Auðvitað ertu kominn á Negrann!!!!
þriðjudagur, október 31, 2006
  Sælar,. Haffi Gunn mættur hér úr Akranesi á leið til Höfuðborgar Vesturlands. Fór með Pálma í Bæjinn í morgun,búin snemma svo það var strætó frá Mosó út á Skaga og svo er það gamli góði puttinn sem sér um rest.

Búnir að spila 4 leiki. Keflavíkur leikurinn og Njarðvíkur leikurinn voru báðir ekki nægilega góðir hjá okkur, vorum að spila vel í báðum leikjum framanaf en misstum dampinn í seinni hálfleik. En á móti KR þá náðum við að sigra og var það sætt að fá fyrstu stig vetrar. Síðan var það leikur á móti Hamri sem vannst eftir að við vorum hálfsofandi í fyrrihálfleik. Byrdarinn var að spila vel framanaf en við náðum að herða vörnina í seinni hálfleik og náðum ''W''. Síðan er leikur hjá okkur á móti Fjölni á Föstudaginn og allir eiga að mæta á þann leik.

Annars er nú lítið að frétta. Pálmi og ég vorum á leið í bæjinn í gær og vorum á okkar dreka sem er''Mitsubisi Galant 86'' en hann er aðeins farinn riðga og svoleiðis. Allavegana vorum við komnir í gönginn og einhver dunkur byrjaði að heyrast. Dunkurinn var orðin mikill svo við stoppuðum fyrir ofan gönginn. ''Heyrðu Pálmi, ég fer undir bílinn og athuga hvort ég sé eitthvað og þú gefur aðeins í'' Pálmi gaf allt í botn og ég hélt að þetta væri Alteratorinn eða Kúplingsdiskurinn?. ''Hvað segiru eigum við að fara í skólan eða eigum við að fara til baka''? ''Höldum áfram'' Pálmi setti í gír og eftir 2 metra fór eitthvað í bílnum svo við Pálmi þurftum að putta okkur heim.




Þær gleði fréttir eru þær að Landroverinn''Óðinn Guðmundsson'' er kominn með nýja LAndrover boli og óskum við honum til hamingju með það en pilturinn sá arna er ekki búin að vera sami maðurinn eftir að hann týndi bolunum um árið.

Verið er að tala um Sveinn Blöndal. Mikill keppnismaður og hrikalega fjörugur piltur og einkar lunkin í PRO EVOLUTION SOCCER en hann tók okkur Lalla allsvakalega um daginn en allavegana þá er hann kominn með nýtt trend í Nesið. Muniði gömlu góðu dagana þegar maður sleikti höndina og setti þá undir skóna til að ná betra gripi á gólfinu en Svenni er kominn með nýtt. Það er að setja höndina undir handarkrikann, taka svita þaðan og skella því á skóna. Þetta er eitthvað sem er nýtt hér í bæ og eru menn mikið að tala um þetta atvik sem skeði í síðasta leik.

Axel Kárson er nú kominn með nýtt name eins og þið sem lesið þessa síðu vitið en Axel var um daginn að keyra út mjólk um Borgarfjörð. Fór sú ferð vel og náðum við fínni mynd af bílnum sem hann ók.





















Síðan biður Iddi Piddi að heilsa.






Jæja talvan er að vera battíríslaus svo ég bið bara að heilsa. ''Loveboat captain take the rainges, stare us towards the clear, I know Its alraidy been sung cant be said enough'' Love is all you need All you need is love''

Haffi Gunn 
föstudagur, október 20, 2006
  Jæja..

Deildin byrjar á morgun eins og flestir vita, og ekki byrjum við á auðveldum stað, förum í vesturbæinn, þetta verður væntanlega hörkuleikur og spennandi, svolítið svona eins og myndin Time Cop.
Hvet að sjálfsögðu alla til að mæta og kíkja á þetta hjá okkur.

Svo er ég að fara að þjálfa 10.flokkinn um helgina, allir hólmarar líka að mæta þangað og styðja stelpurnar, þær eru helvíti seigar..

Eins og þeir sem þekkja mig og eða lásu seinasta pistil, þá var ég ákaflega hrifinn af Hjálmum, þeir er því miður hættir, fékk smá sárabót með því að fá unplugged upptöku af þeim að spila heima hjá einhverjum vini sínum, magnað helvíti skal ég segja ykkur.
Fékk einnig bandið Fuglur sem Steini söngvari Hjálma var í úti í Svíþjóð, helvíti gott stöff.. sérlega flott útgáfa af Sofðu unga ástin mín t.d. aldrei hefði ég trúað því að ég myndi hlusta á það lag en það er snilld..
Og svo checkaði ég líka á Pikknikk sem hann er í með kærustunni sinni en hún syngur helvíti flott, mjög töff, farið á myspace.com/pikknikk og þar eru nokkur lög..

Djöfuls hæfileika hefur þessi gæi maður, hann er líka kominn í blúsband sem heitir rætur og er ég að bíða eftir að heyra það... maðurinn með rödd Guðs eins og maðurinn sagði..
Eitt sem ég vissi ekki hinsvegar er það að pabbi hans er hagyrðingur og hefur samið nokkra textana fyrir Hjálma.. ágætis blanda það.

