Auðvitað ertu kominn á Negrann!!!!
miðvikudagur, mars 29, 2006
  Jæja

Kominn tími á einn

Skelltum okkur til Amsterdam, ég,Unnur, Alda og Siggi, fórum í bestu verslunarferð sem ég hef farið í byrjaði með lestarferð í miðbæinn, löbbuðum í 2 mín og við Siggi fundum þennan fína breska bar með enska boltanum og stelpurnar héldu áfram galvaskar að versla sem var þægilegt því fátt finnst mér leiðilegra en að rölta um bæinn og skoða í búðir bara til að heyra "sorry sir, this is the biggest we have this in", fórum svo á Casino um kvöldið og skelltum okkur í hina skemmtilegu rúllettu og við Siggi fórum létt með að tapa 50 evrum þar á mettíma, setti alltaf á Larry Bird númerið 33 og var það ekki að ganga upp en stelpurnar bættu það upp á næsta borði þannig að við fórum ekki allslaus heim.

Borgarnes að bíta frá sér, gott mál. Greinilegt að einhver hefur hringt í Bird.
Djúpsteikti fuglinn með majonesinu er að spila helvíti vel enda með mikla yfirburði á KEF í teignum, KEF hinsvegar ætti að geta fengið mikið af auðveldum körfum með því að hlaupa á hann. Er ansi hræddur um að þessi sería fari 3-2 fyrir KEF þó ég voni að Borgarnes taki þá, komið nóg hjá KEF í bili, þrír í röð er alveg nóg.

Fréttaþulurinn Magnús Burgundy Gunnarsson er víst einhvað að fara í taugarnar á borgnesingum, hann er nú samt þannig týpa hann Maggi að ansi líklegt er að það kveikji vel í honum á einhverjum tímapunkti í seríunni, frábær leikmaður og menn gefa honum alls ekki nógu mikið kredit, maður finnur það best þegar maður spilar með honum þá kann maður að meta það meira, hann hefur margt fleira heldur en skotið sem væri svo sem nóg eitt og sér.

sívís nam Enter fret nemans í VÍS.

Bogie KRingur með stórleik í gær, mamma kenndi mér á sínum tíma að dæma ekki fólk fyrirfram en ég hef mjög sterka tilfinningu fyrir því að þessi maður sé alger steik.
"Bogie í bullinu!"
"Bogie setti 1 körfu og hefur verið í tómu bulli síðan"
"Bogie treður og hangir í hringnum og fær tæknivillu"
einhvern meginn svona voru lýsingarnar hjá KR ingum á síðunni þeirra, hafði mjög gaman af því. Heimasíður félaganna er oft með eindæmum hlutdrægar sem er nokkuð eðlilegt, en þegar þín eigin síða er að skamma þig fyrir fíflagang og almenn leiðindi er nokkuð ljóst að þú átt það skilið.
Kannski er gaurinn bara að fara að springa út núna en ég vona samt ekki, vill hafa hann í bullinu.

mun sá Arabi ná ló í nál? Nei, en lán í óláni, bara ásnum

Maður kann vel að meta Skype þessa dagana, skemmtilegir fundir með Nemanum,Magna og markamaskínunni ógurlegu Lauga Rabba.

Leikur við Amsterdam á morgun, hörkulið, vonandi náum við nú að þrífa mestu bremsuförinn úr brókunum og standa okkur vel, enda tímabilið vel, nauðsynlegt fyrir sálartetrið.

Patrick Ewing var ágætis leikmaður í NBA en átti við mörg vandamál að stríða, eitt af því að geta ekki hlaupið, og vera hreint furðulega ófríður maður en átti einn aðdáanda sem skyggði á alla aðra en það var Helgi Magg, ég verð að gefa mér leyfi til þess að birta komment sem var postað hjá honum, eitt það besta í langan tíma en þetta kom frá félaga hans.

Ég fór í Bronx Zoo og hélt ég hefði séð Patrick Ewing í einu búrinu og hugsaði: "heyrðu mikið hefur hann fríkkað". En þá leit ég á skiltið fyrir neðan og þar stóð að þetta væri bara górilla.

Mikið til í þessu.

Bið að heilsa.

HlynurB 
miðvikudagur, mars 22, 2006
  já sælar. Maccer kominn með einn heitan. Komnir í undanúrslit eftir góða seríu á móti Grindavík og hlökkum til að taka á móti Keflavík. Hólmararnir töpuðu í oddaleik í gær og votta ég þeim mína samúð en það hefur kannski verið glatt á hjalla á Narfeyrastofu í gær en hólmarar eru búnir að vera erfiðir í vetur, unnu okkur tvisvar og þakka ég þeim fyrir veturinn.

