Auðvitað ertu kominn á Negrann!!!!
já halló. Haffi Gunn kominn hér eftir ágæta pásu. Er að klára skólann þessa dagana og verkefni hlaðast upp í síðustu vikuna alveg tíbíst.
Púlararnir voru frekar lélegir í gær á Stanford Bridge og töpuðu 1-0. Ég, Pálmi Sæ a.k.a ''Eimreiðinn, Bjarni Waage a.k.a ''Bjarni fáðu þér sæti, Eddi a.k.a ''Mr.Pilot og Birgir a.k.a ''Loftorkubaninn'' voru í smá upphitun hjá Bjarna,ætluðum svo að fara á þann mereka stað ''Dússabar'' og fá okkur að éta og með því yfir leiknum. Við röltuðum niður Borgarbrautina með Liverpool fánana og treflana en það var bara lokað á Dússa. Aldrei ég endurtek aldrei hefur verið biðröð á Dússa en í gær var undartekning. Fólk streymdi að og færru komumst að en vildu.
Nú tekur bara vinna við í sumar og golf. Ég ætla að vera djöfulli duglegur að fara í gólf og jafnvel að kíkja á nýja gólfvallastjórann í hólminum,Sigurð Þorvaldsson og athuga grasið hjá honum. Eins gott að flatirnar verða góðar og bönkerarnir vel sléttir. Búin að vera að vinna á Olís undanfarið og þar er maður að selja bestu pulsurnar á vesturlandi. Rækjusalat,kartöflusalat,hrár,steiktur jú neim it.
Ég held að krakkinn hjá Hlyn og Unni komi á þeim merka degi 15.sept. Á þessum degi tók Davíð Oddsson við embætti Borgarstjóra í Rvk,Eiður Smári var fæddur á þeim degi og sömu sögu má segja um hann Hafþór Gunnarsson og systur hans Írisi. Ég legg undir einn paka af ''trading cards'' Fleer 92' seríu.
Jæja má ekki vera að þessu verða að klára að læra eitthvað
''Komið er nú sumarið og sólin''
Haffi
Jæja, skrifum bréf
Er að velta því fyrir mér hvort þessi síða sé að deyja drottni sínum en það kemur bara í ljós, kannski við félagarnir fáum andann yfir okkur og skrifum eins og við eigum lífið að leysa.
Úrslitakeppnin búin með öllu því sem þar gekk á og óþarfi að fara eitthvað yfir það, þeir sem hafa áhuga á því eru væntanlega búnir að fylgjast vel með, en keppnin var skemmtileg þó að ekki hafi þetta farið eins og við vildum, en það er alltaf næsta ár, maður rembist bara og rembist þangað til einn daginn ertu orðinn hundgamall og fattar að þetta tókst ekki en við vonum nú ekki.
Húsið að verða klárt, ætluðum nú aldrei að drífa okkur sérstaklega en ég ætlaði nú að flytja inn í byrjun febrúar,þannig að það er búið að draga þetta vel, en það er gott að það sér fyrir endann á þessu. Er mjög sáttur við innréttingarnar frá R.H. innréttingum í Njarðvík, helvíti flottar, mæli hiklaust með því ef eitthver þarf innréttingu. Var reyndar soldið smeykur þegar ég frétti að Frikki Stef væri að vinna þarna en þetta hafðist að lokum.. sorry Frikki minn..
Já og svo stóru fréttirnar sem flestir vita. Unnur er ófrísk og er frumburðurinn væntanlegur í heiminn í lok september, nánar tiltekið 28. en það er einmitt dagurinn sem Dagný Kara, dóttir Sigga Þ fæddist, Siggi var búinn að mæla með þessum degi þannig að maður fór bara í þetta mál..
Eins og þeir vita sem hafa gengið í gegnum þetta er eftirvæntingin mjög mikil. U.þ.b. 5 mánuðir í stóra daginn, 5 mánuðir eru fljótir að líða en lengi í bið. Allt gengur vel hingað til og vonandi heldur það áfram, fórum í sónar um daginn og það var magnað, sjá blessað barnið á svona mikilli hreyfingu þá fyrst varð þetta raunverulegt fyrir manni.
