segir ansi oft..
ÚÉ, Fílaða

Ekki hefur maður mikið að segja, varð bara að commenta fyrst Haffi minntist á pókerinn í Nesinu og þá er ekkert annað fyrir ykkur að gera en að fá ykkur og kerti og spil og spila góðan póker... treysti á að allir sem ég þekkji og eru ekki byrjaðir að spila verði byrjaðir þegar ég kem heim í jólafrí.. Ekkert minna
Stop chasin' that flush, Boy
HlynurB 
föstudagur, nóvember 11, 2005
  kvað segir fólkið. Macc er kominn á skagan og er brunninn á maga og með varaþurrk.

Sigur hjá okkur í gær á móti Þór og hann var mikilvægur fyrir heimavöllinn eftir að hafa spilað skelfilega í síðustu tveim heimaleikjum á undan. En Jovan a.k.a J-mac fór á kostum og setti skot öllum litum regnbogans. Dimitar a.k.a D-mac var góður og Axel a.k.a ''Fóðurbíllinn'' var öflugur. Maggi Helga byrjaði hrikalega sterkt en hann fór síðan í harðari gæslu og kaninn hjá Þór var greinilega í miklum sársauka í leiknum útaf þessum meiðslum sem hann lenti í á móti Njarðvík.

Ekki mikið í gangi þessa dagana í Nesinu en maður er að reyna að læra eitthvað heima þessa dagana enda eru menn orðnir spenntir í að fara í prófin góðu.

Erfiður leikur hjá okkur á sunnudag á móti Hamar/Selfoss í Hveragerði og verðum við að vinna þann leik. Mjög mikilvægur leikur þar á ferðinni.

Já það er komið svokallað Póker-æði hér í nesinu og eru menn dag og nótt að spila þetta spil.

jæja þessi pistill var nú ekki djúzí en samt sem áður verður maður að láta vita af sér..........

''What a great no-look pass am I right, the musterd is off the hotdog you big korn dog mule you''

Maccarinn 
mánudagur, nóvember 07, 2005
  Haffi Gunn mættur frá Akranesi. Þreyttur eftir helgina en það var ''tjúnering'' hjá mér um helgina hjá strákunum og gekk bara ágætlega. Leikur hjá okkur í gær á móti Fjölni og unnum með 7 stigum en töpuðum samanlegt með 1 stigi sem er hel... sárt. Svo kallinn er þreyttur og skítugur á þessum mánudegi.

Liverpool menn gerðu heldur betur óvæntan hlut um helgina er þeir unnu Aston Villa Á ÚTIVELLI!!!!!. Liverpool reyndar voru að spila fínan bolta á köflum og ánægður með að Harry Kewell er kominn til baka og það með hefndum/Vengence. Kallinn kominn með fínan lubba eins og undirritaður og skellti þessu bara lubbanum í tíkó. Kewell fær 2 cool stig fyrir það.

Heyrði í stóra kvikindinu frá Danmörku í gær(Pálmi Sævarss a.k.a.''Carpender'') og hann bað að heilsa. Hann er að sprikla eitthvað þarna úti með einhverjum og er búin að spila einhverja fjóra leiki og fá sér nokkra Carlsberg.....

Póker kvöld var á laugardag hjá útlendingunum og þar var mikið um dýrðir. Ingólfur Hólmar a.k.a''Franky four fingers'' kom með póker borðið sitt og póker töskuna sína og spilaður var ''Texas Hold'' held ég að hann hét. Hörkuspil þar á ferð og vorum við átta sem spiluðum en Axel Kára var fyrstur úr og sagði hann það bara vera af hinu góða enda þurfti kallinn að vakna eldsnemma sunnudagsmorgunninn og fara að mjólka. Hákon a.k.a ''Skeljabrekkuundrið'' var erfiður fyrir mig þetta kvöld. Ég var með í vasanum kóng og tíu og var kóngur og tía í borði. Ég og Konni vorum einir eftir og skellti ég nú spilunum út og öskraði á kvikindið''Men!! get back too seaworld'''!!! Nei Konni var þá með tvær sexur í vasanum og einn sexa var á borði og tók hann það spil. Í næsta spili fékk ég tvær fimmur í vasan og fimma kom á borðið. Aftur var það bara ég og Konni. Skellti spilunum út og öskraði''Your mama's an astrounat'' En nei nei. Konnarinn var þá með þrjá gosa eða ''three pinokiose'' og þar með var ég búinn með minn kvóta þetta kvöld og kvaddi ég mannskapinn.

Jæja bið að heilsa best að fá sér eitthvað í gogginn....

Haffi Gunn 
sunnudagur, nóvember 06, 2005
  Jæja sæl veriði

Vaffarinn að rífa kjaft, alltaf uppi á honum typpið...

