Auðvitað ertu kominn á Negrann!!!!
mánudagur, júní 05, 2006
  Jæja.
Sælar.
McGunn kominn með einn kaldan frá Nesinu. Ekki beint gott veður í dag, smá norðan garri en maður er nú ekkert að kvarta.

Spilaður var fótboltaleikur við Snæfell á Fimmtudag í hólminum. Þar var Mc í stöðu Xabi Alonso eða tengiliður eða ''Djúpur miðjumaður'' eins og við í boltanum köllum það. Töluverður Garri var einnig á fimmtudag á leiknum og við áttum í erfiðleikum í fyrrihálfleik að skora framhjá markmanni liðsins og einnig var vindurinn að trufla okkur. En í seinni hálfleik kom þetta svo og við unnum 0-5 nokkuð sannfærandi. Gaman að sjá Gulla Smá og Bjarne Nielsen í boltanum en þeir voru því miður ekki að gera nóg í þessum leik og þá sérstaklega Gulli sem átti ekki möguleika á móti Mc í skallaboltunum á miðjunni og hvað þá tæklingunum. UUUUUSSSSSSS.


En jæja fór í smá Roadtrip um helgina með nokkrum félögum til Skagastrandar. Endaði bara sem hinn besta stemming í þessum bæ reyndar þegar við vorum búnir að segja nokkra góða og fá okkur nokkra góða. Ekki mikið um liði þarna en þarna er nú eitthvað lið sem kann að skemmta sér. Síðan er þarna hörku veitingastaður ''Kántríbær'' heitir hann og eru hörkupítsur og fínar steikur þarna. Vorum reyndar með smá hávaða og var smá kvartað en það var ekkert meikið mál.

Leikur í boltanum á föstudag á móti Neista frá Hofssósi og bið ég alla sem hafa gaman af skemmtilegum fótbolta og fallegum bolta þá endilega að kíkja á leik. Enda er borgnesingar með mjög léttleikandi lið. Ekki einhverja turna eins og Sigurð og Hlynur sem eru svo ógeðaslega grófir. Fórum að tala um þegar við vorum á æfingu í hólminum og það var fótbolti í upphitun. Ekki neinar tæklingar og svoleiðis. Ég var þarna að fara að taka skærinn á Hlyn Bæringss. Kom kauði á móti og ég alveg kviss bang tók skærin og hann í hina áttina en klippti mig allsvakalega niður. Bárður auðvitað sá þetta en Bæringsson sagði Dæv dæv. Aldrei hef ég dævað á ævinni og var ekkert að fara að byrja á því á þessari æfingu. Hlynur bara réð ekkert við þennan hraða,þessa tækni og þessa útsjónasemi sem byr í kellinum. ''Ababbaa hvert ert þú að fara'' og krækti í lappirnar á mér.
Óþolandi leikmaður hann Bæringsson og ekki er hann Sigurður eitthvað betri. Hleypur um völlinn með báðar hendur úti til blokka mann. Siggi minn dómari dæmir auðvitað á þetta hindrun. Það má ekkert bara grípa um manninn og halda honum. V-ið er nú með smá takta í sér og var að taka þarna skærinn, naglaklippurnar og garðklippurnar.

Jæja við heyrumst og sjáumst..