Það virtist hafa það nokkuð gott og vona ég að svo sé, ábyggilega mjög notalegt og yfir litlu að kvarta.
Skrýtið að hugsa til þessa, nú þarf maður að fara að hugsa um eitthvað annað sjálfan sig og hefur maður nú átt nóg með það á stundum, en þetta reddast allt eins og maðurinn sagði.
þannig lítur þetta út, spennandi tímar og greinilegt að haustið verður ekki tími tregans eins og Steini í hjálmum orti um.
bið að heilsa.
Hlynur B
Seint skrifa sumir en skrifa þó aldrei.
Maður er samur við sig, alltaf jafn latur að skrifa en er ekki bara betra að halda sig við gæði umfram magn. Fyrir þá sem ekki vita er ég í námi í Keflavík, já af öllum stöðum er ég í skóla þar. Ég er í íþrótta- og kennslufræðinámi sem er reyndar kennt í gegnum Háskólann í Reykjavík en er staðsett í hinnu undurfögru Keflavík og er bara mjög gaman. Hlynur á eflaust eftir að koma með pistil um það að allir geti kennt krökkum íþróttir í skóla en ég ætla ekki út í þá sálma hér enda búinn að ræða það oftar en einu sinni við hann undir fjögur og eftir aðeins meira en fjóra.
Nú fer besti tími körfuboltaársins að ganga í garð og er ekki laust við það að mann langi að spila. Oft búið að vera erfitt að fylgjast með ofan úr stúku en staðreyndin er bara sú að löngunin til að spila með öðru félagi en Snæfell er ekki til staðar eins og er. Reyndar er blessuð hásinin ónýt að ég held en ef ég væri í Hólminum þá myndi ég sennilega láta mig hafa það, a.m.k. reyna.
Annars verður úrslitakeppnin mögnuð og er langt síðan að svo mörg lið áttu raunverulegan séns á titlinum. Njarðvíkingar hafa verið hrikalegir og verða þeir að teljast ansi líklegir. KR, Snæfell og Skallagrímur koma öll þar rétt á eftir. Hinsvegar tel ég að allar viðureignir í fyrstu umferð verði jafnar að utanskildri Njarðvík-Hamar.
KR-ÍR: ÍR-ingar hafa verið á svaka siglingu með Nate í fararbroddi og eiga þeir góðan möguleika á að slá KR út (ég veit að Hlynur er mér ósammála). Ég sá leik þessara liða í deildinni um daginn og voru ÍR klaufar að vinna ekki þann leik á útivelli og því tel ég að þeir geti unnið KR. Samt ætla ég að spá KR sigri 2-1, einfaldlega sterkari undir körfunni og svo er Patterson búinn að vera frábær. Þó svo að KR hafi meiri breidd þá tel ég að hún muni ekki ráða úrslitum, ekki svo snemma í úrslitakeppninni.
Skallagrímur-Grindavík: Þeir grænu eiga nú að hafa þetta af en gengi liðanna í deildinni undir lok móts var nokkuð forvitnilegt. Skallar tapa mikilvægum leikjum og Grindavík að vinna leiki sem maður átti ekki von á að þeir myndu gera. Kannski að Clemmons blessaður hafi verið krabbameinið í liðinu sem er ekki svo ólíklegt miðað við hans fyrri störf. Hann skilur hins vegar eftir sig mikið pláss í teignum og sé ég ekki hvernig Grindavík ætli sér langt í keppninni án centers. Skallagrímur verða hinsvegar að nýta sér það og var ótrúlegt að sjá þá t.d. í Hólminum um daginn, tóku endalaust af 3ja stiga skotum á meðan Flake var að skila sínu vel inni í teig. Staðreyndin er hinsvegar þessi-Skallar með heimavallarrétt, Grindavík spilar slaka vörn, Skallar unnið tvisvar í Gri. í vetur og hafa reynslu frá því í fyrra. 2-0 fyrir Skallagrím.