En það er allt á öðrum endanum hér í Nesinu,''Höfuðborg Vestursins''. Allir bæjarbúar bíða nú spenntir eftir laugardeginum en þá er fyrsti leikur á móti Kef.

Liverpool eru heldur betur búnir að taka upp buxurnar og girða sig heldur betur í brókina þessa dagana en þeir gjörsamlega slátruðu Birmingham í gær. Skemmtilegasta atvikið var þegar Peter Crouch var tekin út af og sagði hann eftir leikinn búin að fá nóg og hann ætlar að reyna að fara til Barcelona?''Oh Yeah''

Sigurður er víst kominn með eitt stykki í ofnin og ég óska kellinum til hamingju með það.

Jæja ekki meira í bili en ég sé ykkur......... 
  Rýtingur í hjartað...

já það er ekki hægt að lýsa því öðruvísi sem gekk á hérna á Kalmoes 14 í kvöld, það var nógu erfitt að fylgjast með úr fjarlægð en enn verra að sjá þetta tapast en svona er ástin, ég var kófsveittur að fylgjast með á KR síðunni og kann þeim bestu þakkir fyrir að gera það jafnvel og þeir gerðu, það besta í stöðunni.

Ekki auðveldar aðstæður hjá mínum mönnum í kvöld, Magni og Slobodan varla með vegna villuvandræða, a.m.k ekki Magni sem spilar aðeins 19 mín og er mjög erfitt fyrir menn að fylgjast með á bekknum sem eru vanir að vera inná mestallan tímann, hef ég lúmskan grun um að þetta hefði farið öðruvísi ef Magni hefði sloppið við villurnar, hann er búinn að vera það öflugur undanfarið, reyndar sagði Vaffarinn í örstuttu spjalli við heimasíðuna að allar villurnar nema ein hefðu líklega verið sanngjarnar, sú þriðja, reyndar voru Kiddi Ó og Simmi að dæma og þá eru afskaplega litlar líkur á slakri dómgæslu verður að segjast sem er gott mál.

Nate Brown gerir gjörsamlega á bitann, sorglegt miðað hvað hann er góður spilari, menn geta talað eins og þeir vilja um vörn KR inga sem vafalaust hefur verið góð með Steinar á honum en einhvað hefur líka klikkað hjá honum, jafnast reyndar út því Melvin Scott virðist ekki geta neitt og Bogavac er himnasending til andstæðinga KR, kostulegt að fylgjast með lýsingunni hjá KR, ekki mikil trú á þessum blessaða manni. Reyndar voru kanarnir sem eru hérna búnir að segja að Melvin Scott væri alls ekki góður, höfðu séð hann í college og þó hann hafi verið í North Carolina þá spáðu þeir að hann myndi ströggla virkilega í atvinnumensku sem er raunin.

Djöfull hefði maður nú verið til í að vera með samt, vita af alvöru leikjum þegar okkar leikir hérna skipta akkúrat engu máli.

Vaffarinn með góða innkomu og skilaði þessu auka sem þurfti frá honum en það dugði ekki til, Beljanski búinn að vera mjög góður í vetur og væri ekki vitlaust hjá Snæfell að halda honum, erfitt að fá meira framlag frá evrópskum manni í deildinni heima. Nonni Mæju einnig með fínan leik og hélt ég að hann myndi klára þetta dæmi.

Bárður Coach að gera virkilega fína hluti í vetur, munum að liðinu var spáð 10.sætinu eftir breytingarnar frá í fyrra og menn geta ekki sagt að hann hafi verið með einhverja ofurútlendinga, einfaldlega látið hina spila betur t.d. Magna eins og svo marga sem hafa spilað undir hans stjórn.

14 sigrar 8 töp er flottur árangur þó það gildi ekki mikið núna.

Já það er víst, ég þarf að borga þessum gaurum títtnefnda borgara, ekki get ég sagt að það sé í mikilli gleði, svipað og stöðumælasektir, hálfgerðir blóðpeningar en maður verður að standa við sitt.
Neita hinsvegar að láta Jakob Sig hafa annað en pulsu með engu á, því hann er hálfur Hólmari og á því ekki skilið meira!