Það er hinsvegar eitt lag sem er magnað, framar öðrum, á þessari unplugged útgáfu en það er lagið Haustið sem af einhverjum undarlegum ástæðum var á hvorugri plötunni þeirra en pabbi Steina samdi það líka, virkilega flottur texti..
Ég ætla að skella honum hérna sjálfum mér og kannski vonandi öðrum til leiks og lærdóms..
Ábyrgist ekki að þetta sé kórrétt..

Haustið er tími tregans
Treginn er þáttur sár
Í eðli voru sem ómar
af angurværri þrá

og þegar sá þáttur vakir
er þráin djúp og sár
En blygðastu þín ekki bróðir
þó bliki á hvarmi tár,
því tárið sem titrar á vanga,
talar þeirra mál,
sem eiga sér öðrum fremur,
einlæga draumasál

Og þeir eru sífellt að sakna
sumarsins frá því í gær,
vina sem hafa horfið
og hennar sem var þeim kær

Báran var blíð í sumar
en byltist nú yfir sker
því hún sem þú einni unnir
er orðin fráhverf þér

En blygðastu þín ekki bróðir,
þó bliki á hvarmi tár
því haustið er tími tregans,
og treginn er jafnan sár

Bið að heilsa..
HlynurB 
þriðjudagur, október 10, 2006
  A vagga A vagga vagga

Sá að Helgi Már félagi minn er að byrja ágætlega í svissnesku deildinni, eins og maður átti nú von á, þó að hann sé búinn að vera að spila í einhverri krakkadeild í USA undanfarin ár en maður náði að herða hann í sumar, aldrei verið auðvelt að tjónka við Cocoa Puffs krökkunum þarna í bænum.

Húsið gengur ágætlega og kom Gösli í gær að flota gólfið, hann var nú ekki lengi að því sá gamli enda örugglega búinn að steypa og flota hálft Ísland.

Það sagði mér það einhver í sumar og verður maður að minnast á það að stórhljómsveitin Hjálmar hættu.. mikil vonbrigði enda miklir snillingar þar á ferð, margar góðar stundir með þá í græjunum.. Verst að maður hafði ekki vit á því að fara að sjá þá live. Reyndar var Smári Tarfur eitthvað að belgja sig að segja að söngvarinn væri kominn í einhvað blúsband sem að hans mati var miklu betra en Hjálmar, tek því nú mátulega alvarlega enda hatar Tarfurinn ekki að taka upp sleggjuna í sínum dómum.. En ef einhver veit hvað þetta nýja band heitir má hann endilega koma því að, ætla að checka á því..

Búinn að hlusta mikið á Pearl Jam nýju plötuna undanfarið og hún er virkilega solid, tekur smá tíma að venjast henni eins og öllum góðum plötum, reyndar er það að þau lög sem voru singlar á plötunni og eru búinn að heyrast mest finnst mér slökust, endilega að allir checki á þessu og láti þetta renna nokkrum sinnum í gegn, maður er heitastur fyrir laginu "come back" þessa stundina, Gúdd sjitt eins og maðurinn sagði..

Igor "the dude" Beljanski er farinn í Njarðvík og kom það verulega á óvart enda þeir með Frikka og Egill inní teig sem maður hefði haldið að myndi nægja, það verður því nóg að gera hjá manni þegar við keppum við Njarðvík, man ekki eftir að 3 jafn öflugir inside menn hafi verið í sama liðinu á Íslandi.

Kef fékk sér Dana sem lítur vel út, minnti nú að hann væri ekki svona öflugur frá því við kepptum við hann með landsliðinu en hann virðist vera hörkuplayer, ekki mikið fyrir að láta koma við sig en er með sweet stroku sem bætir það upp. Þannig að þessi lið verða öflug eins og alltaf.

KR er svo komið með einhverja hrúgu af könum plús vesturíslendinginn Fannar Ólafsson þannig að þessi lið verða virkilega sterk í vetur.

Bið að heilsa..
HlynurB 
miðvikudagur, október 04, 2006
  Já sælar. Haffi Gunn er hér mættur í hús með einn kaldan frá Borgarnesi. Leikur hjá okkur á móti Keflavík í Höllinni á morgun kl:19:00 svo endilega að mæta og láta vel í sér heyra.

Annars er lítið að ske. Hermann Daði Hermannsson er reyndar hættur að æfa með okkur. Hjá Hemma er allt brjálað að gera og hefur ekki nægan tíma í þetta.

Sigurður Þorvaldsson er svo orðin pabbi og ég óska honum og Öldu kærlega til hamingju með litlu stelpuna.

Gaman að sjá að Hlynur er að fara að fá sér gæludýr. Hlynur er eins og alþjóð veit mikill dýravinur og hann er mikið fyrir dýr.............Síðan verður maður að fara að kíkja á Höllinna hjá honum í Stykkishólmi. Kannski hann þurfi á einhverjum Blikksmið til að laga ýmislegt svo maður veit ekki, kannski einhverjar þakrennur,SIBA krókar og dyrastál koma á góðum notum á svona nýjum húsum.