Snæfell-Keflavík: Fyrsti leikurinn verður lykilleikur fyrir Snæfell, þeir einfaldlega mega ekki misstíga sig eins og gegn KR fyrir tveimur árum því þá er ég hræddur um að Keflavík tapi ekki á heimavelli á laugardaginn. Margir halda að Keflavík eigi ekki séns en gleymum því ekki að keflavík kunna að vinna og koma til með að spila eins fast og dómararnir leyfa. Ég sá leik liðanna í Keflavík fyrir viku síðan og voru Snæfell í mesta basli, vörnin var ekki eins traust og fyrr í vetur og Keflavík voru mjög dirty (eins og þeir verða í úrslitakeppninni). Snæfell vann þó leikinn með frábærri vörn í lokinn og væri gaman að sjá þá spila svoleiðis vörn meirihlutann af leiknum á morgun og efast ég ekki um að þeir muni gera það. Staðreyndin er sú að Snæfell er mikið betra lið, betri leikmenn og sýnir staða liðanna í deildinni það. Ég spá því að vörnin verði frábær í þessum leikjum og ætla ég að gerast svo djarfur að spá 2-0 fyrir Sneez. Kanamálin í rugli hjá Keflavík og tel ég best fyrir þá að spila kanalausir í þessum leikjum, nýr leikmaður kemur ekki til með að gera kraftaverk á fáeinum dögum.
Jæja, nóg í bili. Við sjáum til hvort ég þurfi að éta þessar spár ofan í mig en ég vona ekki. Draumurinn er Snæfell-Skallagrímur í úrslitum, lifi Vesturlandið. Aldrei að vita nema að skítasaga pt.2 komi á næstunni.
Take it eazy.
Vaffarinn.
sælar. Haffi kominn með einn rólegan á þessum rólega degi sem er miðvikudagur fyrir úrslitarkeppni. Hún er víst að hefjast og fengum við Grindavík og það verða hörkuleikir.
Búinn að taka klippingu fyrir keppnina og ætla flestir að taka smá rakstur fyrir föstudag. Einnig er flugmaður sem heitir Eddi að fara til Belgíu að ná í háa körfuboltasokka beint úr verksmiðju Nike sem er með verksmiðju rétt fyrir ofan Genk, einmitt þar sem Þórður Guðjónsson spilaði en einnig spilaði Arnór Gudhjonsen í Belgíu en það var nú Anderlect en hann er einmitt pabbi Eiðs Smára sem er að spila með Barcelona sem duttu út fyrir hverjum..............???????????????????? LIIIVERPOOL LIIIIVERPOOL, ''There's only one Steven Gerrard''. Jú jú það var rafmögnuð stemming fyrir viku síðan þegar Púlararnir náðu að henda Börþúngum úr keppni.
Annars eru bara rólegheit hjá mér þessa dagana. Kominn með þvottavél í Haffakot, AEG 1006 max heitir hún og er með rosalegu kerfi maður. Hún er í lagi. Bómullarþvottur, íþróttaþvottur,sokkar,húfur,handklæði ,júneimitt, AEG 1006 max tekur þetta allt saman.
Síðan er allt morandi í þessum traktorum út um allar sveitir. Við Pálmi fórum einn rúnt um daginn um Melasveitina en fyrir þá sem ekki vita er það sveitinn á milli Akranes og Borgarnes þarna einhverstaðar. Þar sáum við meðalannars John Deera, New Holland og McCormick traktora.
Síðan eru það fréttir af honum Idda.
í síðasta pistli var ég með þær fréttir að hann sé bara að meika það sem trymbill og nú er hann bara kominn út á hljóðrænum gæðum og læti. Kominn í eitthvað megaband og fór í stúdíó um síðustu helgi og trommaði víst vel. Hérna er mynd af kappanum við sýningar á leikritinu ''Almost Famuos''.
Jæja ég verð að fara að koma mér í nesið. Búin að læra nógu mikið í dag.
Sjáumst á Hróaskeldu
jæja...
Leikur við Kef í gær og náðum við loksins að vinna þar, ágætt að vera búinn að því, ágætis leikur sem skipti kannski ekki öllu máli, KEF eða Grind í úrslitunum. En Kef var það og verður það bara gaman, hef ekki séð þennan Kana hjá þeim en skilst að hann sé skotglaður með eindæmum, vonandi hittir hann ekki of vel á móti okkur.