Þá er það bara Borgarnes eftir, Haffi tekur þetta allt saman, engin spurning.

Ekki tapa gleðinni.

HlynurB 
þriðjudagur, mars 21, 2006
  Það verður ekki annað sagt en að síðustu tveir dagar hafi verið erfiðir. Að vera með unninn leik í úrslitakeppni og tapa honum á bösser er svo mikið meira en bara sárt, það festist í hausnum eins og æxli og eina lækningin er sigur í kvöld. Get ekki beðið eftir hefndinni og var ég í rauninni tilbúinn að spila strax eftir leikinn á laugardaginn. Einhverjar umræður hafa verið um þetta atvik í lok leiksins í kjölfar þess að myndbrotið var sett inn á heimasíðu krónunnar, tek það skýrt fram að ég hef aldrei verið fyrir það að leika það að fá villu á andstæðinginn. Sést það vel á myndum sem Hemmi Birgis tók á sína vél ofan úr stúku þar sem atvikið er myndað frá hlið en ekki í bak Melvins að um augljósa hrindingu er að ræða. Eflaust missi ég einhvern balance en aldrei hef ég fengið svona flugferð nema við ruðning en andskotinn það borgar sig ekki að vera endalaust að velta sér uppúr því, búið og gert, 0-0 nýr leikur og losers go home.

Annars á maður nú von á fjölmenni í DHL í kvöld og veit ég að Hólmarar fjölmenna á svæðið og gera þetta að sínum heimavelli, ekki spurning. Jæja, klukkan að verða 9, vinnan bíður, einhver þarf að baða blessuð börnin. Pokinn er handklæðið, Hlynur þú fattar þennann. Svo bíð ég með nýtt PJ DVD fyrir þig Lenny minn þegar þú kemur heim í sumar. Live at the showbox frá 02. Fáum okkur kannski kók og súkkulaði með því. Mars eða Snickers? Hvert er þitt uppáhalds? Blessaður neminn.
Bið að heilsa.

Vaff for Victorious 
sunnudagur, mars 19, 2006
  Jæja

Ekki endaði þetta eins og maður hafði vonast eftir á laugardaginn, ákaflega slæmt þar sem ég hafði talað stanslausan skít við KRingana sem ég hafði veðjað við og ekki skemmtilegt að hafa þetta rekið aftur oní kok á manni en svona er lífið, virkilega litið skorað eins og vanalega, reyndar sá ég á www.stykkisholmsposturinn.is að seinustu sekúndurnar eru mjög vafasamar og var ég að hissa að Simmi sem er toppdómari hafi ekki dæmt á kanann því þu mátt ekki grýta mönnum til þó að það sé lítið eftir og þú þurfir að ná skoti, reyndar hef ég ekki talað við Vaffarann um þetta og veit því ekki hvort hann hafi hugsanlega misst jafnvægið sjálfur þó það sé ólíklegt.
Ég nenni hinsvegar ekki að vera með einhverjar samsæriskenningar og væl, svona er þetta bara, dettur öðru hvoru megin og lítið við því að gera, þetta var reyndar mjög gott skot hjá Scott.

Maður verður bara að hvetja Snæfell til að gleyma þessu og helst ekki minnast á neina villu/ekki villu fram að næsta leik, einfaldlega ekkert við því að gera og tekur bara hugann frá 3.leiknum sem á að fá alla orkuna, ekki endalaust að velta þessu fyrir sér, skemmir bara fyrir.

furðulegt skorið, Fannar stigahæstur hjá KR með 13. hvorugur kaninn að gera neitt sérstakt (fyrir utan skotið að sjálfsögðu!) Magni og Beljanski með fínan leik en Nate Brown verður bara að gjöra svo vel að vera meira ógnandi og skjóta meira en 7 skotum, núna er ekki tíminn til að vera rólegur, hann verður að vera betri í 3.leiknum og veit það væntanlega sjálfur.

Við spiluðum í gær og töpuðum, ótrúlega slakir alveg og átti ég skelfilegan leik, komst aldrei inní leikinn. En sem fyrr nenni ég ekki að skrifa um þessa leiki.

Borgarnes var að komast áfram 2-0 og staðfestu þar með mína spá en eyðilögðu hana samt því ég spáði 2-1, óska þeim til hamingju með þetta og var sérstaklega gaman að sjá Rauði Makker var með stórleik, 5 þrista og allt í gúddí, ánægður með hann.