Síðan var ég hér með frétt af honum Svenna Blöööö. Kominn með nickname og það er ''Mufasa''. Þeir sem ekki eru á nótunum þá er Mufasa konungur ljónana í myndinni''Lion King'' Hér kemur loks mynd af Mufasa








Ég er að fá mér smá Extra tyggjó og það er mjög gott takk fyrir. Ég hef nú ekki mikið að segja svo ég kveð bara.


''He was the wizard of a thousand kings, and I chanced to meet him one night wondering, he told me tales and he drank my wine. Me and my magic man kinda feeling find. He had a cloak of gold and eyes of fire, and as he spoke I felt a deep desire, to save the world of its fear and pain, and help the people to be free again.''

Smá Uriah Heep gullmoli
Sjáumst bara........ 
þriðjudagur, október 03, 2006
  Já komiði sæl

Helvíti er Negrinn dapur, Hafdog reynir þó sitt besta og er það vel..

Það er bara helvíti nice að vera kominn aftur í Hólminn eftir landsliðstörnina, verður að viðurkennast að þetta var komið gott í bili, tók vel á líkama og sál.
Þetta voru vonbrigði, okkur gekk alls ekki nógu vel og náðum ekki okkar markmiðum sem er alltaf sárt, einnig spilaði ég ekki nægilega vel og þá er maður enn svekktari.

En lífið heldur áfram, byrjaður í húsinu loksins sem er búið að sitja á hakanum út af landsliðinu, meikar ekki mikið sens svona eftir á að hyggja að gera það fyrir landsliðið en þetta er gaman og því verða einhverjar fórnir, kemur soldið niður á bankareikningnum en það verður að hafa það.

Við spiluðum við Tindastól um daginn og gerðum einfaldlega á bitann, algjörlega óskiljanlegt að gera það í fyrsta leik á heimavelli fyrir framan fullt af fólki en ég trúi því að þetta hafi kannski verið okkur fyrir bestu.
Kennir mönnum að menn þurfa að spila í botni alla leiki, og þar undanskil ég ekki sjálfan mig.
Video fundurinn var hjálplegur, sjá allar vitleysurnar sem við gerum án þess að vera að gera sér grein fyrir því á meðan leikurinn er, flestar voru þær þó þess eðlis að menn voru ekki á fullu, það góða við það að það er auðvelt að laga það.. Ég get a.m.k. lofað meira "efforti" á móti KR í fyrsta leik.

Ég er víst búinn að samþykkja að fá mér hund, fínt að tína upp skít og hafa allt í hárum en það verður vonandi gaman, hef nokkuð gaman af hundum, takmarkið er hiklaust að hann geti hlaupið uppí Bónus og náð í fréttablaðið, verður að koma að einhverju gagni, ekki bara leika sér allan daginn..
Maður samþykkti þetta með þeim skilmálum að hann væri karlkyns, ekki að nenna að fá einhverja hvolpa súpu seinna meir.. Hundurinn mun svo heita Vedder.

Maður er að þjálfa 2 flokka þetta árið 8. og 10 flokka stelpna, 8.flokkurinn spilaði hérna heima um helgina og unnu B-riðilinn frekar þægilega, margar hæfileikaríkar stelpur sem geta náð langt í því sem þær taka sér fyrir hendur, sama hvað það svo sem verður þó maður voni að sjálfsögðu að það verði boltinn
A-riðilinn er víst mun sterkari og verður takmarkið fyrst að halda sér uppi og bæta sig svo jafnt og þétt og taka titilinn í seinasta móti..

Siggi bara seigur.. orðinn pabbi strákurinn og kemur fjölskyldan hérna þegar Alda er búin að jafna sig á þessu öllu saman, enda mun gáfulegra að hafa börn hérna heldur en í ómenningunni fyrir sunnan.. eintómir ribbaldar þar..

Bið að heilsa..
HlynurB 
Negri Nemi
Netfang heimasíðunnar
negrinemi8@hotmail.com



Góðir Linkar

Arsenal síðan
Baggalútur
Heimasíða Snæfells
Pearl Jam
ÍR Ruslið
Sport.is
Skallinn
KR-TubRatz
Meira Pearl Jam
Pearl Jam Textar

Liverpool Síðan
Pallaleigan
Free Guestbook from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Free Vote Caster from Bravenet
powered by Powered by Bravenet bravenet.com


Hit Counters




















Weblog Commenting by HaloScan.com

Gamlir pistlar
10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 08/01/2004 - 09/01/2004 / 09/01/2004 - 10/01/2004 / 10/01/2004 - 11/01/2004 / 11/01/2004 - 12/01/2004 / 12/01/2004 - 01/01/2005 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 05/01/2005 - 06/01/2005 / 06/01/2005 - 07/01/2005 / 07/01/2005 - 08/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 /





Powered by Blogger