Maccgunn kveður 
sunnudagur, júní 04, 2006
  jæja

þá skrifum við bréf

Hvað er s.s. að frétta, skellti mér í bæinn um daginn og keypti mér þetta fína rúm í betra bak, hef aldrei áður á lifsleiðinn fjárfest í rúmi og var ekki alveg með verðið á hreinu, hélt að þetta væri svona 80þús kall.
Fórum fyrst í IKEA og það var ekki nógu skemmtilegt og fórum því í Betra bak, þar sá ég þetta fína rúm með öllum mögulegum stillingum og fídusum og leist vel á það, gerði mér þó grein fyrir því að það gæti kostað meira en 80þús kall planið mitt og spurðist um þetta.
Nei nei á tilboði fyrir litla hálfa milljón, ég þóttist reyndar vera spenntur fyrir því, kannski var ég að vona að gaurinn í búðinni héldi að ég hefði áhuga á að eyða hálfri milljón í rúm eins og honum sé ekki skítsama, skellti mér á eitt samt gott.
Það var líka kominn tími til enda ömurlegt rúm sem við sofum í núna og er maður alltaf að drepast í bakinu, myndi enda eins og Gúndi kallinn á bensó langt fyrir aldur fram ef ég skipti ekki, kominn langleiðina í 90 gráðurnar.

Aðaltilgangurinn með ferðinni var samt að kveðja fjölskylduna hans Torfa, Renötu, Hafdísi og Karolínu, þau eru að flytja út og fer kvenfólkið aðeins á undan út, vona bara að þær stelpur hafi það gott, hef reyndar engar áhyggjur af öðru, báðar duglegar og klárar stelpur.

Hef verið nokkuð duglegur að æfa undanfarið þó það slaknaði aðeins á því þegar ég byrjaði að vinna hjá Bjössa, en eitt af þessu sem ég þarf að gera er að hlaupa á bretti eins og einhver helvítis hamstur að rembast, fátt leiðilegra en þetta en maður lætur sig hafa þetta svona í byrjun sumars.

Búinn að vera að horfa á NBA núna undanfarið og djöfull er ég ánægður með Dirk Nowitzki, gaurinn er fáránlega góður fyrir utan það að vera síðhærður Evrópubúi
Tilþrif þessarar úrslitakeppni voru tvímælalaust byrjunin hjá Svala og Friðrik Inga í gær, vissu ekkert hvort þeir væru í loftinu og Frikki kom með klassískan fóstbræðra brandara, ég? drekinn? nákvæmlega það sama og hann sagði við mig í seinustu viku! klassíker og frekar vandræðalegt.
Einnig átti Benni Gúmm góðan punkt um daginn þegar Dirk jafnaði á móti spurs, þá sagði hann í framlengingunni að hann "ef að Dallas hefði ekki komið þessu í framlengingu þá væri þetta búið"
jújú mikið rétt..

Fór á leik Snæfells og Skallagríms í 3.deildinni um daginn,ekki riðu Snæfellingar feitu hrossi frá þessari viðureign, ég sá nú ekki ekki fyrri hálfleikinn en mér skilst að þá hafi Snæfell farið í sókn, reyndar ekki skrýtið þar sem nokkrir hjá borgarnesi hafa spilað í efstu deild en flestir hjá snæfelli hafa aldrei spilað í deild áður... Þeir þurfa bara að koma sér í betra form og þá geta þeir fengið nokkur stig, þetta eru flest allt bara ungir pungar sem verða væntanlega bara betri.
Svenni Davíðss fékk rautt spjald fyrir suddalega tæklingu og fer væntanlega í langt bann, algjör djöfulsins ruddi á velli, greinilega ekki í lagi heima hjá honum.
Þess skal svo getið að Finnur Jóns skoraði þrennu tók Crouch fagnið og söng don't worry be happy með buxurnar á hælunum að framkvæma rússapiss. Gott ef hann hefur ekki skellt sér til Ísafjarðar eftir leik í gott game..
Haffi Gunn vakti einnig athygli og er nú orðaður við firmalið dekk og smur.

Lifið heil.

HlynurB 
Negri Nemi
Netfang heimasíðunnar
negrinemi8@hotmail.com



Góðir Linkar

Arsenal síðan
Baggalútur
Heimasíða Snæfells
Pearl Jam
ÍR Ruslið
Sport.is
Skallinn
KR-TubRatz
Meira Pearl Jam
Pearl Jam Textar

Liverpool Síðan
Pallaleigan
Free Guestbook from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Free Vote Caster from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Hit Counters




















Weblog Commenting by HaloScan.com

Gamlir pistlar
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 /





Powered by Blogger