Deildin búin að vera ágæt hjá okkur svo sem, töpuðum nokkrum close leikjum sem kostuðu okkur 2.sætið en það geta væntanlega öll lið sagt það sama, dettur ekki alltaf þín megin.
Njarðvík verðskuldaðir meistarar, hafa verið bestir í vetur og eru líklegir til frekari afreka, Fjölnir rétt slapp og er það mjög gott mál, betra að hafa þá uppi en Þór Þ með fullri virðingu fyrir þeim.
Playoffs verður svona og ég spái liðunum með heimavöllinn áfram
Njarðvík-Hamar, Njarðvík tekur þetta örugglega í 2 leikjum, kannski smá basl í Hveragerði.
KR-ÍR, KR í 2 leikjum
Snæfell KEF, spái okkur að sjálfsögðu áfram
Borgarnes-Grindavík, Grindavík ákaflega fáliðaðir í teignum og mun Flake sjá um þetta mál. 2-1
Fékk í póstinum atkvæðaseðla fyrir lokahófið og ljóstra hér upp mínum atkvæðum, ekki alveg búinn að gera upp við mig með útlendingana og dómara
5 manna liðið
Frikki Stef,Fannar Ólafs,Maggi Gunn, Brenton B,Páll Axel
Besti Leikmaður, Brenton líklega bara
Erlendur: Jovan Zdravevski, Darrell Flake
Pungur: Hörður í Fjölni
Varnarmaður:Frikki Stef
Dómari:Kiddi eða Simmi
Lítið að frétta svo sem, næ ykkur á hinni hliðinni.
Hlynur B
''And You''ll never walk alone, You''ll never walk alone
Já góðan daginn. Púlararnir fóru á kostum í gær með sigri á Börþúngum á Nú Kamp. Liverpool aðdáendur fjölmenntu á Dússabar en kellinn er með 40'' flatskjá og djúzí borgara á spot príz. Allavegana var um 20 manns þarna og stemminginn var ekkert nógu góð fyrstu 40 mín. Reyndar voru nú nokkrir sem voru að spila ágætlega eins og hann Momo Sisso. Djöfulegt að sjá hann hlaupa á eftir mönnum og ná af þeim boltunum. Minnir mann óneitanlega á Roderick Hey bandaríkja mann sem spilaði nokkra leiki hér í nesinu undir stjórn Hennings Henningssonar. En Bellamy náði að jafna og allt varð vitlaust á Dússa. Hálfleikur og menn fóru nú að spjalla um hver væri ljótastur og hver væri rauðhærðastur og viti menn. Allir komu á eitt. John Arne er víst ljótasti og rauðhærðasti leikmaður sem liverpool hefur verið með síðan maður mann eftir sér. Kappinn þakkaði þessa afhendingu með því að skora með fæti sem hann uppgvötaði í gær en það er hans hægri löpp. Oftast notar hann löppina eins og bretta gaurar ýta sér áfram, brokkar á hægri. ''Ömurlegi Argentínski Dómari'' flautaði af leikinn en þessi dómari var nú ekki að gera mikið og gott mót að mínu mati. Litlu mennirnir í Barca(Messi er 1'70, Deco er 1'72,Xavi er 1'73, Ronadinho er um 1'79 og Saviola er einn og ekki neitt.) voru að detta allsvakalega mikið þegar litli Wales-verjinn stjakaði aðeins við þeim. Auðvitað svaraði litli Wales-verjinn fyrir sig með einhverju fallegu um kjól mömmu Xavi og rómantískt kvöld með systur Deco. Allavegana þá vantaði bara að Dússi blastaði ''You''ll never walk alone'' en þá hefði þakið farið af kofanum. Gaman var þegar maður keyrði í bæjinn í morgun með Heimi og Sírrí talandi um leikinn í gær. Reyndar fer Sírrí allsvakalega í mig.
En jæja nóg um Liverpool.
Leikur hjá okkur á móti Haukum á morgun og hann verður erfiður. Þeir unnu Fjölni í síðustu umferð og eru með þennan Arnold sem maður hefur ekki alveg náð að sjá.
Síðan eru það fréttir af leikmönnum okkar.
Landroverinn er að missa sig þessa dagana vegna þess að ný týpa er að koma út,ZC 5912 af Landrover
Eins og sjá má er þetta hööörkubíll hér á ferð.