Er núna mikið að horfa á NCAA boltann og hvet alla til að gera það, helvíti skemmtilegt, samt ein skelfileg regla hjá þeim 35 sekúndna skotklukka er alveg útúr kú eins Gösli gamli myndi orða það, þessi lið eru mikið að pressa og væri þá ekki vitlaust að hafa styttri skotklukku. Mitt lið er að sjálfsögðu Gonzaga, en ég skarta fáránlega flottri mottu þessa dagana til að undirstrika stuðning minn við Adam Morrison, stjörnu Gonzaga manna.

Unnur fékk nýtt æði um daginn en það eru CSI þættirnir, er búinn að kaupa nokkra diska og downloada slatta, virkilega gott efni en mig minnir að Haffi hafi verið mikill aðdáandi Gil Grissom á sínum tíma en ég er nú kominn í þann hóp, hann er ekki lengi að negla bófana blessaður.

Að sjálfsögðu með þessu tapi í gær er tímabilið endanlega búið hjá okkur, ekkert að keppa að og almenn leiðindi, þannig að hugurinn er óneitanlega byrjaður að reika að næsta tímabili og að sjálfsögðu sumrinu sem verður væntanlega hressandi með hörkuæfingum, HM í fótbolta, utanlandsferð með hjónunum á laufásveginum og almennri gleði. Ég loka augunum og sé gott sumar.

Að lokum vill ég hvetja alla til að mæta í DHL húsið á þriðjudaginn þó örugglega þurfi ekki að minna fólk á það, mynda geggjaða stemmningu og hjálpa Snæfell í gegnum þetta og einnig vill ég biðja menn eins og Kobba,Jón A og Helga að halda kjafti!

HlynurB 
föstudagur, mars 17, 2006
  Jæja......fyrsta leik gegn KR lokið. Fórum heim til Bárðar að horfa á leikinn í nótt og þar sáum við mesta gullmola sem hefur sést í Íslensku sjónvarpi í langan tíma. Í upphituninni eftir kynningu tók Snakki upp á því að rekast utaní Gulla Melló í layuppi og framkvæma þetta alveg fáranlegasta fimleikahopp sem ég hef séð og var þetta alveg sjúklega fyndið. Ekki skemmdi fyrir að sjá viðbrögðin hjá Helga sem glotti alveg eins og kvikindi og hafði greinilega gaman af þessari fimleikasýningu. Annað atriði var svo viðtalið við Nonna Mæju í hálfleik. Hann komst nú ágætlega frá viðtalinu blessaður þrátt fyrir að Höddi Magg væri að reyna að pumpa útúr honum einhverja vitleysu en Nonni blessaður var alltaf að horfa upp á stigatöfluna eftir hverja spurningu frá Hödda eins og einhver svör væru að finna þar. Höddi: hvernig á svo að leggja upp seinni hálfleikinn? Nonni (með grímuna gónandi á stigatöfluna og á Hödda til skiptis): við bara höldum sömu vörn og reynum að vera skynsamari í sókninni. Og auðvitað var þetta svar að finna á helvítis scoreboardinu Nonni. Best að segja samt sem minnst um þetta, það er aldrei að vita að ég lendi sjálfur í viðtali og drulli þá upp á bak eins og handboltagaurinn í Haukum um daginn í helgarsportinu, jedúddamía hvað gaurinn var stressaður greyið, hann bara stamaði og sagði ekkert af viti.

Jæja, nenni ekki meir í bili. Frábær stuðningur samt í gær og var þetta eins og að spila á heimavelli og auðvitað verður fjölmenni á morgun og reynum að klára þetta í tveimur til að fá nokkra aukadaga í frí fyrir næstu umferð.

Bless bless og takk fyrir komuna.

sunnudagur, mars 12, 2006
 

undur og stórmerki gerðust í gær þegar við í Woon!!!!!!!!!!!Aris ákváðum að vinna leik, tókum Nijmegen með 13 stigum á heimavelli.. aldeilis skemmtileg tilfinning að vinna leik en við gerðum það seinast þann 7.janúar.

ný síða er kominn í loftið en það er www.pokerspilari.net en það er fyrir íslenska áhugamenn um póker að sjálfsögðu hvet ég alla sem einhvern tímann hafa gripið í spil að skella sér og skrá sig á póstlistann þar. Þessi síða er nýbyrjuð held ég og því ekki alveg kominn á fullt.

nú styttist í úrslitakeppnina heima og ætla ég því að koma með mína spá, hlakka til að sjá hvernig manni tekst til... sjálfsögðu soldið erfitt að spá í þetta þar sem maður hefur ekki séð öll liðin en ég held ég sé með þetta.