Jæja við unnum loksins leik í gær á móti Bergon op zoom Polynorm Giants, skemmtilegt nafn.. ótrúlega er það nú góð tilfinning að vinna loksins, nánast búinn að gleyma því hvernig það var, mér gekk fínt í leiknum. En nóg um það.. næsti leikur er á móti Rotterdam sem Joshua Helm og John Waller spila með en það muna væntanlega nokkuð margir eftir þeim frá því í fyrra, Helm byrjaði vel en dalaði svo en reif sig uppí seinasta leik, Waller er að ég held ekki að gera mikið..

Snæfell datt útúr Powerade bikarnum í kvöld með því að vinna með 4 stigum á móti KR, þó það sé vafalaust pirrandi þá er það gott veganesti því þeir eru vængbrotnir kjúklingar þessa dagana en menn hafa spilað betur í fjarveru kanans en eins og allir vita eru þeir yfirleitt til trafala, vonum að næsti verði betri.

Negrinemi sjálfur með flottan leik, 10 fráköst og níu stoðsendingar sem er kannski skiljanlegt en 10 fráköst maðurinn er, þrátt fyrir eigin yfirlýsingar tittur! en þessi fráköst hafa væntanlega verið að detta út við 3stiga línu..
eins og Bakerinn myndi segja, "Þetta? Þetta er í lagi"

Nýji Hjálmadiskurinn kominn út og Magni var svo vænn að senda mér hann, ákvað að virða ekki höfundarétt í þetta skipti en styrki þá seinna með því að mæta á tónleika, maður verður eiginlega að gera það því þessi diskur er þvílík snilld, maður átti jafnvel von á vonbrigðum vegna þess hve hinn diskurinn var góður en þessi er magnaður líka..
Þú fálmar í myrkrinu... Leitandi..... good shit eins og maðurinn sagði.
Skora á alla að fá sér eintak sem að flestir gera væntanlega.

ég nenni þessu ekki, skrifin er tilfinnanlega að trufla hinn dýrmæta sem fer í að gera ekki neitt
og ég virði þá athöfn að gera ekki neitt.
Síðar

HlynurB 
fimmtudagur, nóvember 03, 2005
  Skammt stórra högga á milli á ekki við um pistlana hérna á negranum. Við erum sennilega lötustu bloggarar á vefnum og verður það seint læknað þar sem að Siggi og Hlynur eru stoned í Hollandi, Haffi að endurtaka 10. bekkinn:) og ég með allar mögulegar sjónvarpsstöðvar á landinu.

Endalaus leiðindi í útlendingamálum hjá okkur hérna á betri helmingnum á Snæfellsnesinu. Verðum kanalausir gegn KR í Powerade bikarnum eins og það er kallað núna og alveg ómögulegt að segja til um hvenær nýr kani kemur til okkar. Búið að vera endalaust vesen og sér ekki fyrir endan á því. Braca (sem er litli Serbinn okkar) handabrotnaði gegn Hetti og er óvíst með framhaldið hjá honum. Það þurfti 8 skrúfur í hendina á honum svo að þetta lítur ekki vel út hjá honum kallgreyinu. Þætti mjög leiðinlegt að sjá á eftir honum út, alveg snilldar gaur með húmorinn í lagi. En það er nú bara ekki það sem við erum að leita að í leikmanni því þá værum við víst búnir að ráða Ladda og Jón Gnarr og svo væri ég auðvitað löngu kominn á launaskrá enda þekktur fyrir mína fimmaura.

Annars bara góður sigur gegn Hetti sl. sunnudag en ég hef aldrei séð neitt lið hitta eins vel. Það gjörsamlega datt allt hjá þeim, sama hvað við vorum í þeim en þetta virðist vera að gerast mikið hjá okkur. Annars er vörnin búin að vera að lagast hjá okkur enda búnir að losa okkur við kana sem nennti ekki og hreinlega kunni ekki að spila vörn og hefur það hjálpað okkur að bæta okkur. Ég hélt alltaf að vörn væri 90% vilji og 10% hæfileiki en ég hef aldrei séð neinn sem var jafn lélegur að spila svæðisvörn. Gaurinn hreinlega bara gat ekki skilið hvað hann átti að gera, ótrúlegt.

Jæja, tími fyrir háttinn og safna orku fyrir KR leikinn á morgun. Verðum fámennir eða aðeins 9 en snakki mun heiðra okkur með nærveru sinni á morgun svo það verður stuð í rútunni, það er for sure. Peace out mothaz.

Vaffarinn. 
Negri Nemi
Netfang heimasíðunnar
negrinemi8@hotmail.com



Góðir Linkar

Arsenal síðan
Baggalútur
Heimasíða Snæfells
Pearl Jam
ÍR Ruslið
Sport.is
Skallinn
KR-TubRatz
Meira Pearl Jam
Pearl Jam Textar

Liverpool Síðan
Pallaleigan
Free Guestbook from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Free Vote Caster from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Hit Counters




















Weblog Commenting by HaloScan.com

Gamlir pistlar
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 /





Powered by Blogger