Konni er búin að vera eitthvað veikur síðkastið eins og allir á landinu held ég en það er lítið sem þarf til að gleðja hann Konna nú þegar hann er að skríða upp úr veikindum. Bárður Eyþórss benti mér á einn mjög flottan togara sem var við bryggju á Skaganum um daginn og náði ég að taka mynd af honum
Fyrir þá sem ekki ná að sjá á bátinn þá stendur hérna:Hákon SF eitthvað
Síðan er það Iddi Piddi en þið getið nú bara farið að kveðja það kvikindi því hann er nú kominn í eitthvað rosa band og er bara að túra um Akranes að spila á þessum stöðum á skaganum. Ég vissi ekki alveg hvaða mynd ég átti að setja svo ég skrifaði ''Crosby'' en hann er nú hálfbandarískur og viti menn, fann einn alveg slánandi líkan Idda.''Alveg Eins''''
Síðan er nú hann Dolli kominn aftur og er með króm og gott að fá hann aftur eftir að hann var í bænum fyrir áramót að kaupa sér króm.
Síðan var nú frétt hér um daginn að einhver mjólkurbílstjóri hafi keyrt inn í eitthvað hús og gert allt vitlaust. Negrinn tók því tal á Axel Kára en hann keyrir einmitt Mjólkurbíll. Axel vildi ekkert um þetta mál að segja og hvarf af vettfangi rétt áður en ég sagði Axel!
Jæja komið gott hjá mér í dag. Þarf að fara í tíma en bið og heilsa.
McGunn
já góðan daginn. Sit hér í tíma hjá henni Helgu vinkonu í teiknitíma og er að gera mjög gott mót.
Búið að vera nokkuð ''bizí crizí fyrir djúpstekjandi billa eins og mig'' ef maður vitnar í Bjartmar Guðlaugsson. Leikur hjá okkur á móti Fjölni á síðasta Föst. Unnum hann með naumindum og fjölnir voru að spila vel. Urðum svo að hafa okkur alla við að vinna Króksarana og það marþist og ekki skemmdi fyrir heimleiðinn. Fékk þennan líka fína krampa aftan í lærið enda vorum við nú ekki á neinni lúxus rútu með einhverjum dýrindis sætum eins og hjá honum Sæmundi Sigmundsyni. Vorum líka um 4 og eitthvað tíma á leiðinni. Það er svona þegar maður er með annan eins ökuþór eins og hann Val Ingimundarson. Maður var nokkuð þreyttur á mánudagsmorgunnin eins og segir í dægurlagatextanum''Það er mánudagsmorgun og sólin hún gægist við hafið''HÖRKULAG......
Síðan er það nú Liverpool. Guð minn góður. Töpuðu svona líka skemmtilega fyrir Newcastle um helgina. Það hlakkaði heldur betur upp í honum Landroverinum eftir leikinn en hann heldur með new. þó hann viti bara um einn mann í new. og það er og var Alan Sherer. Fórum þá beint í Haffakot og ég rústaði honum í Pro Evolution Soccer með Liverpool. Góður leikur. Vonandi að þessir nýju kallar í Pool komi með einhvern almennilegan pening inn í klúbbinn. Fínt að fara að fá einhvern almennilegan við hlið Kuyt upp í strikernum og er nafn Niall Quinn kominn til sögunar. Síðan er það vinstri kanturinn. Kewell kemur ekki til baka er ég að segja því hann og Stephanie úr ''Neighbours'' eru víst byrjuð að slá sér saman á ''Ramsey street'' og Harold gamli er víst ánægður með það. Luis Garcia er ekki að fara að gera neitt nema að auglýsa fyrir El'vitale sjampó og sólbaðstofuna Ibiza og hann má alveg sitja á tréverkinu um stund. Gonzalez getur alveg hlaupið en ekki meira en það. Fínt að fá einhvern sem getur hlaupið og og og getur líka eitthvað með boltann. Ekki bara sparka tuðrunni og vona að John Mjölby sé í vörninni og sprekta fram úr honum. Fá einhvern John Barnes á kantinn.
Jæja verða að fara að koma mér í Nesið.
Við heyrumst