KR-Snæfell. Kemur víst fáum á óvart með hverjum maður heldur, þetta verður svakarimma maður hefur sett veðmál í gang á móti einhverjum KR gangsterum, þessi sería fer mikið eftir því hvor spilar betur Nate Brown eða Melvin Scott, Brown hefur strogglað á móti KR og verður að hætta því. Held að þessi útlendingamál hjá KR hjálpi Snæfell, hef það á tilfinningunni að þetta séu ekki menn með hagsmuni liðsins að leiðarljósi en það er kannski bara vitleysa... Snæfell tekur þetta 2-0 og munu máltíðir frá mönnum eins og Jóni Bóner, Helga Magg og Kobba bragðast ansi vel í kjölfarið

Njarðvík-ÍR.. Njarðvík er án nokkurs vafa uppáhaldslið allra þeirra sem fylgjast með úr fjarlægð, allt kolvitlaust og menn svoleiðis skíta yfir alla.. alltaf gaman að svoleiðis.
Hinsvegar eru þeir með mikið betra lið en ÍR og ef þeir vinna þá ekki er einfaldlega einhvað mikið að, ÍR getur ekki unnið þessa seríu nema Njarðvík hreinlega gefi hana frá sér..
2-0 Njarðvík

Keflavík-Fjölnir.. af öllum leikmönnum og aðstandendum beggja liða er ekki einn maður sem svo mikið sem lætur sig dreyma um annað en að Keflavík fari áfram.. Fjölnir hafa enga trú á því sjálfir og hafa svosem ekki mikla ástæðu til þess, gætu hugsanlega unnið í Grafarvogi en gætu spilað 100 leiki í keflavík án þess að vinna.. ég ætla að vera brattur og spá þeim sigri heima en 2 öruggum ósigrum á Sunnubrautinn.. Keflavík 2-1

Skallagrímur Grindavík.. Borgarnes fékk heimavallaréttinn en hinsvegar lið sem gæti auðveldlega unnið þá í Borgarnesi ekki auðveldlega kannski en það er góður séns, Borgnesingar eru með sterkustu útlendingasveit landsins ásamt mjög svo huggulegum bakverði sem sést hefur í grænni of stuttri úlpu ansi oft. þeir verða að eiga toppleiki til að vinna sem þeir gera og rétt vinna báða heimaleikina en tapa með 20 í Grindavík. Haffi á buzzer í þriðja leik og Borgarnes áfram..

þá vitið þið það... engin spenna í þessu lengur..

þá bara segi ég bless
HlynurB 
fimmtudagur, mars 09, 2006
  "Out here, a man will do just about anything to keep his mind occupied"

Jú einhverjir muna eftir thessari línu sem er úr meistaraverki Frank Darabont, Shawshank Redemption Morgan Freeman laumadi thessu ad okkur..
Datt thetta í hug, thegar ég hugsadi um hvad ég er búinn ad kaupa fáranlega mikid af Playstation leikjum, 9 talsins.
Flestir sem eiga tolvu kaupa sér svona af og til en ég er búinn ad láta vada á 9 kvikindi, sem er anskoti mikid á einum mánudi, reyndar er thetta mun ódýrara en heima en samt...
Ekki thad ad ég vilji líkja Leeuwarden vid bandarískt fangelsi á midri seinustu old, alls ekki en einhvad verdur madur ad gera, tolvan enn í fokki og fer thad helvíti mikid í taugarnar á mér..
En hvad um thad..

Siggi stimpladi sig inná Negrann med stysta pistli allra tíma en hann hefur ástaedu til ad vera kátur enda hans menn komnir áfram, ég hélt nú med Real Madrid bara til ad vera á móti honum en allt kom fyrir ekki, thad var ekki nóg... annars skil ég ekki af hverju ég var ad thví, thvílikar pissudúkkur, samansafn af útbrunnum hetjum, ofmetnum spánverjum og monnum sem hafa helst afrekad thad á sinum ferli ad vera myndarlegur med flotta konu.. sem er ágaett fyrir hann svosem, gaetu fáir kvartad yfir hans lífi..

Liverpool hinsvegar dottnir út, ég reyndar sá bara sýnt úr leiknum nokkud langan kafla, ég er nú ekki eins heitur í fótboltanum og ég var en nokkud pirrandi ad sjá lidid detta út thegar their virdast eiga leikinn og eru ad gera skemmtilega hluti og mikid af faerum, en svona er thessi íthrótt bara, thú tharft ekki alltaf ad vera betri til thess ad vinna sem gerir thetta svona opid og vinsaelt, allir geta unnid alla í raun med thví ad liggja í vorn og treysta á Gud og lukkuna, hversu oft á seinustu árum hefur madur fagnad med Liverpool thegar their eiga varla svo mikid sem eitt faeri, kannski ein hreinsun hjá hinu lidinu sem fer í horn, hornspyrna og their skora, hofum meira ad segja komist áfram eftir tvo leiki á móti lidum thar sem "vid" hofum varla komist yfir midju 2 leiki í rod.. mun thaegilegra ad tapa svoleidis leikjum heldur en theim sem thú hamrar ad markinu stanslaust án árangurs...
s.s. helvítis óheppni í gaer..

Soffía systir gaf mér disk í jólagjof sem er med hljómsveitinni I am Kloot! skemmtilegt nafn thad, platan heitir Natural history, thar sem tolvan og Ipodinn er búin ad vera í tómu fokki hef ég ekki hlustad á hann fyrr en fyrir svona 2 vikum sídan og kom í ljós ad thetta er hinn mesti gaedagripur, aldrei hef ég heyrt um thetta band og veit akkurat ekki neitt um thá en mér heyrist their vera breskir, virkilega gódur diskur og skora ég á alla ad verda sér útum hann og checka hvad theim finnst, vid erum a.m.k. ad fíla hann hérna í Hollandi..

Pearl Jam var einnig ad gefa út lag og er plata á leidinni sem er mikid fagnadarefni, spurning hvernig their koma út eftir breytingarnar sem hafa verid hjá theim... ekki búinn ad melta fyrsta lagid en textinn er flottur eins og alltaf hjá Ed Vedder, thetta eru thenkjandi menn med einhvad ad segja.. ég get ekki bedid eftir disknum

I pledge my grievance to the flag.... Hornafjordur... ahh good times Vaffari...

Sídar
HlynurB 
miðvikudagur, mars 08, 2006
  Arsenal áfram í Meistaradeild Evrópu!!!!! 
  Hér kemur svo textinn við þetta alveg fína lag. Greinilega miklar breytingar með nýju útgáfufyrirtæki og producer.
Þeir eru samir við sig og eru jafn pólitískir og áður en það er greinilegt á textanum að þetta er ádeila á Íraksstríðið og Mr. Bush.

Felt the earth on Monday. It moved beneath my feet.
In the form of a morning paper. Laid out for me to see.

Saw his face in a corner picture. I recognized the name.
Could not stop staring at the. Face I'd never see again.

It's a shame to awake in a world of pain
What does it mean when a war has taken over

It's the same everyday in a hell manmade
What can be saved, and who will be left to hold her?

The whole world...World over.
It's a worldwide suicide.

Medals on a wooden mantle. Next to a handsome face.
That the president took for granted.
Writing checks that others pay.

And in all the madness. Thought becomes numb and naive.
So much to talk about. Nothing for to say.

It's the same everyday and the wave won't breakT
ell you to pray, while the devils on their shoulder

Laying claim to the take that our soldiers save
Does not equate, and the truth's already out there

The whole world,... World over.
It's a worldwide suicide.
The whole world,... World over.
It's a worldwide suicide.

Looking in the eyes of the fallen
You got to know there's another, another, another, another
Another way

It's a shame to awake in a world of pain
What does it mean when a war has taken over

It's the same everyday and the wave won't break
Tell you to pray, while the devils on their shoulder

The whole world,... World over.
It's a worldwide suicide.
The whole world,... World over.
It's a worldwide suicide. 
þriðjudagur, mars 07, 2006
  Loksins loksins........Fyrsta plata Pearl Jam í fjögur ár væntanleg í búðir í byrjun sumars. Farið inn á Pearljam.com og þar getið þið náð í fyrsta singulinn af þessari plötu sem nefnist einfaldlega Pearl Jam. World wide suicide heitir lagið. Tékkið á þessu strax.

Vaffarinn. 
mánudagur, mars 06, 2006
  Já sælar. Maccer kominn úr helgafríi og byrjaður í skólanum aftur. Hörkuleikur hjá okkur í gær á móti Grindavík þar sem við mörðum þá með 4 en undarlegasta atvik skeði í lok leiks hjá undirritaðan. Grindavík í sókn þegar um 30sek voru eftir af leik og tóku skot og pjakkurinn náði boltanum. Á þessari stundu hélt ég að 10sek voru eftir og ætlaði ég að hlaupa með boltan út tíman. Sá þá Pallana tvo koma að mér og henti ég boltanum til J-mac og brotið var á honum gróflega svo hann fékk tvö víti og boltann. Var ég eins og fáviti eftir þetta en á leiðinni upp völlinn með boltann setti ég hendinna upp og öskraði eins og ég veit ekki hvað. Þetta var eitt af þessum ''Golden Moments'' sem maður á eftir að muna í framtíðinni.En þetta var sigur og það meira 4stiga sigur en við töpuðum með 3 í Grindavík.

Mikið var um Lengju miða á Silfurgötunni þegar Maccer bjó þar en Maccer hefur ekki tippað í all langan tíma og svo maður ákvað að láta á reyna og athuga hvort hæfileikarnir séu ekki en til staðar í þeim málum. Tippaði ég á að Chelsea mundi vinna W.B.A og það var 2 þar, Middlesbourgh unnu svo Porsmouth og þar er 1, Aston Villa vann Birmingham og 1 þar og síðann vann auðvitað Reading. Síðan komu mistökinn!!. Auðvitað tippaði ég á Liverpool.!!! Liverpool voru að spila á móti''Hermanator'' og félögum í Charlton og náðu ekki að setja þessa tuðru í markið hjá þessum fertuga normanni,Thomas Myhre.Ég hef sjaldan öskrað eins mikið á sjónvarpið og voru faðir minn og systkinni í mikilli hættu á síðustu andartökum leiksins. En þrátt fyrir að vera með 3 menn sem allir hafa verið markakóngar hjá sínum félögum(Cissé hjá Auxerre,Morientes hjá Real Madrid og Fowler hjá Liverpool) gátu þeir ekki sett knöttinn fram hjá þessum ''snaggaralega markmanni''. Þar missti ég af rúmlega 4000kelli.

Síðan er það í sumar. Kellinn var að spá í að fara til Makedóníu í sumar,að hitta Maccanna og svona en síðan er kominn upp þessi flensa. J-Mac er á öðru máli og ég var að tala við hann um þetta um daginn og hann var með þetta á hreinu: ''No No the birds who fly, they dont fly to Macedonia. We have gards on the border with some Ak-47 and they shoot them. That is why we dont have birdflu''. Ég auðvitað var ekkert mjög hrifinn af þessum rökum en fuglaflensan er nú um öll landamæri Makendóníu svo maður veit ekki alveg hvað maður gerir í sumar. Kannski maður fari bara á Hofsós eða til Hólmavíkur, maður er nú hörku tjaldari enda á maður eitthvað tjald sem ég fann á Akureyri 2003,já sækjum ísland heim.

Já hann Hlynur er eitthvað að tala um troðslur og eitthvað slíkt en litli pjakkurinn er reyndar farinn að troða. Er búin að vera á einhverju jump-program sem Axel Kára benti mér á á netinu og maður er að taka Jordan troðslur á æfingum, reyndar bara með lítinn bolta enda er maður með hendur á við Ingólf hólmar.

Jæja við heyrumstum

Haffi Gunn 
miðvikudagur, mars 01, 2006
  Já...

Kominn aftur til Leeuwarden eftir fína helgi, stjörnuleikurinn var um helgina í Rotterdam og var það bara gaman en okkar lið (Norður) vann með buzzer rétt fyrir innan miðju frá Sergerio Gibson, leikmanni Amsterdam...
Ég er nú ekki mikið fyrir stjörnuleiki, hvorki á að horfa né spila ef ég á að segja eins og er, þess vegna kom það nú á óvart hvað maður hafði gaman að þessu því eins og flestir vita þá snúast þessir leikir um að skjóta 3ja stiga, troðslur og And1 trix með boltann en eins og þeir vita sem þekkja mig þá er þetta ekki beint mitt lifibrauð, nú er einhver að hugsa ha? Troðslur, er þetta ekki maðurinn sem hamraði yfir Magna á æfingu í fyrra? eða hangtimeið á móti breiðablik um árið? en það var útúr karakter, gerði það bara til að þagga niðrí Magna hann var að rífa kjaft í 11 manna hraðaupphlaupi.
Þar sem sem þetta er það sem leikurinn gengur útá er afskaplega erfitt að gera einhvað af viti fyrir mig, ég sýndi mönnum hvítleika minn í leiknum, einn bakvörðurinn kastaði þessari fínu alley-oop sendingu, ég fór á flug greip hann og lagði hann snyrtilega ofaní og var lentur aftur mjög stuttu eftir flugtak..

Þeir sem vilja sjá hina frægu Breiðabliks troðslu verða að sætta sig við að hún er ekki til á spólu lengur, Bárður var mjög svo hrifinn af henni, svo hrifinn að hann horfði á hana aðeins of oft og spólan eyðilagðist, mig grunar reyndar að hann hafi ætlað að selja myndbrotið til Jump-Soles prógrammsins sem var fyrir nokkrum árum..

Dabbi Sveinss lét sjá sig um helgina, bara gaman að því hann átti skemmtilega byrjun á sínu ferðalagi þegar hann tók lestina hingað til Leeuwarden en endaði einhvern meginn í Groningen sem er u.þ.b 45 mín í burtu...

Snæfell tók Hafdog og félaga nokkuð þægilega í Borgarnesi, ágætis afrek það enda Borgarnes mjög sterkir þar og ég held að þetta hafi verið fyrsti tapleikurinn þeirra á heimavelli, samt ekki viss, Snæfell komnir í 4.sæti sem er mjög gott mál, verða bara að halda því enda heimavöllurinn mikilvægari en allt annað í fyrstu umferð, maður var nú ekki svona bjartsýnn þegar þeir byrjuðu tímabilið með tapi á móti Hamri heima og ÍR og rétt unnu svo Hött heima en þetta hefur smollið og þeir eru farnir að spila þá vörn sem gat alltaf verið þeirra miði í undanúrslitin.
Þeim var spáð 10.sæti í deildinni og gætu hugsanlega náð 3ja ef allt gengur upp, það hlýtur að vera nokkurn veginn öruggt hver þjálfari ársins er.. jafnöruggt og Frikki Stef tekur leikmann ársins..

Flestir hafa væntanlega séð myndbandið með júgóslavnesku leikmönnunm þremur í Borgarnesi, reyndar Makedónar en það eru þeir Pétrski Sigurdovski, Jovan Zdravevski og Dimitar Karadovski, fáranlega fyndið og er ég búinn að horfa ótrúlega oft á þetta, væntanlega verið Maggi Helga sem setti þetta saman, þvílík snilld, Pétur á það til að detta en ekkert í líkingu við Zdravevski, ótrúlegir leikhæfileikar og fékk maður ansi oft vel í taugarnar þegar hann var að detta útúm allt en það verður nú að hrósa honum samt líka, hann er klár leikmaður og ótrúlega lunkinn, lýtur út fyrir að geta ekki neitt en er einn besti spilarinn í deildinni, síðan er það yfirleitt kostur að fara aðeins í taugarnar á andstæðingnum, fá hann í einhvað bull og nýta sér það.

Já var að fá þær fréttir rétt í þessu að Magni er hættur í Skipavík, í örstuttu spjalli við heimasíðuna sagði hann að hann væri einfaldlega langbesti smiðurinn, í ljósi þess vildi hann fá lengri kaffitíma og mat en þeir gengu ekki að því og því rauk Magni út, hans lokaorð voru "þið munuð óska þess að hafa leyft mér að chilla aðeins þegar þið sjáið kofana hrynja án minnar sérþekkingar "

Ég á mér nýjan uppáhaldskörfuboltamann en hann heitir Adam Morrison, hvítur með sítt hár og flotta mottu, það verður ekki betra en það! hann spilar í Gonzaga háskólanum og á að vera einn af fyrstu þremur í draftinu á næsta ári, hvet fólk til að fara á www.espn.com/nba og finna mynd af drengnum, einkar laglegur.

Veriði bless
HlynurB 
Negri Nemi
Netfang heimasíðunnar
negrinemi8@hotmail.com



Góðir Linkar

Arsenal síðan
Baggalútur
Heimasíða Snæfells
Pearl Jam
ÍR Ruslið
Sport.is
Skallinn
KR-TubRatz
Meira Pearl Jam
Pearl Jam Textar

Liverpool Síðan
Pallaleigan
Free Guestbook from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Free Vote Caster from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Hit Counters




















Weblog Commenting by HaloScan.com

Gamlir pistlar
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 /





Powered by Blogger